Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN J ON AT H AN LATIMEB: GARDENÍU Hún hrökk við. „Ég held að þú sért orðinn full forvitinn." Svo hélt hún áfram og horfði tortryggnislega á hann: „Þekkir þú kannske Delíu frá fornu fari?“ „Ég hefi aldrei litið hana augum fyrr,“ laug hann. „Þakkaðu þínum sæla fyrir það. Slats er iífshætta." Svo sleit hún sig af honum. „Nú verð ég að fara. Sýningin byrjar eftir fimm mínútur. Hafðu þig hægan þangað til ég kem aftur.“ Hann ranglaði að borðinu sínu. Carmel og Woodrin læknir sátu þar ein, og hann svip- aðist um eftir Ann og Peter en þau voru ekki á dansgólfinu heldur! Hann varð ergilegur, því að þó að Ann væri ekki konan hans þá átti hún að haga sér eins og hún væri það. Hann varð að hafa tal af Deliu Young undir eins og hægt væri. Það gæti kannske orðið Ann til ergelsis. „Þú ert dálaglegur. Að hugsa sér að koma að borðinu okkar með svona * dræsu í eftirdragi." Ann reyndi að vera sem fjærst honum meðan þau voru að dansa. „Er það þess vegna sem þú ert svona vond?“ spurði Crane. „Ég er ekki vitund reið.“ Þetta var síðasti dansinn fyrir sýninguna. Ann hafði komið með Peter March, og þegar Crane bað hana um dans hafði hún sagt já, en þó dræmt. „Skilurðu ekki að ég verð að hugsa um verkefnið líka,“ sagði hann er þau höfðu dansað um stund. „Kallaðu það verkefni — að dufla við ó- kunnugt kvenfólk?“ „Já.“ „Hvernig heldurðu að manni finnist að eiga mann, sem hagar sér svona?“ „Við erum ekki gift.“ „Fólk veit ekki betur en við séum gift, og mér er illa við að það kenni í brjósti um þig á einstaklega Ijúfan hátt?“ „Já, hann er nærgætinn við mig.“ Rödd Ann var ísköld. „Ég er líka neérgætin við þig. En ég verð að vinna.“ 1 þessum svifum kom hann auga á rauða hárið á Deliu Young við þilið til vinstri. Hún var að tala við svartklæddan mann. „Já, því að ekki er þér víst vel við að ég svíkist um?“ hélt hann áfram. Hún svaraði honum ekki og þegar hann leit á hana tók hann eftir því, sér til mikillar furðu, að augu hennar voru tárvot. Tók hún sér þá svona nærri ef hann forsómaði hana? Hann þrýsti henni að sér og sagði: „Ég skal hætta að vinna undir eins. Héðan í frá skal ég aðeins véra nærgætinn." „Gerðu það sem þér sýnist fyrir mér,“ svaraði hún. Hún losaði sig og gekk frá honum að borð- inu, þráðbein. Undarlegt háttalag! hugsaði Crane með sér. Hann gat ekkert botnað í henni. Hann fór ekki á eftir henni að borðinu FRAMHALDSSAGA. 8. ILMURINN heldur beint inn í vínstofuna og fékk sér viskíblöndu. Doc Williams sat og var að rabba við byrlarann, en Crane lét sem hann sæi hann ekki. Skömmu síðar kom Peter March inn og settist á kollustól hjá Crane. „Viskí?“ spurði Crane. , ,Spursmálslaust.“ Crane bað um tvo í viðbót. „Drekkurðu ekki fullmikið?" sagði Peter March. „Sei-sei nei.“ „Henni Ann — konunni þinni — fellur það ekki.“ „Nei, henni líkar það ekki.“ „Það kemur vitanlega ekki mér við,“ sagði Peter hugsandi, „og í rauninni var það allt annað, sem ég ætlaði að tala um.“ Hann horfði lengi á Crane. „Það var kúla í bílnum mínurn!" „Það var það sem ég sagði,“ sagði Crane. „En hvernig komst hún þangað?" „Ég veit það ekki.“ „Ég held að þú ættir að segja mér það.“ Peter March gerði röddina breiða. „Jæja,“ sagði Crane. „Hún Ann reyndi að drepa mig. Hún ætlaði að reyna að ná í allar milljónirnar mínar en kúlan hrökk af stál- vestinu mínu.“ Augnabrúnirnar á Peter voru eins og bein strik. Hann virtist langa til að gefa Crane löðrung. En þá kom hann auga á Woodrin lækni, sem kom til þeirra. „Þá það,“ sagði hann og fór. Læknirinn settist hjá Crane og bað um viskí. „Carmel sagði mér einkennilega sögu,“ sagði Crane þegar byrlarinn var horfinn frá þeim. „Mér finnst ég ætti að segja yður hana, því að þér eruð bendlaður við hana.“ Og svo sagði hann honum það sem Carmel hafði sagt um sjálfsmorð Johns og loks spurði hann: „Skildi John eftir svona bréf?“ Woodrin horfði skelkaður á hann: „Það var aldrei ætlunin að nokkur ætti að fá að vita þetta,“ sagði hann. „Hvað kom til þess að hún fór að segja yður það?“ „Hún var reið við Talmadge March.“ „Það lái ég henni ekki .... Ég skil ekki hvað hann meinti með þessu, sem hann sagði í gær.“ „Honum er sjálfsagt illa við hana.“ „Það er Alice að kenna,“ sagði læknirinn. „Alice hatar Carmel.“ „Út af Richard?" „Sumpart það og sumpart vegna þess að þær eru svo ólíkar." „John lét þá eftir sig svona bréf?“ spurði Crane aftur. „Já. En ég vona að þér segið engum það.“ Læknirinn renndi sér ofan af kollustólnum. „Ef lögreglan kemst að þessu þá lendi ég í bobba,“ sagði Woodrin. „Ég hjálpaði henni til að ganga svo frá að þetta liti út eins og slys. Og svo hefði það riðið Simeon March að fullu.“ Svo fór hann. Nokkru síðar ranglaði Crane að borðinu. Sýningin var byrjuð, og sex stúlk- ur í bláum stuttbuxum úr silki og með brjósta- höld sprikluðu á danspallinum. Þær voru engir snillingar. Crane þekkti Dolly lengst til vinstri. Hún veifaði til hans. Hann hafði sest hjá Ann, en hún lét sem hún sæi hann ekki. Hann var einstæðingur. Enginn skipti sér af honum nema Dolly Wilson. Kannske var hann orðinn nokkuð þéttur. Það gerði ekkert til, en hitt var lakara að Ann hirti ekkert um hann. Hins vegar var hún hrifin af Peter March, en það var Crane ekki. Hann sneri sér á stólnum til að athuga hvernig sér félli við Woodrin lækni, en þá tók hann bakfall. Carmel March greip í hann á síðustu stundu.“ „Hjartans þakkir,“ sagði hann. „Þú hefir bjargað lífi mínu.“ „Ekkert að þakka,“ sagði Carmel. „En þú hefir bjargað lífi mínu.“ „Þegi þú,“ sagði Ann. Eftir augnablik þurfti enginn að þagga nið- ur í honum. Ljósin voru slökkt, langir, kvein- andi tónar heyrðust frá hljómsveitinni, og Delia Young kom fram fyrir rauða tjaldið og bláhvítur ljóshringur kringum hana. Hún gekk fram á dansgólfið, hægt og vaggandi í mjöðmunum. Hörundið var hvítt eins og marmari. Það var líkast og hún gengi í svefni. Augun voru nærri því lokuð. Svo heyrðust tónar úr píanóinu og hún fór að syngja. Crane kitlaði í bakið. Þvílíka rödd hafði hann aldrei heyrt. Hún var djúp og ofurlítið hás, en þó afar kvenleg um leið. Það var eins og hver einasta manneskja í salnum héldi niðri í sér andanum til að missa ekki af einum einasta tón. Engin svipbrigði voru á andlitinu. Það var líkast og tónarnir streymdu fram sjálfkrafa undir eins og hún opnaði munninn. Það varð ofurlítil þögn þangað til lófa- klappið byrjaði eftir sönginn, en svo tók undir í öllu húsinu. Carmel brosti til Crane. „Hún er dæmalaus, finnst þér ekki?“ „Alveg fyrirtak," svaraði Crane. Skömmu síðar sá hann að Delia Young hafði sest við borð fyrir handan dansgólfið. Hann fékk þjóninn til að koma með flösku af kampavíni og svo batt hann við stútinn spjald, sem hann hafði krotað á: „Ef einhver þarf að hjálpa yður með þessa þá er ég til.“ Þjónninn hugsaði sig um. „Ég er ekki viss um að ungfrú Young kæri sig um þetta, sir. Þér vitið að hún er..........“ ,,Jæja,“ sagði Crane og gaf honum fimm dollara. „En þér skuluð ekki taka yður það nærri." Ann virti Deliu líka fyrir sér. Svo sneri hún sér að Crane. „Míg langar til að þú segir mér eitt, ef þú ert ekki of fullur til þess.“ „Ég er eins og nýfætt lamb.“ „Er þessi þarna hún Delia okkar?“ Hann kinkaði kolli. Hljómsveitin var farin að leika danslög á ný og Peter March fór með Ann út á gólfið. Þjónninn kom aftur með miða til Crane. Þar stóð: „Þér verðið þá að hafa með yður yðar eigin flösku.“ Sniðugt kvendi. Hann hafði sent henni kampavínsflösku en átti ekki að fá að smakka á henni. „Farið með aðra flösku af sömu teg- und til ungfrú Young,“ sagði hann við þjón- inn. Hann þóttist viss um að sér mundi falla vel við Deliu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.