Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Page 6

Fálkinn - 24.05.1957, Page 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. Á SVIFRÁNNI KVIKMYND ASAG A. MIKE REIÐIST. Tino var auðunninn. Hann féll strax fyrir yndisþokka Lolu. Dverg- urinn Max sá þau á gangi um kvöld- ið, og þau leiddust. Lola sagði Tino ævisögu sína, og hve mikið sig lang- aði að taka þátt í svifrárnúmerinu. Og Tino fannst það ljómandi góð 'hugmynd. Mike kom inn á teiksviðið nokkrum dögum fyrir frumsýninguna. Ilann var í slæmu skapi út af símtali. Fyrr- verandi félagi hans, Ottó — sá sem var með honum þegar slysið varð — hafði hringt. Hann þurfti nýjan „svifmann“ i svifrárnúmerið sitt, i sirkus, sem hann liafði komið á lagg- irnar sjálfur. —• Ég geri þér greiða, sagði Otto. — Þú getur ekki unnið lengur með þennan fót þinn. Láttu mig fá Tino og ég borga þér eftirlaun. Það var engin furða þó að Mike væri áhyggjufullur. Og nú labbaði hann inn á hring- sviðið og sá ekki eina heldur tvær manneskjur uppi undir hvelfingunni. Lola rólaði sér fram og aftur á svií- ránni, en Tino studdi hana. Og hlát- urinn i þeim hrundi þarna að ofan eins og konfettí. Mike skálmaði fram fokreiður og hrópaði upp: — Tino! Hann steig fætinum í kaðalstigann. — Láttu liana fara niður. Það er ekkert rúm fyrir hana þarna uppi. Hann gat séð að Tino kafroðnaði. — Hún er dugleg, sagði liann til að mæla með henni. — Líttu á hana! Lola sveiflaði sér og gerði einfalda æfingu á svifránni. En Mike var ekki i skapi til að láta telja sér hughvarf þessa stund- ina. Hann steytti hnefana í áttina til þeirra. — Láttu hana fara niður! Bouglione hafði veitt þessu eftir- tekt og kom nú til Mike. — En hún sómir sér prýðilega þarna, finnst þér ekki? — Ekki i minu númeri, sagði Mike reiður. — Láttu hana gera eitthvað einfalt. Það bætir númerið. Nú flaut út af. Mike var að rifna af vonsku. — Bætir? Á kvenmaður að betrum- bæta það? Og svo er enginn tími til þess heldur. Ef við hleypum henni að núna, missum við þrefalda heljar- stökkið á frumsýningunni. En nú var farið að siga i Bouglione líka. — Það er ég sem borga, Ribble. Ég veit hvað fólkið vill — og kaupi það. Mike svaraði hægt og rólega: — Ég er að reyna að búa til fallegustu svif- rársýningu, sem nokkurn tíma 'hefir verið sýnd í þessum sirkus. Ég reyni að fara svo langt, sem komist verður með mikilli lífshættu. Og þér talið um glys og paliettur. — Ég geri það sem mér sýnist, sagði Bouglione. —• Það er ég sem ræð í þessum sirkus. Annaðhvort verðið þið þrjú saman á frumsýning- unni, eða ekkert ykkar. Bouglione fleygði vindilstúfnum i saghrúguna og sneri bakinu við Mike. En Mike klemmdi saman varirnar og fór klifra upp kaðalstigann. Tino gaf lionum auga og sagði við Lolu. — Nú kemur liann. Yertu ekki hrædd! En samviska Tinos var ekki sem best. Andlit Mikes var eins og höggvið i stein. Hann kallaði til Lolu af pall- inum sínum, að hún skyldi sleppa rónni. Hún gerði undir eins eins og hann sagði og Mike kallaði aftur: — Þú vilt vera með? Komdu þá hingað! Lolu var ómögulegt að láta ekki á þvi bera að hún var hrædd, en eng- in miskunn var hjá Mike. Hann starði kuldalega á hana. — Byrjaðu! Ég skal segja lil þegar þú átt að sleppa! Lola mændi augunum á Tino til að biðja um hjálp, en hann hristi höf- uðið. Hún varð að bjarga sér sjálf. Augnablikið er hún kastaði sér á svif- rána var það versta sem hún hafði lifað. Ráin gekk liærra og hærra. Loksins heyrðist skipunarorðið frá Mike og i örvæntingu kastaði hún sér fram og Mike greip um úlnliðina á henni. Hann tók snilldarlega á móti. Mike horfði á stúlkuna, sem hékk ósjálfbjarga í höndum hans. Allt í einu sleppti hann henni og hún lenti spriklandi í netinu. Hann hló framan í andlit hennar, sem var afskræmt af reiði og kallaði ertnislega: — Þetta vildirðu! Komdu aftur! Næst skaltu róla þér enn hærra! Lola hafði fengið sínu framgengt, en uppfró þessari stundu breyttist sambúðin milli Tinos og Mikes. TINO VELUR UM. Mike varð súrari og önugri eftir þvi sem nær dró frumsningarkvöldinu. Það leið ekki svo dagur, að hann rif- ist ekki við Tino á æfingunum, og það var Loia, sem þeir rifust um. — Það er ekki henni að kenna, byrjaði Tino. — Bouglione átti upp- tökin að því að hún yrði með okkur. En Mike vildi ekki hlusta á hann. — Hvernig komst hún hérna upp á pallinn? Varst það ekki þú, sem hjólpaðir henni? Tino varð að jóta það, en það hafði aðeins verið gert í gamni, sagði hann. — Þú þekkir hana ekki. Hún hefir átt svo erfitt um ævina. Nú gekk fram af Mike. Hann glotti. — Hlustaðu nú á: Hún mangaði til við mig fyrst. Ég vil hafa tveggja manna númer. Og ef þú spyrð hvers vegna, þá er það af því, að annar svífur og hinn gripur — og ekki koma fleiri við það mál. Tino horfði alvarlegur á vin sinn: — Enginn skal komast upp á milli okkar, Iþví lofa ég. Þetta var daginn fyrir frumsýning- una og Tino hafði einlæg áform um að vera á Mikes bandi. Þá kom Lola, falleg og yndisleg. — Er hann reiður ennþá? spurði hún kviðin og horfði á Tino. — Þú ert reiður líka? Hann horfði ásakandi á hana. — Þú hafðir talað við Mike áður? Hann hlýtur að hafa misskilið mig, flýtti Lola sér að svara. — Það var Bouglione, sem átti hugmyndina að þessu. — Ég kom til að læra þrefalt helj- arstökk, sagði Tino fálátur. — Og þú heldur að ég liafi ætlað mér að spilla þvi? Fallega andlitið á Lolu varð allt í einu svo hnuggið, að Tino hefði helst kosið að gefast upþ skihnálalaust. En liann varðist dálitla stund enn. — Mike 'heldur það, og við verð- um að halda það sama, sagði hann súr. — Hvorugur okkar getur nokknð án hins. — Ég vissi eklcert um þetta. Lola horfði prófandi á hann. — Þá hefði ég ekki látið Bouglione hafa mig í þetta. Ég er lirædd um að ég eyðileggi númerið ykkar. Ég fer til Marseille á morgun. Félagar minir hafa marg- vislegar ráðagerðir viðvíkjandi mér. Svo þagði hún drykklanga stund. Það var auðséð á andlitinu á Tino, að hann leið miklar kvalir. Það var ekki létt að velja milli hennar og Mike. — Ég vildi fremur vera lítill þátt- ur í stóru númeri en stjarnan í venju- legu númeri, sagði hún með grátstaf- inn i kverkunum. — Vertu sæll! Það glamraði undan liælunum hennar á gangstéttinni er hún hljóp burt. En Tino vildi ekki missa hana, gat ekki sleppt henni. Allt i einu fann hann hvers virði hún var honum. — Vertu kyrr, Lola! Farðu ekki! hrópaði 'hann. Tino hafði gefist upp. Mike sá strax hvernig komið var, þegar Tino kom inn í kaffihúsið bros- andi út undir eyru rétt áður en þeir ættu að fara að hafa fataskipti undir frumsýninguna. Það var nóg að sjá andlitið á honum. Drengurinn var ástfanginn út yfir eyru, og það var engum blöðum um það að fletta, hver sú útvalda væri. Þeir heyrðu stympingarnar í bið- röðinni við aðgöngumiðasöluna. Tino pikkaði fingri í borðið og gat ekki setið kyrr. — Þú ert seinn á þér, sagði Mike stutt. — Ætlaðir þú ekki að athuga uppsetninguna á rólunum? Tino roðnaði. — Ef þú hefir ekld gát á öllum köðlunum, gæti farið illa, sagði Mike. — 'Þú mátt aldrei treysta öðrum — jafnvel ekki mér. Tino og Mike fóru inn i leikhúsið til að 'hafa fataskipti. Meðan þeir voru að fara i búningana heyrðu þeir fyrirganginn í fólkinu, sem var að troða sér í sætin. Svo fóru þeir fram til hins sýningarfólksins, sem beið eftir að röðin kæmi að sér. Trurnbu- drunur heyrðust, og fiflin stóðu upp, slökktu í vindlingunum og hlupu inn í ganginn að leiksviðinu. Það var fullt hús. Sirkusstjórinn sat á sínum stað og var að tala við John Ringling-North, hinn kunna sirkus-ráðningarstjóra. — Ég býst ekki við að ég hafi neitt sem yður þykir matur í núna i kvöld, sagði Bouglione. Hann vissi vel að ef North sæi eitthvað sem honum lit- Tino var auðunninn. Hann féll undir eins fyrir yndisþokka Lolu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.