Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1957, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.02.1957, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN SSSSSSSSSSSSSWWSS? TREYST Á FREMSTA ARNA kémur hann aftur! Uss ... hvað cr að sjá þetta. Sá lætur fólkið fá eittlivað fyrir peningana, það verð ég að segja! Arnott liallaði sér út um gluggann i flugturninum, með kikinn fyrir augunum. — Þú getur reitt þig á að hann brýtur vélina í spón áður en langt um líður ... — Mér kæmi’ ekki á óvaj't þó að honum dytti eitthvað þvílikt i hug, muldraði Rogers, sem sat við rnæli- borðið með annað augað á tækjunum og hitt fest á silfurlita krilinu, sem sveif þarna hátt á lofti, milli himins og jarðar. Arnott rétti honum kikinn. — Líttu á liann! Það er piltur, sem kann að leika sér í flugvél. Rogers benti á klukkuna: — Varð- tíminn þinn er kominn ... Ef ég á að segja eins og er, þá fellur mér þetta ekki. Láttu mig vita ef hann kemur inn fyrir okkar endimörk. Þetta var í rauninni hálf óviðfelld- ið. Að stórefnis sýning skyldi fá leyfi til að setja upp tjöld og skála rétt ofan í flugvelli viðurkennds flugfé- lags, mun vera eitt af þvi, sem búast má við í frjálsu landi. Loftsiglinga- ákæðin segja, að óbyggt þriggja kíló- metra belti skuli vera kringum flug- völlinn. Og sé það í lagi virðist loft- rýmið vera frjálst. En að Magee skyldi vera þarna og fljúga smáferðir með farþega fyrir ódýrt gjald — og það skömmu eftir stysið mikla — það var eiginlcga verra en svo, að hægt væri að líða það. — Ég held að skapsmunir hans hafi aldrei verið hentugir áætlunar- flþgmanni, sagði Arnott. — Hann hefði átt að vera flugvélaprófari — það er starf handa þessum angurgöp- um frá þvi fyrir striðið. Eftir eitt cða tvö ár getur liann ... — Hann fær aldrei að fljúga áætl- unarvél framar, sagði Rogers. — Þegar rannsóknarnefndin kveður upp úrskurðinn: „flugmanninum að kenna“ — og þú hefir lifað það af — verður þú að láta duga að hneigja þig og taka þvi sem verða vill ... — Ég veit um mann, sem ekki líkar að Magee skuli vera kominn hingað, liélt Rogers áfram. — Þú átt við Stenning? — Einmitt. Rogers leit aftur á klukkuna. — Það er von á honum frá Shannon eftir nokkrar mínútur. Við vitum allir, að það var ekki tekið með silkihönskum á Magee, en að liann skuli fara að fljúga hérna rétt við nefið á Stenning ... Arnott liristi höfuðið: — Magee er ekki þannig gerður að hann komi hingað og sýni listflug til að erta Stenning, sagði liann. — Magee á ekkert útistandandi við Stenning eftir flugslysið. Og þó svo að hann ætti það — hvernig ætti hann að vita að Stenning er farinn að fljúga aftur á þessari sönm leið? í þessum svifum heyrðist róleg rödd í gjallarhorninu: — Charlie Item kallar turninn ... staddur í átta þúsund feta hæð .. . hundrað kílómetra vestur-suð-vestur, skyggni einn ... hraði sex sextán ... Rogers sló yfir sambandinu og gaf leiðbeiningarnar. Stenning kvittaði, og Magee flaug krappar beygjur yfir syningarsvæðinu. Hann var með far- þega í vélinni núna og iagði ekkert í hættu. Góður flugmaður leggur sig aldrei í hættu með farþega um borð. Magee hafði treyst á fremsta einu sinni, þegar einskis annars var kost- ur. Hommi mistókst. Það vantaði ekki nema örfáa kilómetra upp á að liann kæmist á flugvöllinn. Stenning, sem var næstur flugstjóranum að völdum, liafði lagt mikla áherslu á það eftir á í réttinum, hve áhættan hefði ver- ið mikil. En Magee var flugstjóri, og hann réði. Hann hafði vikið af stefnu- línunni og brotið í bág við ströng ákvæði. Flugvélin — Constellation — lenti i Atlantsliafinu, 150 kilómetra frá stefnulínunni. Flugvélin sökk, með slýrið fyrst, og Magee og Stenning voru þeir einu sem björguðust. MAGEE tók krappa lendingarbeygju. Nú sást „stratocruiser" Stennings yfir skýjaklökkunum í fjarska. í þessu augnabliki sýndust báðar flug- vélarnar álíka stórar. — Stenning mun aðeins ætla að tcka bensín hérna? spurði Arnott. — Já, hann stendur við í fjörutíu og fimm mínútur. Þeir höfðu sætaskipti við eftirlits- horðið i sama bili og Stenning bað um lendingarleyfi. Arnott renndi aug- unum um sjóndeildarliringinn og eftir auðurn flugbrautunum. Svo gaf hann fhigvélinni venjulegar fyrirskipanir. Það drundi í hreyflunum í kvöld- kyrrðinni er stóra flugvélin byrjaði hringsólið fyrir 'lendinguna. Magee var að lenda á ný á sýningarsvæðinu. Allt í einu fór Arnott að lilæja. —■ Það er svo að sjá, sem við fáuni hefð- argesti í dag, sagði hann og benti út. Þar stóð sir Fulton forstjóri í hers- höfðingjastellingum og ýmsir af for- ustumönnum félagsins kringum hann. Rogers tók kíkinn aftur: — Ég býst við að Fulton liafi fengið bend- ingu um að það sé Magee, sem er að steypa sér kollhnýsa þarna, sagði hann. — Og nú ætla burgeisarnir að hafa gát á að allt fari fram eftir for- skrift. Stóra flugvélin var að lækka flug- ið. Rogers horfði á hana í kíkinum: — Ég vona að Stenning sýni þeim fyrirmyndar rjómalendingu, sagði hann — og þagnaði svo allt í einu. Arnott leit upp og starði á Rpgers. — Hvað er að? spurði hann. — Það er eittlivað að hjá honum, hrópaði Rogers. — Lendirigarhjólið ... það hefir ekki gengið almennilega niður ... annað hjólið veit skáhalt aftur ... nei, hann kemur þvi ekki legnra fram ... Stöðvaðu hann! sagði hann hvasst. — Láttu hann hækka sig aftur. Fljótt! Arnott var fljótur að gegna. — Turninn til Charlie Item ... áríðandi boð . .. hækka upp í þrjú þúsund ... undir eins ... athugaðu hjólin ... sendu skýrslu____ Hann hljóp út að glugganum og þeir stóðu báðir og góndu með opinn munninn. Hægra hjólið var komið niður, og eins og það átti að vera. En vinstra hjólið stóð aftur, eins og skástífa. — Ætli vélvirkinn hans hafi sofn- að? sagði Arnott æstur. Stenning gcrði margar tilraunir með hjólin, en aðeins það hægra lét að stjórn. Nú var röddin hærri er hann kom i há- talarann: — Charlie Item til turnsins: Virk- inn segir vinstra hjólið ekki láta að stjórn. Enn ófundið hvað veldur. — Best að láta flugvallarstjórnina vita! Rogers var kominn hálfa leið út úr dyrunum. — Láttu hann fljúga nokkra hringi áfram. NIÐRI á vellinum sáu allir að eitt- hvað var að. Fólk þyrptist saman. Þegar Rogers kom hlaupandi inn aft- ur, og Fulton forstjóri með honum, heyrðist rödd Stennings aftur: — Charlie Item til turnsins . .. Vélvirkinn hefir ekki enn fundið bil- unina ... hann heldur að hún stafi af slitnum streng allir rafalar virð- ast vera í lagi . . . yfir. — Turninn til Charles Item: — Er hægt að lagfæra þetta? Yfir. Dauðaþögn var í stöðinni. Elckert heyrðist nema dynurinn i hreyflun- um. Svo kom svarið sem allir ótt- uðust: — Charlie Item til turnsins ... Vél- virkinn tilkynnir rafstrengsslit ... sem marga klukutíma þarf til að lag- færa ... Bíð nánari fyrirskipana ... Yfir. Sir Fulton Myer rauf þögnina, sem nú varð. Honum mun liafa fundist það skylda sín, sem æðsla manns fé- lagsins — þó að hann hefði ekki neitt nýtt að leggja til málanna: — Hafið slysavarnaliðið til taks. Biðjið flugstjórann að lialda tilraun- unum áfram. Spyrjið hve mikið elds- neyti þeir hafi. Hver er annars flug- stjórinn? — Stenning, svaraði Rogers. — Stenning? Er það mögulegt? — Það er ég hræddur um, sir, seg- ir Arnott. — Annars nokkuð? Forstjórinn hristi höfuðið. Arnott fór að senda boðin. Allir þarna inni stóðu á öndinni. Öllum var ljóst, að enginn gat lent þessari stóru vél á öðru hjólinu. Og ekki var Iieldur hættandi á magalendingu, úr því að ekki var hægt að draga bæði hjólin inn. Hér blasti vandi við fyrir aug- ur.um á þeim — og fyrir honum liafði ekki verið gert ráð í reglugerðinni. Hin ólijákvæmilega brotlending nálg- aðist óðum ... Charlie Item til turnsins .. . heyrð- ist köld rödd segja. — Hefi bensín til tuttugu og fimm mínútna ... tæpast nokkur von um hjólin en held áfram samkvæmt fyr- irmælum ... Ærandi drunurnar í hreyflunum dvínuðu er flugvélin fjarlægðist. Eng- inn rauf þögnina sem á eftir kom — þangað til nýtt hljóð kom: frá litlum flughreyfli. — Hver skratlinn er nú þetta ... ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.