Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1957, Page 11

Fálkinn - 24.05.1957, Page 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Blóm handa konum GRIMETTI, prófessor í heimspeki, liinn frægi sálfræðingur og kven- þekkjari er kunnur og virtur langt út fyrir sín eigin landamæri. „Kvennabókin“ íhans hefir gefið kvenkyninu gífurlegar birgðir af vopnum í baráttunni um manninn. Kvenfólkið tignar hann líka vegna þess að hann hefir kennt þeim her- brögð til að beita gegn ýmiss konar karlmannategundum. Sumar konur brostu að Grimetti fyrst í stað, en þegar þær höfðu lesið bókina lians sögðu þær með aðdáun: Ó, þessi Grimetti! Honum getur mað- ur sannarlega lært margt af. Það væri ekkert gaman að þvi að segja sögur af Grimetti, jafnvel þótt stuttur væri, ef ekki stæði svo ein- kennilega og ótrúlega á, að 'hinn frægi kvenþekkjari kærir sig ekkert um kvenfóllc. Yinir hans, fyrrverandi kvenhatarar, sem — svo var bók hans fyrir að þa'kka — aliir höfðu lent i hjúskap- arflækjunni, viidu hefna sín á pró- fessornum fyrir þetta. Þeir gáfu ýms- um fríðum konum „Kvennabókina" og skoruðu á þær að veiða hinn ríka, stæðilega piparsvein Grimetti, sem enn var á besta aldri. En það reyndist árangurslaust. Jafnvel konur, sem voru vanar því að sigra karlmenn — safna aðdáendum eins og haustvind- arnir safna þurru laufi — gátu ekki komið Grimetti til. Svo að það varð orðtak að ekki dygði minna en Kleó- patra, Pompadour eða Venus til þess að sigra Grimetti. Það fór svo langt að útbreitt mánu- dagsblað, sem var alræmt fyrir frekjuleg skrif, fór að skopast að kvenfólkinu og sagði að það væri of daufgert og skaplítið til þess að hrífa hinn mikla Grimetti. Um leið var efnt til samkeppni og heitið háum verðlaunum hverri þeirri, sem gæti töfrað prófessorinn. „En það kemur sennilega aldrei til þess að þessi verðlaun verði greidd, þvi að ...“ Ung, lagleg stúlka, sem lengi hafði litið 'hýru auga til Grimetti i laumi, las þessar linur og varð gröm. Hún var orðin leið á þessum sifelldu áfellisdómum um kvenfólkið — að það væri að manga til við Grimetti, en árangurslaust. Hún náði sér i hók- ina, las hana lengi og vandlega og velti henni fyrir sér á löngum and- vökunóttum, uns hún komst að niður- stöðu. Hún gat hagað svo til, að hún fengi að kynnast prófessornuin. Hann brosti vinsamlega og vorkennandi. En stúlkan lét ekki rugla sig í rím- inu. Þau fóru að skattyrðast og rif- ast, og prófessorinn hafði ekki nema gaman af því, af því unga stúlkan leit aldrei bliðlega til hans. Þau hittust 'hvað eftir annað, þau skömmuðust og rifust, og Grimetti fékk samúð með stúlkunni. Eftir viku fór Grimetti að verða órótt. Honum fannst liann vera orð- inn eitthvað óviss gagnvart henni. Og eftir aðra viku til var hann sigr- aður. Hann bað stúlkuna um að kyssa sig. í stuttu máli, Grimetti var ástfanginn upp yfir eyru .. . Eftir að þau voru gift spurði einn ★ Tískum^ndir ★ ------------------i Svartur flauelskjóll með stífuðum kraga og líningum. Chanel he'fir haft hann í tvennu lagi, bol og pils, svo hægt væri að nota hvort fyrir sig. Undirpilsið er stíft. Alveg hissa. Jahoda heitir prófessor einn við háskólann i Ghana í Afríku. Hann hefir lagt ýmsar spurningar fyr- ir svertingja, til þess að komast að hvaða álit Iþeir hafa á hvítum mönnum. Einn negrahöfðinginn svar- aði þannig: „Hvítir menn tilbiðja kvenfólkið. Það eitt ætti að vera næg sönnun fyrir því að þeir eru naut- heimskir.“ —O— Þegar Erroll Flynn dvaldi í London i fyrra varð hann fyrir leiðinlegu óhappi. Um miðja nótt hringdi sim- af vinum Grimettis ungu frúna i laumi hvernig hún hefði farið að þvi að sigra hinn staðfasta kvenhatara, Grimetti. Hún brosti og sagði: — Það var eiginlega ofur auðvelt! Ég las kvennabókina lians gaumgæfi- lega, og gerði svo allt þveröfugt við það, sem hann hafði ráðlagt. Átti ég að reyna að sigra hann með hans eigin vopnum, eins og allt annað kvenfólk hafði reynt? Það var óhugs- andi. Það hefði verið að gefa bakara- barninu brauð. * ÝMISLEGT SMÁVEGIS. — Þa er fyrst köflótt regnhlíf og klútur, rauð nell- ika í dökkt hárið, yndislegur gim- steinn, stór málmklemma og perlu- saumað fiauelsband, hár kragi úr kanínuskinni bundinn með böndum úr sama efni og kjóllinn og fyrir þær sem eru í skyrtublússum, hnappar í ermarnar og útsaumur á líningarnar. Að lokum málmarmbönd með skraut- hengi við lásinn. inn á herberginu lians — það var landssíminn frá Róm. Errol þreif simann fokvondur og öskraði: „Ég vil ekki láta trufla mig! Og auk þess er konan mín sofandi hérna i næsta rúmi.“ En svo óheppilega vildi til að það var rétta konan hans, Pat "Wymore, sem var i simanum. —O— Eisenhower forseti fær kringmn 18000 hótunarbréf á ári. Þau eru les- in með mikilli gaumgæfni af hlutað- eigandi lögreglustofnun, sem telur að kringum þúsund bréfanna séu skrif- uð i alvöru, en 17.000 „meinlaust grín“. —O— Stærstu vöruskemmur i heimi eru í Collingwood Dock í Liverpool. Þær eru 14 hæðir, og gólfflöturinn samtals 1.440.000 fermetrar. —O— Hæsti reykháfur í 'heimi er hjá Anaconda koparbræðslunum í Mont- ana í Bandaríkjunum. Hann er hlað- inn úr múrsteini og er 180 metra hár. —O- Vitið þér...? að milljónir fjölskyldna eru í húsnæðisvandræðum? Mannfjölgunin í heiminum er ekki eina ástæðan til húsnæðisvandræð- anna, heldur iíka hitt, að svo margir flytja úr sveitum til borganna. Aldrei hefir verið byggt meira en nú. Árið 1938 voru 85 milljón tonn af sementi notuð til húsabygginga, en síðasta ár yfir 190 milljón tonn. að indverski fíllinn er að ganga fyrir ætternisstapa? Ástæðan til þessa er hvorki sú að þessi fílategund sé að úrkynjast né að hann tímgist ekki eins og áður, heldur lireint og beint sú, að fíllinn er smám saman hrakinn burt úr rnestu rigningarsvæðunum, þar sem hann fékk nóg að éta, þvi að mennirnir leggja þessi svæði undir sig og rækta þau. Þessir stórgripir, sem þurfa mik- ið fóður, hafa þvi hrakist til þurrari svæða, en þar fá þeir ekki fylli sína. að kínverskir læknar fá enga þóknun þegar sjúklingar eru veikir? í flestum löndum er læknis vitjað þegar maður er veikur, og fær lækn- irinn þá borgun fyrir starf sitt. En i Kína hefir fólk húslæknir og borgar honum ákveðið kaup svo lengi sem allir á heimilinu eru heilbrigðir. En verði einliver veikur fær læknirinn enga borgun fyrir þann tíma, sem sjúklingurinn er veikur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.