Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 3
F Á L K I N F 3 //Lítil stulb í lÁQum skóm Nora Brockstedt vinnur sér hylli um öll Norðurlönd l>að er kannske fyrst og fremst vegna þess, hve lág hún er í loftinu, og liæl- arnir eru þess vegna velkomin viðbót við lengdina. En hún gæti vel gengið í lágum skóm, því að ihún býr í ríkum mæli yfir þeim hversdagslega yndis- þokka stúlkunnar í lágu skónum, sem gerir liana vinsæla og eftirsótta. Þó að Nora sé ekki lengur kornung stúlka, þá var hún það einu sinni og ólst upp í Grænlandi (það er í Osló) og gekk í skóla, þar sem hún fékk að syngja nægju sína. Hún söng lika í kirkjukórnum. Faðir hennar var málarameistari og dó af slysför- um, og að skólanámi loknu ætlaði hún að vinna fyrir sér með sauma- skap. Hún fór á kvöldnámskeið og sat heima við sauma í nokkur ár, en ekki auðgaðist liún á þvi. Svo var lialdin samkeppni i söng meðal áhugamanna. Hún hafði ekki mikinn áhuga á þátttöku sjáif, en fór þó vegna veðmáls. Hún vann fyrstu verðlaun — 25 krónur — en auk þéss 50 krónur í veðmálinu. Þá kvnntist liún Oddvar Sanne, sem var i söng- fiokki Egils Monn-Iversen. Þau urðu síðan vinsælir söngvarar saman og ferðuðust um landið. Eitt sinn, þegar Nora söng á Ghat Noir, sá Einar Brockstedt liana og varð ástfanginn á augabragði. Kvöld eftir kvöld var lrann á áheyrendabekknum og sendi henni blóm. Þau voru trúlofuð i tvö ár, og giftu sig árið 1948. Þá liætti Nora að syngja opinberlega, en fór að gegna húsmóður- og móðurstörf- unum. Nökkru seinna hitti hún þó Egil Monn-Iversen á förnum vegi, og hann sagði henni á áætlunum sinum um Monn-Keys. Hún lét undan, og síðan liefir gengi hennar sem söngkonu farið dagvax- andi, fyrst með Monn-Iversen hópn- um, en siðan sém sjálfstæð söngkona, sem nýtur óvenjulegra vinsælda. Fyrir tveimur árum kom fyrsta grammófón- platan hennar, en nú eru þær orðnar tíu — það er að segja 20 lög, sem öllum hefir verið vel tekið. Já, Nora Broclcstedt er í yfirfærðri Framhald á bts. 14. Valtýr Pétursson. Voltýr Pétursson heldur mdlverkasýningu Um þessar mundir hefir Valtýr Pétursson listmálari málverkasýningu i Listamannaskálanum við góða að- sókn, og hafa allmargar myndir selst. Valtýr er sem kunnugt er snillingur í meðferð lita og sköpun forma, og ber sýningin þess óræk vitni, liver svo sem skoðun manna annars er á óhlutkenndri list, sem Valtýr hefir valið sem tjáningarform. Valtýr Pétursson kemur málverkunum fyrir í Listamannaskálanum. HEIMSMEISTARI. — Munnhörpuleik- arar hafa verið á kappmóti í Wintert- hur í Sviss. Sigurvegari og heims- meistari varð Þjóðverjinn Willy Burger, sem er búsettur í Milano. Ilann lék konsert i a-moll eftir Vi- Á MARTEINSMESSU biskups af Tours, er það siður víða að borða gæsasteik. Þó kjósa Englendingar fremur kalkún en gæs, og þessi kalkún á myndinni hlaut fyrstu verðlaun og silfurbikar á sýningu í Englandi. Nora Brockstedt við míkrófóninn. Fá lög hafa orðið vinsælli síðustu mánuðina en lögin, sem Nora Brock- stedt syngur — einkum þó „Það er litið hús út við lygnan straum“. Börn- in flykkjást að útvarpinu í óskalagá- tímum og endranær, þegar hin glað- lega hreina rödd Noru heyrist, laus við aila væmni og uppgerð, og tón- arnir snerta strengi æskunnar og lífs- gleðinnar í hjörtum fullorðna fólks- ins. Okunnugir halda, að þetta sé rödd ungrar stúlku — svona 17 eða 18 ára — og verða því forviða, þegar þeir heyra, að liún sé talsverl miklu eldri, gift og eigi sjö ára gamlan strák, Tore að nal'ni. í Noregi er Nora stundum kölluð „litla stúlkan í lágu skónum", þvi að textinn við þekktasta lagið hennar byrjar einmitt svona: „En liten pike i lave sko / en liten kvinne af kjött og blod / med friske farver av det slags som sitter fasl / de stammer ikke fra in pudderkvast ...“ Samt gengur Nora ekki í lágum skóm, en Nora saumar föt á leikbrúður sonarins. valdi á munnhörpuna sína. Enda vóg fuglinn 20 kíló.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.