Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Qupperneq 3

Fálkinn - 24.05.1957, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 SAMNORRÆNA SUNDKEPPNIN Þriðja samnorræna sundkeppnin hófst 15. mai siðastliðinn og stend- ur til 15. september. Keppt verður á 200 metra vega- lengd og frjálst val um sundaðferð. Ekkert aldurstakmark er og enginn lágmarkstími. Keppt verður sam- kvæmt þeirri aðferð, að þátttökutöl- urnar 1951 og 1954 skulu lagðar sam- an og deilast með tölunni 2. Sú tala, sem þá kemur lit, skal verða jöfnun- artala ke'ppninnar 1957, og sigrar sú þjóð, sem liækkar mest þátttöku sína, miðað við þá tölu. Keppt verður um bikar, sem forseti Finnlands gefur. Eftir sigur íslands í samnorrænu sundkeppninni árið 1951, þar sem 25% af íbúum íslands syntu, en þátt- taka ihinna þjóðanna var: Finnlands riálægt 6%, Danmerkur 2,5%, Noregs 1% og Svíþjóðar 2%, hefir ekki tek- ist að finna þann keppnisgrundvöll, sem ísland gæti sætt sig við annars vegar og hins vegar hinar N'orður- landaþjóðirnar fjórar. Innbyrðis eiga hinar Norðurlandaþjóðirnar rnjög auðvelt með að finna grundvöll fyrir keppninni, en öðru máli er að gegna með ísland, sem hefir algera sérstöðu í þessu efni. Norræna sundþingið í Slokkhólmi, sem var háð 12. des. 1953, en þar átti ísland engan full- trúa, ákvað jöfnunartöluna, sem keppt var eftir 1954, en hún var, svo sem kunnugt er, þannig, að sú þjóð, sem yki mest þátttöku sína, miðað við þátttöku keppninnar 1951, sigraði. Árið 1955 var sundþing Norður- landa haldið i Osló i sambandi við sundmeistaramót Norðurlanda, sem þar fór fram. Þingið samþykkti, að samnorræn sundkeppni skyldi fara fram árið 1957. Þar lagði Sundsam- band íslands fram bréflega rökstudd- ar tillögur um nýjar jöfnunartölur í næslu samnorrænu sundkeppni, sem samnorræna sundnefndin fró 1954 og S.S.I. hafði orðið sammála um. Aðal- efni þeirra tillagna var, að sigurinn félli í skaut þeirri þjóð, sem fengi hæstu tölu, þegar saman eru lagðar liundraðstala aukningar frá síðustu landskeppni og hundraðstala þátttöku af íbúafjölda landsins. Hefði þessi regla gilt í keppninni 1954, hefði ís- land fengið fyrir aukningu 5,875% og fyrir almenna þátttöku 25,5%, eða alls 31,375%. Sviþjóð, sem hlaut sig- urinn fyrir mesta aukningu sem var 13,958% hefði þá fengið til viðbótar fyrir almenna þátttöku 2,1% eða alls 16,058%. Ísland hefði þvi unnið glæsilega. Fulltrúi Svía á þinginu taldi tillögur íslands atihyglisverðar og eigi ósann- gjarnar, en ailir voru þeir samála um það, að ef þær næðu samþykki, væri sigur íslands í keppninni tryggður um ófyrirsjáanlegan tíma. Fulltrúi Dana kom með gagntillögu þess efnis, að sú aðferð skyldi viðhöfð við út- reikning á næstu keppni, að þátttöku- tölurnar 1951 og 1954 skyldu lagðar saman og deilt með tölunni 2. Skyldi sú tala, sem þá kemur út, verða jöfn- unartala keppninnar 1957. Fulltrúi íslands kvað sig ósamþykkan þessari tillögu, af þvi að ekkert væri gefið fyrir almenna þátttöku, sem þó væri aðaltilgangur keppninnar. Niðurstaða þessara umræðna varð sú, að hver þjóð skyldi senda sínar tillögur í mál- inu til stjórnar Sundsambands Norð- urlanda fyrir árslok 1955. Skyldi mál- inu svo ráðið til lykta á sundþinginu í Kaupmannahöfn 24. ágúst 1956. Á iþeim fundi kom í ljós, að Norður- löndin fjögur höfðu sameinast um dönsku tillöguna óbreytta, eins og hún hefir verið skýrð hér að framan. Hinum tveimur tillögum íslands og Danmerkur var svo stillt upp hvorri móti annarri. Tillaga íslands var samþykkt af Islandi, en tillaga Dan- merkur var samþykkt af Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð. Danska tillagan var þannig samþykkt með 4 atkv. gegn 1. Þótt æskilegt sé, að Islendingum takist að sigra í þessari keppni, þá er hitt samt aðalatriðið að ,.taka þátt í keppninni af dugnaði og drengskap“, eins og segir í hvatningarávarpi menntamálaráðherra. * —0— FENGU FÖÐUR SINN AFTUR. — Það er skiljanlegt að frú McConell og börnin hennar þrjú séu hýr á svipinn, því að eiginmaðurinn og faðirinn er kominn heim. Fyrir þrem- ur vikum hvarf hann í flugferð yfir frumskógunum í Malakka og öll leit að honum varð árangurslaus. Fjöl- skylda hans fluttist þá heim til Eng- lands, þegar hún var nýkomin þang- að kom fregn um að Ken McConell vaeri kominn fram. Hann hafði verið 20 daga í frumskóginum og haft ýms- ar jurtarætur sér til matar og loks rakst hann á innfædda meíin, sem hjálpuðu honum. Var hann sóttur í þyrilflugu og komst svo til Englands. ÚTVARP í EYRANU. Glenn Sclimith verkfræðingur í Los Angeles hefir skýrt frá því, að bráð- lega muni verða farið að framleiða útvarpstæki, sem hægt sé að ganga með i hlustinni og nota til að hlusta á nálægustu stöð. Tækið er aðeins gert fyrir eina stöð og á ekki að kosta nema tvo dollara. Það er ætlað þeim, sem vilja hlusta á útvarp á leiðinni til vinnunnar og frá. HOLLANDSPRINSESSA ÁSTFANG- IN? — Beatrix Hollandsprinsessa hefir ferðast um Ítalíu að undanförnu og kynntist! hún þar Heinrich af Hessen, frænda Umbertos konungs. Sagt er, að þar séu ef til vill hjóna- efni á ferð, en hins má þó geta, að lítið tilefni þarf einatt til slíkra full- yrðinga í fréttum, þegar konunglegar persónur eiga hlut að máli. ÁSTAMÁL SÆNSKU PRINSESSUNN- AR. — Mikill úlfaþytur hefir orðið í breskum og sænskum blöðum út af kunningsskap Margrétar Svíaprins- ©ssu og enska jass-píanóleikarans Robin Douglas Home, sem er af gamalli og virðulegri breskri aðals- ætt. Sænska hirðin mun hafa haft ítök í þá átt, að upp úr sambandi þeirra hefir slitnað um hrið. Myndin er af Margréti prinsessu. n.L/ uiu oiunx« -- nuona ijioiu deiidar liðið Aston Villa vann óvænt úrslitaleik bikarkeppninnar ensku, sem var háður á Wembley við hið fræga knattspyrnulið Manchester United. Úrslitin urðu 2:1. Fyrirliði Aston Villa, J. Dixon kyssir hér hinn eftirsótta bikar eftir að hafa tekið við honum úr hendi Elísabetar drottn- ingar. HENNI LÍÐUR NÚ BETUR. — Hin unga franska stúlka, Francoise Sagan, sem er orðin heimsfræg fyrir ritverk sín, slasaðist hættulega í bílslysi fyr- ir utan París nýlega. Var henni í fyrstu vart hugað líf, en nú er hún á góðum batavegi og telja læknarnir, að hún muni sennilega ná sér að fullu. Francoise Sagan hafði yndi af hröðum akstri, en nú hefir hún lýst yfir því, að hún muni aldrei aka sportbifreið framar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.