Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.05.1954, Blaðsíða 6
6 F ÁLKINN NÝ FRAMHALDSSAGA. í 2 ) í shugga fortíðarinnor Spermandi ástarsaga eftir Mary Howard. ÓKEYPIS HLJÓMLEIKAIt. — Benja- mino Gigli hélt hljómleika í London nýlega og kostaði of fjár að hlusta á hann. En þó fengu sumir að heyra hann ókeypis — t. d. vikastrákurinn á gistihúsinu hans. Því að vitanlega varð Gigli að æfa sig og liðka röddina undir hljómlcikana og þá sat stráksi sig aldrei úr færi að hlusta á hann. „ÞRÝSTU Á HNAPPINN“! — Á hús- gagnasýningu í London er þetta merki- lega borð til sýnis. Það lítur ð jafn- aði út eins og venjulegt borð, þó að fóturinn undir því sé gildari en ger- ist. En ef þrýst er á hnapp breytist það á augnabliki í kokkteil-bar með glösum og flöskum, sem geymt er í fætinum. EIN PRINSESSAN ENN. — Aileen Kearney frá Offertown, Stockport, hefir verið kjörin „frídagaprinsessa“ Bretlands. Ekki vitum vér með vissu hvað í þessu tignarheiti felst, en hitt er víst að stúlkan er lagleg og vafa- laust gaman að vera með henni í fríi. F o r s a g a . Eftir að óðalssetrið Bededown hef- ir verið lagt í rústir í styrjöldinni býr frú Draycott ásamt tveim börnum sínum, dótturinni Mildred og syninum Victor, í litlu húsi á landareigninni við lélegar aðstæð- ur. Victor varð fyrir því að andlit hans afskræmdist í flugslysi, er hann flaug orrustuflugvél á stríðs- á'runum, og hann kýs því að lifa algeru einsetulífi einangraður frá umheiminum. Hann er eldri en Mildred, en þrátt fyrir það hefir hún tekið að sér ábyrgðina á rekstri og stjórn búsins og þótt óvænlega horfi með alla afkomu heimilisins sekkur hún sér niður í drauma um endurbyggingu óðals- ins og nýtt blómaskeið Bededowns- setursins. Victors. „Betur að satt væri,“ sagði hann. „Lífið væri mér ef til vill létt- bærara ef svo væri.“ Um leið og Victor kom inn í húsið aftur, sá hann að eitthvað óvænt myndi hafa skeð. Augu frú Draycott glömpuðu af taugaæsingi. Hún þreif í liandlegg hans og hrópaði: „Victor, Eric er að koma heim! Hann er giftur! Þau koma bæði og dveljast hjá okkur. Finnst þér það ekki dásamlegt?" Victor strauk um liendi móður sinn- ar. Síðan gekk hann eins og ósjálfrátt að hægindastólnum sínum og lét fall- ast niður í hann. Hann lét hugann reika til bernskuáranna og hugsaði um yngra bróður sinn, sem liann raunar aldrei liafði kynnst til lilítar. Eric var átta árum yngri en liann, og hlaut þvi að vera tuttugu og sjö ára. Eric var ijóshærður en Victor var dökkhærður eins og faðir þeirra hafði verið. Þeir höfðu báðir eitt ætt- areinkenni Draycott ættarinnar, fai- leg dökkblá augu og löng augnaliár, en að öðru leyti voru þeir ólikir. Eric liafði verið snotur, en fremur lingerð- ur drengur, honum liafði ekki verið jafn létt um að iæra og koma sér áfram og Victor, en þrátt fyrir það hafði hann alltaf reynt að stæla eldra bróður sinn, sem alltaf liafði heppnast það, sem hann tók sér fyrir hendur. Victor var í fersku minni öfundar- hreimurinn i rödd Erics. „Já, þú get- ur trútt um talað. Þú gctur allt. Þú ert svo skrambi duglégur!" Öfundar- svipurinn á fölu andliti hans stóð Victor enn Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Þegar styrjöldin hófst, hafði Eric verið i heimavistarskóla, og að undan- teknu því skipti er Victor kom heim af sjúkrahúsinu, liöfðu þeir ekki sést eftir það, j)ví að Eric hafði farið til Suður-Afríku, þegar stríðinu lauk. Victor ásakaði sig nú fyrir að liafa ekki skipt sér meira af bróður sínum, meðan þeir voru yngri. Þá hefðu þeir ef til vill getað orðið vinir. Skyndilega sagði liann: „Þau geta ekki búið hér.“ Mildred varð fyrir svörum. „Hvað gerir það þér til? Það kemur varla að sök þó að ciginkona Erics sjái þig!“ „Mildred!“ sagði móðirin ásakandi. „Þú verður að fyrirgefa, mamma.“ Mildred beit á vörina. „Ég get ekki að l)ví gert að mér gremst að hann skuli alltaf álíta sjálfan sig miðdep- ilinn, sem allt snýst um, þegar sann- leikurinn er sá að liann er öllum gleymdur." „Victor,“ sagði móðirin og rödd hennar var titrandi og óstyrk. „Brid- get, kona Erics, er nýbúin að missa föður sinn. Eric segir að hún hafi verið honum mjög nátengd, og hann áleit að ferðalagið til Engiands myndi hjálpa henni til að jafna sig eftir áfallið.“ Victor yppti öxlum. „Húsið hérna er tæpast vel til þess fallið að vera liressingarhæli. Ekkert okkar er held- ur sérlega uppörvandi." „Victor,“ sagði Mildred næstum biðjandi. „Getur þú ekki flutst til Carters á meðan? Kofinn hans er nógu stór fyrir ykkur báða.“ Honum var hverft við hina óvæntu hlýju í rödd hennar. „Jú,“ sagði hann hikandi. „Carter hefði eflaust ekkert á móti þvi, en ........“ „Æ,“ sagði Mildred og nokkurs ó- þolinmæði gætti í röddinni. „Þér finnst eflaust kynlegt að ég skuli fara fram á slíkt, þar sem lnisið er raunar réttmæt eign þin .... En þegar öllu er á botninn bvolft er Eric líka bróð- ir minn, og okkur mömmu væri kær- komið að liann og kona hans fengju að dveljast hér.“ Victor var fullljóst að Mildred hafði aldrei verið sérlega um Eric gefið — að hennar áliti var hann ekki lirein- ræktaður Draycott, til þess var hann of veikgeðja. Það var ekki fyrr cn móðir hans tók aftur til máls, að hon- um skildist ástæðan fyrir hinum skyndilega áhuga hennar á Eric. „Finnst þér ckki ánægjulegt að Bridget skuli vera svona vel efnum búin? Hr. Marlow, faðir liennar, var einn ríkasti maðurinn i Durban, og þar sem hún var einbirni erfir hún allar eigur hans. Mildred er svo annt um að hún kunni vel við sig hérna.“ Bitrum háðsglampa brá aftur fyrir í augum Victors. „Fyrst svona er ástatt er það eðlilega mjög þýðingar- mikið,“ sagði hann þurrlega. „Hvað er það sem þú ætlasl til af henni, Mildred? Þú vonast ef til vill til þess að hún endurreisi Bededown setrið?" „Já, hvi skyldi hún ekki gera það?“ hrópaði Mildred. „Þegar öll kurl koma til grafar verða börn hennar og Erics •eflaust til þess að laka við jörðinni." Victor svaraði engu. Mildred hafði á réttu að standa. Sjálfur myndi liann aldrei kvænast og eignast erfingja. En liví skyldi þessi óþekkta stúlka eyða tíma og fé til þess að draumar Mildred gætu rætst? Það líf sem Mildred lét sig dreyma uin liafði tví- „Ljóshærða blóðsugan“ Kathleen Hughes heitir leikkonan, sem hér birtist á pappírnum. Hún þótti kjörin til að leika titilhlutverkið í kvikmyndinni „Ljóshærða blóðsug- an“. Enginn getur neitað því að hún virðist vaxin hlutverkinu fljótt á litið. mælalaust liðið undir lok með styrj- öldinni. Hann stóð upp. „Ég ætla að tala við Carter. Síðan fer ég út að ganga.“ „Victor,“ sagði Mildred. „Þú mátt ekki .......“ Hann leit beint i augu hennar. „Ég fer auðvitað ekki til þorpsins." Stundum fannst honum að henni væri annt um að honum liði aldrei úr minni að hann væri ekki eins og aðrir menn. 2. KAFLI. Það var venjan um borð i eimskip- inu Orestes að farþegarnir kæmu saman á þessum tíma dags og fengju sér glas af víni. Pamela Mitchell og Eric Draycott voru samferða niður i stóra borðsalinn i framhluta skipsins. Þau liöfðu hitst af tilviljun þann sama dag í borðtcnnissalnum, og er þau höfðu starað livort á annað um hríð höfðu þau bæði haft orð á því að heimurinn væri lítill. Eric leiddi Pamelu að háum stól við skenkborðið og setlist sjálfur við hlið hennar. Ilún var Ijóshærð og glæsileg á að líta, en blá augu hennar voru kuldaleg. Hún virti Eric fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að enn bæri hann með sér nokkuð af ljóma og tign Draycott ættarinnar. Pamelu hafði liingu tekist að gleyma Draycott fjölskyldunni og Victor, ]>ví að henni var lagið að liugsa aldrei um það sem raskað gæti sálarró hennar. En á þessari stundu ruddust endur- minningarnar fram í liuga liennar, ])ví að þegar hún horfði á Eric var sem liún sæi ófullkomna eftirlikingu af bróður lians. Eric rétti lienni glasið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.