Fálkinn - 12.04.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
úr vasanum og hellti litarvökva í
sjóinn, svo að hægara yrði að sjá hvar
ég væri. Snúrurnar i fallhlífinni höfðu
undist saman. Skyldu ])eir finna mig
áSur en fallhlífin sykki og drægi mig
iiiður með sér'?
Ég var að luigsa um Gil. Mundi
hann sjá mig úr flugvélinni? Ég frétti
seinna, að eitthvað ólag hefði orðið
á vinstri vængnunl. Það var eiginlega
kraftaverk að flugmaðurinn skyldi
gc-ta haldið véiinni í svona mikilli
hæð, þessar mínútur, sem ég var að
húa mig undir stökkið.
Loksins kom bátur. En nú var að
innbyrða mig! Þeir urðu að taka á
kröftunum, þessir þrír, sem voru um
borð. Auk þeirra 57 kilóa, sem ég veg
sjálf, var útbúnaðurinn á mér 35 kiló,
og svo voru öll fötin rennandi blaut
og þess vegna þyngri. Og ekki gat ég
hjálpað neitt til sjálf.
Loksins var ég komin upp í bátinn.
Eg iagðist niður í kjalsogið eins og
flakandi túða, og nú fóru krampa-
kippir um mig alla. Næst var að kom-
ast úr ytri fötunum. Þrír karlmenn
að afktæða einn kvenmann — maður
skyldi ætla að það væri hægðarleik-
ur! En þeir voru lengi að þvi. Þegar
þeir komu að. bláu tangbrókunum gaf
ég þeim merki um að þeir skyldu
hætta. Og mér sýndist þeim létta
við það.
„GKÁTTU EKKI, ÉG
ER EKKI DAUÐ.é
Þegar ég kom til Rio var mér fagn-
að eins og sigurvegara. Ég stóð í bátn-
um og yfir haúsnum á mér sveimaði
þyrilflugá og flugvél. Og fjöldi fólks
hafði safnast saman í fjörunni. Fóik-
ið hafði frétt um metið og var himin-
lifandi af fögnuði. Ég var föðnmð og
kreistar hendurnar á mér, og fólk
olnbogaði sig að mér til að fá að
þukla á fötunum mínum og fallhlíf-
inni. Frönsk vinkona mínj Döminique
Martin blaðamaður, var svo hrærð að
hún hágrét.
— Gráttu ekki, sagði ég. — Þetta
er búið. Og ég er ekki dauð.
Ég lagðist endilöng upjo í rúm þeg-
ar ég kom inn i herbergið mitt á gisti-
búsinu. Þar voru margir fyrir, meðal
annarra læknirinn, sem hafði skoðað
mig áður en ég lagði i ferðina. Hann
tók upp tækin sín og rannsakaði mig
vel og lengi. Svo liorfði hann á mig
og sagði fastmæltur: — Þér eruð ekki
venjulegur kvenmaður. Þér eruð vél!
Blóðþrýstingurinn er nákvæmlega sá
sami sem hann var í morgun.
En það blæddi enn úr eyranu á
mér, og ég fékk bráðum að finna
að ég var mjög þreytt. Ég lá grafkyrr
í 24 «tíma, án þess að geta lyi't liend-
inni.
Þegar Gil kom inn baridaði hann
hinu fólkinu frá, faðmaði mig að sér
og grét. Hann virtist hafa elst um tíu
ár. Andlitið tært og augun dimm al'
kvíða.
Ég frétti seinna, að um leið og ég
fleygði mér út hefði liann fallið á
kné og beðið l'yrir mér.
E n d i r .
Bóksölumaður seldi á hálftima G3
eintök af bókinni ..Listin að dáleiða“
starfsfólkinu í stóru vöruhúsi i
Boston. Hann taldi sjálfur ástæðurn-
ar til þessarar góðu sölu væri að leita
í G. kafla bókarinriar, sem hét: „List-
in að láta forstjórann standa á öðrum
fæti á miðju gólfi og reka út úr sér
tunguna."
Vegiitit Didric vnit MynAen
í Fitjaannál segir itarlega frá yfir-
gangi þeim, sem Ögmundur biskup
varð fyrir á siðustu árum sínum, af
hálfu liinna dönsku yfirvalda. í frá-
sögninni árið.1539 segir svo:
Þá ríkti biskup Ögmundur í Skál-
holti, og var ]iá ellimóður og sjón-
laus. Inntók Didrich van Mynden
með mannfjölda Viðeyjarklaustur.
Alexíus var þá riðinn í fardaga, er
þar var ábóti. Um haustið kom Did-
rich í Skálholt frá Bessástöðum við
9. eða 10. mann. Hann setti tjald sitt
fyrir innan portið við timburstofuna.
Ekki fann hann biskupinn um kveld-
ið, en honum var veitt öl og matur,
sem hann vildi, og hans ínönnum. Að
morgni eftir fann hann biskupinn,
og 'þá töluðust þeir við. Biskup spurði
því hann vildi hafa þessar tiltekjur
(þvi Didrich liafði ásett sér i þeirri
ferð að ríða austur á klaustrin,
Þykkvabæ og Kirkjubæ og taka þau),
en Didrich svaraði fáu og illu þar
til, kallaði hann blinda biskup,
hundspott, og önnur skemmtileg orð
gaf hann lionum. Biskupinn sagði
hann skyldi hafa sig burtu þaðan, því
hann vildi ekki láta neitt vont gera
lionum, en hann sæi ]jað sjálfur, að
hann réði ekki við sitt fólk, af því
hann væri sjónlaus, og skyldi Did-
ricli fá upp á veginn, hvað hann vildi:
vín, mjöð og bjór, og það í fæðu, sem
hann vildi. En Didrich gaf því enga
vakt, og með það sat hann þar þann
dag. En að morgni eftir, sem var
Laurentiusmes.su sjálfa (10. ágúst),
hafði ráðsmaðurinn (hvcr að hét séra
Jón Héðinsson og bjó í Hruna), látið
kalla staðarins landseta liehn úr ná-
lægum sveitum, af Skeiðum og Gríms-
nesi, sem liann vissi hraustasta, og
hvern með sitt vopn og verju. En
Didrich og hans fylgjarar drekka í
timburstofunni. Ilinum iét ráðsmað
urinn og gefa að drekka, áður en þeir
gengu upp að stofunni. En er Didrich
sá, hvað um var, út um gluggann, ætl-
aði hann að drepa prestinn séra Björn
Ólafsson, sem þjónaði fyrir borðinu,
og hinn annan, sem hjá honum var.
Þeir flúðu, en Didrich og þeir með
honum voru lokuðu aftur stofunni
ramlega. Ólafur Ingimundarson liét
hestamaður Didrichs, hann fór úr
stofunni og mætti hinum fram i göng-
unum fyrir framan sjálfar dyrnar, og
sagði þá: Lofið mér liðugan gang,
bræður góðir, þvi ég er íslenskur,
eins og þér. Einn ansaði honum aft-
ur og sagði: Þú hefur mörgu fyrir
þá og með þeim stoiið, og lengi verið
þeirra lagsmaður og fylgt þeim lif-
aridi, því máttu fylgja þeim dauður.
Svo var lagt í gegnum hann af þess-
um manni. Eftir það komu þeir að
timburstofunni; voru þá læstar hurð-
irnar, svo þeir dönsku máttu eigi í
burt komast né heldur hinir inn. Því
tóku þeir íslensku það til ráðs, að
einn maður, sem hét Sveinn Þor-
steinsson, búandi á Bíldsfelli, tók svo
stóran stein, að tveir óvaldir höfðu
nóg að bera hann, og molaði í sundur
hurðina og með það konmst þeir inn
i stofuna. Þar voru sérdeilis 4 til-
greindir, sem framgjarnastir hefðu
verið. Það var ráðamaður frá Hömr-
um; hann hét Jón Snorrason, og
vinnumaður þaðan, sá liét Núpur,
hvern þeir dönsku höfðu barið áður
um vorið fyrir syðra. Þriðji var Ög-
inundur bryti. Fjórði var kallaður
Jón Sigurðsson; hann var frá Gröf
í Grímsnesi. En hver að sérhverjum
yarð að bana, vita menn nú ei gerla,
utan Jón refur varð Didrich að bana,
eftir því sem hann sjálfur sagði iriér
frá (segir séra Jón, sá þetta hefir
samanskrifað). Hann hafði lensu í
hendinni, en Didricli liafði varið sig
með diskunum og stikkhnifum, svo
Jón vann ekki á hann fyr en hann
tók það ráð, að hann krækti lensunni
aftur fyrir herðarnar á honum, og
kippti honum svo fram á gólfið fyrir
fætur sér. Hann rak síðan lensu-
skaftið út um gluggann og kom laginu
fyrir, og rak svo millum herðanna og
gegnum hann, og sagði að hann skyldi
nú liælast um, að hann skyldi vinna
allt ísland við sjöunda mann. Og með
þviliku móti voru þeir allir i hel
slegnir, nema smásveinn Didriclis;
liann var eftir, 12 vetra gamall. Hann
hafði smogið inn í stólana undir borð-
inu. Sveinn vildi drepa hann, og sagði
liann mundi koma þeiin að óliði, ef
hann lifði, en Jón vildi ekki drepa
hann, því hann væri ungur og lika
saklaus, og sá sami Jakob var locatur
á dögurii herra Marteins, þá Ólafur
skólameistari drukknaði í Brúará.
Eftir það drógu þeir þá alla út fyrir
og köstuðu þeim i eina dys. Er það
var afstaðið voru þeir allir dregnir
og reiddir austur í Söðlahól og dysj-
aðir þar með söðlum og hestum,
liverjir í hel grýttir voru, en færðu
þá af mestum fötuni, og tólui það þeir
átti og skiftu þvi með sér, en sumir
vildu ekki liafa þar neitt með eða
ítf því. En Pétur Spons og annar með
honum, sá hét Hans Witt, voru drepn-
ir í Hruna, því þeir voru í selskap
með þeiin og í ráðum, athöfnum og
óguðlegum verkum að ræna og stela,
siá menn, berja og skemrna. Pétur
Spons, sem sagður var mestur skálk-
ur þeirra allra og Hans með Didrich
og lians fylgjurum, sem drepnir voru,
alls 10 eður 11, Þeir i Hruna voru
drepnir 3 dögum eftir Laurenti-
messu.
Það er mælt áður en þeir voru
slegnir í Skálholti, ]iá liafi þeir taiast
við í hljóðmæium biskup Ögmundur
og ráðsmaðurinn séra Jón, svo enginn
skyidi heyrt hafa, nerna þá þeir hættu
skrafinu og séra Jón gekk í burtu, þá
skyldi biskupinn sagt hafa: Þú ræð-
ur þinum verkum, séra Jón Héðins-
son. Þó vildu D.anskir kenna biskup
Ögmundi um manndráp þessi. Á sama
hausti, vel hálfum mánuði siðar, læt-
ur bóndinn Jón Björnsson dóm
ganga, í umboði Erlends Þorvarðs-
sonar iögmanns sunnan og austan á
íslandi, í hverjum dómi þeir dæma
Didrich van Mynden og hans fylgj-
ara óbótamenn, og þann og þá alla
saklausa, er hann og hans fylgjara
liafa í hel slegið, fyri.r rán og ólög-
legar og óguðlegar aðtektir, sem
greindur Didrich hafi í frammi haft,
liæði með orðum og verkum. Þetta
eru þær sérlegustu sakir, sem í dóm-
inn eru innfærðar: Fyrst, að Ilidrich
van Mynden og Kort Hrafn hefðu
rænt og gripið frá biskupinum 2
hundr. lýpsk núirk í gulli og silfri,
fyrir utan allan heimild. Það annað,
að hann hefði gripið og rænt frá. bisk-
upinum 4 nautum gömlum, af Halla-
vöilum, einnihn frá öðrum mönnum.
Það þriðja, að hann liefði látið stinga
kirkjuna og biskupsins ióð í Grinda-
vík, og látið þar byggja hús á móti
biskupsins og lians umboðsmanns
vilja. í fjórða máta, að liann hefði
tckið G jarðir niður við Sund, þær
biskupi tilhéyrðu, fyrir utan bísk-
upsiris vilja. Item i fimta máta, að
Didrich hefði talað ilia við biskup-
inn og kallað hann hundabrivara Og
önnur jafnskenimtileg. orð. í þessuin
dómi hafa verið þeir bestu menn, er
þá voru: Páll Vigfússon, er síðar
varð lögmaður, Daði Guðmundsson
og Sæmundur Eiriksson í Ási, með \
fleirum öðrum vildarmönnum. *
Barón L. lenti eftir veisluna úti á
Lidarön, þótt liann ætti heirna á
Kungshoimen. Undir morgun dettur
hann kylliflatur á hálku, svo að fini
frakkinn hans atast allur úr sagi.
Kolur gamli, sem er kominn á kreik,
hjálpar baróninum á fætur, tekur eft-
ir saginu á öxlinni á lionum og segir:
— Aumingja maðurinn, skelfing er
að sjá þetta! Hefirðu fengið heila-
blóðfall?
— Hvað tekur þú við svefnleysinu,
Bárður?
— Svenskt púns og dom-likjör.
— Og geturðu sofnað af þvi?
— Nei, nei. En það gerir vökuna
miklu skemmtilegri.
Það bar við í Frakklandi að heitt-
elskuð eiginkona andaðist. Við jarðar-
förina vildi svo til að friðiil hennar
sat hjá manninum hennar i kirkjunni.
Friðillinn grét eins og barn. Ekkill-
inn sneri sér að honum, klappaði á
öxlina á honum og hvíslaði: — Þú
skalt ekki taka þetta svona nærri þér,
Marcel. Hver veit nema ég giftist
aftur!
Hugsaðu þér kona. í næstu viku
verður haiastjarna sýnileg á nótt-
inni ...
— Þú færð ekki neinn útidyralykil
til að eltast við hana.