Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hvers vegna má ég ekki fyrirfara mér?“ „Úr því að þér segist vera saklaus .......?“ „Munduð þér trúa mér? Mundi Gordon .........“ Hún fór að gráta, liljóðlega. Það var líkast og engillinn fyrir ofan okkur gréti steintárum. „Ég vissi að það gat aldrei orðið neitt á milli okkar. Konan hans var hræði- leg við hann, kveljandi og heimtu- frek, en hann var umhyggjusamasti eiginmaður i heimi. En — aðeins það að fá að vera nærri honum, að þurfa ekki að vera ein framar .........“ Hún hætti að gráta og harkaði af sér. Hún varð aftur hin glæsilega kona úr klakanum. „Ég geri ráð fyrir að ég eigi að koma með yður og tala við lögregl- una.“ „Ég er hræddur um að við neyð- umst til þess, ungfrú Carewe.“ Þau sneru við heim í höllina. Lög- reglan var ekki komin enn. Gordon og Mike höfðu ekki augun af lækn- inum, sem stóð álútur yfir rúminu og var að athuga líkið. Gordon varð litið til Lauru Carewe en luin virtist ekki sjá hann. Hún stóð hjá Trant, föl en kyrrlát. Eins og fórnarlamb. Læknirinn rétti úr sér. „Hún hefir dáið af of stóruin stryknínskammti." Enskan hans var mjög rétt. „Það virðist ekki leika vafi á því. Krampa- teygjurnar, risus sardonicus ......“ „Svo að það er þá slys!“ Orðin komu eins og gos frá Gordon. „Með einliverju móti ........“ „Hugsaðu ekki um þetta, Gordon!" Laura Carewe bar höfuðið hátt. Hún sneri sér að lækninum. „Ég meðgeng. Eg gaf henni of stóran skanunt vilj- andi. Ég drap hana!“ „Nei!“ Gordon hljóp til hennar og tók i handlegginn á henni. „Það er ekki satt!“ Kvalafullt andlitið leit í allar áttir. „Trúið lienni ekki. Hún er að reyna að hlífa mér. Og það veit guð, að ég á það ekki skilið!“ Hann sneri sér að Trant. „Ég laug að þér. Þú getur vottað það. Ég sagð- ist ekki vita um að hún liéti Laura Carewe. Það var lygi. Þetta var ástæð- an til að ég réð liana til mín. Konan mín liefir arfleitt mig að öllum eign- um sínum. Ég hafði afráðið að drepa hana og skella skuldinni á ungfrú Carewe. Ég drap Katherine, en ég get ekki komið áformi mínu fram að öllu leyti ....... Ég er víst ekki alveg eins mikill þorpari og ég hélt mig vera.“ Mike starði forviða á bróður sinn: „Gordon!“ — Jæja, svo að þetta er þá Norður- Afríka? Að hugsa sér að það munaði minnstu að við færum þangað í sum- arleyfinu! „Þetta esr satt, Mike. Ég harma það. Ég .........“ „Augnablik." Trant var á verði. „Þetta er mjög athugunarvert, Gordon. En segðu mér: — Hvernig drapstu konuna þína?“ „Hvernig?“ Gordon benti á tóma glasið við rúmið. „Hún bað um vatn, og ég setti stryknin i það. En þú finnur engin verksummerki. Ég skol- aði glasið meðan ég var einn hérna.“ „Ég skil.“ Trant brosti til læknis- ins. „Það er mjög beiskt bragð að strykníni, læknir, er ekki svo. Það væri alveg óhugsandi að gefa bana- skannnt af strykníni i vatni, án þess að sá sem drykki tæki ekki eftir því?“ „Alveg ómögulegt," sagði læknir- inn. Trant sneri sér að Gordon og Lauru Carewe. „Þakka ykkur báðum fyrir. Þið hafið sagt mér það sem ég vildi vita. Kannske við förum niður.“ „Niður? Hvað eigum við að vilja þangað?“ „Æ, ekkert.“ Trant yppti öxlum. „Aðeins formsatriði." í salnum nam Trant staðar við stólinn sem frú Hunt hafði setið i. Gordon, Laura Carewe, Mike og lækn- irinn horfðu á hann forvitin. Hann tók upp glas, hálffullt af gulum líkjör. Það hafði staðið á borðinu við stólinn. „Ég er sammála Gordon,“ sagði hann rólega, „um að ungfrú Carewe hafi gefið frúnni venjulegan óskað- næman skammt. Ég er líka sammála um að banvæni skanunturinn hafi verið tekinn áður, og gegnum munn- inn. En ekki í vatni. Það varð að draga úr beiska bragðinu. Og það var ekki betur hægt með öðru en þessum væmna disæta likjör.“ Hann leit á glsið. Frú Hunt drakk helminginn úr þessu glasi rétt áður en hún fór að hátta. Það varð henni að bana. Hún kvartaði meira að segja undan bragðinu. Ég sat hérna hjá henni þá.........“ Hann tók mál- hvild. „En vitanlega finn ég ekki vott af strykníninu hérna, þvi að morð- iriginn liefir haft nægan tima til að hafa skipti á þvi, sem var i glasinu. En .........“ Hann færði sig nær hinum. „Ég er sammála um þriðja atriðið i hinni virðingarverðu tilraun Gordons til að bjarga ungfrú Carewe. Morðinginn vissi um fortíð hennar og hafði ætlað að láta sökina bitna á henni. Jafnvel átti að nota mig — sem lögregluvitni er gæti komið að gagni við að grafa upp gömlu morðkæruna." Hann sneri sér að Mike. „Manstu^að við vorum að tala um Princetona i kvöld? Fyrir tíu árum ætlaðir þú að verða lögfræðingur i sakamálum. Þú varst vanur að fylgjast með morðmál- um eins og það væru teiknimynda- flokkur. Hið fræga Carewe-mál var rekið í Natchez, skammt frá þér. Svo að þú liefir þekkt Lauru Carewe und- ir eins og þú sást hana hérna.“ Mike Hunt stamaði: „Trant, þú ætl- ar vonandi ekki að ásaka mig?“ „Þú gafst frú Hunt stregalikjörinn.“ „En ....“ Mike reyndi að brosa. „Þetta er svo fráleitt ........“ „Þú heldur að ekki sé hægt að sanna þetta?“ Trant leit raunalega til hins gamla skólafélaga. Hann setti frá sér glasið og gekk að marmaramyndinni, sem glasið hans stóð ennþá bak við. Hann tók nú þetta glas í hönd sér. „Eftir að ég talaði við frú Hunt fór ég út á svalirnar til ungfrú Carewe, án þess að hafa glasið með mér. Þeg- ar ég kom til baka að sækja það, var ég svo ógætinn að taka glasið hennar i stað míns. Ég drakk ekki meira úr því. Og hérna er glasið.“ Hann dýfði fingrinum i vökvann og snerti góminn með tungunni. „Ég finn meira að segja bragðið, þrátt við líkjörinn. Hérna munuð þið finna stryknín. Og það er sönnunin.“ Hann rétti fram höndina til að fá lækninum glasið. En sekúndu áður en læknirinn tók við því hljóp Mike Hunt fram, þreif glasið og grýtti þvi í gólfið. Svo stappaði hann á glerbrot- in eins og óður maður, svo glerbrotin þrýstust ofan í gólfdúkinn. „Mike!“ hrópaði Gordon hásri röddu. En hróðir hans liljóp út á svalirnar. Trant og læknirinn gátu ekki varnað lionum að steypa sér ofan í síkið. Þeir sáu líkama lians steypast í loft- inu, þeir sáu höfuð hans rakst i gon- dólastólpa áður en hann kom í vatnið. Hann var dauður þegar þeir drógu hann upp úr síkinu. Gordon Hunt og Laura Carewe sátu hlið við hlið, náföl. „.... stryknínsprauturnar." Trant var að útskýra. „.... á heimilinu er stúlka, sem morðgrunur hefir leikið á — óvænt heimsókn vinar, sem starf- ar í lögreglunni og þekkir fortíð liennar .... Allt var vel búið í haginn fyrir Milce. Freistingin var mikil.“ „Ég skil það,“ sagði Gordon. „En það var ekkert sem knúði hann til þess.“ Trant hafði gengið að veggnum á móti og horfði á málverkin eftir Longliis. „Konan þín sagði yfir borðum, að lnin væri i peningaþröng. Hún hafði liugsað sér að selja sumar af þessum myndum listaverkakaupmanni i næstu viku. Hún taldi myndirnar mjög verð- mætar .........“ „Ég hefi ekkert vit á list. Og það hafði Katherine ekki heldur, en list- fræðingur sagði okkur.........“ „Já, einmitt, að vefmyndirnar væru mjög verðinætar. Ég lield að mynd- irnar eftir Lotto og Canaletto séu það líka. En þessar Longhi myndir eru ekki annað en skrambi góðar stæl- ingar. Og svo til nýjar.“ Hann leit við. „Mike átti aldrei rauðan eyri, var það? Sem listamað- ur var hann .........“ Gordon spratt upp. „Heldurðu að liann hafi stælt Longhimyndirnar og selt frummyndirnar?“ „Já, og allt hefði komist upp undir eins og málverkakaupmaðurinn kom. Þú hefðir að vísu fyrirgefið honum það, en ekki konan þíri.......“ Það varð þögn um sinn. „Og sönnunin hefði aldrei fengist ef þér hefðuð ekki skipt á þínu glasi og frú Hunt i ógáti.“ Rödd Lauru Carewes var hás. „Er þetta ekki ein- kennileg .... tilviljun?“ „Það er ekki beinlínis tilviljun.“ Nú kom dálítill roði í andlit Trants. „Skiljið þér, — ég hafði í raun réttri ekki haft glasaskipti við frú Hunt. En af því að engin sönnun var . fyrir liendi varð ég að búa hana til. Ég bjó hana til með fölsun." Gordon greip andann á lofti. „Það var þá ekki stryknin i glasinu?" „Vitanlega ekki. Það var ekki nema vond samviska, sem gat ginið við þeirri flugu.“ Hann brosti dapurlega. „Þú gerðir þitt besta, sem viðvaningur, til að bjarga ungfrú Carewe. Og mér fannst þú hafa þörf fyrir hjálp frá æfðari manni.“ Laura Carewe horfði lengi á hann. Hún var ekki lengur kona úr klaka * LITI.A SAGAN - G U Y FARNER: Síðasta hlutverhið hennar HÚN var ekki komin upp i miðjan stigann þegar kona dyravarðarins kallaði á eftir henni: — Ungfrú Dubois — bréf til yðar! Bréf, drottinn minn, gat það verið svarið .... ? Hún var orðin vonlaus um að fá nokkurt svar. Hún fékk svo mikinn lijartslátt, að hún varð að leggja af sér þunga töskuna og hvila sig. Hún tók við umslaginu, sem dyra- varðarkonan rétti henni, og braut það saman án þess að lita á það — því síður að opna það — og stakk þvi í vasann. Svo rogaðist hún áfram upp stigann, gamlan og fornfálegan, upp á 6. hæðina til sín. Hún var svo mæðin að hún varð að hvíla sig á hverri hæð. Og við hverja bið langaði hana til að taka bréfið úr vasanum og opna »það. En hún stillti sig. Því að það var betra að geyma bréfið þangað til hún kæmi inn til sín. Inn til sín ....! Það var engin dýrð að koma inn til sin á 6. hæð. Ofur- lítið kvistherbergi með eldhúsi, þar sem varla var hægt að snúa sér við. En það nægði henni. Að vísu minnt- ist lnin stundum í huganum — og með dálitilli beiskju — hefðaribúðarinnar úti við Boulogneskóg, sem hún hafði átt heima í þegar liún var á tignar- tindinum. En það var langt siðan þetta var. Og í rauninni var engin ástæða til að rifja upp gamla daga. Hún hafði verið mikil listakona, sem kallað er, dáð leikkona, sem allur heimurinn tignaði, en nú var liún að- eins gömul kona, með silfurgrátt hár og raunabros, i fornfálegri íbúð í gömlu húsi í skuggaliverfi ...... Kiki kom mjálmandi á móti henni þegar hún opnaði dyrnar. Þessi kött- ur var eini félaginn liennar, eina veran sem hafði reynst henni trygg í ellinni og erfiðleikunum. En — því miður! Kiki var orðin gömul, eins og hún sjálf. Fallegu kattaraugun með gullbjarmann deyfðust og sljóvguðust ár frá ári. Hún settist í hægindastólinn sinn áður en hún opnaði bréfið, og Kiki lá i kjöltunni liennar og malaði, og hún fletti upp bókinni sinni, með öll- um blaðaúrklippunum frá gamalli tíð .... enn einu sinni. Þær hrærðu hana, þessar endurminningar, þessi blaða- ummæli og þessar upplituðu myndir, sem hún liafði safnað forðum og límt Framhald á bls. 10. — Heyrðu væna — þarna kemur hún þá, hún ungfrú Gerður, ferming- arsystirin mín, sem ég bauð að koma og borða með mér!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.