Fálkinn - 08.10.1954, Page 3
FÁLKIN N
3
ll’sti islenshi íluðfarMiiin
Guðrún Guðbrandsdóttir sést hér við komuna til Reykjavíkur í fylgd með
hjónunum frá Hrófá, sem hún hefir dvalist hjá. Njáll Símonarson afhenti henni
blómvönd frá Flugfélagi íslands. Ljósmynd: Pétur Thomsen.
GuSrún Guðbrandsdóttir frá Hrófá
í Slrandasýslu mun vera elsti íslend-
ingurinn, sem fer'ðast hefir með flug-
vél. Ilún tók sér far með „Skýfaxa"
Flugfélags íslands frá Hólmavík til
Reykjavíkur hinn 1. október si'ðastlið-
inn.
Guðrún er 98 ára gömul og mjög
ern. Hún flytst nú búferlum hingað
suður með Þorgeiri Þorgeirssyni,
bónda á Hrófá og fjölskyldu hans, en
þar hefir liún verið til heimilis um
langa hríð. Guðrún hefir aldrei kom-
ið til Reykjavíkur áður, svo að þennan
dag hefir margt nýstárlegt borið fyrir
augu liennar.
Forráðamenn Flugféiags íslands
tóku á móti Guðrúnu við komuna til
Reykjavíkur. Yar henni færður fagur
blómvöndur og tilkynnt, að hún fengi
ókeypis flugfar sem elsti íslendingur-
inn, sem ferðast hefði með flugvél.
Það má lika vafalaust fullyrða, að
sjaklgæft sé, að jafn gamalt fóik taki
sér ferð með flugvél, þótt meðal ann-
arra þjóða sé, sem hafa skipulagt flug-
samgöngur sínar vel.
Skákmótið í Amsterdam
Þegar íslenska skáksveitin kom til Kaupmannahafnar í flugvél Loftleiða á leið
til Amsterdam, færði þriggja ára sonardóttir Elíasar Ó. Guðmundssonar for-
manns skáksambandsins Friðriki Ólafssyni blómvönd. Fremstur er Friðrik
Ólafsson, þá Guðmundur Arnlaugsson, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur
Pálmason, Guðmundur S. Guðmundsson og Ingi R. Jóhannsson.
í septembermánuði biðu íslendingar
að jafnaði með óþreyju eftir fréttum
af skákmótinu i Amsterdam, þau sem
flestir bestu skákmenn heímsins voru
saman komnir. íslensku skákmenn-
irnir stóðu sig þar með prýði. í und-
ankeppninni urðu þeir þriðju í sínum
riðli, fyrir neðan Rússa og Hollend-
inga, en fyrir ofan Austurrikismenn,
Finna og Grikki, og það tryggði þcim
sæti í A-flokki aðalkeppninnar.
Meðal þeirra 12 þjóða, sem kepptu
Jóhannes Kjarval heldur málverkasýningu
Það þykir jafnan mikill viðburður, er Jóhannes Kjarval heldur sýningu á
verkum sínum. Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning á málverkum eftir
hann — flestum nýlegum — og hefir mikill fjöldi gesta komið til að skoða hana.
Engin sérstök athöfn var við opnun sýningarinnar, og listamaðurinn sjálfur
var þar ekki viðstaddur, en eigi að síður láta gestirnir sig ekki vanta. — Mynd-
in hér að ofan er af Jóhannesi Kjarval.
Indónesisk-indversk vinátta
Forsætisráðherra Indónesíu, dr. Sastroamidjojo, fór nýlega í heimsókn til
Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands. — Á myndinni sést dr. Sastroamidjojo veifa
til mannfjöldans, sem tók hjartanlega á móti honum á Palam flugvellinum.
Við hlið hans sést Pandit Nehru, forsætisráðherra Indlands.
í A-flokknum, voru flestar bestu skák-
þjóðir heimsins, og meðal keppenda
margir stórmeistarar. Það var því eng-
in von til þess, að íslendingar kæm-
ust langt i þeirri keppni, enda hrepptu
þcir neðsta sætið, með nokkru færri
vinninga en Svíar, Bretar og Búlgarir.
Samt sem áður má árangur íslending-
anna teljast mjög góður.
Framhald á bls. 14.