Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.11.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN JOAN LEWELYN OWENS: Lík börn leika best Þær elskuðu hann tvær, en aðeins önnur skildi, að hann varð að fórna dálitlu fyrir vclferð sjúklinganna. ÉR finnst þetta lubbalega gert, Sally! Ef þú kemur ekki þá verður einni dömu of fátt. Það er seint að bjóða einhverri í skarðið núna. Rödd Betu var blið og lokkandi þó að hún væri dálítið hás. Hún þóttist viss um að geta talið systur sinni hughvarf. Sally var þolinmóð óg endurtók skýringuna einu sinni enn: — Mér er gersamlega ómögulegt að koma heim í miðdegisverðinn, Beta. Það hefði kannske getað tekist ef Ro- bert ætti ekki að fara til þín líka í kvöld. En þú veist að ég verð alltaf að vera til taks að svara í símann, þegar hann er ekki heima, ef vera skyldi að hann væri kall- aður til einhvers, sem ekki þolir bið. Hann hefir enga bústýru til að svara í síma. Mér þykir þetta mjög leitt, en þú verður að kom- ast af án mín. — Þú vilt blátt áfram ekki koma, sagði Beta, — það er eitt- hvað bak við þetta. Hvers vegna geturðu ekki sagt mér eins og er? Sally heyrði að heyrnartólinu var skellt á. Hún sat við borðið með hönd undir kinn; — Að hún vildi ekki koma, þegar tækifæri var til að vera með Robert í sam- kvæmi! Þá sjaldan að hann fengi tækifæri til að sjá hana í falleg- um kjól í stað hjúkrunarkonu- sloppsins! Það var ekki oft sem hún sá hann utan skrifstofutím- ans. Svo að það var hún, sem hafði ástæðu til að vera ergileg, en ekki Beta. Hún sá í anda stofuna heima og Betu, sem mundi vera á þönum fram og aftur um gólfið, með rauðgullið hárið dansandi um axl- irnar og andlitið logandi af gremju, en það fór henni svo vel. Það var skrítið að tvær systur skyldu geta verið jafn líkar, og þó svo ólíkar. Sally var tveimur árum eldri en Beta. Hún var líka rauðhærð, en það var dekkra og sléttara og vantaði þennan fallega gljáa. En mesti munurinn á þeim var þó sá, að Sally hafði ekki lífs- þróttinn sem Beta hafði. Beta hafði ávallt heillað alla við fyrstu kynni, síðan hún var lítil. Sally hafði fljótlega vanist því að heyra fullorðna fólkið dásama þessa litlu stelpu með gljáandi hrokkið hárið, og svo reyndi það að finna eitthvað fallegt til að segja um eldri telpuna á eftir. En þótt skrítið væri hafði hún samt aldrei öfundað Betu. Hún hafði þvert á móti verið upp með sér af því að heyra yngri systur sinni hrósað, og þegar þær uxu upp fannst henni gaman að því hve piltarnir renndu hýrum augum til Betu. Sally fannst þetta ein- hvern veginn sjálfsagt. Það var ekki fyrr en Robert heillaðist af yndisþokka Betu sem Sally fann í fyrsta skipti til afbrýði. Beta var sýnistúlka — „mannequin" — og hefði þess vegna ekki þurft að gera strandhögg í hinum fámenna kunningjahóp Sally. Sally haf ði verið aðstoðarstúlka Roberts læknis síðan hann hóf starf sitt fyrir einu ári. Henni hafði fallið vel við hann frá fyrstu stundu, og von bráðar varð hún dauð-ástfangin. Þó að hann væri í sjúkravitjunum alla nóttina hummaði hann aldrei fram af sér að koma í viðtalstímann á morgn- ana eða reyna að hafa af sér gamlan og rellóttan sjúkling, sem tafði hann lengur en þörf var á. Það var auðfundið að hann hafði orðið læknir vegna þess að hann var mannvinur og vildi hjálpa öðrum — en ekki vegna þess að það væri arðsöm atvinna. Sally andvarpaði. Hvers vegna hafði hún ráðlagt Betu að fara til hans með höfuðverkinn sinn? Hvaða líkur hafði Sally í sam- keppninni við Betu, lífsglaða og heillandi? Um skeið hafði Sally þótst finna, að Robert stæði ekki á sama um hana. Þau höfðu verið saman í leikhúsi nokkrum sinnum og komist að raun um að þau höfðu líkan smekk fyrir leikrit- um. En svo kom Beta til sögunnar og hafði heimtað að fá að bjóða honum heim til þeirra — en Sally hafði aldrei haft djörfung til þess. Það átti að gera Sally léttara fyrir að bjóða honum heim, að hann var orðinn kunnugur fjölskyld- unni. En nú var það orðið augljóst að Beta leit á hann sem sína eign, að Sally dró sig í hlé. Og eitt kvöldið þegar þær voru að hátta, hafði Beta ymprað eitthvað á því, að nú yrði líklega ekki langt þang- að til hún fengi nýjan biðil. SALLY strauk ennið og rank- aði við sér aftur. Þarna lá hrúga af blöðum úr spjaldskránni fyrir framan hana, og hún átti að færa inn á þau úr kladdanum og auk þess átti hún að gera skrá yfir sjúklinga, sem áttu að koma á morgun. Robert mundi eiga annríkt á morgun úr því að hann fengi ekki tíma til að taka á móti sjúklingum í dag. Hann hafði vörð á sjúkrahúsinu, og hún bjóst ekki við að hann kæmi fyrr en seint. Hann mundi líklega fara beint af sjúkrahúsinu heim til Betu. Henni hefði nú þótt vænst um að hann kæmi við heima hjá sér og færi í smoking, en til þess varð honum ekki bifað. — Sjúklingarnir hafa minni trú á lækninum ef hann lítur út eins og hann sé að koma úr veislu, hafði hann sagt í fyrsta sinn sem Beta fann að því að hann kom í ópressuðum hversdagsfötum. Sally hugsaði angurblíð til fal- lega matseðilsins sem þær Beta og hún höfðu sett saman — sveppasúpa, soðið svinaket með grænum baunum og grænmeti og ljómandi góður rjómaís. Og svo sat hún þarna sjálf og át smurt brauð með osti, úr bréfi. Hún var nýbúin að setja kaffi- könnuna á gaslogann þegar sim- inn hringdi. Hún tók blýant og skrifaði nafn, heimilisfang og sjúkdómseinkenni. — Það fer allt vel, sagði hún hughreystandi við órólega eigin- manninn í símann. — Neville læknir er ekki við, en ég skal skila þessu til hans. Það verður varla langt þangað til hann kem- ur. Hún leit á klukkuna. Nákvæm- lega hálfátta. Veslings Robert! Nú mundi hann vera að byrja á súp- unni. En það var svo að heyra, sem sjúklingurinn gæti ekki beðið. Hún valdi númerið. Það leið dá- lítil stund þangað til Beta svaraði í símanum, og þegar hún heyrði hvað um var að vera, sagði hún stutt: — Robert getur alls ekki farið núna. Við vorum að setjast að borðinu. Ég skal segja honum af þessu þegar við höfum drukkið kaffið. Það var einkenni á Betu, að hún vildi aldrei sætta sig við að neitt mætti breyta því sem hún hafði ætlað sér. Það fór að síga í Sally. — Ég skal aldrei fyrir- gefa þér ef þú lofar mér ekki að tala við Robert undir eins, sagði hún. — Það er hann sem ákveður hvað gera skuli en ekki þú. — Jæja, þrákálfur! sagði Beta fok- reið og fór að ná í Robert. Þegar Sally heyrði dimma röddina hans þótti henni vænt um að hafa ekki látið undan. Hún las fyrir honum sjúkdómslýsinguna,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.