Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 og augu þeirra mættust. Pamela brosti dauflega. „Færðu nokkurn tím- ann fréttir frá Bededown?" spurði hún. „Hvernig líður Victor?“ „Ég fæ sjaldan fréttir, og þær sem ég fæ eru sannarlega ekki uppörvandi. Systir mín skrifar mér að hann vilji aldrei láta neinn sjá sig og fáist ekki til að taka að sér skyldurnar sem hús- bóndi á heimilinu. Ég lield að hann hafi veiklast á geðsmunum.“ Það dimmdi yfir svip hennar. „Það þykir mér leitt að heyra. Ég fæ stund- um samviskubit þegar ég hugsa til lians,“ bætti hún við. „Hvers vegna?“ „Ég var aðeins tvítug að aldri og fjarskalega hrifin af honum. í minum augum komst enginn í hálfkvisti við Victor .... En þegar hann kom heim eftir slysið og leit út eins og raun var á — þá missti ég alla stjórn á sjálfri mér. Það er ef til vill mér að kenna að liann er svona undarlegur." Hún bar blúndulagaðan vasaldút upp að augunum. Eric sagði með ákafa i röddinni. ,yNei, þú mátt ekki halda það. Victor hefir alltaf verið undarlega skapi farinn. Systir mín segir oft í bréfum sínum: Meðan lífið lék við hann var liann sannarlega nógu borubrattur, en um leið og mótlæti bar að höndum lét liann bugast. Jæja,“ hann lagði handlegginn um axlir hennar, „láttu vasaklútinn i vas- ann og fáðu þér annað glas. Eigum við að leika borðtennis á morgun?" Pamella hikaði litið eitt. „Leikur konan þín ekki borðtennis?" „Jú, Bridget er sýnt um allt þess háttar. Þú færð bráðum að sjá hana. Hún sagðist ætla að koma hingað nið- ur um þetta leyti.“ NUNNA GEGNUM JÁRNTJALDIÐ. — Nunnan sem felur sig bak við sól- gleraugun og styður fingrinum á munninn, til að sýna að hann sé lokaður með „sjö innsiglum“, hefir ástæðu til að fara varlega. Fyrir rúm- um fjórum árum hjálpaði hún fjórum prestum til að flýja frá Tjekkoslóvakíu en var sett í fangelsi sjálf. Henni tókst þó um síðir að flýja og I fjóra mánuði var hún hundelt af lögregl- unni. Loks náði hún í gúmmíbát og kom&t á honum yfir ána Morawa til Austurríkis, ásamt tveimur prest- um. Hún hefir starfað sem hjúkrunar- kona í Vestur-Þýskalandi síðan, en hefir nú fengið dvalarleyfi í Banda- ríkjunum og ætlar að freista gæfunn- ar þar. . DrekklO Cgils-öl J „Hvers vegna var hún ekki með þér í dag?“ Hann leit á hana og varð þegar Ijóst, að hún var að daðra við hann. Brosið i augum hennar varð skyndi- lega ögrandi. Hann tók um liendi hennar og hún kippti henni ekki að sér. Siðan sagði hann ísmeygilega. „Mér virðist sem þú sért forvitin og vond stúlka Pam.... Hvað hefir þú sjálf haft fyrir stafni síðan við sáumst síðast? Hefir þú gifst?“ „Jú,“ sagði hún kuldalega. „Ég þaut frá Victor og svo að segja i fangið á fyrsta þolanlega bjálfanum sem mér bauðst. Úr því varð venjulegt striðs- hjónaband. Það entist tæpa þrjá mán- uði. Síðan sneri ég mér að leiklist- inni.“ „Var það ekki í leikhússveislu sem þið Victor kynntust?“ „Jú.“ Henni var samkvæmið enn i fersku minni, og hún mundi vel, hvernig henni hafði orðið við, er liún var kynnt fyrir liinum hávaxna glæsi- lega flugforingja. Það var sannarlega óheppni að sá maður, sem henni hafði litist best á um ævina, skyldi glata bæði auð og friðleika, þegar hún loks var búin að klófesta hann. Aldrei síðar liafði hún kynnst neinum sem komst i hálfkvisti við hann. Hún hélt áfram: „Mér hefir gengið vel, og ég hefi notið lífsins í ríkum mæli. Ég er nú að koma úr leikför i Suður-Afríku og ég hefi fengið mörg tilboð um að leika í Englandi, og þeg- ar ég kem lieim verð ég að taka á- kvörðun varðandi þau.“ „Þú hefir sannarlega ekki verið að- gerðarlaus." „En segðu mér, hvernig stendur á þvi að konan þín er ckki með þér í dag — þið eruð sama sem á brúð- kaupsferð?" Hún hallaði undir flatt og augnaráð hennar var ögrandi. Hann svaraði, og það var ekki laust við að rödd lians væri ólundarleg. „Bridget kann illa við sig i marg- menni. Hún hefir alltaf lifað rólegu lífi með föður sinum. Hún er ekki jafn veraldarvön og þú.w Pamela naut þessarar stundar : rik- um mæli. Daður var ætið dægrad\dl að hennar skapi. Hún sagði ertnislega: „Þú ert þó ekki nú þegar orðinn leið- ur á konunni þinni?“ „Það skyldi þó aldrei vera svo, að hún væri eina konan sem getur hrifið mig,“ sagði hann, og rödd lians var jafn ertnisleg. Augnatillit hennar var svo ástleitn- islegt að nærri lá að honum væri brugðið. Stúlkan virtist algerlega samviskulaus — og að honum fannst sérlega hrífandi. Hann tók um beran liandlegg hennar. Pamela brosti og sagði: „Kemurðu ekki í danssalinn i lcvöld? Ég vildi gjarnan dansa við þig.“ Rétt í þessu kom Bridget Draycott í dyrnar, staðnæmdist þar andartak, gekk siðan beint til manns síns og ókunnu stúlkunnar. Göngulag hennar var létt og fjaðurmagnað. „Ég er kom- in,“ sagði hún rólega. Eric slevjpti handlegg Pamelu og stóð upp. „Loksins ertu komin, Biddy! Má ég kynna fyrir þér Pamelu Mitc- hell — ég kynntist henni á Bededown fyrir mörgum árum siðan.“ Pamelu fannst að við hlið Bridget myndi fegurð hennar ekki njóta sín sem best, til þess var andlit hennar of farðað og hárið of gult. „Góðan daginn frú Draycott," sagði hún kæru- leysislega. „Ég var að daðra við manninn yðar.“ Bridget svaraði, og rödd hennar var sérkennileg, mjúk en þó dálítið hás, „þvi get ég vel trúað. Hann er á svip- inn eins og köttur, sem stolist hefir til að.lepja rjóma.“ Fegurð Bridget var ekki þess eðlis að hún vekti sérlega athygli á götum úti, en þegar komið var nær henni og talað við hana kom hin sérkenni- lega fegurð hennar í Ijós. Hún var fremur há vexti, vaxtarlag hennar kvenlegt, hörundið litfagurt og munn- urinn friður og unglegur. Rauðjarpt hár hennar var fremur sítt og greitt upp í vöngunum. Hún var i þunnum samkvæmiskjól, grænum gylltum og rauðbrúnum að lit. Stór demantur hékk i gullfesti um háls hennar. Pamela gat ekki slitið augun frá hálsmeninu. „Þetta er dásamlegur demantur, frú Draycott,“ sagði hún. „Ég er hissa á að þér skulið þora að bera hann á svo mjórri gullkeðju. Hann hlýtur að vera fjarska dýr- mætur.“ „Já, það er hann,“ sagði Eric kæru- leysislega. „Bridget ber ekki virðingu fyrir svona dýrgripum fremur en arg- asta járnrusli. Orsök þess er að hún liefir alltaf verið svo skrambi rík.“ Bridget liristi höfuðið og stakk höndinni í handarkrika Erics, og svipur hennar var góðlátlega um- hyggjusamur, næstum móðurlegur. Pamela varð gripin óstjórnlegri löng- un til að hneyksla Bridget, þó ekki væri til annars en að raska þeirri ró sem lýsti sér i augnaráði hennar. Hún var skyndilega staðráðin i að halda áfram daðrinu við Eric og gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana. „Eric,“ sagði Bridget. „Ég er hrædd um að þú þurfir að fara að hafa fata- skipti. Það er orðið framorðið.“ „Já, það veit trúa min.“ Pamela spratt á fætur. „Ég verð lika að flýta mér. Vonandi sjáumst við siðaj\“ Mér er ekkert um hana gefið, hugs- aði Bridget, þegar Pamela var farin. Og ég held að henni geðjist heldur ekki að mér. Skömmu síðar sagði Eric, um leið og hann batt hálsbindið sitt fyrir framan spegilinn i klefa þeirra. „Hvernig geðjast þér að Pamelu?" Bridget sat á rúmstokknum og snyrti neglur sínar. „Hún er mjög lagleg og vel klædd,“ sagði hún. „Hún er ef- laust lika gáfuð.“ „Hún var einu sinni trúlofuð Victor. Já, allar stúlkur voru bálskotnar í honum. En svo var það að hann bug- aðist algerlega, því að þegar öll kurl komu til grafar var ekki meira í hann spunnið en alla aðra.“ „Eric.“ Hún stóð upp og lagði hönd- ina á andlit hans, eins og hún vildi halda fyrir augu lians. „Þú mátt ekki vera svona á svipinn. Það liggur við að ég sé hrædd við þig. Það er rangt af þér að koma heim til föðurlnisanna með hugann fullan af hatri. Victor þarfnast hjálpar núna — en ekki hat- urs. Ég vil gjarnan að öllum heima hjá þér geðjist vel að mér. Hvernig skyldi þeim lítast á mig?“ Hann leit á hana, lagði síðan hand- legginn utan um hana og kyssti hana innilega. „Þeim finnst áreiðanlega að þú sért yndisleg!" Eric og kona hans höfðu komið heim til Bededown í glampandi splunkunýrri einkabifreið. Það hafði verið uppi fótur og fit í rauða húsinu, og nú var búið að ráða stúlku úr þorpinu til aðstoðar við heimilisstörf- in og auk þess kom matreiðslukona á hverjum degi til að matreiða. Victor braut heilann um livort það hefði ver- ið málverk eða húsgagn, sem hafði FALLEG STÚLKA. — Þessi stúlka er bæði falleg og vinsæl. Hún heitir Leslie Carrol og er ensk leikkona. Bresku hermennirnir á Malayaskaga kusu hana nýlega sem uppáhalds „pin-up“-stúlkuna sína. Hún hefir leikið smáhlutverk í kvikmynd, en er ekki nema 18 ára, svo að hún hefir tímann fyrir sér að fá stærri hlutverk. FALLEGA STÚLKAN heitir Sylvia Barber. Þó að hún sé ekki nema 21 árs liggur langt starf að baki hjá henni á ýmsum leiksviðum í Englandi. Og nú hefir hún verið ráðin að hinu fræga „Windmill Theatre“ í London. í FÖSTUÆRSLASKAPI. — Þetta er skrambi sniðugur máti að bíta í bollu á. En það er líka föstuinngangsbolla, svo að þá leyfir maður sér ýmsar bollubitsaðferðir, sem ekki mundu þykja hæfar undir venjulegum kring- umstæðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.