Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Undir stjörnum Parfsar >0A*>£A*>iA#>lA*>£A*>iA#>U&*>(Á*>iA*>£A*>íA*>nA*>£A* Hún andvarpaði djúpt. „En nú ,er það búið. Hún rétti úr sér og hann dró að sér hand- legginn af öxlunum á henni. „Þú þarft ekki að biðja afsökunar,“ sagði hann hægt, og nú var rödd hans ekki þurr eða kersknisleg, ekki köld og skipandi. Hún var einkennilega hreinskilnisleg. „Það er ég sem á að biðja afsökunar. Ef þér er nokkur huggun að vita það, þá ætlaði ég í fyrstu að láta Héloise fara með mér í kvöld. En ég breytti ákvörðun þegar ég heyrði hvernig ungfrú Alm reyndi að iítilsvirða þig og særa þig. En því miður hugsaði ég ekki út í hvern- ig þú mundir taka þessu. Ég er ekki vanur því að fól'k sé að hugsa út í hvað rétt sé og hvað rangt, og mér datt ekki í hug að þú mundir taka málstað Giuliettu Belloni svona eindregið." „En þetta var ekki rétt gert af þér,“ svar- aði Agneta. „Getur þú sagt nokkuð um það?“ Hann hló lágt. „Þú veist ekkert hvernig því máli er varið.“ „Hvað liggi að baki þessu, áttu við?“ Henni var dálítið órótt, eins og hún byggist við að hann mundi koma með einhverjar uppljóstr- anir, sem mundi gera vonbrigði hennar enn meiri. En Georges Florian, sem annars var svo næmur fyrir geðhrifum samborgara sinna, tók ekki eftir þessu. Hann hnyklaði brúnirn- ar og starði út í bláinn. „Eg vildi helst hiífa þér við að heyra beiskan sannleikann," sagði hann. „En hann er mín eina vörn og máls- bót. Við Giulietta höfum verið vinir, já, ég hélt að ég elskaði hana, en hún ...“ Hann yppti öxlum. „Mig langar ekki til að tala illa um hana, en við skildum sem svarnir óvinir. Hún gerði mér illt og mig langaði til að hefna mín.“ Svo hló hann. „Svona er ég smámunasamur, ma petite. En ég skammast mín fyrir það. Ég held að það sé í fyrsta skipti síðan ég var krakki, að ég hefi skamm- ast mín svo um munar.“ „Mig langar ekkert til þess að gerast dóm- ari yfir þér . . .“ byrjaði Agneta volulega. „En samt gerir þú það!“ Hann hló aftur. „Þú hefir meira að segja grátið yfir mér. Þú ert líklega sú eina, sem hefir grátið út af mér. Það finnst mér svo skrítið." Hún vissi ekki hverju hún ætti að svara og þess vegna þagði hún. Svo minntist hún þess, sem hann hafði sagt í bílnum eftir sýn- inguna, og spurði skjálfrödduð: „Ertu að hugsa um að reka mig?“ „Nei.“ Hann hló eins og hún væri óþægt en ómótstæðilegt barn. „En ég var rétt að því kominn. Það er líklega komið upp í vana hjá þér að sleppa úr fordæmingunni á síðustu stundu. Ertu nú ekki að hugsa um að breyta ákvörðun og koma og borða með mér kvöld- verð?“ „Jú!“ Hún fann allt í einu að hún var orð- in svöng og að hana langaði að verða með honum lengur. „En ekki í þessum,“ sagði hún og strauk fingrunum um minkafeldinn. Honum datt fyrst í hug að andmæla því, en snerist hugur og bað bílstjórann um að aka til Maison Florian. „Fáðu mér feldinn,“ sagði hann þegar þau komu að dyrunum, og Agn- eta rétti honum hann. Þegar hann kom út aftur eftir nokkrar mínútur var hann með létta kvöldkápu á handleggnum. „Farðu í þessa,“ sagði hann og það var á honum að heyra, sem hann væri ekki í sem bestu skapi. „Hún er síðan í fyrra, en það er ekki vert að þú fáir lungnabólgu þó að þú sért óráðþægin.” Agneta fór að hlæja og það mótaði fyrir brosi á vörum Florians lika. „Þú kannt þó að hlæja ennþá?“ sagði hann. „Sei-sei já! Og soltin er ég lika.“ Hann varp öndinni eins og honum létti. „Ágætt! Þá þarf mér ekki að finnast ég vera eins og böðull lengur.“ Nú þóttist hann viss um að hún hefði jafnað sig aftur, og minntist ekki einu orði á það, sem gerst hafði í leik- húsinu. Hann fór með hana á lítinn úrvals veitinga- stað, þar sem maturinn var jafn vandaður og bestu tískugersemarnar hans og þar sem á borð var borið besta vínið sem Agneta hafði nokkurn tíma bragðað. Þarna gleymdu þau því að hann var húsbóndi og hún undirtvlla og þau töluðu saman eins og jafningjar. Eiginlega var það ekki mikið, sem Agneta gat orðið vísari um hann sjálfan, þó að hún reyndi að svala forvitni sinni. Að hann hafði verið á hátindi frægðarinnar í sjö ár og það hafði kostað 'hann nær tíu ár að komast þang- að vissi hún áður, og að hann væri þrjátíu og sex ára gat hún lesið í hvaða æviágripa- safni sem vera skyldi. Einkalíf hafði hann aldrei átt, sagði hann hispurslaust. En hann langaði til að heyra hana segja frá föður sín- um og Mildred og Evu og Mikael. „Það er ekki á þér að heyra núna, að hann hafi verið þér meira virði en allt annað á jörðinni," sagði Florian, er hann minntist á það meðal annarra orða, að Eva og Mikael ætluðu að giftast innan skamms. Svo brosti hann. „Raddhreimurinn þinn segir svo margt — og augun í þér segja enn meira,“ sagði hann. Agneta horfði á hann hugsandi. ,,Samt vissi ég það ekki sjálf fyrr en á miðvikudags- kvöldið,“ sagði hún. „Þá sagði Roger dálítið um hann ... og ég fann að ég var honum sammála, þó að það væri talsvert niðrandi, sem hann sagði." „Já, einmitt, já — Roger, hinn maðurinn!" sagði Florian og hleypti brúnum. „Ég veit ekki hvort það er rétt að orði komist. Að minnsta kosti ekki í þessum tón. Við erum ...“ „Aðeins kunningjar, já, ég veit það,“ tók hann fram í í ertnistón. „En ég tók eftir að kunningsskapurinn hans gekk svo langt að hann fór inn í stúkuna okkar í kvöld og hélt í höndina á þér og var að vorkenna þér að þú skyldir eiga annan eins þrjót og mig sem húsbónda.“ Agneta brosti en það kom hlýlegur bjarmi í augu hennar er Ihún hugsaði til Rogers. „Hann er svo einstaklega viðfelldinn og hug- ulsamur," sagði hún, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Floxáan gretti sig. „Fellir hann sig við þessa lýsingu á sér sjálfur? Hún var svo af- leitlega heiðarleg og leiðinleg. Ég vona að þú kallir mig aldrei „viðfeldinn og hugul- saman“?“ „Nei, aldrei,“ sagði Agneta svo hreinskiln- islega að fyrst í stað virtist honum skemmt, en svo varð hann angurvær á svip. „Og það þýðir að ég kemst aldrei til jafns við hann.“ „Það er ómögulegt að jafna ykkur saman,“ sagði Agneta alvarleg, og þó að hann gerði að gamni sínu við hana til þess að koma henni til að segja meira, þá fékkst ekki orð upp úr henni. Hann ók henni heim um það leyti sem götu- kliðurinn í París er að fjara út, og þau buðu hvort öðru góða nótt í þögulu og drungalegu anddyrinu. Jafnvel húsvörðurinn svaf þá stundina og missti af því að sjá útlendu stúlk- una koma heim í miklu einfaldari yfirhöfn en hún hafði farið í að heiman. „Þökk fyrir lánið,“ sagði Agneta og fór úr kápunni. „Geturðu ekki haft hana með þér í tísku- húsið á mánudaginn?“ „Nei, það verður til þess að allir fara að spyrja og pískra,“ sagði Agneta. „Þá færðu tækifæri til að segja alla sög- una,“ svaraði hann stutt. „Það er ekki oft sem sýnistúlkurnar mínar — eða yfirleitt nokkur annar — snúa á mig.“ „Ég hafði ekki hugsað mér að segja nein- um það. Og ég er alls ekkert montin af að hafa sýnt þér þráa,“ sagði Agneta í hrein- skilni. Hann leit á hana eins og hann vissi ekki hverju hann ætti að trúa. „Þú varst þó áreið- anlega hrædd um eitt skeið?“ sagði hann dræmt. ),Já.“ Hann lagði kápuna á axlir henni og hélt kraganum að hálsinum svo að hún varð að líta á hann. „Viltu halda kápunni og fyrii’- gefa mér?“ sagði hann lágt. „Nei, ég vil ekki taka við kápunni, en ég fyrirgef þér,“ sagði hún og brosti. „Það er nóg að hafa fengið kjólinn. Svona rausn sýnir maður ekki nema einu sinni, herra Florian. Þá verður það meii’a en rausn.“ Hún hafði að gamni sínu ávai’pað hann á sama hátt og geii; var í vinnutímanum. Hún fann að þessi kvöldvinátta var eins og milli- leikur milli þátta. Og henni fannst söknuður að því, þegar hún hugsaði nánar út í það. Fyrst horfði hann alvarlega á hana en svo hló hann. „Ég ætla að biðja þig um að vera aldi-ei hrædd við mig framar, ma petite/c sagði hann. „En ef ég næmi á burt þennan heilbrigða beyg, sem veldur þvi að þið hlýðið mér, mundi ég von bráðar verða að segja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.