Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
lóðina. Hún átti að lesa sig niður
villivínviðinn, sem óx upp með
húsveggnum.
Vínviðurinn hafði verið í blóma
þegar hún og systir Roberts fóru
heim í sumarleyfið, þær höfðu
alltaf klifrað hann þegar þær
stálust út á nóttunni til að gera
eitthvað sem þeim var bannað.
En í sumarleyfinu hafði skóla-
stýran einhverra hluta vegna lát-
ið höggva vínviðinn, og Sylvia
hafði verið svo annars hugar, að
síðustu dagana fyrir flóttann
hafði henni aldrei hugkvæmst.að
ganga kringum húsið og athuga
hvort vínviðurinn væri þar enn.
Hún hafði enga ástæðu til ao
halda að hann væri horfinn.
Nóttina sem flýja skyldi hopp-
aði hún út um gluggann og nú
fyrst sá hún að enginn vinviður
var upp með veggnum. Og glugg-
inn var of hátt upp til þess að
hún gæti klifrað inn um hann
aftur. I fyrri næturferðum hafði
alltaf einhver verið til aðstoðar
í glugganum til að hjálpa stroku-
stelpunum þegar þær komu aft-
ur. En í þetta sinn hafði Sylvia
ekki ætlað sér að koma aftur.
Þarna sat hún nú uppi á þaki
með töskuna sína þangað til birti
af degi og allur skólalýðurinn sá
hana, og dyravörðurinn kom með
stiga og hjálpaði henni ofan.
Robert hafði beðið marga
klukkutíma — hún fékk að vita
það bréflega eftir á — en hafði
orðið að hverfa eftir á — en hafði
Sem betur fór vissi enginn að hann
beið, og hún reyndi að telja skóla-
stýrunni trú um að hún hefði
gengið í svefni.
Það var sennilega í sambandi
við þennan atburð að hugmyndin
um að hún væri eitthvað brengl-
uð fór að festa rætur í henni.
Þetta var svo fráleitt — hvort
heldur að hún hélt sér við réttu
skýringuna: að hún hefði ætlað
að strjúka til að giftast á laun,
eða þá röngu: að hún hefði geng-
ið í svefni. Auðvitað hafði skóla-
stýran orðið að skrifa foreldrum
hennar um þennan atburð, og þau
höfðu orðið bæði hrygg og reið.
En ekki gat hún gert að þó að
hún gengi í svefni. En ungar
stúlkur með heilbrigt sálarlíf
og öllum mjalla ganga ekki í
svefni. Gangi maður í svefni var
það vottur þess að einhver brengl-
un væri á sálarlífinu.
Þegar hún var komin heim til
foreldra sinna síðar, voru þau
stundum að minnast á þetta at-
vik: að Sylvia hefði húkt upp á
þaki heila nótt. Þau gerðu það
ekki til að særa hana, þau höfðu
ekki hugmynd um hve hún tók
sér það nærri að vera minnt á
þennan ógæfu atburð. Þau gerðu
það vegna þess að þeim þótti svo
vænt um hana og vildu henni svo
vel. Henni hætti því miður til að
ganga í svefn — þess vegna urðu
þau að hafa gát á henni, vernda
hana, dekra við hana, líta eftir
henni.
,,Þú manst víst þegar, þú gekkst
í svefni — Sylvia má ekki komast
í æsing — Sylvia má ekki of-
þreyta sig — þá fer hún kannske
að ganga í svefni aftur — næst
hra'parðu kannske og drepur
þig.......“
Ef til vill fundu þau til sektar
fyrir að hafa forsómað hana nær
þrettán ár af ævi hennar. Og nú
vildu þau bæta fyrir þetta, en
umhyggja þeirra var að gera út
af við hana, og hún hataði sjálfa
sig fyrir að hafa andúð á þessari
umhyggju.
Hún hafði aldrei síðar gert til-
raun til að flýja og gifta sig ‘á
laun til að eignast heimili. Nótt-
in hafði verið löng og köld og
hún hafði haft óþarflega langan
tíma til að hugsa.
Robert hafði verið afar ástfang-
inn af henni, en hún alls ekki af
honum. Hún var ástfangin af
heimili hans og systkinum — en
ekki honum. Það var rétt svo að
hún þoldi að láta hann kyssa sig,
hann hafði fengið að kyssa hana
sem borgun fyrir heimilið, sem
hún ætlaði að kaupa af honum.
Alveg eins og Clyde Stradley hafði
fengið að kyssa hana fyrir að
hann fór með hana frá Valencia
í gærkvöldi.
Hugur hennar hvarflaði aftur
út á stjörnubjarta höfðann, og
hún fann heitan, hálfopinn munn
Clydes við varirnar á sér. Mundi
hún hafa hagað sér öðru vísi við
hann, ef endurminningin um
kossa Roberts hefði ekki verið
svo óþægileg? En kossar Clydes
voru alls ekki það sama sem
kossar Roberts, sem voru eina
reynsla af kossum, sem hún hafði
haft áður.
„Sylvia, elsku barnið mitt!“
Hún hrökk upp við að hún fann
handlegg móður sinnar um axl-
irnar á sér. Jafnvel þó að sálfræð-
ingarnir vissu skýringu á því, var
það ónáttúrulegt og ljótt að hafa
andstyggð á vinarhótum móður
sinnar. Hún vissi ekki hvort var
óþægilegra — snerting móður-
handarinnar, eða hatrið gegn
sjálfri sér fyrir að hafa andstyggð
á þessari snertingu.
„Já, mamma.“
„Þú þarft ekki að gripa til ó-
sanninda þegar þú talar við hana
móður þína.“
(En móðir mín er dáin, ég fylgdi
henni til grafar!)
„Ég veit að þú hefir ekki eytt
þessum fimmtíu dollurum, sem
þú fékkst á laugardaginn. Þú
hefir blátt áfram gleymt að þú
tókst við þeim. Sylvia, hvað
gengur að þér? Veslings barnið
mitt. Okkur pabba þinum er svo
órótt út af þér. Við skulum koma
upp í herbergið þitt og leita að
peningunum. Þú hlýtur að hafa
lagt þá einhvers staðar.,“
Þeir lágu í skúffu í snyrtiborð-
inu. Fimm nýir tíu dollara seðiar.
Sylvia hafði leitað í öllum tösk-
um sínum og ekki fundið annað
en smápeninga. Loks dró móðir
hennar út skúffuna, og þar lágu
peningarnir. Sylviu rámaði ekk-
ert í að hún hefði lagt þá þar,
hún starði bara á þá og fannst
gólfið rugga undir sér.
„Okkur er svo órótt út af þér,“
sagði móðir hennar aftur. „Hugs-
um okkur ef þú færir að ganga í
svefni aftur. Finnst þér ekki sjálfri
að það væri tryggilegast að við
fengjum hjúkrunarkonu til að
vera hjá þér?“
„Hjúkrunarkonu — hjúkrun-
arkonu?“ æpti Sylvia. „Eins og
ég væri ekki ábyrg gerða minna
— eins og ég væri geðveik?“
„Hann pabbi þinn talaði við
Smith lækni hérna um daginn,“
sagði frú Riveroll og fitlaði óró-
leg við demantshringana á fingr-
unum á sér. „Læknirinn sagði að
þetta væri dálítið einkennilegt —
að þú gerðir svona — og gleymd-
ir hvað þú gerir við hlutina. Þú
ert ekki vön að fara gáleysislega
með peninga, þú gerðir það aldrei
áður. En þetta fer. að verða
ískyggilegt. Og eftir missiri verð-
ur þú myndug, svo að þú verður
að finna til ábyrgðarinnar. Smith
lækni langar til að tala við þig
— er þér verr við að heimsækja
hann og tala við hann?“
„Mamma,“ hvíslaði Sylvia.
„Heldurðu að ég s*é brjáluð?“
„Vitanlega ekki, kjáninn þinn,“
sagði frúin og varaðist að líta á
hana. „Þetta er kannske ofreysnla
— þú ættir kannske að fara í
ferðalag og reyna að hvílast.”
„Á hverju ætti ég að hafa of-
reynt mig — eftir hvað ætti ég
að hvíla mig? Fara burt — á eitt-
hvert hæli? Ég er búin að fá mig
fullsadda á hælum og stofnunum.“
„Veslingurinn, þetta liggur
þungt á okkur föður þínum, því
Framhald í næsta blaði.
ÖRLÖG UNDRABARNSINS KATHY.
Framhald af bls. 5.
verða þeir peningar ekki til neinnar
gleöi.
Bubba hefir losnað við að sýna sig.
En hann er oft í sundlauginni. Nú er
hann þar að gamni sínu. Það er alveg
nýtt. En Kathy veslingurinn fékk
aldrei að upplifa það að fá að verða
áhyggjulaust og glaðvært barn.
JAPANSKEISARI. Framh. af bls. 4.
liennar fórst í járnbrautarslysi i
Frakklandi og faðir hennar féll i
Mandsjúríu 1940.
Hallargarðurinn í Tokío er á hverj-
um morgni fullur af fólki, sem hirðir
um garðinn. Það eru sjálfboðaliðar,
þvi að keisarinn hefir ekki efni á
að halda garðyrkjumenn. En þegn-
arnir vilja til vinna að starfa ókeypis,
til að sjá höllina. Þannig er hugurinn
til keisarans. — Eina skilyrðið, sem
Japanar settu fyrir uppgjöf sumarið
1945, var að þeir fengju að halda
keisara sínum áfram.
E n d i r .
FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYND-
UM - Afgreiðsla: Bankastræti 3,
Reykjavik. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið
kemur út á föstudögum. Áskriftir greið-
ist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúla-
son. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested.
HERBERTSprent.