Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Side 4

Fálkinn - 24.05.1957, Side 4
4 FÁLKINN Sextíu og fimm dagar í Niöurlag úr síðasta blaði. Þann 26. október var báturinn minn, eða „pírogginn", sem þeir kalla í Líberíu, ferðbúinn, og nú var ég staddur á Kanaríeyjum. Mér datt ekki annað i hug en að eittlivað tefði för mína enn, en ég gat ekki snúið aftur, þótt ég væri vonlaus um að ferðin heppnaðist. Á öðrum degi sá ég enn til lands — þrjár syðstu eyjarnar, Gran Can- aria, Teneriffa og Hierro — svo ekki miðaði mér nú vel áfram. Ég baðaði mig oft á dag og gegnum kafaragler- augun sá ég að fyrstu skeldýrin voru farin að festa sig á bátnum. Ég týndi 10—12 stykki og át þau eins og þau væru ostrur. Á fjórða degi hvarf eldfjallið Teide á Teneriffa í sjó, og um leið síðasta landsýn af Kanaríeyjum. En Haiti, markið í vestri, var langt undan. Nú sá ég ekki nokkurt skip lengur, ekk- ert nema sjóinn, stormsvölur frá Madeira og nokkra flugfiska. En á níunda degi bar nýrra við. Ég var að enda við að taka sólar- hæðina. Útkoman var léleg: ég hafði ekki komist nema 20 sjómilur síðasta sólarhringinn og borið talsvert úr leið. Mér taldist til að ég hefði nálg- ast Haiti um tíu mílur. Sjórinn var hægur. Ég sat og var að hugsa um að fá mér bað, en þá sá ég nokkuð, sem svifti mig allri löngun í það. Fyrst var þetta ekki annað en brúnn dill um tvö hundruð metra frá bátnum, framundan á stjórn- borða. Þetta kom og hvarf á vixl. Gat það verið þang? Eða miðgarðsormur? Ég beið með myndavélina tilbúna. Þá sá ég geysistór augu, eitthvað lík þeim, sem skipstjórinn á „Nautil- us“ Jules Vernes hafði séð. Svartir diskar og augnaráðið dáleiðandi. Ég starði eins og töfraður á þetta flykki. Nú hreyfði það sig og armur kom upp. Ég miðaði myndavélinni, en of seint, nú sá ég aðeins ólgandi haf. Mig hætti að langa til að baða mig. Þetta ferlíki mun hafa verið kol- krabbi, tíu til tuttugu metra langur, eða að minnsta kosti tvöfalt lengri en báturinn minn. Ég 'hefi aldrei heyrt þess getið að svona skrýmsli hafi ráðist á báta. Þau kljást við smáhveli, og þegar þeim fer að leiðast það fara þau að eins og kafbátarnir, og stinga sér nið- ur i djúpið. En ég fékk ógeð á þessu kvikindi samt. Nokkrum dögum síðar kom annað fyrir mig: Ég sá hval með langan rana, kringum átta metra langan, brúnan á lit með hvítum dílum. Hann hlýtur að hafa gaman af að trana sér fram, því að hann beið þangað til ég liafði náð mynd af honum. Svo stakk hann sér og hvarf. BARÁTTAN VIÐ EINVERUNA. Og svo leið dagur eftir dag og ég sá ekkert nema sjóinn ... sjóinn. Stundum fannst mér það eins og op- inberun ef ég sá appelsínubörk fljóta Tvívegis hafði Lindemann læknir orðið að gefast upp. En í þriðja sinn tókst honum. Hann komst til Haiti. framhjá. Eða tappi úr flösku, sem eihnver hafði fleygt um borð i hugs- unarleysi. Þetta. var mér eins og boð- skapur úr öðrum heimi. Fertugasta og annan daginn gerði ég upp reikningana. Logn tíu daga. Seytján daga hafði ég haft meiri og minni mótbyr. Ég liafði hugsað mér ýms brögð til þess að draga úr ein- verukenndinni: Ég fleygði ekki flösk- um eða dósum fyrir borð heldur safn- aði þeim i hrúgu og það glamraði í þeim þegar báturinn valt. Þetta var eins og liópur kvenna og karla, sem skvaldraði, hló og hóstaði. Stundum heyrði ég raddir og skildi hvað þær sögðu! Þá sagðist ég vera á sama máli og síðasti ræðumaður eða hló að því sem sagt var. Nei, ég var alls ekki orðinn rugl- aður. Ég var bara að reyna að láta tímann liða í staðinn fyrir að sitja og stúra eða kannske taka upp á ein- hverju, sem var enn meiri vitleysa. En vitanlega dugði þessi leikur ekki til lengdar. Verst leið mér þegar mótbyr var. Þá hafði ég til að öskra eins og fáviti eða þruma eins og Demosþenes gerði þegar hann var að æfa sig i ræðumennsku. Þegar meðbyr var lék ég á als oddi og réð mér ekki fyrir kæti. Ég varð að hafa gát á mér að láta tilfinningar mínar ekki gana út i léttúð. Ég fékk Lindemann kemur til Haiti. Hann hreppti versta veður á leiðinni þangað frá St. Croix. rúmsjó eina áminningu um þetta, sem ég gleymi ekki. „Liberia 11“ dansaði á freyðandi ölduföldum, vindurinn góður og segl- in þanin. Mér fannst ég vera eins og Hollendingurinn fljúgandi, þarna sem ég sat og lét gamminn geysa. Allt i einu reið alda, sem lyfti skutnum á bátnum hátt upp. Stefnið stakkst niður — dýpra og dýpra ... Ég hélt niðri í mér andanum. Það var líkast og báturinn stæði á höfði — langa lengi. Loks iækkaði aldan og skuturinn og hættan var liðin hjá. En ég hafði orðið svo hræddur að ég lækkaði seglin. Einn morgun í góðum byr sá ég segl úti við sjóndeildarhringinn, bak við mig. Og svo annað til. Var þetta kannske einliver keppinautur? En síðan sá ég að þetta var stærri far- kostur en minn. Fjórum tímum síðar var skipið komið samsíða mér og það rættist, sem mér hafði dottið í hug. Þetta var snekkjan „Bernina“ með fjóra Sviss- lendinga og einn Spánverja um borð. Við veifuðum, ljósmynduðum og kvikmynduðum hvorir aðra. Og Sviss- lendingurinn, sem liafði hjálparvél, kom alveg upp að mér. Hvort ég þyrfti nokkurs við? spurði liann. Ég svaraði nei, en átti þó bágt með það .. . Þarna sigldu fimni menn á fallegu skipi í sörnu áttina og ég — þetta var mikil freisting. Við töluðum meira saman. Ég fékk hjá þeim staðarákvörðun og Green- wiöh-tíma. Svo skildum við ... Og ég valt áfram á bátnum mínum. Barðist við sjóinn, einveruna og svefninn. —- Aleinn. En hvers vegna var ég að kvarta — þótt bjórinn flagnaði af mér und- a nseltunni og kvikan væri ber svo að ég varð að vefja tuskum um hend- urnar á mér? Hafði ég ekki ráðist í þetta af frjálsum vilja? Þessa hafði ég óskað mér. Mér fórst ekki að kveina. Svo tók ég upp á því að fara að syngja. Og þegar ég hafði sungið allt sem ég kunni byrjaði ég á nýjan leik aftur og aftur og hvað eftir annað. Þegar maður syngur svona út í loftið, er maður ekkert að liugsa um text- ann — maður hugsar eiginlega um ekki neitt. Og það er einmitt galdur- inn. Mér fannst aldrei þörf á að vera að hugsa. Til hvers var að hugsa í þessari eyðimörk hafs og tóms? MATSEÐILLINN MINN. Vistirnar voru öðruvísi núna en i tveimur fyrstu tilraununum. í tvær vikur lifði ég eingöngu á eplum, appelsnum, 200 gr. af kjöti á dag, og svo því, sem ég gat veitt. Það var einkum skel ,sem ég tíndi af bátnum, ég þurfti ckki annað en beygja mig út fyrir borðstokkinn til að ná í þær. Þriðju vikuna varð ég að fleygja því sem ég átti eftir af osti um borð. Hann hafði ekki þolað hitabeltislofts- lagið og seltuna, sitt á hvað. En í staðinn át ég eina sneið af lauk á dag. Með því móti gat ég varist skyr- bjúgnum. Þegar ég burstaði tennurn-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.