Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Þögnin langa ÉG keypti Rietvlei fyrir fjórum mánuðum. Það er smábýli eftir því sem gerist. Hér eru sumar jarðirnar upp undir 250.000 „morgenmörk“. Og eitt „morgen- mark“ er, eins og þú kannske veist, kringum hálfur annar hekt- ari. Rietvlei var ekki nema 200 ,,morgenmörk“ og var því varla talið býli. Fólkið í kring sagði að það mundi geta framfleytt tveim- ur kálfum. En ég keypti kotið af því að þar var svolítið hús. Það hangir uppi ennþá. Og auk þess að þarna er lind, sem fólk sagði að mundi verða þurr. — Ég náði í tvo innfædda menn, nokkrar dósir af hvítri málningu og fáein- ar rúður og þetta hafði undraverð áhrif. Þegar ég kom til baka frá Johannesburg ætlaði ég varla að þekkja húsið aftur. Mér fannst, þegar ég var að raða niður því, sem ég hafði viðað að mér, að ég mundi ílendast hérna. Og ég sætti mig vel við það. Enn hafði ég ekki fengið tækifæri til að kynnast því hverjir nágrannar mínir voru. Ekki svo að skilja að ég væri for- vitinn, en það var alltaf gott að vita það. Þegar ég hafði bjástrað þarna í tvær vikur var húsið farið að líkjast mannabústað. Hérna úti á hásléttunni hefir fólk sína á- kveðnu heimsóknartíma. Og þess varð skemmst að bíða að ég þekkti alla í grenndinni. Þeir sögðu mér frá Adam Soomerfeild, einbúanum sem átti stærstu jörð- ina á þessum slóðum; hann talaði aldrei við nokkurn mann, en pen- inga græddi hann. Leiðir okkar mættust á ásnum fyrir ofan húsið mitt. Mér fannst ekkert merkilegt að hann kallaði til mín einn dag- inn er ég var úti á gangi. Við heilsuðumst með handabandi. Hann var hár — að minnsta kosti 6 fet. Farinn að grána yfir gagn- augunum. Kinnbeinamikill og nef- ið eins og á erni, augun hvöss, grá og köld. Þetta var karlmenni. Mér féll strax vel við hann, og ég held að honum hafi fallið við mig. Það fór vel á með okkur þegar við hittumst fyrst. Og ástæðan til þess var ofur einföld — það er ekki gott að maðurinn sé einsam- all. Síðar frétti ég að tuttugu ár væru liðin síðan nokkur maður hefði komið inn fyrir dyr hjá Ad- am Somerfeild. Og ég varð þess vísari að ég var sá fyrsti, sem hafði talað við hann í tuttugu ár. Við töluðum um daginn og veg- inn, um rosann og kornverðið. Hann sagðist hafa lesið bókina mína og haft gaman af henni. Ég varð upp með mér af því. Þremur vikum síðar er ég var að bjástra við að ljúka við sögu, sem ég vissi að var þannig að hún gæti aldrei orðið barn í brók, hringdi síminn — ég var nýbúinn að fá sima og nú hringdi hann og truflaði mig í sögunni. — Það var Adam Somerfeild og hann var að bjóða mér í miðdegisverð. Klukk- an var ekki nema fimm og ég sat góða stund þangað til ég fór í kalt bað og viðeigandi föt. „Við- eigandi föt“ þýðir á þessum slóð- um hreinar stuttbuxur og skyrta. Klukkan hálfátta kom ég til Somerfeilds. Hann átti fallegan garð með blómum og grasflöt og gosbrunni fyrir neðan húsið. Þarna var öll umgengni í besta lagi og talandi vottur um húsbónd- ann. Hann brosti og bauð mig velkominn og við fengum okkur hristing — cocktail — úti á svöl- unum. Fólk hefir ávallt tilhneigingu til að segja mér frá sjálfu sér. Ég veit ekki af hverju það kemur. Ef til vill treystir það andlitinu á mér. Kannske stafar það af skegginu og af því að ég skrifa bækur. Fólki finnst ávallt að þeir sem skrifa bækur séu eitthvað skrítnir menn. Það er svo að sjá sem það haldi að rithöfundur lifi í öðrum heimi en annað fólk. En gallinn er að ég get aldrei þagað yfir því sem það segir. Ég vildi óska að ég væri dálítið líkari Adam Somer- field. Hann gat þagað yfir sínu í tuttugu ár. En það var dálítið ó- heppilegt að hann skyldi segja mér það — mér, sem aldrei get þagað yfir neinu. Þegar það loks- ins kom og Adam Somerfeild rauf löngu þögnina, kom það eins og vatnsflóð. Ég sat þarna og gat ekki skotið einu einasta orði inn í. Hann hélt áfram að segja frá þangað til fór að birta af sólinni í austri og við vorum báðir orðnir þreyttir. En eins og ég hefi sagt hafði hann þagað í tuttugu ár, og þegar maður hefir ekki haft neinn trúnaðarmann svo lengi, er eðli- legt að það muni um það þegar það loksins kemur. Hann stytti tuttugu ára efni í tíu ræðutíma. Þegar hann var búinn labbaði ég heim til blaðanna minna. Ég sat og skrifaði og bragðið af Gilbeys og Roses grape fruit var enn í munninum á mér. Mér var undarleg nautn að því að skrifa söguna og var alltaf að gjóta augunum til tveggja smá- fugla, sem voru á ástaleik í krækl- ótta trénu niðri í garðinum. Mér fannst sem ég sæti hjá Adam Somerfeild og heyrði röddina hans. Hann talaði um gamla daga á hásléttunni, þegar lifið var tals- vert harðleiknara en nú. Talaði um nautgripina og nýja kynbóta- nautið sem hann hafði fengið frá Skotlandi til að bæta stofninn. Hann talaði um allt það, sem naut- gripabændur hafa áhuga á, og ég lét hann tala, því að ég þóttist vita að þetta væri upphafið á sögunni. Og allt í einu var hann kominn út í dýraveiðar og spurði hvort ég hefði nokkurn tíma drep- ið fíl. Og svo þagði hann um stund. — Þetta var ágætt veiðiland, sagði hann loksins og stóð upp. Komið þér snöggvast inn — ég skal sýna yður byssurnar mínar. Við fórum inn í forsalinn. Gam- all byssuskápur var á þilinu og gegnum glerhurðirnar sá ég úr- vals safn af hlaupvíðum rifflum. Við stóðum og horfðum á þá um stund. Svo tók hann út 450—500 Miles Rigby. Það var fallegt vopn, ég hefði viljað borga mikið fyrir það. Hann rétti mér vopnið og sagði: — Athugið þér hve góður hann er. Ég vóg riffilinn i hend- inni og bar hann upp að öxlinni. Ég ætlaði að fara að hengja hann inn í skápinn aftur, en þá tók hann hann af mér og stakk honum í leðurhylkið og rétti mér. Ég tók við honum og stóð þarna í svölum forsalnum með vopnið í hendinni. Hann leit fyrst á riffilinn og svo á mig. Svo brosti hann og sagði: — Þér eigið hann! Ég gat ekki svarað öðru en: — Hvert í heitasta! Hann bætti við, eins og til að gefa mér skýringu: — Ég fer aldrei á veiðar framar. 1 annað skipti fór um mig sam- úðarstraumur í garð þessa manns, sem ég hafði kynnst svo nýlega. Meðan ég stóð þarna varð mér litið á byssu, sem var fremur illa leikin, hlaupið var bogið og skeft- ið brotið. Það hlaut að vera eitt- hvað alvarlegt í sambandi við það. Adam Somerfeild tók eftir að ég var að horfa á byssuna og sagði: — Konan mín var vön að nota þennan riffil. Röddin var ekki eins örugg og áður. Við fórum út á svalirnar aftur. Sátum þar um stund, en svo sagði ég: — Ég vissi ekki að þér væruð kvæntur. — Jú, einu sinni var ég það. Við sátum um stund og þögð- um. Ég hélt ekki að hann mundi minnast frekar á þetta. En mér skjátlaðist. Það munar um minna en tuttugu ára þögn. — Langar yður til að heyra um það? spurði hann allt í einu. — Ekki ef þér viljið síður tala um það, sagði ég. Og þegar það loks kom, kom það eins og þegar sýður upp úr sódavatnsflösku, sem hefir verið opnuð klaufalega. — Það gerðist fyrir tuttugu ár- um byrjaði hann, — hún hét Felicity, hún var yndisleg, kannske dálítið duttlungafull, en þegar maður er ástfanginn er maður ekki að setja það fyrir sig, jafnvel þó að maður taki eftir því. Ég var ástfanginn. Fjárhag- urinn var heldur naumur þá. Hún var dóttir ríks útgerðarmanns. Þegar við kynntumst voru horf- urnar ekki góðar. Mér var ómögu- legt að biðja hana um að giftast mér. Þess vegna fór ég hingað. Ég hugsaði mér að annað hvort skyldi ég reyna að gleyma henni hérna, eða græða peninga svo að ég gæti látið hana njóta sömu þæginda og hún var vön heima í Englandi. Ég átti erfitt þá. Lítið sem ekkert milli handanna, en nóg var af útgjöldunum. Skattar og skyldur og rentur. 1 stuttu máli: allt hvatti mig til að gefast upp og flytja í borgina. En einhvern veginn tókst mér að komast fram úr þessu, en það var langt fyrir hana að bíða í fimm ár. Hún skrif- aði einu sinni í viku, ég tvisvar. Og svo var loksins allt komið í lag og hún átti að koma. Ég beið með eftirvæntingu. Og einn góðan veðurdag fékk ég bréf. Það var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.