Fálkinn - 22.02.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
N Ý FRAMHALDSSAGA:
,/Undir stjörnum Pnrísnr"
Næst því að verða kvikmyndadís finnst ýmsum ungum stúlkum
eftirsóknarverðast að verða „foto-model“ eða „mannequin“ hjá
frægum kventískuhúsum, eða „sýnistúlka". Klæðast dýrindis ný-
tískukjólum og koma fram á tískusýningum og vekja á sér eftirtekt
áhorfendanna. Það er leiklist út af fyrir sig, að gera þetta svo vel
sé. Og þessar stúlkur fá oft að sjá myndir af sér í blöðunum, fal-
legar og „flatteraðar“ myndir, ekki síður en kvikmyndadísirnar.
En hvernig er líf þessara stúlkna bak við tjöldin? Sagan sem
hefst í næsta blaði gefur góðar upplýsingar um það, því að hún
gerist aðallega í frægu tískuhúsi í Paris. Það er ekki eintóm sæla
að vera sýnistúlka á slíkum stað, starfið reynir á taugarnar, og oft
er rígur og öfund milli stúlknanna, því að allar langar til að
verða mestar.
Sagan segir frá ungri, efnalausri sænskri stúlku, sem hefir farið
frá föður sinum ór hann kvæntist í annað sinn konu, sem dóttur-
inni, Agnetu, fellur ekki við. Hún fer til Parísar og ætlar að freista
gæfunnar þar. Og forlögin eru henni hagstæð. Fyrir einbera til-
viljun fær hún stöðu á tískuhúsi. Og nú byrjar barátta hennar
fyrir lífinu.
Sagan, sem er eftir Mary Burchell, er ágætlega vel sögð. Hún
vekur andúð og samúð lesandans á fólkinu, sem kemur þar fram,
og um sumar persónurnar er það svo, að lesandinn er í vafa um
hvort hann á að vera með þeim eða móti.
Það þarf ekki að minna nokkurn lesanda, sem byrjar á þessari
sögu, á að láta ekkert blað falla úr! Hann athugar það sjálfur!
SÚ ER „KÖLD“. — Eleonore Gunt-
her heitir þessi 18 ára Vínarstúlka,
scm vekur mikla athygli í London.
Hún kann að halda jafnvæginu, stúlk-
an sú. Hér sést hún standa á ann-
arri hendi á staf uppi á þakinu á
Prince of Wales-leikhúsinu í London.
All'red Jones fór fram á hjónaskiln-
að vegna þess að hann komst að því
að konan var honum ótrú og átti vin-
gott við húsvörðinn. I réttinum sagði
Jones, að grunur hefði vaknað hjá
sér um að ekki væri allt með felldu,
cr konan hans spurði liann upp úr
þurru livort maður sem gengi með
tréfót mundi eignast börn með tréfót.
En Wolfc húsvörður var með tréfót
og nú fór Jones að leggja tvo og tvo
saman. Og svo eignaðist frú Jones
barn. Það var nauðalikt Wolfe hús-
verði, en þó ekki með tréfót.
Porfirio Rubirosa hefir sett met að
því er amerikublöðin segja. Hann
hefir ekki gefið tilefni til að láta
minnast á sig í finnn vikur. En svo
rauf hann þögnina og tilkynnti, að
nú ætlaði hann sér að giftast frú
Messmore Iíandall, sem að vísu er
ekki skilin ennþá. Ef úr þessu verð-
ur þá verður l)etta ellefta lijónaband
þessa fræga Casanova nútímans.
VICHY-HERSHÖFÐINGI FYRIR
RÉTTI.
Mólaferli standa nú yfir í Paris gegn
hinum áttræða hershöfðingja Augustc
Nogues, sem var stjórnarfulltrúi í
Marokko þegar Vichy-stjórnin sat í
Frakklandi og fyrirskipaði að skjóta
á bandamCnn er þeir gengu í land í
Norður-Afríku 1942. Ilershöfðinginn
flýði til Portúgal en var dæmdur í
20 ára fangelsi fjarverandi, árið 1947
af hæstarétti Frakka. Árið 1954 kom
hann til Frakklands og hefir leikið
lausum hala þangað til nú.
ÚR ANNÁLUM — 7.
Hjaltastaðarfjandinn
Fyrir austan þóttust menn hafa séð
orminn i Lagarfljóti í þrem hlykkj-
um, hvörja að stærð sem sexærings-
skip ,en þó slíkar fréttir hafi oft áð-
ui verið talaðar, jafnvel i annál
skrifaðar, er ei mikið þar upp á að
byggja.
Miklu nýstárlegra var annar til-
burður, sem skrifaður var að austan
úr Fljótsdalshéraði sama vor og so
er hljóðandi: Á Hjaltastað í Útmanna-
sveit lieyrðist ein ósýnileg rödd um
alla langaföstu, talandi altið islenszku
máli og var oftast nálæg kerlingu
einni, sem hét Opía, og dóttur prests-
ins á staðnum, talandi við þær um
ýmsa hluti og stundum glettyrði, en
sagði þó ei fyrir óorðna hluti nema
so sem gestakomu. Ekkert mannlegt
eðli hafði þessi persóna (ef svo má
kalla), hvorki eta né sofa, ekki að
sjást né þreifast. Grjóti kastaði hann
á menn stundum. Þó fékk enginn
skaða af því, heldur heyrðist þytur-
inn sem vindur á pappír. Talað er
liann finnist stundum so köld ullar-
hrúga. Einu sinni reið sýslumaður-
inn Wium og síra Grímur Bessason
báðir til hans og vildu fá tal af hon-
um, hvað þeir strax á lilaðið heim
komnir fengu, sáu ekkert en heyrðu
röddina sem aðrir. Skipaði prestur
hönum að lesa „Faðir vor“ í móður-
máli, hvað hann að sönnu tvisvar
gjörði, en skildi þó nokkuð eftir. í
þriðja sinni tas hann það allt. Prest-
urinn sagði: „Lestu rétt, bölvaður."
Ilöddin eða andinn svaraði: „Ekki
þarftu að mæða þig i að bölva mér.
Eg blif við það, sem ég var i upp-
hafi.“ Þar til spurði presturinn: „Hvað
varstu í upphafi?" Röddin svarar:
,.Ég var kallaður höggormur fyrst.“
Prestur spyr: „Hvað heitirðu nú?“
Ilinn svarar: „Djöfull eða andskoti."
Sýslumaður Wíum sagði: „Viltu ekki
glíma?“ Svar: „Ekki nema þú sért
her og farir af fötunum." „Þá glími
ég ekki við þig,“ sagði Wium. Hafði
nefndur andi skrípatal og brígzlyrði
við Wium og aðra nærstadda. Hvarf
liessi vættur með páskum. Fleiri
kringumstæður og frásagnir bárust af
þessum gesti, sem oflangt er að telja.
En eg, sem nú skrifa ])etta, hef tveim
sinnum talað nákvæmlega við sýslu-
mann Wium um þennan tilburð, og
ber honurn saman i öllu við það, sem
skrifað er og af öðrum sagt. Þar að
auki hafa hinir sýslumenn i Múla-
sýslu, bæði Þorsteinn Sigurðsson og
Pétur, sonur hans, báðir skrifað í
bréfum til vina og náunga sinna i
aðra landsfjórðunga um þetta spög-
cise, so scm einn vissan og alkenndan
tilburð í þeirra liéraði, hvar fyrir
mér þykir óréttur gjör slikum mönn-
um, ef nokkur vill taka þeirra orð
upp fyrir heimsku og ósannindi.
í Ölfusvatnsannál er frásögnin af
þessum „illa anda“, sem þó hefir
verið talsvert spaugsamur, miklu
lcngri og samtalið við prestinn itar-
lcgra. Og í þessari sunnlensku frá-
sögn er kominn viðauki, því að nú
segir draugurinn frá uppruna sinum
á þessa leið:
„Ég er fæddur af foreldrum sem
aðrir menn, en i uppvexti hataði ég
jafnan hið góða ,en lét mér það vonda
ailkært vera. Foreldrar mínir vildu
mig leiðrétta, en ég hafnaði þeirra
áminningum. En er þau komu til
vegar við mig, sögðu þau það presti
mínum. Hann talaði fyrir mér af guðs
orði og vildi leiða mig á sáluhjálpar-
veginn.“ Þessum góðu áminningum
sagðist andinn ekki gegnt hafa, þvi
sig hefði gilt einu að fara til helvítis.
Svo sagðist liann hafa orðið 18 vetra
og þá eitt sinn róið á sjó með öðrum
raönnum, en skipið hefði forgengið
af vindi, svo allir hefði þar af dáið.
„F.n er ég,“ sagði hann, „heyrði mína
lagsmenn í þeirra andlúti biðja sér
guð til hjálpar og miskunnar, vildi
ég þá fyrst gjöra slíkt hið sama, en
sá gamli guð ... vildi þá ekki lengur
bíða eftir minni iðran, né gefa mér
stund til hennar. Því kom djöfullinn
strax og sótti sálu mína. Þar eftir
rak mig upp á fjöru og var ég graf-
inn í Refsstaðarkirkju (í Vopnafirði).
Skömmu þar eftir var ég þaðan upp-
vakinn og liingað sendur, en get ei
framkvæmt erindið að þessu sinni,
því mér er þess varnað ...“
Hrafnagilsannáll segir þannig frá
viðskilnaði Wiums sýslumanns og
draugsins, eftir að Wium hafði boðið
honum í glímu, en draugsi neitaði að
glima við hann nema hann væri alls-
nakinn.
„En þá hann og Wium sýslumaðúr
skildu, sletti spögelsið rekkjuvoð um
höfuð honum og kvað vera rekkju-
voð Opiu sinnar. Ei sagðist hann mega
koma í kirkju, sér væri það bann-
að. Þetta spögelsi lét sig heyra frá
jolum til páska, en er teið undir pásk-
ana kvaðst hann ei mega vera lcng-
ur heiman að, svo hann væri lieima
um hátíðina, og sagði, hvert messu-
upphafið væri lijá sér, fór þá með
argasta klámkvæði. Við prestinn, sira
Jón Oddsson, vildi hann ekkert sýsla,
nema hvað liann sagðist hafa verið
að gera að glergluggum hans, og vorn
þeir þá brotnir, er til var komið. Við
prestsdótturina skemmti liann sér, en
ei fékk hún neitt illt þaraf, því hún
foragtaði hans læti. Hann kVaðst vera
afturganga og hafa drukknað i Mjóa-
firði fyrir 18 árum .. .“
„Heila bóksögu má hér af gjöra,
en þetta verður að duga um sinn,“
segir annálshöfundurinn, Þorsteinn
prófastur Ketilsson að lokum, en
lieldur svo áfram skrifi sínu, með
frásögn af draugnum á Skarðströnd,
sem laug að fólki i hálfsvefni, að hann
væri sendur af sjálfum prestinum.
En i Ketilsstaðaannál, rituðum af
Pétri sýslumanni Þorsteinssyni, sem
var þrítugur er Hjaltastaðarfjandinn
var á ferðinni, og búsettur eigi tangt
frú leiksviði hans, stendur aðeins
þetta:
„... Þá þóttust menn sjá ýmsar
sjónir í Lagarfljóti og draug þann á
Hjaltastað, ef mikið var af gjört, hvað
flestir liéldu þó, að manna spaug ver-
ið hefði.“
Ætli Pétur sýslumaður eigi ekki
kollgútuna. Menn „þykjast“ sjá vatna-
skrýmsli og Þverárskötur enn i dag,
og sönmleiðis tíðkast það „manna
spaug" ennþá, að vekja draugagang
og leika drauginn sjálfir. Það er ekki
langt síðan sýslumaður einn á Norð-
urlandi kvað einn slikan draug niður
— fyrir rétti! *