Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
Vitið þér...?
að ýmsar eðlutegundir í Ameríku,
sem kunna best við sig í 38 stiga
hita, drepast ef hitinn verður 47
stig?
Þess vegna varast þær sólskinið og
leita í klettaskorur og blása sig upp
svo að þær sitja fastar. Indíánum
finnst þær vera ágætur matur, og til
þess að ná þeim úr skorunum, verSa
þeir aS stinga gat á þær tii aS tæma
úr þeim loftiS.
að klukkur í klukkuspil eru nú
gerðar úr postulíni?
ÁstæSan er sú, aS um skeiS var
hörgull á kopar í klukkur, og eyn-
fremur eru postulínsklukkurnar miklu
léttari. — Þær hafa mjúkan og þægi-
iegan liljóm og þaS er auSveit aS
stemma þær svo aS tónninn verSi
hreinn. En hljóSiS er veikt og þess
vegna eru þessar klukkur venjulega
nootaðar í sambandi við magnara og
gjallarhorn.
að fuglarnir hækka sig í lofti með
því að beita vængjunum fram?
Lyfting flugvélarinnar kemur fram
við loftsúginn yfir hvelfdum vængj-
unum, og flugvélavængir eru stæling
á fuglavængjum. Flugvélin fær hreyf-
ingu áfram við átak loftskrúfunnar
og við það myndast loftstraumurinn
með vængjunum. En fuglinn verður
að ná ferðinni áfram með því að
hrinda ioftinu aftur. Þegar vængirnir
hreyfast fram myndast lofthreyfingin
fram hjá vængjunum.
SÍÐASTA HLUTVERKIÐ.
Framhald af bls. 9.
í bókina. Ilenni hlýnaði um hjartaræt-
urnar er hún las: „Stórsigur Mimi
Soleil á Grand Theatre!“ .... „Hríf-
andi Mimi Soleil í „Eldinum!“ ....
Konungurinn af Moldau hyllir Mimi-
Soleil ....“
Ó, hvað hún var faileg fyrir 20 ár-
um .... En nú, hvað var hún núna?
Ekki annað en gömul kona — gleymd
listakona!
Og samt var það, að þegar hún var
að blaða í þessari bók, þá datt benni
í hug að skrifa leikhússstjóranum á
Grand, — leikhúsinu, s'em liún hafði
unnið svo marga fræga sigra á forð-
um, og biðja um að fá lítið hlutverk.
Hún var faætt að gera kröfur, Mimi-
Soleil — liún skyldi gera sig ánægða
með lítið iilutverk. Það væri ekki
vegna peninganna, sem hún óskaði
þessa (þó að henni væri peninga
vant), heldur af því að henni væri
sannkölluS nautn að þvi að fá að koma
á ieiksviðið i siðasta sinn, standa aug-
liti til auglits veð áliorfendurna — fá
að ieika .......
En nú kom bréfið, einmitt þegar
hún var hætt að búast við því. ÞaS
lá þarna samanbrotið í vasa hennar,
þar sem hún hafði stungið þvi sjálf,
og þar voru enn töfrar ieyndardóm-
anna geymdir.
Ungfrú Dubois setti á sig gleraug-
un, dró upp bréfið, opnaSi það og las:
„Kæra ungfrú Dubois: — Bréf yðar
er okkur enn í fersku minni. Og þess
vegna biðjum við ySur um að koma
á skrifstofu vora sem fyrst, því að
núna er laus staða handa konu í fata-
geymsiunni."
Hún sat iengi og lirærði hvorki legg
né iiS, og hélt á þessu vonbrigðasvari
í iiendinni. Svo varð hún fokreið, reif
bréfið i tætlur, hnoðaði sneplunum í
kúlu og henti henni á gólfið.
Kiki hélt að hún væri að leika sér
og fór að leika sér að bréfkúlunni,
en þá viidi svo illa til að liún festi
klærnar í borðdúknum og dró hann,
með öllum endurminningunum niSur
á gólf.
En Dubois hreyfSi sig ekki til að
taka þetta upp aftur.
Hún sat kyrr og horfði raunalega
á köttinn sinn, sem var að leika sér
að iitilli, þéttvafinni pappírskúlu. *
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
1. mynd: „Nú verð ég víst að fara heim,“ segir Kráku-Pési. „Þakka þér
fyrir hjáipina, og iiérna er kaka handa þér,“ segir Maren. — 2. mynd: Pína
og Pusi gægjast i búrið til Lóru. „Ég held við ættum að mála það,“ segir Pusi.
„Þa Sfinnst mér líka,“ segir Pína. — 3. mynd: „Megum við mála búrið hennar
Lóru?“ spyr Pusi. „Já, það megið þið. Það er máining uppi í hillu,“ segir
Maren. — 4. mynd: Siggi svarti hleypur að sækja liana. „Æ, en hvað cr hátt
upp í hiiluna,“ segir hann. — 5. mynd: Hann nær ekki inn í hiliuna og dettur.
En þv íer nú verr að hunangskrukkan er — 6. mynd .... beint fyrir neSan.
Svarti Siggi dettur gegnum pappírslokiS og hverfur ofan í hunangið. — 7.
mynd: „IlvaSa iæti eru þetta?“ segja Pína og Pusi. „Við verðum aS fara og
sjá hvað það var.“ — 8. mynd: „Nei-nei!“ hrópa þau. „Hann Siggi svarti
'hefir dottið ofan í hunangið!“
DREKKIÐ EBIL5-ÖL essp-
Það var lúalega gert af honum að
koma með vatnsglas þegar ég sagði,
að ég væri þyrstur.
— Langar yður til að kaupa eitt-
hvað af mér, frú, eða viljið þér heldur
að ég komi þegar maðurinn yðar er
kominn heim.
Með mömmu í kaupstaðnum.