Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 verða lirœddur. Enda varð æ erfiðara að stýra bátnum fram hjá l)cim. Hann stefndi á jaka. Allt í einu skaut upp svörtum haus alveg fyrir framan bátinn, og Ayranni varð að snarbeygja. Sjórinn freyddi og hreyf- illinn nmrraði. Skepnunum varð órótt við þetta og þær gerðust enn nær- göngulli. Rostungarnir komu á móti okkur i hópum og stungu sér i sömu svifum og ég hélt að þeir mundu velta bátn- um. Ég sá hvernig þeir böðuðu lircyf- unum og þutu undir bátinn. — Ayranni! hrópaði ég. — Þeir hvolfa undir okkur. — Þeir gera það aldrei, sagði hann. — Rostungar synda meðfram bátnum og Iiögga tönnunum gegnum hann, svona: rat-tatt-tatt ... Hann var orð- inn mjög æstur. Nú hringsnerist báturinn aftur. Skrúfan stóð upp úr og hreyfillinn stöðvaðist. Það munaði minnstu að ég hrykki útbyrðis og í fátinu missti ég myndavélina, en ofan i bátinn, sem betur fór. Þegar ég beygði mig eftir ihenni sá ég sex rostunga góna á mig. — Ayranni, þeir ráðast á okkur! — Skjóttu! Skjóttu! öskraði hann. — Þeir mega ekki koma nær! Hann var að reyna að koma hreyfl- inum i gang. Yið vorum komnir að jaka, en svo bar straumurinn okkur frá aftur. — Skjóttu! lirópaði hann aftur. Ég skaut. En ég var of æstur til þess að geta miðað, ég skaut út í blá- inn og blóð aftur — skaut og hlóð. Ég hitti einn rostung og hann llvarf strax. Rauð rák sást á sjónum. Ég hitti annan í bausinn, en kúlan geigaði á beininu og hrökk áfram. UMKRINGDIR. Rostungarnir voru æstir og sóttu að okkur á allar liliðar. Ég var orðinn vonlaus um björgun, en loks fór hreyfillinn að ganga aftur. Báturinn tók kipp áfram, svo að ég datt á hrammana. Við komumst út úr þvög- unni og dálítinn spöl frá hcnni, en von bráðar náðu þeir okkur aftur. Svo flýðum við upp á jaka, en þar var þá stór rostungur og kom á móti okkur. Ayranni var fljótur á sér. Mið- aði og skaut og skepnan veltist ofan af jakabrúninni og lenti á öðrum, sem var undir. Báturinn rakst á jakann svo að hrikti i honum. — Dragðu bátinn upp, hrópaði Ayranni. Ég hafði þegar gert það. Nokkrum sekúndum síðar var tveimur gulum vígtönnum hoggið í jakabrún- ina, þar sem báturinn bafði verið. Ayranni skaut eins og vitlaus maður. — Rostungurinn má ekki komast upp, sagði liann dálítið liægari. ■— Ef þeir koma deyjum við. Við höfðum víst betur þessa stund- ina. Sumir rostungarnir voru særðir og hinir fóru gætilegar. Þá hrópaði Ayranni: — — Líttu í hina áttina! Sjáðu! Ný hætta yfirvofandi. Rostungur hafði komist upp á jakabrúnina liinu megin. Ég hljóp á móti honum og skaut. Hann hengdi hausinn en sló eftir mér með hreyfanum þegar ég fór hjá. Það voru ekki nema fá'einir sentimetrar á milli okkar. Nú kom annar upp bak við mig. Ég hoppaði svo að jakkinn hristist og rostungur- inn tók bakfall ofan í sjóinn. Nú var mesta liættan iiðin hjá. Rostungarnir svömluðu kringum jak- ann og börðu sjóinn með lireyfunum. Ef þeir reyndu að komast upp á jak- ann var nóg að hlaupa á móti þeim, þá viku þeir frá. Ég kallaði til Ayranni: — Hvað eigum við nú að gera? — Bíða, sagði hann. — Bíða þangað til þeir verða rólegir. En ekki bíða lengi. Okkur rekur ... Við vorum enn fangar rostunganna þarna á litla jakanum og straumurinn og fallið bar okkur til hafs. Ayranni lét það gott heita og fór að fló einn rostunginn. Hann skar húðina frá i stórum liringum og los- aði þá varlega. Úr þessu gat hann gert sér 10—12 sterk reipi. Svo hjó liann vígtennurnar af hausnum og fór að lima skepnuna sundur. Annar rostungurinn hefir eflaust vegið 2000 pund — hinn var minni. — Við getum ekki látið danka svona Ayranni, sagði ég. — Við erum tvær mílur til hafs. Ef við leggjmn ekki af stað strax höfum við ekki nóg bensin til að komast til lands. — Við bíðum. Ekki fara strax. Þeir hafa gát á okkur. Flestir rostungarnir voru nú lagst- ir upp á jaka skammt fró. Þeir voru ókyrrir og höfðu sífellt gát á okkur. ' Flestir rostungarnir voru nú lagst- ir up[> á jaka skammt fró. Þeir voru ókyrrir og höfðu sífellt gót á okkur. — Þeir króa okkur. Setjir þú bátinn á sjóinn fara þeir i sjóinn . .. Ayranni var ekki sérlega bjartsýnn. Þegar ég sá að vök opnaðist inn til lands, sagði ég að nú yrðum við að nota tækifærið. Ég var orðinn óró- legur, vegna þess að við höfðum svo lítið bensín. ■—- Við reynum, sagði Ayranni og fór að reyna að þera ketið í bátinn. — Við getum ekki flutt þetta allt, Ayranni, sagði ég. — Báturinn ber það ekki og gengur miklu verr Iilað- inn. En sem ekta Eskimói gat hann ekki hugsað sér að skilja veiðina eftir: — Ég fer ekki frá keti og skinnum, sagði hann. Við ýttum bátnum varlega niður af skörinni. Allt var kvrrt kringum okkur. Svo fórum við um borð. En engin hreyfing hjá nágrönnunum. Jakana rak til hafs. Svo setti Ayranni hreyfilinn í gang og nú stungu rostungarnir sér strax. En báturinn gekk vel. Og með nokkr- um skotum tókst okkur að halda rost- ungunum i fjarlægð. Um þrjá kílómetra frá landi stöðv- aðist hreyfillinn. En okkur rak að landi með flóðinu. Á SELVEIÐUM. Ég liefi haft reynslu af því að flóð- ið getur verið duttlungafullt, reynslu sem*ég gleymi ekki. Það byrjaði með því að Sheeniktook kom inn i snjó- kofa til mín einn morgun og sagði: — Hundarnir engan mat. Hundarnir máttlausir! ... Svona! Hann skýrði lietta með því að hengja hausinn og láta handleggina lafa. — Við drepum sel handa liundunum, sagði hann svo. Ég gekk upp á nýpuna fyrir ofan tjaldstaðinn okkar og horfði út yfir sjóinn. Landisinn náði 3 kílómetra til hafs en mikill rekís barst að með flóðinu. ísinn liafði verið á mikilli hreyf- ingu upp á síðkastið, og hrannir og hrúgöld hlaðist upp. Við fórum með hunda og sleða fram á landísbrúnina. Þar skildi ég eftir allan hinn þyngri farangur og hrein- dýrsskinnstakkinn, þvi að það var óhægt að ganga í honum. Ég tók með mér myndavélina, byssu, vindlinga og súkkulaði. Svo skildum við. Eski- móinn Tuga fór í aðra áttina cn við Sheeniktook í hina. Við gengum nokkra klukkutima án þess að sjá nokkuð kvikt .og vorum komnir út á síðasta stóra jakann. Fyr- ir utan liann var aðeins jakahröngl og rekís. Hér var meiri opinn sjór og betri likur til að sjá sel. Og ])egar við komum upp á eina jakahrönnina sáum við digran sel liggja i sólbaði fyrir neðan liana. Við drápum selinn með einu skoti og liann vóg 600 pund. Nú var Sheeniktook ánægður. Hann taldi skynsamlegast að sækja hundana og láta þá draga bráðina til lands. Við hefðum getað gert selinn til og haft bestu bitana af honum með okkur, cn okkur vantaði liundamat og þess vegna gott að fá selinn allan. .Sheeniktook lagði stakkinn sinn yf- ir selinn svo að skinnið skyldi ekki þorna. — Ég kem bráðum með hund- ana, sagði liann. — Þú verður kyrr, ég finn sel. Og svo var hann þotinn. Ég settist á selinn og starði til hafs. Muggunni hafði létt og sólin skein og sjórinn var blár. Máfar flugu lctilega yfir mér. Á REKI TIL HAFS. Ég hafði setið nokkuð lengi og fór að furða mig á hvað hel'ði orðið af Sheeniktook. Hann liefði átt að vera Eskimóinn Ayranni. kominn fyrir löngu. En lildega hafði honum orðið leit að hundunum. — Ég blundaði. En allt í einu glaðvaknaði ég. Mér fannst ég vera á hreyfingu. Ég leit kringum mig og tók andann á lofti. Mig rak til hafs! Stóra jakann rak frá landísnum, bægt og rólega. Og hálf önnum mila til lands. Það var komið útfall og allt íshrönglið rak sömu leið og ég. Ég spratt upp og hljóp sömu leiðina sem Sheeniktook hafði farið. Ég rakti sporin hans. Ef ég kæmist ekki inn á landísinn mundi mig reka langt til hafs. Og ef jakinn bærist of langt mundi hann lenda á opnu hafi og bráðna smátt og smátt, eða rekast á aðra jaka og brotna. Ég rakti sporin um stund. Svo stansaði ég. Næsta sporið var þrjá metra undan, og vök með bláum sjó á milli! Ég leit i ofboði kringum mig. Nokkur hundruð metrum neðar nam jakinn minn við annan jaka. Ég hljóp þangað og hoppaði yfir mjóa vök — og reyndi svo að finna spor Sheeniktooks aftur. En þau vorit hvergi á þessum jaka. Kannske þeim næsta? Ég lioppaði aftur. Jú, þarna sá ég þau. Eg hugsaði ekkert um að fara gætilega núna — ég liljóp bara eins og ég komst yfir hrannir og hröngl. ísinn var enn santanhangandi að nafninu til. Ég gat stokkið yfir brest- ina og vakirnar. Hvað eftir annað týndi ég slóðinni en fann hana alltaf aftur. Það var kominn aflandsvindur. Hann var ekki sterkur, en hjálpaði þó ísrekinu til hafs. „OF HÆTTULEGT“. Ég hojtpaði ofan af hrönn og sökk í lvné þegar ég kom niður. Fleygði mér á hrammana og konist upp úr holunni. Ég staulaðist áfrant gegnum klaka- hrönglið og varð litið á áttavitann. Og allt í einu, er ég hafði brölt af jaka upp á annan, sem var hærri, kont ég auga á báða Eskimóana. Þeir stóðu uppi á jakahrönn langt undan. Ég veif- aði til þeirra og þeir veifuðu á móti. Þeir voru með hundana með sér og gengu órólegir fram og aftur. Ég settist og hélt að ])eir mundu koma til mín. En það gerðu þeir ekki. Ég stóð upp og hélt áfram. Þegar ég kom nær skildi ég hvers vegna þeir hefðu ekki komið. Það var tíu metra breið vök milli þeirra og jak- ans, sem ég stóð á. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.