Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN CHARLIE CHAPLIN III. (hdpliii hffhhor í veröi MACK SE.NNETT neri lúkurnar af ánægju yfir hinu vaxandi gengi Chaplins, en var smeykur um leið. Önnur kvikmyndafélög mundu ásælast þennan unga mann, sem var farinn að „verpa gulleggjum“. Mack Sennett liafði að vísu gert margra mánaða samning við Charlie, en þótti þó viss- ara að Jiafa gát á honum. Chaplin vissi þó ekkert af því að liann var skyggður hvar sem liann fór. Hann liélt áfram að semja leikrit, stjórna teik og æfa sín eigin hlutverk. Endur- bæta frumgerð þessa Chaplins, sem hann hafði skapað og allur heimur- inn þekkir. Hann barst lítið á, bjó í litlu gisti- húsiherbergi og lifði spart. Lagði mest af kaupi sínu í sparisjóð. Hann hélt uppteknum hætti frá Englandi og iðk- aði leikfimi og spretthlaup. Það gerir hann enn. Ein af síðustu myndunum sem hann lék fyrir Sennett var fyrsti klukku- tíma gamanleikurinn, sem gerður hefir verið. Hann hét: „Tillie í ævintýri" og Marie Dressler lék aðalhlutverkið. Chaplin hafði hvorki fjallað um hand- ritið né leikstjórnina, en leikur hans var svo frábær að flestum fannst hann „eiga myndina". Nú var enginn í vafa um að hann var mesti gamanleikari í heimi. SYD KEMUR. Meðan Charlie var að leika í þess- ari mynd kom Sidney bróðir hans til Hollywood. Hann lék þá í einu af hinum heldri leikhúsum í London. í bré'fum til hans hafði Charlie sýnt honum fram á, að miklu meiri fram- tíð væri í kvikmyndaleik en leikhúsa, enda leið ekki á löngu þangað til Syd réðst til Mack Sennett. Það voru ekki eigin hagsmunir ein- göngu, sem Syd var að hugsa um. Samningur Charlies var bráðum út- runninn og Syd hafði hug á að vera nálægt bróður sínum er hann afréði hvað gera skyldi næst — framlengja hjá Sennett eða taka öðruni tilboðum. Syd var sannfærður um að Charlie mundi fá mörg tilboð, og veitti ekki af að hafa einhvern til að ráðfæra sig við. Syd vissi ekki að Charlie var höfuð- setinn af njósnurum Mack Sennetts, svo að öðrum var bókstaflega ókleift að ná sambandi við liann. — Það voru ýms félög, sem ætluðu sér að ná i Chariie þegar hann væri laus allra mála við Sennett. En Sennett hafði einsett sér að ekkert þeirra næði í Charlie frá honum. Hann var við því búinn að verða að tvöfalda kaup Charlies — eða jafnvel þrefalda. HANN FER TIL ESSANAY FILM. En annað félag var reiðubúið til að borga Charlie tífalt kaup á við það sem Sennett hafði greitt. Og því tókst að ná tali af Charlie, þrátt fyrir alla varðhundana. Þetta var Essanay- félagið, sem hafði bækistöðvar sínar í Chicago. Það gerði út mann til Hollywood og liann réðst statisti hjá Mack Sennell. Og þannig fékk statist- inn tækifæri til að ná tali af Charlie og gera honum tilboð. Þegar Charlie kom til Mack og sagði honum frá þessu gífurlega tilboði, varð Mack orðlaus. Tólf hundruð og fimmtíu dollarar á viku voru óheyrt kaup í þá daga og ekki hægt að ætl- ast til að Charlie hafnaði því boði. Sennett bauð honum 725 dollara, en íyrir fortölur Syds hafnaði Gharlie því og réð sig til Essanay. Gharlie afréð að liann ætlaði að leggja þessa 1250 dollara fyrir óskerta og bað Essanay um 75 dollara aidía- borgun til að lifa af. Hann fékk þá. „Chaplin-tískan“ flaug eins og leift- ur um veröldina. Milljónir manna gengu með Chaplin-skegg, og blöðin voru full af teikningum af stjórnmála- mönnum og kunnum milljónamæring- um með „Chaplin-hatt“ og í Cliaplin- brókum. Chaplin var orðinn sterkasta segulstál kvikmyndanna — eða eins og gagnrýnendurnir kölluðu það: „veigamesti þáttur kvikmyndaiðnað- arins“. HÆRRA BOÐ. Þegar Chaplin hafði unnið hjá Essanay í eilt ár vildi félagið fyrir alla muni halda honum áfram. Það bauð honuni fimm þúsund dollara á viku, en Syd réð honum frá að taka boðinu. — Ég fer til New York og athuga hvort við fáum ekki neitt betra þar, sagði Syd. Gharlie var á báðum áttum. Fyrir tveimur árum, meðan hann vann hjá Karno, fékk hann 40 dollara á viku, og hefði lioppað af kæti ef einhvcr hefði boðið honum fimm þúsund doll- ara í ársiaunl Sidney vildi vera viss um að Gharlie tæki ekki tilboðinu eftir að hann væri farinn, og setti mann til að gæta hans, áður en hann fór — alveg eins og Mack Sennett hafði gert. En þegar Syd kom til New York komst hann að raun um að kvik- myndakóngarnir þar höfðu enga ágirnd á Charlie. Þeir 'höfðu frétt um hið gífurlega tilboð Essanay og ekki talið viðlit að keppa við það. Áður en varði mundu aðrir leikarar fara að heimta svona kaup, og það var ekki undir því eigandi. Þegar Charlie komst á snoðir um það sem Syd hafði gert varð liann fokvondur. Fúkyrt símskeyti flugu milli New York og Hollywood. Char- lie sagði að Syd hefði komið óorði á hann með jm að halda uppboð á honum. Ilann taldi að það hefði verið miklu réttara að taka hinu rausnarlega lil- boði Essanay þegar í stað. Ef til vill var ]rað ekki of seint ennþá. En þá komst hann að raun um að Essanay hafði farið að dæmi hinna félaganna. Gera ekki há boð, til að ögra öðrum leikurum. Sydney svaraði honum með hægð. Allt mundi falla í ljúfa löð, sagði hann, — en liann vissi ekki livernig. Hann gekk á milli kvikmyndakóng- anna, en þeir hristu allir liöfuðið. CHAPLIN SEM HLJÓM- SVEITARSTJÓRI. Svo liðu nokkrar vikur. Þá kom Syd ráð i hug. Það skaðaði ekki að reyna það, ef Charlie fengist til þess. Tónskáldið Sousa átti að halda hljómleika i „Hippodrome" í New York. Skyldi ekki vera mögulegt til að fá hann til að lofa Charlie að stjórna einu laginu? Syd fór til Sousa og sagði honum að Charlie væri tónelskur maður og kynni að leika á ýms hljóðfæri. Og úr því að hann væri orðinn heims- frægur sem kvikmyndaleikari, mundi það troðfylla tónleikahöllina að nafn hans sæist á prógramminu. Sousa strauk hökuna. Þetta var kannske reynandi. Gæti Chaplin skroppið til New York og tekið þátt í æfingunurn? Sydney sagði „já“ og sendi nýtt skeyti. Þú verður að koma. Sýna kvik- myndakóngunum að þú eigir fólltið. Fagnandi fólkshaf fyrir utan Hippodrome getur útvegað þér besta kvikmyndasamning ver- aldarsögunnar. Syd. Charlie var ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni, en símaði þó að hann skyldi gera ]>etta, og fór með fyrstu lest til New York. Undir eins og nafn hans sást á auglýsingunum, seldust aðgöngumið- arnir á svipstundu. Alll uppselt eftir tvo tíma! Kvöldið sem hljómleikarnir voru fylltust allar götur kringum Hippodromc af fólki, og lögreglan átti fullt í fangi með að hafa stjórn á múgnum. Charlie gat sér ekki mikinn orðstir sem stjórandi, en fólk var himinlif- andi yfir að sjá hann sjálfan. Og þeg- ar hann vaggaði nokkur spor á pall- inum að skilnaði, ætluðu allir vitlaus- ir að verða. TIL MUTUAL FILM CO. Daginn eftir náði Mutual sambandi við Sydney og spurði hve mikið þyrfti að borga bróður hans á viku. Sydney setti upp 10.000 dollara á viku og fékk það. Auk þess fór hann fram á 150.000 dollara í eitt skipti fyrir öll, auk vikukaupsins. Hann fékk það líka. ÖIl veröldin gapti af undrun. Þetta var hæsta kaup, sem nokkurn tíma hafði heyrst í veröldinni, og maður- inn sem átti að fá.það var ekki nema 25 ára! Það fyrsta sem Charlie gerði var að kaupa sér kynstrin öll af hálsbind- um. Og svo réð hann Sydney sem fjárhaldsmann sinn! Chaplin var nú sinn eigin herra og gat leyft sér að eyða heilum mán- Chaplin ásamt Douglas Fairbanks, Hobart Bosworth og Mary I’iekford.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.