Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Fcr Ingríd Bergmann i Hollywood! Ingrid Bergman — Roberto Rosselini. HEPPINN MERAKÓNGUR. En Aga liefir lag á að koma pen- ingum sínum fyrir í arðberandi fyrir- tæki. Sirdar Ikbal Ali Sjah, sem er mikill aðdáandi Aga, telur að bann cigi iilutafé í nálægt hundrað kaup- sýslufyrirtækjum. Meðal annars hefir hann grætt mik- ið á hrossakaupum og veðreiðum. Hann á fjölda úrvalshesta og fyrir tveimur árum voru hinir írsku gæð- ingar hans taldir um 4 milljón punda virði! Það er sagt að hann verji að meðaltali þúsund pundum á viku til að kaupa veðhlaupaliesta. Einu sinni fór hann með 23 þúsund pund í þetta á einni viku og í annað skipti keypti liann hesta fyrir 750.000 pund, sem ekki gáfu honum einn eyri i arð. Hins vegar unnu hestar lians einu sinni 28 hlaup á einu ári og fyrstu fimmtán árin sem hann tók þátt í veðreiðum hafði liann um 300.000 hreinar tekjur af þeim. Hann borgaði rúm 5.000 pund fyrir „Cos“ þegar hún var tryppi en fékk tvöfalda upphæðina í verðlaun fyrir hana. „Muntaz Mahal“ kostaði 9.500 pund en gaf af sér 14.500 i verðlaun. Fyrir „Dioplion", sem vann „tvö þús- und guineu-lilaupið“ borgaði hann 4.200 pund þegar hann var vetur- gamall. Árið 1936 seldi liann „Blenheim", sem hafði unnið Derbyhlaupið 1930, til Ameríku fyrir 45.000 pund. Tíu ár- um síðar seldi liann annan Derby- vinnanda. „Tulyar“, sem hann hefir unnið 41.000 pund í verðlaun fyrir, vill hann ekki selja að svo stöddu. Aga Khan er eitt átakanlegasta dæm- ið um misréttið i veröldinni: maður- inn sem lifir í óhófi á kostnað svelt- andi milljóna. Nú er hann farinn að gerast gamall og hrekkur væntanlega upp af áður en langt um líður. En þá endurtekur sagan sig, og enn önmrlegar en áður. Þá á Ali sonur hans að taka við, og hann er enn frægari að endemum en gamli maðurinn var nokkurn tíma. * HETJA KEMUR HEIM. — Göturnar í smábænum Deal í Kent voru troð- fullar af börnum fyrir skemmstu sem komin voru á stjá til að liylla Buffalo Bill II. — öðru nafni Edward Gray kaptein, sem var að koma heim eftir 40 ára fjarveru. f síðustu 20 ár hefir hann hlotið frægð á ýmsum sirkusum Evrópu sem reiðmaður, skytta og hnífakastari. En börnin urðu fyrir mestu vonbrigðum er þau sáu að Gray var alveg eins og fólk er flest. Fimleikabrögð sín hefir hann lært á sveitabæ í Kent og kapteinn hefir hann aldrei verið — nema í knattspyrnuflokki. Svo að ljóminn fór af honum. ALVEG HISSA. Babyloníumenn urðu fyrstir til að skipta deginum í klukkutíma, mínút- ur og sekúndur. Þeir notuðu tylftar- tal í stað tugatalsins sem við notum, og þess vegna varð sólarhringurinn 2x12 tíinar, tíminn 5x12 minútur og mínútan 5x12 sekúndur. Haile Selassie Etíopiukeisari er ætt- göfugasti þjóðhöfðingi veraldarinnar. Hann getur m. a. rakið ætt sína til Salómons konungs Davíðssonar og drottningarinnar af Saba. Svört blómasölukerling, sem dó í Cape Town nýlega, lét eftir sig níu þúsund sterlingspund. Stærsti „lilutur" sem sokkið hefir í sandbleytu, er járnbrautareimreið. Hún fór af sporinu og eftir nokkrar mínútur sást ekkert eftir af lienni.' Illar tungur segja að Abraliam Lin- coln, frægasti forseti Bandaríkjanna hafi verið brennivínssali. Flugufótur- inn fyrir þessu er sá, að liann fékk veitingaleyfi í Springfield, Illinois, undir firmanafninu „Berry og Lin- coln“ árið 1833. Veitingaþjónar geta fengið margs konar gjafir. Gamall þjónn sem nýlega er hættur störfum hefir t. d. sagt frá að kona ein gaf lionum liundinn sinn i þjórfé, vegna þess að hún hafði enga smápeninga. Einnig hafði hann fengið úr, hattprjón úr gulli, siamiskan kött, kíki, kinverskan blævæng, reiðstigvél, regnhlíf, fimm vindlinga og útvarps- tæki. Einn gesturinn gaf honum nef- tóbaksdósir úr gulli, hundrað ára gamlan grip. Tveimur árum siðar fékk hann hréf frá konu þessa manns, með innlögðum 400 krónum. Hana langaði til að fá dósirnar aftur, þvi að mað- urinn væri dáinn og liún vildi láta dósirnar fylgja honum í gröfina. En einkennilegasta gjöfin var þó sú, er liann fékk miða frá einum gestinum, og þetta skrifað á: „Iværi þjónn: — Ef satt skal segja viðvikjandi drykkju- peningunum þá er það að segja að ég er staurblankur. En þér megið hirða konuna mína. Hún er yðar eign, og ég þakka yður fyrir allt. Til liam- ingju!“ í Derby í Englandi hefir 1700 umrenn- ingum verið boðin atvinna siðustu fimm árin. Aðeins einn þeirra tók boðinu! --- Þátttakandi í mótorhjólakeppni i Nýja Sjálandi rakst ó ójöfnur á braut- inn og þeyttist af hjólinu og beint inn i áhorfendahópinn og lenti þar i fanginu á kvenmanni. Hann ætlaði að fara að biðja afsökunar og varð þó litið framan i konuna og þá var þetta liún mannna hans. Henni varð ekki annað að orði en þetta: „Það er gott að þú heldur þig að fjölskyldunni þinni, drengur minn.“ Mesta kurteisi sem gamlir Indíánar gátu sýnt gcstkomandi mönnum var sú að sitja steinþegjandi hjá þeim og lofa þeim að reykja nokkra teyga úr pípunni sinni. Það mátti ekki trufla gestinn með málæði og spurningum. í einni matskeið af mold eru fleiri verur en allt fólkið á jörðinni. Þar eru Yi trilljón gerlar. Fyrsta orrustan sem háð var á skíð- um var við Osló kringum 1200. Þá börðust sænskir hermenn á skiðum. INGRID BERGMAN er ekki alsæl, þrátt fyrir Rosselini. Hún kom til Stokkhólms s. 1. suraar með Roberto sinn til að vera þar ó „Film-festval" og til að sýna ættfólki og vinum Roberto. Ekkert liefir frést hvernig hinum sænslui Ingiríðarfrænkunum leist á manninn, en blöðin skrifuðu fallega um hann og sögðu hann alúðlegan og nærri þvi óframfærinn mann, með mjög lítið hár og strákaístru. Hjá Sví- um er Ingrid orðin frægari eftir mannaskiptin. Ingrid fékk líka tækifæri til að liitta gamlar vinstúlkur sinar og Rosselini fékk að smakka krabba og brennivín. Að visu voru krabbar ekki sænskir — lieimsóknin var of snemma árs til þess — heldur fengnir frá Póllandi. — Á hverjum degi fékk Ingrid sima- samand frá Róm til að spyrja uni börnin sín, svo að henni stendur ekki á sama um þau, þó að liún sé fræg kvikmyndadis, og þyrst í meiri frægð. Að vísu pískra margir að frægðar- þorsti hennar sé farinn að réna. Hún hafði miklar vonir þegar hún fór til Ítalíu, eftir að liafa orðið vonsvikin yfir lélegu hlutverkunum sinum í Ameríku. Roberto Rosselini lofaði lienni betri lilutvcrkum, en eiginlega hefir það brugðist — nema móðurhlutverkið! En i kvikmyndum fer lmn að verða lækkandi stjarna nema liún fái betri hlutverk til að sigrast á. Sumar kvik- myndadísir verða að fá ný stór hlut- verk að staðaldri til að missa ekki lýð- hyllina, aðrar ekki. Ef Greta Garbo sæ- ist i nýrri mynd, mundi heimurinn ganga af göflunum þó að hún hafi lengi verið fjarverandi. Hún hefir ekki gleymst. Og Ingrid hefir ekki gleymst heldur. En hún þolir varla eins langa fjarveru og Garbo. Hvað sem þvi líður þá segir sagan, að Ingrid sé nú i samningum við ame- ríska leikstjórann Alexander Paul, um að leika lijá honum i mynd, sem heit- ir „Stormurinn“, á móti Richard Conte. — Þessi mynd er lílcs efnis og franska myndin „Oage“, sem leikin var af Charles Boyer og Michéle Morgan. En ekki er þetta afráðið enn og enginn veit hvað Rosselini segir um það. Þó er skrafað að liann vilji helst hafa leikstjórnina í myndinni. Annars er hann að taka kvikmynd um kapji- akstur á bifreiðum, og þess vegna keypti hann sér kappakstursbil ný- lega og varð þátttakandi i lengsta kappakstursmóti Ítalíu. Og í bil fóru þau Ingid og liann milli Róm og Stokkhólms i sumar. * SIGLANDI DISKUR. — Ameríkumað- ur sem heitir Douglas Moodie hefir til tilbreytingar frá „fljúgandi disk- unum“ sem svo mikið hefir verið tal- að um síðustu árin, búið sér til „sigl- andi disk“, sem er vafalaust ábyggi- legra farartæki en sá fljúgandi. Þetta frumlega „skip“ heitir „Feita Maria“ og er nær fimm metrar í þvermál og kvað þola talsverðan sjó. — Skipstjór- in hefir klifrað upp í sigluna til þess að njóta útsýnis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.