Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 3
FÁLKINN'
3
Hdlfmr ildor nfmitlí shartgripa-
verslinar Jéns Sigmundssonar
Um þessar mundir eru liðin 50 ár
frá því að Jón Sigmundsson lióf gull-
og silfursmíði í Reykjavik, og hefir
Skartgripaverslun Jóns Sigmundsson-
ar gefið lit veglegt afmælisrit í því
tilefni.
Jón Sigmundsson.
í ritinu cr skráð ævisaga Jóns Sig-
mundssonar og saga fyrirtækisins, sem
hánn lagði grundvöllinn að og starfar
enn við góðan orðstír hér i Reykjavik.
Auk þess er ritgerðin „íslenskt gull-
smíði“, sem Björn Th. Björnsson hefir
samið. Þá eru fjölmargar myndir af
listmunum úr Þjóðminjasafni Islands
og Nationalmuseum i Kaupmannahöfn.
Allur frágangur ritsins er mjög vand-
aður.
Jón Sigmundsson var af breiðfirsk-
um ættum sonur Sigmundar bónda
Grímssonar að Skarfsstöðum i
Hvammssveit og Steinunnar Jónsdólt-
ur konu hans. Hann fæddist 1. júli
1875. Ungur réðst hann til gullsmíða-
náms á ísafirði og tók sveinspróf árið
1897. Þegar hann hóf starf sitt í
Reykjavík 29. okt. 1904, voru sjö starf-
andi gullsmiðir í bænum, sjö úrsmiðir
og einn leturgrafari.
Jón fékkst jafnt við gull- og
silfursmíði sem úrviðgerðir. Fyrsti
samastaður fyrirtækisins var í
Grjótagötu 10. Síðar flutti hann
starfsemina að Laufásvegi 8 og
brátt kom hann á fót fullkominni
skartgriþaverslun jafnhliða vinnustof-
unni, og er hún rekin enn þann dag í
dag, eins og bæjarbúar og aðrir lands-
menn kannast við.
Jón Sigmundsson kvæntist árið 1903
Ragnhildi Sigurðardóttur frá Neðra-
nesi í Stafholtstungum. Áttu þau hjón-
in fimm börn, 1 son og 4 dætur.
Ritgerð Björns Th. Björnssonar.
„íslensk gullsmíði", sem er um 50 bls.
að lengd, er skipt í eftirtalda kafla:
Heiðið skart, Ormur og dreki, Róm-
anskir kaleikar og helgiskrín, Gotneskt
kirkjusilfur, Víravirki og loftskorið
verk. Síðan fylgir stutt ágrip á ensku.
Ritgerðin er hin fróðlegasta í hvívetna.
Myndirnar, sem ritið prýða, eru
þrjátiu og tvær auk titilmyndar. Gunn-
ar Rúnar Ólafsson gerði myndirnar
af gripunum í Þjóðminjasafninu, en
Niels Elswing, Ijósmyndari við
Nationalmuseum í Kaupmannahöfn,
gerði Ijósmyndirnar af gripunum þar.
Kaleikur úr Svalbarðskirkju. Róm-
anskur stíll. Frá því um 1200. Róm-
anskir kaleikar, sem til eru, munu
nálega allir vera íslenskir.
Þórshamar úr silfri frá 10. öld. Jarðfundinn skammt frá Fossi í Hruna-
mannahreppi.
Fegurstu stúlkur i heimi
Nýlega voru þessar þrjár stúlkur
valdar sem þrjár fegurstu stúlkur í
heimi í keppninni um titilinn „Miss
World“. I miðið er „ungfrú heimur",
cgypska stúlkan Antigone Constanda,
til vinstri sú, sem hlaut annað sætið,
anperíska stúlkan Karin Hultman, og
til hægri gríska stúlkan Efi Mela, sem
varð nr. 3.
Penny Edwards leikkona í Holly-
wood liefir tilkynnt að liún sé hætt
Brúðarkóróna úr gylltu að leika en ætli framvegis að fórna
silfri. Á spöngina er grafið: sér fyrir trúmálin eingöngu og „starfa
Halldóra Sigurðardóttir á fyrir drottin“. Hún segist hafa
mig. Hún var dóttir Sig- stundað Biblíulestur í heilt ár og muni
urðar Jónssonar, sýslu- starfa í Sjöundadags-Adventistasöfn-
manns á Reynistað og gift- iðinum ásamt manni sínum, Ralph
ist Þorbergi Hrólfssyni, Winters, sem er forstjóri sjónvarps-
sýslumanni haustið 1603. stöðvar.