Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
SIÐARI GREIN.
„Hans himneska hátign“
Japanskeisari
Akihito skoðar „Liberty Bell“ í Independence Hall í Philadelphia í Ameríkuför
sinni í september 1953.
„GUÐDÓMUR" KEISARANS.
Þrátt fyrir að hernámsyfirvöldin
liafi lýst yfir því, að Japanskeisari sé
venjulegur dauðlegur maður, er liann
ennþá guð í augum Japana. En hafi
hernámsstjórninni tekist að vekja efa
í hug Japana, hvernig fer þá þegar
Akihito krónprins fær völdin í frjálsu
og sjálfstæðu ríki? Verður liann talinn
guð eða maður?
Spurningin um guðdóm keisarans
er eitt mesta vandamálið, sem Jap-
anar hafa í dag. Akihito hefir fengið
vestrænt, lýðræðislegt uppeldi, til þess
að láta fólkið skilja, að hann er ekki
annað en tákn. Og í öllum skólum er
reynt að kenna æskunni, að guðdóm-
ur keisarans sé ekki sannur guðdóm-
ur. Og það er sagt við börnin: „Vertu
ekki niðurlútur þó að þú sjáir keis-
arann“. Hins vegar er ekki sagt: „Littu
ekki á hann sem keisara þinn“! En
ef Japani væri spurður hvaða merk-
ingu hann legði í orðið keisari —
hvort það væri guð, eða aðeins afkom-
andi sólgyðjunnar, Amateratsu, langt
fram í ættir, þá mundi hann ekki vita
hverju svara skyldi.
Akihito prins er reiðmaður og
skiðamaður, hann gengur i skóla eins
og aðrir og hann varð meira að segja
krónprins án þess að gömlu siðirnir
væru viðhafðir, — ennþá. Það er um
hann, sem „guðdóms-valdið“ snýst.
Verður hann talinn guð eða mennsk-
ur maður? Keisarafjölskyldunni hefir
verið bjargað í bráð með því að af-
neita heilagleik liinna 10.000 höfðingja
í landinu, en keisaradýrkunin er leyfð
áfram.
UPPELDI AKIHITOS.
Akihito fæddist 23. desember 1934,
á vetrarsóihvarfadaginn, en hann er
haldinn hátíðlegur með því, að þá fá
atlir að baða sig úr sítrónuvatni í
opinberu baðhúsunum. Hann er 125.
afkomandi sólgyðjunnar og þjóðin
hyllti hann og skáldin fluttu honum
drápur þegar liann fæddist.
Hann var í keisarahöllinni í Tokío
þangað til hann varð 3 ára, þvi að
þá var hann ekki nema „hávetborinn
prins austurlanda“. En svo var hann
tekinn frá foreldrunum og settur i
liöll eina í vestanverðri Tokío. Þar
voru 30 herbergi og húsbóndinn var
hirðmarskálkur. Þarna voru ennfrem-
ur fjórir kammerherrar, þrír læknar,
þrir þjónandi menn, 11 varðliðar og
fjöldi vinnufólks og starfsfólks í eld-
húsi. Ennfremur fékk prinsinn fjóra
„einkaráðgjafa“.
Samkvæmt venju fékk hann að
heimsækja foreldra sina einu sinni
i viku, á sunnudögum. En eftir að
striðið hófst var slakað á lifsreglun-
um, og hann fékk að koma oftar.
Hann fékk að ganga á aðalsmanns-
skólann, en það hafði enginn fengið
á undan honum, og fjórar nætur i
viku lá liann meira að segja í svefn-
sal með 16 öðrum drengjum. Hann
hefir haft þrjá engitsaxneska kennara,
Blyth prófessor frá Lundúnaháskóla,
og frú Elisabeth Vining og ungfrú
Esther Rhoads frá Bandarikjunum.
Prinsinn hafði 12 kennslustundir
með hinum drengjunum og 16 einka-
tíma á viku. Hann var lúsiðinn, er
talinn greindur í meðallagi og fer
ekki dult með að hann hafi meira
gaman af íþróttum en bókum. Hann
er fimur á skiðum og á bestbaki og
hefir oft fengið verðtaun. Hann iðkar
líka ,.pingpong“ og tennis.
Það er sagt að prinsinn sé vel hag-
mæltur, enda er það í ættinni. Líka
er hann hljóðnæmur og á gott með
að læra mál, ensku talar hann ágæt-
lega og er slarkfær í frönsku. Félagar
lians telja hann viðfelldin og um-
gengisgóðan, og frú Vining liefir lcynnt
honum útlent ungt fólk, sem á heima
í Japan.
SMÁSÖGUR UM AKIHITO.
En þó að Akihito liafi fengið frjáls-
legra uppeldi en áður tíðkaðist við
hirðina í Japan, fer því fjarri að hann
fái að haga sér eins og aðrir dauðlegir
menn. Það fylgir magur möggull þvi
skammrifi að vera krónprins í Japan.
Auðvitað myndast margar sögur uin
hann, og hér er ein: „Hann var ásamt
nokkrum útlendftigum boðinn heim
til Frakka, er átti heima í Karuizawa.
Han bauð upp á kampavín, en kammer-
lierrann, sem fylgdi prinsinum, reyndi
svo lítið bar á að gera Akihito skilj-
anlegt að keisaraefni Japana má
hvorki þiggja vott né þurrt hjá ó-
kunnugu fólki. En prinsinn teit á
hann, bandaði hendinni ti! hans og
drakk gtasið í botn.
Einu sinni voru nemendurnir í
skólanum, sem Akihito gekk í, spurðir
hvað þeir vildu helst verða þegar
þeir yrðu stórir. Þegar röðin kom að
Akihito svaraði hann: „Ég á að verða
keisari.“ Hann sló því föstu að hann
ætti ekki á öðru völ.
Akihito er meinilla við blaðamenn
og segist þekkja þá á lyktinni. Einn
sumardag 1952 var hann í tennisleik
með nokkrum fétögum sínum, en þá
tók hann allt i einu eftir manni, sem
stóð og var að horfa á þá. „Við skul-
um flýta okkur á burt,“ sagði prins-
inn, — „þarna sé ég blaðamann.“
RÍKISERFINGINN.
Þann 10. nóv. 1952 var liann settur
inn í ríkiserfingjatignina með mikilli
viðhöfn. Snemrna um morguninn fór
hann úr höll sinni, klæddur jakket,
og ók i opnum vagni til konungshall-
arinnar. Þegar þangað kom var hann
færður í rauðgula kápu og svart höf-
uðfat. Siðan gekk hann inn í satinn,
ásamt marskálki sínum og keisaranum
og tveimur kammerherrum.
Samtímis komu keisarahjónin á-
samt hirðmeistaranum og kammer-
lierra, sem bar nýtt liöfuðfat, svokall-
að „kammuri“. Keisaraprinsinn gekk
fram að hásætispallinum. Svo var
höfuðfatið tekið af honum, en „kamm-
urian“ sett á kollinn á honum í stað-
inn. Prinsinn sneri sér nú að hásæt-
unum og las upp stutta ræðu, en for-
sætisráðherrann svaraði með ræðu
fyrir krónprinsinum.
Svo hurfu keisarahjónin burt og
krónprinsinn skömmu siðar og þá
prinsar og prinsessur og loks liáttsett-
ir embættismenn og sendilierrar er-
lendra ríkja.
í fimm daga voru haldnar veislur
i tilefni af atburðinum. Þegar keisar-
inn var í þessum veislum mátti eng-
inn gestanna snerta á matnum, sem
fram var borinn, fyrr en keisarinn
var farinn. Það var goðgá.
— Þegar þetta var afstaðið byrjaði
Akihito í skólanum aftur. En nú varð
hann að gegna opinberum skyldum og
nú fóru ráðgjafar lians að undirbúa
ferð hans til Bretlands, en þar átti
hann að vera viðstaddur krýningu
Elizabethar. í þeirri ferð kom liann
m. a. til Noregs, Svíþjóðar og fleiri
landa.
KONUEFNI AKIHITOS.
Ekkert verður um það sagt hverjir
stjórnarhættir hans verða, er hann
verður keisari. Yerður hann „lýðræð-
islegur", eða lætur liann tilbiðja sig
eins og guð ?
Vafalaust hefir lýðræðishugsjónin
skýrst í Japan en þjóðin er þó enn
á klafa gamalla erfikenninga. Þetta
kemur líka fram að því er snertir
lijúskap krónprinsins. Sumir fram-
faramenn vilja táta Akihiti eignast
konu með „blá augu“, en innlend
verður hún þó að vera. Konuefnið
verður að vera af einhverri hinna
finnn „útvöldu ætta“. Nefndar liafa
verið Akio Fustiini og þrjár dætur
Kuni fursta, Michiko, Noriko og
Hideko. En þær eru allar svo ná-
skyldar Akihito, að líklega koma þær
ekki til mála. Akio Fushini er 19 ára,
eða jafngömul Akihito, en það þykir
fullmikið. Þá er ótalin 14 ára telpa,
Kitasliirakawa. Langafi tiennar var
drepinn í stríðinu við Rússa 1905, afi
Framhald á bls. 13.
Akihito krónpr:
í þúsund ára göi
um rauðgulum
skrúða, með „ka
muri“ á höfði, d;
inn sem hann I
við krónprinstií
inni.