Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Qupperneq 12

Fálkinn - 30.04.1954, Qupperneq 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA ins, sem hafði lifað kærleikslausa æsku, sveið hana í hjartastað af meðaumkvun. Hana lang- aði til að taka þennan dreng i fangið, þrýsta honum að sér og gæla við hann, eins og hún hafði gert við tvíburana þegar eitthvað amaði að þeim. En svo sá hún herðabreiða manninn í anda, í gráu fötunum, heyrði rólega, setta röddina og þá gerði feimnin vart við sig undir eins. Hvernig gat hún komið til móts við hann, eins og hún hafði lofað tengdamóður sinni? Hvernig gat hún boðið honum ást, sem hann hafði aldrei sýnt að hann kynni að meta? Það var alskýjað þegar hún kom til Gulwer House. Rigning í aðsigi, kannske þrumuveður. Það var einhvers konar ókyrrð í loftinu — eða var ókyrrðin í henni sjálfri, út af því að eiga að hitta John? Hún gat ekki að því gert, en hún var eiginlega hrædd við hann. Og það dugði ekkert að reyna að hafa hemil á þeirri hræðslu, eða láta eins og hún væri ekki til. Undir eins og hann kom inn í sömu stofu og hún, fann hún þetta .... Og í hvert skipti sem hún hugsaði til næturheimsóknar hans fékk hún hjartslátt. Oft hafði hún legið andvaka síðan, eða glaðvaknað og hlerað eftir að tekið væri í lásinn. En hafi hann komið inn til hennar síðan þá vissi hún að minnsta kosti ekki af þvi .... hún hafði verið sofandi ........ En hvað vil ég eiginlega? spurði hún sjálfa sig, þegar hún stóð við gluggann eftir há- degisverðinn og horfði á rigninguna. Hún hafði ekki hitt John ennþá. Hann var hjá ráðsmanninum og borðaði hádegisverð þar. Hann hafði hringt á undan sér og látið vita af því. Og nú sá hún andlit Moiru fyrir sér, ljómandi af lífsgleði og leyndri hamingju. Auðvitað var það Charles, sem hún var ást- fangin af núna, og það hlaut að vera gagn- kvæmt úr því að hún var svona glöð........ ,,Ég vil lika vera ástfangin og Ijóma af ham- ingju og vonum . ... “ „En þú ert það líka!“ Þetta var rödd Charles, og eins og vant var dró hann hana með sér inn í vetrargarðinn, þar sem þau gátu falið sig bak við pálmana og talað sam- an í næði. „Vildir þú mér eitthvað?“ „Ég hefi alltaf eitthvert erindi. En sérstak- lega núna.“ Hann horfði á hana aðdáunar- augum og með viðurkenningu. „Fyrirgefur þú ef ég er svo hversdagslegur að segja, að þú ert svo smekklega klædd, sem hugsanlegt er. Og fögur eins og blóm.“ „Þú segir það aldrei of oft,“ sagði Anna. „Ég elska gullhamra. Og það eru ekki aðrir en þú og Tony, sem slá mér gullhamra, svo að mér hefir ekki verið ofgert.“ „Það er ágætt. Ekki má gera þig fordildar- fulla eða montna. Það er þessi óumræðilega og yndislega hæverska, sem gerir þig svo töfrandi .... maður skyldi halda að þú hefð- ir aldrei átt spegil og aldrei orðið ástfangin!" Anna roðnaði. „Um hvað ætlaðirðu að tala við mig?“ spurði hún til að breyta um um- ræðuefni. Hún settist í þægilegan garðstól. „Það er vonandi ekki neitt slæmt?“ „Það er undir því komið hvernig þú lítur á það,“ sagði Charles íbygginn. „Er það eitthvað sem kemur mér við?“ „Það verður maður að segja,“ svaraði Charles, og nú fann Anna að hann var öðru vísi en hann átti að sér. I fyrsta lagi var hann mjög alvarlegur — hún hafði aldrei séð hann alvarlegan fyrr. Og í öðru lagi .... en gat það verið hugsanlegt? Charles virtist vera feiminn! Það var óskiljanlegt, en svona var það samt. „En fyrst og fremst snertir þetta mig og Moiru.“ „Moiru?“ „Við ætlum að giftast. Hefir þú nokkuð á móti því?‘ Charles and- aði djúpt - loksins hafði hann stunið þessu upp. „En hún er barn enn- þá........alltof ung til að giftast." „Vissi ég ekki að þú mundir segja það!“ sagði Charles. „En hlust- aðu nú á mig: Eg er 26 ára, eins og þú veist. Með öðrum orðum níu árum eldri en Moira. Eins og þú veist hefi ég aldrei unnið ærlegt handtak á ævi minni. Eg á við . . ekki unnið.Það var mjög þægilegt fyrir mig að trúa því, sem fólk sagði — að ekki væri gagn í mér. Og hvers vegna hefði ég átt að vera að leggja að mér, úr því að John þóttist ætla að sjá fyrir mér? Ég hefi alltaf sýslað með fatnað, eingöngu af því að ég hafði gaman af því. Vinur minn, sem ég hefi samvinnu við og sem hefir tískuverslun í London, hefir alltaf verið að nauða á mér að ganga í félag með sér. Ég átti að fara að starfa reglubundið, hafa viðtalstíma og þess háttar, því að það var ég sem teiknaði helminginn af kjólunum, sem hann seldi. Ég tók því fjarri .... ég verð veikur af að hugsa til að hafa fasta vinnu. Ég hefi aldrei verið alvarlega ástfanginn, þó að ég hafi duflað við hverja einustu unga dömu, sem ég hefi hitt — þig ekki síður en aðrár .... jæja, það gat nú aldrei orðið neitt milli okkar, því að þú ert svo fróm og vanaföst." Svo hitti ég Moiru. Hún var allt öðruvísi. Ég veit þínar mótbárur: hún er barn og fljót að verða ástfangin, en það stendur aldrei lengi. Ég skal ábyrgjast þér að þetta stendur lengi! Því að ég elska hana svo hamslaust, svo ó- stjórnlega, að mér hefði aldrei dottið slikt í hug .... Einmitt þess vegna er ég rétti mað- urinn handa henni. Einhver verður að elska hana — það er ekki hægt að sleppa henni for- stöðulausri út í lífið. Hún er svo saklaus og hjartagóð og barnsleg, og þannig verður hún áfram. Þú getur ekki orðið barnfóstra hennar alla þína ævi, þú hefir John og tvíburana á samviskunni og það er nóg handa þér .... en ég get og ég vil. Og í fyrsta sinn á ævinni hefi ég fundið manneskju, sem treystir mér og dáist að mér. Þér er óhætt að trúa því, að það hefir gert mig að nýjum og betri manni. Anna brosti, hún hlaut að hrífast af þess- um eldmóði, sem í honum var. „Svo að þetta er er þá í raun og veru afráðið? Það er bara formsatriði að segja mér frá þessu áður en þið giftist?“ „Ó, Anna!“ sagði Charles og greip í höndina á henni. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki, sem ekki spyrð: en á hverju ætlið þið að lifa á? Og telur ekki peningana eina hjálp- ræðið. En sannast að segja hefi ég ekki hugs- að mér að láta John ala önn fyrir okkur. Ég ætla að vinna fyrir konunni minni sjálfur, og ég hefi hugsað mér að nota það eina sem ég kann. Fyrir nokkrum vikum fékk ég tilboð um að velja úr kjólum hjá ýmsum firmum í London — sýnis'hornasafn, sem á að senda til Suður-Afríku ásamt sýnistúlkum og öllu tilheyrandi .... Tilgangurinn er að námu- mennirnir þar syðra fari að kaupa kjóla frá London til að auka útflutninginn frá Englandi. Hún stóð á miðju gólíi og tók höndun- um upp að brjóstinu. „Það er mál til komið að við tölum hreinskilnislega saman........“ hélt Jolin áfram........ Þegar lijört n mætast

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.