Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Side 3

Fálkinn - 30.04.1954, Side 3
FÁLKINN 3 Sumardagurinn fynti í Fylking skáta á Lækjartorgi. Ljósm.: Þórður Bjarnar. Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátiðlegur víða um land. Sjaldan eða aldrei mun þátttaka í hátíðahöldun- um í Reykjavík hafa verið almennari en að þessu sinni, enda var veður hlýtt og gott, en svo hefir ekki verið á þessum degi um iangt árabil. Mestan svip á hátíðahöldum settu börnin eðliiega, enda er sumardagur- inn fyrsti dagur barnanna. Barnavina- félagið Sumargjöf gekkst að venju fyr- ir fjársöfnun og gekk ,hún ágætlega, Merki dagsins, Barnadagsblaðið og Sólskin voru seld á götunum, en skemmtanir voru fyrir hþrnin i sam- komuhúsum bæjarins. Hátíðaiiöldin hófust með skrúðgöngu og guðþjónustu skáta fyrir hádegi, en eftir iiádegi söfnuðust börnin saraan ásamt fullorðnum við Austurbæjar- skólann og Melaskólann, en þaðan var gengið i skrúðgöngu til Austurvailar. Fylkingarnar mætlust við Tjarnar- brúna og fóru skrautvagnar fyrir. 1 öðrum var Vetur konungur, en vor- gyðjan í hinum. Fyrir vögnunum riðu menn í fornbúningum. Á Austurvelli á- varpaði biskup mannfjöldann. * Víðavangshlaupið Víðavangshlaup Í.R., liið 39. í röð- inni, fór fram á sumardaginn fyrsta, eins og venja er til. Átján keppendur luku hlaupinu. Sigurvegari varð hinn góðkunni lánghlaupari Kristján Jó- hannsson frá Ungmcnnasambandi Ky- firðinga, en það félag varð einnig sigurvegari í ]>riggja manna sveita- keppni. Aðrir í röðinni urðu Austfirð- ingar, sem sigruðu í 5 manna sveita- keppni. Oddgeir Sveinsson, K.R., keppti nú í 24. skipli i hlaupi þessu. * Kristján Jóhannsson. r Söngskemmíun Quðrúnar A Símonar Að hafa „góða rödd“ er ekki að vera listrænn söngvari. Hið göfuga lilut- verk söngvaranna, að túlka verk hinna miklu meistara, útheimtar, auk góðrar raddar og mikillar söngelsku — kunn- áttu, og bak við þessa kunnáttu felst oft margra ára þrautscigja, erfiðleikar og — siðast en ekki síst — mikil og hörð vinna. Guðrún Á. Símonar. Það sem Guðrún Á. Símonar hauð fjölmennum áheyrendahóp i Gamla Bíó, ]). 7. þ. m., var vel samsett söng- skrá, þar sem fram kom listræn og fjöihæf söngkona. í fyrstu lögunum eftir ítalana Pergolesi, Monteverdi og Marchesi gætti þcgar mikils öryggis í meðferð- inni í sambandi við látlausa túlkun listakonunnar, sem gerði það að verk- um, að áheyrendur gátu notið söngs- ins allt frá byrjun söngskemmtunar- innar. Athyglisvert var að heyra hve djúpu tónarnir í þessum lögum voru hljómfagrir. Meðferðin á tveim lögum eftir Brahms vakti mikla lirifningu meðal áheyrenda, og varð ungfrúin að end- urtaka lagið „Dein blaues Auge“. Eftir skemmtilega og örugga túlkun á „I couldn’t say no 'Sir“ eftir Lowitz og „Birds songs at eventide" eftir Coates, söng ungfrú Guðrún ariuna „Donde lieta ....“ úr La Bohéme" eftir Puccini og „Cera un re de Thulé“ úr „Faust“ eftir Gounod. í þessum arium, og sérstaklega i ariunni úr „Cavalleria rusticana“, sem var með- al aukalaganna,' naut hinn lyríski sópran ungfrú Guðrúnar sin á öllum tónsviðum. Hér kom fram fjölhæf og fáguð listakona, sem færði okkur heim göfuga og hreina túlkun fjölda tón- skálda, erlendra sem innlendra — iátlausa túlkun án ýkja, með greini- legum framburði textanna á liinum ýmsu tungumálum. Undirtekt áheyrendanna, sem liafði í för með sér fjölda aukalaga, stað- festi enn einu sinni, að hér á íslandi er jarðvegur og grundvöllur fyrir góðri og fínni sönglist. Aðstoð Fritz Weisshapphei sem undirleikara átti góðan þátt i ánægju, gleði og þalcklæti áheyrendanna yfir þessari athyglisverðu söngskemmtun. B. B. Óskar Ingimarsson. „Nýtt hlutverk" Hin nýja talmynd Óskars Gíslason- ar, „Nýtt hiutverk", eftir samnefndri skáldsögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, hefir nú um nokkurt skeið verið sýnd í Stjörnubíói við mikla aðsókn. Aðalhlutverkin í mynd þessari eru leikin af Óskari Ingimarssyni, Gerði Hjörleifsdótfúr, Guðmundi Pálssyni, Einari Eggertssyni og Áróru Hall- dórsdóttur. * Gerður Hjörleifsdóttir og Óskar Ingi- marsson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.