Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
J O N AT H AN LATIMER :
GARDENÍU
j „Innbrotsþjófur niðri,“ sagði Ann For-
7 tune.
* * „Innbrotsþjófur?" William Crane reis
upp í tjaldsænginni og deplaði augunum móti
birtunni. „Innbrotsþjófur, segirðu?"
„Já. Að minnsta kosti barði hann ekki áð-
ur en hann fór inn.“
Crane vafði yfirsænginni vel að sér. „Við
skulum lofa honum að láta greipar sópa.“ Það
var svo hundkalt í herberginu að andbert var
og gufan, sem hann andaði frá sér, eins og
grár vindlingareykur. „Þetta er ekki okkar
hús.“
„En við eigum samt heima hérna núna,“
sagði Anna einbeitt, „svo að þú verður að
fara ofan og skjóta hann hvað sem öðru líður.“
„Verði ég — þá verð ég,“ sagði hann. „Ég
skal fara ofan og skjóta hann í löppina."
Hann steig varlega á gólfið, en kippti að
sér fætinum þegar hann fann hve kalt var.
Hún stóð við dyrnar og horfði á hann.
„Jæja, hvað ætlar að verða úr þessu?“
„Þú ert dásamleg,“ sagði hann.
„Nú, — ætlarðu ekki að skjóta hann?“
„Dásamleg, glóhærð .... og blóðþyrst."
„Þei-þei! Þú fælir hann burt!“
„Ekkert væri mér ljúfara!"
„Jú, þú ert dálaglegur njósnari. Ég hélt að
... .“ Hún þagnaði. „Heyrðirðu til hans?“
Það heyrðist glamra í einhverju í stofunni
fyrir neðan þau. En svo kom snögg vindhviða,
svo að brakið í gluggahlerunum yfirgnæfði,
en í kyrrðinni á eftir heyrðu þau eitthvað
skrjáfur.
„Ég held að hann sé að fá sér í staupinu,"
sagði Crane.
„Hann er í stofunni," sagði Ann.
„Já, er nokkuð athugavert við að hann fái
sér hressingu þar?“
Það var áberandi hve grönn hún var, í
nærskornum, glérgrænum morgunkjólnum.
„Bill!“ Hárið var glógult eins og þroskað
eins og hveiti. „Sem húsbónda á heimilinu er
það skylda þín að .... “
„Gott og vel,“ sagði hann um hæl, „en ég
er svo óæfður í að handleika innbrotsþjófa.“
„Þá er best að þú æfir þig.“
„Sá sem giftist þér fær svei mér kerlingu
sem veit hvað hún vill.“ Það fór hrollur um
hann er hann steig fram á gólfið. „Mikið
skratti er kalt.“
„Fyrir heimsins sjónum er ég konan þín.“
„Já, okkur vantar ekkert nema giftingar-
vottorðið.“
„Og það verður ekki gefið út fyrst um sinn,“
sagði hún. „Flýttu þér nú!“
Hann fór í morgunskó og slopp og tók
skammbyssuna sína, sem var í hylki úr svíns-
leðri. „Verði ég drepinn þá er það þér að
kenna.“
„Ekki skal ég láta það halda vöku fyrir
mér.“
Hann gekk framhjá henni við dyrnar, og
datt í hug að gaman væri nú að kyssa hana.
Hún var déskoti freistandi, með sólgullið hör-
NÝ FRAMHALDSSAGA.
1.
-ILMURINN
undið og grænu augun og alla spékoppana.
Það lá við að hann óskaði að hann væri kvænt-
ur henni.
„Jæja, vertu sæll,“ sagði hún.
1 miðjum stiganum datt honum i hug að
þau hefðu getað látist sem þau kveddust sóma-
samlega, og hann hefði kysst hana. Það mun-
aði minnstu að hann sneri við aftur til að
gera yfirbót fyrir þetta, en svo mundi hann
að hann var á þjófaveiðum. Og það var alltaf
alvarlegt mál.
Hann gægðist yfir handriðið og sá ljósrák
meðfram stofuhurðinni. Honum datt í hug
að með því að skjóta út í loftið mundi hann
geta fælt þjófinn burt, en það var sjálfsagt
réttara að reyna að hafa hendur í hári hans.
Njósnastofan sem þau Ann störfuðu fyrir,
hafði falið þeim að rannsaka mál, sem ef til
vill var morðmál, og það var ekki að vita
nema þjófurinn væri eitthvað við það riðinn.
Og svo átti hann ekki þetta hús, og gólf-
dúkarnir höfðu víst ekki gott af kúlum.
Hann læddist nokkur skref áfram niður
stigann og fann að hann var með hjartað í
brókunum. Hvort ætti hann nú fremur að
ráðast á dólginn og halda honum eða skjóta
formálalaust? Honum gramdist meira og
meira hve rólega Ann hafði tekið þessu! Kven-
fólkið er einkennileg dýr. Þær hafa mótbárur á
hverjum fingri ef maður ætlar út í rigningar-
skúr eða í veiðiferð, en að eggja mann á að
ráðast á innbrotsþjóf — það fannst þeim ekk-
ert athugavert við.
Hann læddist yfir forstofugólfið og gægðist
inn í stofuna.
Daufa birtu frá borðlampa með pergaments-
hlíf lagði á bláhvítt Aubusson-gólfklæði og
endurspeglaðist í glerkrystöllunum í ljósa-
krónunni. Að öðru leyti var hálfdimmt í stof-
unni. Maður sat við skrifborðið og var að
rýna í skjöl, sem lágu við lampann. Meðan
Crane horfði á þetta fór maðurinn að rífa
blöðin í smátt og fleygði snifsunum í bréfa-
körfuna. Svo saup hann á háu glasi.
Hann hagar sér mjög einkennilega, af inn-
brotsþjóf að vera, hugsaði Crane með sér.
Svo rétti hann fram höndina og kveikti á
lampanum í loftinu. „Upp með hendurnar!"
sagði hann skipandi.
Maðurinn spratt upp. Glasið datt og tveir
ísmolar ultu út á gólfklæðið. „Hver skratt-
inn.......?“
„Sama segi ég,“ sagði Crane.
Þetta var ungur og myndarlegur innbrots-
þjófur, sem stóð þarna andspænis honum.
Svarthærður og augnabrúnirnar beinar og
þétthærðar, og maðurinn var í skotavað-
málsfötum, sem virtust meira að segja vera
frá góðum klæðskera.
„Ég er óvopnaður,” sagði hann, „svo að
yður er óhætt að stinga byssunni í vasann.“
„Það er óþarfi,“ sagði Crane, „því að ég
held að hún sé ekki hlaðin.“
„Eruð þér William Crane?“
Crane kinkaði kolli og leit á blöðin á skrif-
borðinu — bréf, reikninga og vélrituð skjöl
í frábærum hrærigraut. Svo varð honum litið
á glasið, sem lá á hliðinni.
„Eruð þér með vasapela á yður?“ spurði
hann.
„Sýndi hann faðir minn yður ekki hvar
áfengið er?“ sagði ungi maðurinn.
„Er faðir yðar innbrotsþjófur líka?“
„Æ, vel á minnst,“ sagði ungi maðurinn,
„ég hefi ekki kynnt mig ennþá. Ég er sonur
Simeons March.“
„Jæja.“ Crane sparkaði í annan ísmolann
á gólfdúknum.
„Við bjuggumst ekki við yður fyrr en á
morgun,“ hélt ungi maðurinn áfram.
„Við komum fljúgandi," sagði Crane. „Fað-
ir yðar — ef hann er þá faðir yðar — var ekki
heima, en brytinn tók á móti okkur.“ Svo
hugsaði hann sig um. „En það er engin skýr-
ing á því að .........“
„Nei, — er yður verr við að ég geri það
sama?“
Nú kom heillandi bros á alvarlegt andlitið
á unga March. Hann settist í hægindastólinn
með hvíta silkinu, og Crane hlammaði sér í
sófa með bláu flauelsáklæði. Þessi stofa hlaut
að vera handaverk innanhússarkitekts, hugs-
aði hann með sér, því að það hvíta og bláa
var svo dásamlega samræmt.
„Richard March frændi minn átti þetta
hús,“ sagði ungi March.
„Brytinn sagði mér það.“
Allt sem í stofunni var, hugsaði Crane með
sér, hlaut að vera valið með tilliti til þess að
það samræmdist hvíta og bláa Aubusson-gólf-
dúknum. Þarna voru gluggatjöld úr hvítu
tafti. Böndin um þau voru blá og hvert ein-
stakt tjald minnti á helminginn af kvenlegri
veru í grískum búningi. Yfir hvítum marm-
ara-arninum var spegill í blárri umgerð og á
fornlegu mahogniborði stóðu margar liljur
í krystallsvasa.
„Ég var að raða bréfum Richards," sagði
ungi maðurinn. „Hann átti skrambi margar
vinstúlkur.“ — Dökku, þétthærðu augnabrún-
irnar náðu saman yfir nefrótinni. „Og það
gæti hugsast að hér væru bréf í þessu drasli,
sem síður mættu sjást."
„Vegna Richards eða ungu stúlknanna, sem
skrifuðu þau?“
„Auðvitað vegna Richards.“ Hann leit á ís-
molana. „Maður verður að hugsa um heiður
ættarinnar." Dökkir hringir voru komnir á
gólfdúkinn eftir vatnið sem bráðnaði úr mol-
unum.
„Þér treystið mér þá ekki fyllilega, með
öðrum orðum?“
„Ég gat ekki verið öruggur."
Það klingdi í einni fjöðrinni í sófanum sem
Crane sat í. „Þetta er allt í lagi .... en þér
hefðuð nú getað hringt dyrabjöllunni áður
en þér fóruð inn.“
„Ég var að segja að ég hélt ekki að þér
væruð kominn."
„Nei, þá það.“ Crane hossaði sér í sófanum
og spratt svo upp. „Takið þér bara þetta bréfa-
rusl.“ Hann bandaði hendinni til skrifborð-
ins. „En þá verðið þér að gera mér greiða í
staðinn."
„Sjálfsagt."
„Þér verðið að sýna mér hvar þér náðuð í
áfengið."
I hvítgljáandi búrinu var vínskápur. Crane
gróf upp viskíflösku og sagði: „Má ég bjóða
yður bragð?“ March kinkaði kolli, og þeir