Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 náðu sér í glös og fóru með flöskuna inn í stofu. Þar var þá Ann Fortune komin. „Ég fór að verða hrædd um að innbrots- þjófurinn hefði drepið þig,“ sagði hún. Crane sá að varirnar voru nýmálaðar og þóttist vita að hún hefði ekki verið mjög hi’ædd. Glergræni morgunkjóllinn fór vel við gljóbjarta hárið. Hann sagði: „Hérna er inn- brotsþjófurinn okkar, Ann!“ Ann brosti. „Og þú ert genginn í bófaklík- una hans?“ „Nei, nei,“ sagði March. „Honum fórst sem hetju sæmdi. Ég heiti Peter March. Má ég bjóða yður í staupinu?“ „Hjartans þakkir.“ „Gerðu svo vel, gullið mitt.“ Crane rétti henni glasið sitt. „Peter March er sonur Simeons March.“ Hún hleypti brúnum. „Að hugsa sér að maður sem á jafnmargar milljónir í bakhend- inni skuli þurfa að gerast innbrotsþjófur?" Peter March hló eins og krakki. Crane sagði: „Hann átti ekki von á ykkur fyrr en á morgun." „Og við áttum ekki von á honum heldur." Hún settist í bláa sófann og dró hnén upp undir höku. „En það var kurteisi af honum að heimsækja okkur.“ „Augnablik," andmælti Peter March bros- andi. „Ég skal gefa ykkur skýringu á þessu.“ „Þetta er allt í lagi,“ sagði Crane. „Ertu viss um það?“ spurði Ann. „Já, handviss." „Hvers vegna ertu þá að vingsa skamm- byssunni?" Crane varð hissa er hann tók eftir að hann var ennþá með skammbyssuna í hendinni. Hann lagði hana á skrifborðið hjá öllum blöð- unum. Peter March sagði: „Það var mál til komið!“ Crane hellti sterkri blöndu í glasið sitt: „Skál fyrir meiri og betri innbrotsþjófum." Þau skáluðu. Ann lagði þykkan svæfil yfir bera ökklana á sér. „Er alltaf svona kalt hérna í nóvember?” „Já, en okkur finnst þetta ágætt,“ sagði March. „Þvi kaldara því betra upp á anda- veiðarnar til að gera.“ „Þá vona ég að einhver skjóti önd handa mér,“ sagði Ann. „Ef maðurinn yðar kærir sig um það, skal hann fá að koma með mér á andaveiðar núna einhvern daginn." Crane sagði: „Ég er nú eiginlega enginn skotmeistari." „Það skiptir engu máli.“ „Þá vil ég gjarnan koma.“ „Ágætt. Eigum við að segja á sunnudaginn ■ kemur?“ Ann spurði hvað frúrnar gerðu þegar mennirnir þeirra væru á andaveiðum. „Dóttir mín, kalífinn biður um hönd þína. Viltu fylgja mér til hans?“ — Hvar er kálífinn. „Það er komið undir því hvers konar kona það er,“ sagði March. Crane sagði: „Hún er af allra versta tagi,“ og brosti til Ann. „Þá verður hún að halda kokkteil-boð. Fræknustu frúrnar hérna hafa það helst sér til dundurs." „Það finnst mér ágætt,“ sagði Ann. Crane tók eftir að March renndi hýru auga til Ann og hann furðaði ekkert á því. Eigin- lega hefði hann ekki átt að andmæla því svona eindregið að eiga að starfa með Ann. En hún var frænka forstjórans og það var ekki heppilegt. Hann felldi sig ekki við að fólk í ætt við húsbóndann væri sjónarvottar að vinnulaginu hans. Hann varð meira að segja að hafa hemil á hve mikið hann drykki, þegar hún var nærri honum. Peter March sagði þeim að faðir hans hefði skráð þau sem gesti í einn klúbbinn, sem fjölskyldan var í. „Það var vel hugsað af honum,“ sagði Crane. „Og þetta hús er dásamlegt,“ sagði Ann. „Alice, kona Dicks, var að ljúka við að koma öllu í lag hérna þegar þau skildu,“ sagði Peter March og nú kom alvörusvipurinn á hann aftur. „Hún náði í mann — að minnsta kosti var hann í buxum — alla leið frá New York til að hjálpa sér með þetta.“ Nú urðu augnabrúnirnar eins og beint svart strik. „Það kostaði Dick tuttugu þúsund dollara.“ Hann sagði þetta í þeim tón að auðheyrt var að honum fannst að þessum peningum væri illa varið. Crane var að brjóta heilann um hvað væri orðið af þessum Richard. Kannske var hann dauður. „Það var einstaklega vinsamlegt af föður yðar að lofa okkur að fá leigt hérna,“ sagði Ann. Peter March setti glasið frá sér og bauð henni vindling. Hún þáði hann, og March kveikti í hjá henni. „Pabba þótti vænt um það,“ sagði hann. „Húsið er eign búsins, og það er til sölu, en til þessa hefir enginn falast eftir því.“ „Hér virðist að minnsta kosti einkar vel frá öllu gengið,“ sagði Crane. „Það er eins og að koma að dúkuðu borði, má segja.“ „Mér þykir vænt um að yður finnst það. En við vitum líka að þér verðið þarfur mað- ur fyrir fyrirtækið, og þá er ekki nema gaman að geta séð yður fyrir góðu húsnæði. Það veit sá sem allt veit, að við þurfum nýja starfskrafta í auglýsingadeildina okkar.“ Peter March bar glasið upp að vörunum og talaði yfir brúnina á því. „Ég hefi verið að suða í honum pabba í meira en ár, að fá dug- legan auglýsingastjóra." „Bara að ég reynist þá ekki lélegur," sagði Crane. „Þú veist nú að enginn stendur þér á sporði sem auglýsingatextahöfundi," sagði Ann. „Hann hefir sérstakt lag á að lokka fram kyn- þokkann í auglýsingunum sínum,“ hélt hún áfram og sneri sér að Peter March. „Ef þér getið það þegar þér semjið aug- lýsingar um þvottavélar, skal ég taka djúpt ofan fyrir yður,“ sagði Peter March. Nú brosti hann aftur, og Crane tók eftir hvernig hann breyttist allur í sjón þegar hann brosti. Þegar hann var alvarlegur virtist hann ískyggilegur vegna þess hve samvöxnu augna- brúnirnar voru beinar og munnvikin bogin. Þá virtist hann maður á miðjum aldri. En þegar hann brosti var hann eins og ungling- ur og töfrandi. Crane giskaði á að hann væri 28 ára. „Hvað segið þér um annað glas?“ spurði hann. Peter March svaraði að það væri engin fjarstæða og þeir fengu sér báðir slatta í glasi. Svo leit March á armbandsúrið. „Ég Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - IIERBERTS-prent. ADAMSON Hreyfilbilun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.