Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Page 7

Fálkinn - 08.10.1954, Page 7
FÁLKINN 7 í STÍL. — Hesturinn verður að vera í stíl við reiðkonuna. Að vísu er slaufa hestsins ekki á hnakkanum, en þó aftan á honum. Sem betur fer sér aumingja hesturinn ekki sjálfur hve hlægilegur hann er. ÉG REYNDI að hlúa að glæðunum og breiddi úr dúnpokanum mínum. Eg opnaði liann ekki, heldur lagðist ofan á hann og breiddi seglið yfir mig. Eg var of sljó til þess að hugsa. Eftir stutta stund var ég farin að gráta á ný, og hræðileg einstæðingskennd sótti á mig. Mér fannst ógæfan elta mig — eins og allt væri sett til höfuðs mér. Eg hafði reynt að gera allt það, sem ég gat, og verið bjargföst í trúnni á guð og lífið, en allt snerist í höndunum á mér, eins og ég væri dæmd til tor- tímingar. Ég hafði reynt að sætta mig við hlutskipti mitt og hætta öllum liarma- tölum. Eg hafði liúsaskjól, mat og föt. En nú sóttu á mig efasemdirnar. Hvers vegna voru þessar byrðar á mig lagð- ar? Hvers átti ófætt barnið að gjalda? Eg varð körg í skapi og blótaði til þess að svala mér, en þegar ég heyrði hin ljótu orð lirjóta af vörum mér, varð ég skömmustuleg. Hvað mundi Don SÁR SKILNAÐARSTUND. — Hún heitir Elizabeth Cruft og er mikill hundavinur. Hún ólst upp innan um hunda því að forfeður hennar höfðu stundað hundauppeldi kynslóð eftir kynslóð. Það var langafi hennar, sem byrjaði hinar frægu Cruft-hundasýn- ingar í London. — Hérna er Elizabeth með tvo hvolpa, sem eru að kveðja föður sinn „Ivanoff frá Kobe“ áður en þeir fara til Ameríku, en þangað hafa þeir verið seldir. segja, ef hann heyrði slíkt og þvílíkt lirjóta af vörum mínum? Innan stundar varð mér hughægra og ég fór að narta i nestið mitt. Það var tekið að fjara út, og skut- ur kænunnar nam rétt við fjöruborðið. Ég tók negluna úr og athugaði, hvort ég gæti gert nokkuð við mesta lekann. Eg reyndi að troða seglbútum í stærstu rifurnar til þess að auðvelda mér róð- urinn heim. Til þess að vera við öllu búin tók ég dauða elriviðargrein með mér út í kænuna, þó að ég vonaði, að ég þyrfti ekki að gera eld oftar úti á víðavangi. Eg tók einnig heitan stein úr ehlstæð- inu til þess að hafa við siðuna. Þegar leið á daginn, kólnaði í veðri, og róðurinn sóttist æ þyngra. Ishröngl var á sjónum og gerði áratökin erf- iðari. Eg hvíldi mig öðru hverju með þvi að drúpa höfði, en reyndi að standast þá freistingu að fara til strandar. * \ ÍSHRÖNGLID varð þéttara og þéttara. Mér tókst þó furðanlega að komast í gegnum það. Loks kom þó að því, að ekki gat verið um venjuleg áratog að ræða. Eg stóð upp í kænunni og notaði aðra árina til að róa eða stjaka með á víxl. Allt í einu tók lekinn að vaxa ískyggilega, og brátt var hand orðinn verri en nokkru sinni fyrr. Eg varð að standa í austri lengst af. Kænan smámjakaðist áfram, og bráðum var ég komin fyrir höfðann. Þá mundi ég sjá heim til kofans. Ef ég aðeins kæmist nokkra tugi metra i viðhót, þá væri ég komin fyrir klettasnösina. Þaðan gæti ég auðveldlega gengið heim í kofann. Ég ákvað að hvila mig vel fyrir lokaatlöguna, en lekinn ann mér þó lítillar hvíldar. ÉG TEYGÐI mig eftir austurstroginu, sem var orðið liált af ísingu. Það rann úr hendi mér út fyrir borðstokkinn. íshrönglið var nú orðið svo samloð- andi, að trogið fór ekki niður um það, heldur rann það ofan á því nokkurn spöl frá borðstokknum. Ég varð skelfingu lostin. Nú fyrst skildi ég til fulls, hve mik- ill lekinn á kænunni var. Kæmist ég á lienni, hálffullri af sjó, til strandar? Jú, það tókst! Það var kraftaverki næst. Hve innilega þakklát varð ég eklci fyrir þá undursamlegu björgun. Guð hafði ekki gleymt mér. Ströndin var há og klettótt. Fjaran var öll lögð ísi og fjörusteinarnir laun- hálir og hættulegir lúnum fótiim mín- um. Eg hafði komið að landi rétt utan við fremsta tangann á liöfðanum. Ég dró stefni bátsins upp úr sjónum og batt hann siðan við stein. Síðan bar ég dúnpokann og seglið upp fyrir flæðarmálið, en náði síðan í öxina og eldivið.. Ég svipaðist um eftir góðum hvíld- arstað og fann ágætan krika. Þar var dálitið af rekavið og mjög snjólitið, því að krikinn var fyrir neðan stór- straumsflæðarmál, þó að hann væri fyrir ofan flæðarmál að öllum jafnaði. ÉG KVEIKTI eld og notaði rekavið- inn fyrir brenni. Eg sveipaði seglinu utan um mig, og sneri hliðunum á víxl að eldinum til að þurrka fötin og orna mér. Eg fékk mér ofurlílinn mat- arbita, en varð að fara mjög sparlega með liið fátæklega nesti. Siðan fór ég að búa um mig fyrir nótlina. Eg breiddi úr seglinu, sem átti að vera undir mér að hálfu leyti, en að hálfu leyti ofan á mér. Þegar ég var skriðin í pokann, datt mér í hug, að þeir, sem segðu, að svefninn yrði því sætari, sem áreynslan væri meiri, hefðu aldrei komist i hann verulega krappan. Eg ætlaði aldrei að geta sofn- að, og loksins þegar ég festi blund, svaf ég mjög óvært. Ég hugsaði mikið um það, hvernig ég kæmist heim i kofann. Eg hafði ekki mikla trú á kænunni, eins og komið var, og Jiess vegna velti ég þeirri leið ckki mikið fyrir mér. Eg gerði mér Ijóst, að ég varð að fara yfir höfðann, sem lá milli mín og skál- ans. Fyrst varð ég að fara upp bratt- ann og svo niður hinu megin. Neðst var klettabelti, sem ég jjurfti að klifra upp, en síðan brött og skógivaxin hlíð. Þegar ég vaknaði, var dagur á lofti, og mér fannst ég vera sæmilega vel hvild. Helst hefði ég þó viljað liggja kyrr, þar sem ég var komin. Eg klædd- ist í snatri, borðaði leifarnar af nesl- inu, gekk frá svefnpokanum, sem ég tók undir handlegginn, og lagði af stað án þess að kveikja eld. Öxinni liafði ég fest við beltið. ÉG SVIPADIST um eftir góðri upp- gönguleið gegnum klettabeltið, og brátt kom ég auga á stað, s'em ekki virtist erfiður uppgöngu. Eg hefi oft farið upp og niður erfiðari leið. En ég hikaði, og það nægði til þess að vekja óttann í brjósti mér, svo að ég ákvað að leita að betri stað. Ég gekk inn með hliðinni, og loks fann ég stað, sem ég ákvað að freista uppgöngu á. En mér sóttist seint. Brekkan var lengri og erfiðari en ég hafði búist við, og ég varð þvi oft að hvila mig. Áður en varði, var sólin farin að lækka á lofti og ég var ekki hálfnuð upp á höfðann. Það væri óðs manns æði að halda áfram. Eg var því nauðbeygð til að snúa við. ÞAÐ var komið rökkur, þegar ég kom aftur til náttstaðarins. Eg fleygði mér niður og skeytti livorki um kulda né hungur. Loks var mér orðið svo hrollkalt, að ég skreiddist í pokann í öllum fötun- um og með skóna á fótunum. Þegar ég vaknaði af móki morgun- inn eftir, skein sólin glatt. Eg sá strax, að ísröndin var komin nokkuð frá landi, svo að auður sjór var fyrir höfð- ann. Eg sá greinilega, að vökin stækk- aði sífellt. Nú gæti ég komist á kæn- unni fyrir klettana. Guði sé lof! Eg kveikti eld og beið þess, að svo mikið hækkaði í, að ég kæmi kænunni á flot. Eg hafði ekki afl til að setja hana niður alla þessa leið. Ég var sársvöng, og það, sem enn var eftir að nestinu livarf fljótt. Eg geyrndi aðeins nokkrar rúsínur, sem ég hafði i vasanum. Loks var nægilega fallið að. Ég ýtti á flot og reri af stað. GEILIN, sem hafði myndast i isbreið- una, var löng — um það bil þúsund fct á að giska. Hún stefndi í áttina til kofans. Ég velti þvi í fyrstu fyrir mér, hvort ég ætti að hætta mér inn i hana, því að hún náði ekki til strandar hinu megin við höfðann. Ef ég gæti ekki brotist áfram gegn- um ísinn, þar sem geilinni lauk, mundi ég lokast inni í ísnum, þegar aðfallið kæmi. Og það væri ekkert spaug á hriplekri kænu. Eg minntist erfiðisins frá göngunni daginn áður og komst að þeirri niðurstöðu, að ég Framhald i næsta blaði. VIÐ VINDUNA. — Maðurinn sem stjórnar vindunni á eimskipunum, þegar verið er að afferma eða hlaða skipið, hefir ábyrgðarmikilli stöðu að gegna. Ef hann fer ekki rétt að er hætta á að varningurinn verði fyrir hnjaski og skemmist, og jafnvel getur hlotist stórslys á mönnum, af mistök- um sem verða. Þess vegna eru það ekki nema vanir og áreiðanlegir menn, sem trúað er fyrir þessu verki. EVRÓPUKEPPNI Á VATNSSKÍÐUM. Þátttakendur frá ellefu þjóðum kepptu um Evrópumeistaratign á vatnsskíð- um í Milano seint í júlí. Hér á mynd- inni sést ein af kræfustu þátttakend- unum, Liselotte Feuchtinger frá Austurríki. KATTAHEIMILIÐ. — Fjöldi fólks er í vandræðum með kettina sína þegar það fer í sumarfríið, því að það eru ekki allir sem eiga góða nágranna, scm taka þá að sér á meðan. I Þýska- landi hefir verið ráðin bót á þessu með því að koma upp kattarheimilum. Myndin er frá kattaheimili, sem heitir Villa Mulle und Petter.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.