Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 og hann tók þessu jafn alvarlega og hún hafði búist við. — Það er réttast að ég fari strax, sagði hann. — Ég hefi víst allt sem ég þarf hérna í bílnum. Sally leið betur þegar hún sleit samtalinu. Nú liðu tveir tímar án þess að nokkuð gerðist, en þá heyrði hún bifreið Roberts allt í einu nema staðar fyrir utan. Þetta. var merki- legt. Samkvæminu mundi ekki ljúka fyrr en klukkan ellefu í fyrsta lagi, svo að það var eðli- legast að hann hefði farið þangað aftur, úr sjúkravitjuninni. Hann virtist þiæyttur og slæpt- ur þegar hann kom inn i skrif- stofuna. Hann settist þunglama- lega og strauk fingrunum gegn- um jarpt hárið. — Snögg líf- himnubólga, sagði hann. — Þetta mátti ekki seinna vera. Guði sé lof að ég beið ekki. Ég símaði í sjúkrabifreið undir eins, og þeg- ar við komum á sjúkrahúsið óku þeir henni beint inn á skurðar- stofuna. Það er svo að sjá sem hún muni hafa þetta af. Hann neri augun og geispaði. — Hafa fleiri símað? — Nei, sem betur fer, sagði Sally. — Ég vona að þú fáir næði í nótt. Hann rak augun í leifarnar af smurða brauðinu henriar og mændi á sneiðarnar. — Gerðu svo vel. Ég ætla ekki að borða meira, sagði Sally. — Ég er að drepast úr hungri, sagði hann með munninn fullan af mat. — Hvers vegna fórstu ekki í samkvæmið aftur? spurði Sally og setti nýtt kaffi á könnuna. Hann leit ekki upp. — Ég býst ekki við að ég hefði verið sérlega velkominn, sagði hann loksins. — Beta styggðist vegna þess að ég fór. Hún hafði boðið ýmsu fólki, sem hún hélt að ég hefði gagn af að kynnast. Þegar ég sagði að ég yrði að láta sjúklingana ganga fyrir, sagði hún að ég væri ónær- gætinn og að ég væri hlægilega skammsýnn. Það lenti í svarra milli okkar. Hann þagði um stund. — Af- sakaðu. Ég hefði ekki átt að segja — Mamma, flaug flugvélin mín hing- að inn? frá þessu. Ég gleymdi alveg að þið eruð systur. — Við erum ekki sérlega líkar samt, finnst þér það? sagði Sally dauflega. Ef hún hefði verið dá- lítið líkari samt mundi Robert kannske heillast af henni í stað- inn. Hún rétti honum kaffibolla og byrjaði að hneppa frá sér sloppn- um og búast til heimferðar. Hann sat þegjandi og horfði á hana. Það kom roði í kinnarnar á henni en hann hélt áfram að stara á hana, eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr. — Mér þykir svo vænt um, að þú ert ekki lík henni, sagði hann loksins. Sally fékk ákafan hjartslátt og það kom svo mikið fum á hana að hún fór að tala án þess að hafa gert sér grein fyrir hvað hún ætlaði að segja. — Ég mundi ekki taka mér nærri þó að hún reidd- ist, ef ég væri i þínum sporum . . . Hún hló uppgerðarhlátri og hélt áfram: — Ég er líka í ónáð — af sömu ástæðu. Það stóð á stöku við borðið af því að ég vildi ekki koma. Og nú var að sjá sem allt í einu rynni upp ljós fyrir honum. — Sastu af þér samkvæmið til þess að verða hérna og taka á móti skilaboðum til mín? spurði hann. — Já, vitanlega. Eins og það væri ekki meira áríðandi. — Það er ekkert „vitanlega" við það ......... Hann hnyklaði brúnirnar og hélt áfram í hægum rómi. — Beta mundi aldrei hafa gert það. Svo kom Ijómi í augun á hon- um. — Að hugsa sér hvað ég hefi verið blindur! hrópaði hann og stóð upp. Svipur hans var svo ein- beittur þegar hann kom til henn- ar að hún hörfaði ósjálfrátt und- an, rak hælinn í gólfdúkinn og var rétt dottin. Sterk hönd greip i hana og varði hana fallinu. Og hún sleppti ekki takinu. Robert lyfti henni og kyssti titrandi varir hennar. — Þú reiddist ekki við mig, sagði hann þegar hann sleppti henni. — Nei, hvíslaði Sally. Hann þrýsti höfði hennar að öxlinni á sér. Það var meðalalykt af henni, en Sally fannst það yndislegasti ilmurinn í heimi. — Við hugsum svo líkt, sagði hann að lokum. Röddin var eins og ljúflingslag. — Við eigum svo vel saman. Ættum við ekki að giftast? — En hvað um Betu, þá — ertu ekki ástfanginn af henni? spurði Sally hikandi. — Ég var heillaður, töfraður — eins og flestir, sagði hann. — Veslings Beta, það verða örlög hennar alla ævi að stúlkur eins og þú verði teknar fram yfir hana. Og Sally, sem hafði haft svo litla trú á sínu eigin aðdráttarafli, varð mállaus af undrun — og hamingju. * Ósigrandi. % % % 'fc, < ¥ 3 w s Sir Walter Raleigh og reykjarpípan Hann lagði grundvöllinn að pípureykingum Englendmga og gekk upp á aftökupallinn með pípuna í munninum. ‘VkAÐ voru Spánverjar og Eng- lendingar sem greiddu tóbak- inu götu til Evrópu. Trúboðarnir sem fóru með Golumbusi vestur i annarri Amerikuför iians, sögðu þegar heim kom frá jurt einni sem Indíánar reyktu, en það var ekki fyrr en lieilli öld síðar, sem fyrstu tóbaksplönturnar voru fluttar til Spánar. Fyrstu 70 árin, sem Spánverjar voru fyrir vest- an liugsuðu þeir aðeins um að raka samari gulli og gimsteinum, en þegar Jrá leið var farið að liugsa um að flytja til Spánar tóbak. Filipus II. gerði út eins konar náttúrufræðinganefnd vest- ur, undir forustu Boncalo Hern- andez de Toledo, og liann flutti fyrstu tóbaksplönturnar til Spán- ar árið 1599. Sir Walter Raleigh var að ýmsu leyti athyglisverðasti maður ensku þjóðarinnar á uppgangs- tímum þeim er hún lifði i stjórn- artíð Elísabetar drottningar. Sagt er að hann hafi i upphafi komið sér i mjúkinn hjá drottn- ingu með því að breiða skikkju sina fyrir fætur hennar, er hún þurfti áð stíga úr vagni sínum, svo að hún þyrfti ekki að stíga á vott grasið. Metnaðargjarnari maður hefir varla verið til, en í sumum grein- um kom metnaður lians eriska ríkinu að gagni. Hann barðist við Spánverja á sjó og landi, tók þátt í sjóræningjaleiðangrum og gerði út sjóræningja og fékk ákveðinn hlut af afla þeirra. Þó að liann hefði lítið vit á sjóhernaði varð hann aðmiráll. Árið 1584 gerði hann út leiðangur til Norður- Ameríku og lét stofna þar ný- lendu, sem liann lét lieita Virginia (Meyjarland) til heiðurs hinni ógiftu drottningu. Eftir tvö ár komu margir landnemar lieim aft- ur og fólk rak upp stór augu, þvi að þeir gengu með eitthvað sem rauk úr í munninum. Það var tóbakspipan! Sir Walter fékk cina þeirra að gjöf, og hann varð sið- an besti talsmaður pipunnar i höfðingja hóp. Skáldið Spencer, vinur hans, orti lofkvæði um tó- bak og reykjarpipur. Raleigh varð pípunni trúr til hinsta dags. Þegar Elísabet dó var hann sakaður um að hafa átt þátt í samsæri gegn Jakob kon- ungi fyrsta og lenti í Tower-fang- elsinm Þar sat hann i tólf ár. Á þessum löngu árum reyndi hann að drepa timann með því að skrifa rit um sagnfræði, fjárhagsmál og félagsmál og bjó til áætlun, sem að visu var mjög uppi í skýjun- um, um að gera út leiðangur til gulllandsins Dorado, sem hann taldi að mundi vera i Guyana. Var honum sleppt úr fangelsinu til þess að hann gæti komið þess- um leiðangri í framkvæmd. En Jakob I. sem vildi koma á friði í heiminum, setti sir Walter það skilyrði að liann yrði að forðast allan ófrið við Spánverja, en þeir voru þegar komnir til Guyana. Raleigh vissi að það skilyrði yrði ómögulegt að halda, en fór af stað eigi að síður. Og vitanlega lenti i blóðugum orrustum og í einni þeirra féll uppáhaldssonur lians. Ef Raleigh hefði nú komið heim aftur með skip sin hlaðin gulli mundi hann líklega liafa fengið fyrirgefningu. En hann kom heim tómhentur. Og nú var engin miskunn hjá konungi. Sir Walter var settur í Tower og i þetta sinn slapp hann ekki út aftur. Pípan var eini vinur hans og félagi í fangelsinu. Fyrri frægð hans var liorfin, auður og aðmír- álstign, og vinirnir hurfu lika, bæði karlar og konur. En pipan var horium trú. Og með liana i munninum steig hann upp á af- tökupallinn. Það var í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem tóbakið fylgdi dauðadæmdum manni á höggstokkinn. En síðan liefir það verið síðasta ósk margra dauða- dæmdra að fá að reykja vindling eða pípu fyrir aftökuna. Reykjarpípan breiddist út um alla Evrópu frá Englandi og Hol- landi, en neftóbaksnautnin lagði undir sig Frakkland og Spán. Hálfri öld eftir að Hernandez kom með tóbaksjurtina frá Ame- ríku var farið að rækta tóbak á Java, í Indlandi og Persíu. Kaffi og te var margfalt lengur að komast helmingi styttri leið. Neftóbaksnotkunin breiddist mest út í Frakklandi á dögum Lúðvíks XIV. Þótti enginn mað- ur með mönnum sem ekki tók i nefið, og kvenfólkið gerði það engu síður en karlmenn. J| Jl. % % % 3 ¥ í k ' k' 3 ■3 3 3 ¥

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.