Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Úr nnifálum f9. Crnnlnnrfsför nrið 16^2 (ÚR SEILU-ANNÁL). Tino við svifrána, sagöi hún. — Lofðu honum að njóta frelsisins. Mike hallaði sér aftur í stólnum. — Það er of seint. Þú heyrðir hvað hann sagði. Það fauk í Rósu og hún hristi handlegginn á honum. — Ert þú stein- blindur, maður? Sérðu ekki að það er ekki liann Tino, sem hún er að draga sig eftir, heldur þú? Mike horfði furðublendnum augum á hana. — Hvernig veistu það? — Ég er kvenmaður sjálf. Held- urðu ekki að ég hafi lent í þessu sama? Nú hækkaði brúnin á Mike. — Nú hefirðu tryggt mér þrefalda stökkið, sagði hann. Svo stóð hann upp og gekk út að dyrunum. Rósa sat eftir og var um og ó. Nú hafði henni skilist hvað hann hafði i hyggju. Hún kallaði á eftir honum í angist: — Gerðu það ekki, Mike. Láttu Lolu i friði. Þú getur brennt þig á henni. Mike var harður á brúnina er hann leit til hennar um öxl sér. — Láttu mig urn það, sagði hann og fór út. Mike fór sér hægt næstu vikuna. Hann var alltaf að æfa Tino. Svo kom augnablikiö, sem hann hafði biðið eftir. Þegar Tino hafði fullþjálfað þrefalda heljarstökkið, sem endaði í öryggisnetinu, sagði Mike honum að fara og láta nudda sig, og hvíla sig svo. Lola hafði orðið eftir á pallinum og Mike sveiflaði sér til liennar á svifránni. — Nú skulum við æfa okkur! Hún kinkaði kolli og fór að gera venjulegu æfingarnar sínar. Mike brosti til hennar. — Við skuluin reyna nýja bragðið. Sveifiu afturá- bak. — Þú ert að gera að gamni þínu, — ég er ekki nógu fim til þess, sagði Lola. — Hvers vegna ekki? Ætlar þú ekki að læra svifin? Hún gat ekki færst undan og þau sveifluðu sér hvort á móti öðru i ról- unum. Mike fór gætilega að henni til þess að reyna að hafa úr henni hræðsluna, og eftir nokkrar sveiflur var Lola farin að verða áræðnari. Hún kom fljúgandi á móti honum og Mike greip handsterkur um úlnliði hennar og lét hana dingla. Þau dingl- uðu lengi fram og aftur og andlit þeirra vissu hvort að öðru. — Þetta tókstj sagði Lola hrifin eins og barn. Svo starði hún hissa og undrandi í augun á Mike. Það var alúð og til- beiðsla i augunum, og allt i einu dró hann hana að sér og kyssti hana á munninn. Þetta var nýtt ævintýr fyrir Lolu. Þetta var ekki hin ungæðislega til- 'beiðlsa Tinos, heldur sterkar tilfinn- ingar fullþroska manns. En er þau svifu aftur að pallinum skýrðust hugsanir hennar. Hana fór að gruna að þetta hefði verið gert að yfirlögðu ráði af Mikes hálfu, og varð sótsvört af reiði. Hún starði á glottandi andlitið á Mike, og steig fast á höndina á honum. Hann sleppti takinu og lét fallast niður í netið, en Lola lét dæluna ganga. Mike hoppaði upp og niður i net- inu og nú lá vel á honum. Rósa hafði haft á réttu að standa. Nú ætti hann hægan leik. Bouglione hafði staðið i afdrepi niðri við leiksviðið og horft á allt saman. Framhald í næsta blaði. Þetta sumar bjuggust 2 skip af Dan- mörku að leita Grænlands, reyndu til tvisvar og komust i landsýn, en urðu frá að víkja fyrir hafis, leituðu til þriðja sinn, tróðu þá að landinu, en ei sáu þeir líkindi til byggingar eður bæja. Kom þar til móts við þá fólk það, er þeir meintu þar byggi, á sín- um selskinnsbátum, og ei meira en einn á hverjum. Voru þeir svartir að sjá á hár og hörund, og lika að sjá sem gljáði eður glitti á andlit þeirra, hvergi hvítt á þeirra holdi, nema i lófunum; skildu þar hvorugir aðra; hófu þá kaupstefnu sín á milli með bendingu. Vildi það fólk helst hafa járn, og gáfu fyrir eina nál selbelg og fyrir hnífsbrot eina náhvalstönn, lika og aðrar livalfiskatennur, einn sín yfirföt; ein kona af þeirra liði seldi öll sín föt og stóð svo eftir nakin, tók fyrir hálft krókakerfi. Voru þeirra föt svo gerð: Við skinnhempuna (af selskinni) var áfastur hötturinn upp á höfuðið og hneppti niður á milli fót- anna, svo snillilega og vel tilbúið, sent verða kunni. Konurnar með sama búnað, en höfuðbúnaður þeirra sem skautafaldur, tengslaðar saman fugla- fitir, hver á móti annari, ei mjög hátt, en settar á fiskikvarnir um ennið, hvað líkast er að vera hafi átt mynd af gullhiaði, sem konur báru hér áð- ur, er vér köllum koffur, en i kollinn fiskroð þykkt að halda í sundur fald- inum að ofan, en þó svo artuglega samtengt og niðursett, að ei sást mót né samkoma þar á milli. Mál þeirra undirstóðu þeir ekki; hnífinn skildist þeim kalla hykhak en prjón heitor, en sólina meintu þeir þeir kölluðu marmar, og hneigðu sig á morgnana. þá hún upprann. Eitt hús sáu þeir þar stórt, allt af hvalbeinum, allt al- autt, en nýjar mannavistir þar inni. Einn mann sáu þeir þar, er þeim þótti helst afbragð vera. Hann var í hringabrynju skósíðri, snjóhvitri, gerðri af tönn og góðu beini forkunn- arvel. Hann skoðaði skip þeirra grandvarlega allt um kring; gast þeim ekki að hans smásmuglegri aðgætni, og hleyptu af einu stykki. Hvarf hann þá strax i brott. Einn mann sáu þeir þar öðruvís búinn, þó í selskinnsföt- um, en nærliafnarklæði af hreindýra- görnum. Knífar þeirra, öxar, sagir og aunglar, allt af beini, þó svo skarpað sem hárknífar. Líka sáu þeir þar boga og beinpílur, með hverju þeir hæfðu allt hvað til skutu; pilan var ger með 2 fjöðrum löngum og agnúum, svo þó broddur píiunnar færi á mis við það, sem þeir vildu hæfa, þá samt skarst fyrir fjöðrum pílunnar. Einn mann sáu þeir skjóta þar sel, sá þeim virt- ist að þyngd skippund. Sá maður tók strax úr beinliníf sinn, stakk á háls- inn, setti á pípu og drakk blóðið, lagði siðan á bak sér og bar burt. Hrár selur og lýsi til þorstadrykks var þeirra fæða, en brauði og víni spilltu þeir út, þó boðið væri. Ei virtist þeir þeim mjög stórir, en tröllsterkir, að þeir sáu. Ekki forðuðust þeir að þjóna eðli sinnar náttúru í allra augsýn, hvar sem kominn var. Vil eg ekki framar innsetja um hegðun þeirra og háttalag, þó af framandi og sannorð- um mönnum lieyrt hafi, er eg við þann kaptein talaði, sem þaðan kom, að nafni Davíð de Nell. Sigldu svo á 5 eður 6 dægrum í Hólm suður og þótt- ust hafa gert góða reisu með litlum kostnaði. Hafa þeir ekki fjarlæga far- ið stefnu Eiríks rauða, er gamli ís- lands sjáreikningur tilvísar. Niðurlag næst. Cary Cooper hefir skrifað endur- minningar sínar og selt þær frönsku forlagi, fyrir 35 milljón franka. Að vísu varð Cary að fá annan mann til að færa endurminningarnar í let- ur, þvi að hann er slakur í réttritun, og varð að borga honum 5 milljónir fyrir það. Og fjórar milljónir borg- aði hann milliliðnum, sem annaðist söluna. Og svo kom franski rikis- sjóðurinn og vildi hafa sitt, svo að loks urðu það ekki nema þrjár mill- jónir, sem Cary fékk sjálfur. —0— Á 'legsteini frú Mary Honeywood í Markshall-kirkjugarði í Essex, Eng- landi, er skráð, að þegar hún dó, 92 ára þann 2. maí 1620, hafi hún átt 16 börn, 114 barnabörn, 228 barna- barnabörn og 9 barnabarnabarna- börn — eða alls 367 afkomendur. —O— Greta Garbo hefir selt Beaverbrook biaðakóngi útgáfuréttinn að endur- minningum sínum fyrir 250.000 sterl- ingspund. Ekki er vitað hvort hún semur þær sjálf eða hefir fengið ein- livern hjálparkokk til að færa þær í letur. —O— Þyngsti núlifandi maður, sem vitað er um, er Robert Earl Hughes i Fish Hook i Illinois. Hann er 28 ára, 6 feta hár og vegur kringum 465 kiló. Buxnastrengurinn hans er rúmir 2.5 metrar á lengd. —O— FYRR OG NÚ. — Á lögreglumála- sýningu, sem nýlega var haldin í Essen í V.-Þýskalandi, má sjá hvílík- ur feikna munur er á yfirheyrsluað- ferðum lögreglunnar nú á dögum, frá því sem fyrrum var. f gamla daga var sakborningur látinn sitja á pynt- ingastól með járngöddum meðan ver- ið var að krefja hann sagna, eh nú eru notaðir svonefndir „lygaljóstrar- ar“. Sakborningurinn situr í þægileg- um stól, en rafmagnsáhöldin eiga að sýna hvort hann segi satt eða ekki. NÝR NATO-FORSTJÓRI. — Á ráð- herrafundi NATO-þjóðanna, sem haldinn var í París í desember var rneðal annars kosinn nýr fram- kvæmdastjóri í stað Ismay lávarðar, sem hefir sagt starfinu lausu. Fyrir kjörinu varð belgiski utanríkisráð- herrann Paul Henri Spaak, sem mik- ið hefir komið við alþjóðamál í mörg ár, og er einn af bestu stuðnings- mönnum NATO.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.