Fálkinn - 22.02.1957, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Hnptlton m hrsddur nm konnno sínn
ÞAU SÓMA SÉR VEL. — í Afríku-
ferð sinni var Margaret prinsessa
ljósmynduð með ýmsum litprúðum
a) ríkumönnum. Siðasta daginn sem
liún var í Tanganjika var þessi mynd
tekin af henni og höfðingjanum Mare-
alle II., sem er æðsti maður Chaga-
kynstofnsins.
NÝTT NEF FIRIR SLIKK! — Sum-
ar ungu stúlkurnar í Japan eru ó-
ánægðar með nefið á sér, — finnst
þau vera of flöt — en nú geta þær
fengið fallegt Hollywoodnef fyrir lít-
ið verð. í Tokío er fegrunarlæknir,
scm gerir ekki annað en umskapa
nefið á stúlkunum og hefir hann full-
komið sýnishornasafn, sem lætur þær
velja úr. — Hér er hann að taka mál
af einni, sem vill „endurnefja" sig.
TILRÆÐIÐ MISTÓKST.. — Hæstráð-
andi Israelshersins, Moshe Dayan, er
maður, sem Arabar vilja gjarna feig-
an. Fyrir skiimmu reyndu spellvirkjar
að stúta honum með því að kasta
sprengju á bifreið hans skammt frá
Tel-Aviv. En sprengjan sprakk ekki.
Fyrir 24 árum var auglýst í Lon-
don uppboð á 300 bréfum, sem aldrei
liöfðu verið birt, frá Napoleon I. til
Marie Louise konu lians. Þau voru
frá alvarlegasta tímabili ævi lians —
frá þvi að 'bin austurríska erkiher-
togadóttir kom til Frakklands og
jiangað til þau kvöddust í Fontaine-
bleu, er keisarinn varð að fara til
Elba.
Franska ríkið varð hæstbjóðandi
í þessi bréf og voru birt og vöktu
furðu, því að þau gáfu nýja mynd af
Marie Louise. Áður hafði hún verið
híddin saklaus engill, sem hefði lent
í klónum á hrappnum Napoleon.
Þann 10. jan. 1809 lýsti klerkaráðið
í París lijónaband Napoleons og
Josepbinu ógilt. Napoleon knúði skiln-
aðinn fram til þess að geta náð sér
i aðra konu, sem hann gæti átt barn
með sem fyrst. „Ég vil giftast barn-
eignarvél," sagði hann.
En hverja átti liann að velja?
Ensku prinsessuna Charlotte Augustu?
Eða rússnesku prinsessuna Önnu Pav-
lovu? Hann valdi austurrisku erki-
hertogadótturina Marie Louise Leo-
poldinu Caroline Lucie, eina af þrett-
án börnum, sem Marie Theresia af
Bourbon-.SiciIia hafði átt- með Franz
II. af Þýskalandi og I. af Austurríki.
Hún var fædd 12. sept. 1791 og ný-
orðin 18 ára er hún giftist Napoleon.
Hún var há og grönn, fótnett og
handsmá. Daufleg til augnanna. Skelf-
ing tepruleg, göngulagið ljótt og hún
hló eins og kjáni. Þó að hún hefði
fengið gott uppeldi og talaði sex
tungur, teiknaði og málaði — kom
hún kjánalega fyrir sjónir.
Hún vissi ekkert um lifið. Uppeldi
hennar liafði verið hagað iþannig að
hún fékk aldrei að sjá karldýr, hund-
arnir, kettirnir og kanarífuglarnir
hennar voru aðeins kvenkyns. Hún
var dugleg til náms, þæg, fróm og
ósjálfstæð.
En það vissi enginn, varla hún sjálf,
að luin var vergjörn í meira lagi, og
má vera að það liafi verið arfur frá
hinni alræmdu ömmu hennar, Marie
Caroline af Neapel.
Napoleon hafði ekki verið í vafa
um að Marie Louise mundi taka sér.
Samt var hann upp með sér af þvi,
að Austurríki hafði tekið bónorði
hans vel. Honum datt ekki í hug, að
Franz keisari gerði þetta fyrst og
fremst til þess að fá betri friðar-
samninga. Napoleon iiafði aðeins
hugann við það að liann, „litli aðals-
maðurinn“ og fyrrverandi jacobíni,
ætti að tengjast elstu þjóðhöfðingja-
ætt Evrópu.
Marie Louise fór frá Wien 13. mars
1810 og var kvödd með fallbyssuskot-
um og kluknahringingum. Faðir henn-
ar og stjúpa höfðu farið til St. Polten
til að kveðja hana, en ])ar var fyrsti
gististaður liennar á ieiðinni.
Napoleon hafði staðgengil við
hjónavígsluna, þvi að sjálfur gat hann
ekki mætt. En liann fylgdist með
ferðaiagi brúður sinnar dag frá dcgi
og loks gat hann ekki á sér setið og
liélt af stað á móti henni til Courc-
elies, ásamt Murat og þar mætti hann
Maric Louise. Vagndyrum hennar var
kippt upp og holdvotur maður fleygði
sér i sætið við hliðina á henni og
kyssti hana og faðmaði. Honum fannst
hún fallegri en hann hafði haldið.
Þegar hún hafði jafnað sig eftir þenn-
an óvænta aðsúg fór hún að láta ve)
að honum og tala við hann bjagaða
frönsku.
Napoleon ók með hana tii Compi-
egne og konm þau þangað kl. 10 um
kvöldið. Þegar hann fylgdi henni til
herbergis hennar eftir miðdegisverð-
inn spurði hann: „Hvaða skipanir
hafa foreldrar yðar gefið yður?“
„Að vera yðar í öllu og hlýða yður
í öllu,“ svaraði hún. Hann tók hana
á orðinu og sendi Carole systur sina
inn til hennar til þess að fræða 'hana
um kröfur sínar. En keisarinn fór inn
i herbergi sitt, skvetti á sig ilmvatni,
fór i slobrokk og liélt síðan inn til
drottningarinnar sinnar.
Morguninn eftir sagði hann bros-
andi við herbergisþjón sinn: „Þér
ættuð að giftast þýskri stúlku, þær
eru bestu konur í heimi, þýðar og
góðar og barnalegar eins og nýjar
rósir.“
Og allt var í sjöunda himni. En
bráðlega fór að bera á afbrýði hjá
Napoieon, og hann þoldi ekki að
karlmenn kæmu þar nærri, sem konan
iians var. Hann treysti ekki.konu-
ástum, enda hafði hann kynnst mörg-
um léttúðugum konum. Hún fékk ekki
að ganga út, fara í leikhús eða taka
á móti heimsóknum nema hann væri
viðstaddur. Þegar frú Montebello var
svo hugsunarlaus að kynna einn af
frændum sínum fyrir henni, fékk hún
óþyrmilega ofanígjöf. Ekki mátti
Marie Louise hafa kennslustund í
teikningu eða tónlist nema hirðmeyj-
ar hennar væru viðstaddar. Napoleon
trúði ekki einu sinni stalimeistara
sinum fyrir henni, og þess vcgna
kenndi hann henni reiðlist sjálfur og
liljóp með hestinum hennar á sokka-
leistunum í saginu á reiðbrautinni.
Um áttaleytið að kvöldi 19. mars
1811 var öll liirðin saman komin í
svefnherbergi Marie Louise. Hún var
að eiga barn, og allir vildu sjá erf-
ingja Napoleons fæðast. Barnið kom
ekki fyrr en undir morgun, því að
fæðingin var erfið. Læknirinn hafði
sagt, að svo gæti farið, að velja yrði
um hvort skyldi iifa, móðirin eða
barnið. „Móðirin,“ sagði Napoleon.
„Það er hennar réttur." Barnið varð
sveinn, og Napoleon kallaði hann
„konunginn af Róm“.
Nú fóru erfið ár i hönd hjá N'apo-
leon Bonaparte, keisara Frakklands.
í kæfandi hitum og ofsarigningum
fer hann með her sinn óraleiðir aust-
ur í Rússland. Svo kemur veturinn
1812 og innreiðin í Moskva, sem allir
hafa flutt sig úr, og svo brennur borg-
in í þrjá daga samfleytt — eintóm
timburhús. Og siðan kemur iieimferð-
in, kuldarnir ágerast og lík hins
mikla hers eru eins og hráviði með-
fram vegunum.
Þegar hann kemur heini hefst her-
ferðin gegn Þýskalandi, 1. maí 1813,
sem gerði út um örlög keisaradæmis-
ins. Napoleon bíður ósigur i „fólk-
orrustunni" við Leipzig, missir tign-
ina 7. apríl 1913 og verður að fara
í einangrun til Elba.
Franz Austurrikiskeisari var einn
þeirra, sem hafði sagt Napoleon strið
á liendur, og er keisaradæmi Napo-
leons hrundi í rúst, sótti Franz dótt-
ur sína heim. Hann skipaði hershöfð-
ingjann Adam von Neipperg hirð-
meistara hennar, til þess að hún
skyldi gleyma Napoleon sem fyrst.
SKORAR Á UNO. — Hinn heims-
frægi danski kjarnorkuvísindamaður
Níels Bohr, hefir fyrir skömmu sent
Dag Hammarskjöld aðalritara Sam-
einuðu þjóðanna áskorun um að
reyna að bera friðarorð og bæta sam-
búðina milli þjóðanna, með því að
láta öll skipti og samningaumleitanir
fara fram með opinskárra móti, en
nú gerist.
SKAPRÍKUR HÖFÐINGI. — Habib
Burgiba, stjórnarforseti í Tunis, sem
keppir um það við soldáninn í Mar-
okkó að vera róðandi maður Norður-
Afríkulandanna, er mjög skapríkur
maður, og má sjá þess nokkur merki
af myndum þeim, sem teknar voru af
honum meðan hann var að ræða við
soldáninn nýlega. Það var eftir þenn-
an fund, er snerist um Alsírmálið, sem
franska stjórnin hætti öllum samn-
ingaumleitunum.
Ilann var hégómagjarn kvennabósi og
sagði að hún væri „yndisleg eins og
rós“. Við Metternich gamla sagði
hann: „Eftir mánuð er ég orðinn frið-
i 11 hennar og iniian skamms maður-
inn hennar."
Þetta rættist síðar. Napoleon dó á
St. Helena 5. maí 1821 og skömmu
síðar giftist Marie Louise Neipperg
og sonur þeirra, Wilhelm Albreclit
fæddist í ágúst sama ár. Eftir að
Neipperg dó giftist Marie Louise
greifanum de Bombelles. En sonur
hennar og Napoleons, „konungurinn
af Róm“ dó úr tæringu 21 árs. *