Fálkinn - 15.11.1957, Qupperneq 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN
ífbrydi
Amos Duncan var sjúkur af afbrýði
og gerði bæði sér og Betty Hurst unn-
ustu sinni lífið að kvöl. Síðan þau
kynntust fyrst bafði hann njósnað
um bvert liennar spor og oft hellt
úr skálum reiði sinnar yfir hana, fyr-
ir engar sakir.
Betty þótti vænt um Amos, og lang-
lundargeði Ihennar var það að þakka,
að ekki hafði slitnað upp úr trúlofun-
inni fyrir löngu. Aðrar stúlkur en
Betty mu'ndu hafa séð það fyrir, að
þetta mundi enda með skelfingu, cn
hún vonaði að það lagaðist þegar þau
væru komin í hjónabandið.
Amos hafði litla íbúð í 46. stræti.
Norma systir hans sá um heimilið
fyrir hann. Hún var þrem árum yngri
en Amos, lagleg stúlka og góðkunn-
ingi Bettyar. Þau voru oft saman,
þrjú, ýmist i kvikmyndalhúsi eða
leikhúsi — eða þau sátu saman lieima
lijá Amos.
Svo bauð Amos eitt sinn Pete God-
frey vini sínum heim með sér, og þá
stóð ekki á stöku. Þeir unnu saman á
bílaverkstæði, og Amos sá strax að
Pete leist vel á systur hans.
Norma og Pele voru fljót að kynn-
ast og innan halfs mánaðar var auð-
séð, að þarna var um meira en kunn-
ingsskap að ræða.
Þau áttu margar ánægjustundir
saman, öll fjögur, og jafnvel kom það
stundum fyrir að Amos gleymdi af-
brýðinni.
En Betty kveið fyrir þvi, að kannske
mundi afbrýði hans von bráðar bitna
á Pete Godfrey, sem var bæði lagleg-
ur og skemmtilegur. Godfrey vissi
hins vegar um þennan veikleika
Amosar og varaðist að gefa honum
tilefni til að skipta um ham. Hann
var kurteis og alúðlegur við Betty, cn
heldur ckki meira.
En svo kom reiðarslagið. Norma og
Godfrey höfðu þekkst i þrjá mánuði
og kom saman um að mál væri komið
til að opinbera trúlofunina. Betty og
Amos vissu ekkert um þessa ráðagerð.
Öllu átti að halda leyndu þangað til
þau liefðu verið í leikhúsi og væru
komin heim til Amosar.
Amos var í slæmu skapi i leikhús-
inu. Honum gramdist að Godfrey
hafði fengið sæti við hliðina á Betty,
annars var hann vanur að sitja sjálf-
ur milli stúlknanna. Var eitthvað á
milli Godfreys og Bettyar?
Og ekki bætti það úr er Godfrey tók
Betty undir arminn eftir sýninguna
er þau fóru út. Betty var fljót að
kippa að sér hendinni, liún vissi að
aldrei var of varlega farið.
Norma liafði ágætt kvöldborð dúk-
að lieima og bauð kokkteil fyrir mat-
inn. Amos staupaði sig vel — drakk
fjögur glös, en ekki batnaði skapið
við það. Samtalið yfir borðum gekk
tregt. Amos svaraði aðeins með eins
alkvæðisorðum, þegar yrt var á hann.
Hann átti flösku inni i herberginu
sínu og var að skjótast þangað og
staupa sig. Hann var loks orðinn á-
berandi svínkaður.
í sömu svifum sem Godfrey og
Norma höfðu ætlað að fara að opin-
bera gleðifregnina stóð Amos upp rið-
andi, og tautaði eitthvað um að hann
yrði að skreppa niður á hornið og ná
i meira af vindlingum. Hann fór inn
í herbergið sitt í leiðinni og fór i
frakkann. Sjálfur vissi liann varla
livað hann ætlaðist fyrir. Hann stóð
lengi í portinu áður en hann hætli
sér út í rigninguna. 1 liuga hans
flögruðu Betty og Godfrey.
Allt í einu heyrði hann Godfrey
lilæja uppi í stiganum. Hann kúrði
sig úti i horni, með skammbyssu í
hendinni. Og á næsta augnabliki sá
hann Betty og Godfrey koma niður
í portið. Þau leiddust. Og nú laut
Godfrey að Betty og kyssti hana.
Blóðrauð þoka lagðist fyrir augun á
Amos. Hann lióf byssuna á loft og
skaut ölluni skotunum úr henni á þau.
Hann sá þau hníga niður. Og svo
skrefaði hann yfir líkin og liljóp upp
í íbúðina.
Með skjálfandi höndum náði hann
lyklinum úr vasanum og opnaði.
Dyrnar úr ganginum og inn í stofuna
stóðu opnar. Og þar inn sat Betty!
Amos var sannfærður um að hann
væri orðinn brjálaður.
— Ert þú hérna? hvíslaði hann og
hrökk við er hann sá sjálfan sig í
speglinum á þilinu.
— Já, hv&r þélstu að ég væri? svar-
aði Betty rólega. — Godfrey og Norma
fóru út lil að skyggnast eftir ]iér. Ég
lánaði Normu kápuna niína og regn-
htifina — hún hafði skilið sína eftir
á skrifstofunni.
Það- þótti tíðindum sæta í Holly-
wood fyrir nokkru, að kvikmynda-
dísin Rhonda Fleming var farin að
bera út blöð. Hún ók í lúxusbílnum
liús frá húsi og skilaði morgunblöð-
unum. Svo stóð á, að strákur hennar
lier út blöð. en hafði veikst, og sam-
kvæmt ameriskri venju bera foreldr-
ar ábyrgð á útburðinum, ef börn
þeirra geta ekki aðstaðið.
Akihito krónprins Japana er orð-
inn 23 ára. Hann er ókvæntur ennþá
og lifir í höll út af fyrir sig með
miklu þjónaliði. Foreldra sína fær
hann ekki að sjá nema við hátiðleg
tækifæri. Hann fær 500 yen, eða sem
svarar 25 krónum i vasaþeninga þeg-
ar hann skreppur eittlivað út sér til
upplyftingar.
Gina Lollobrigida tiafði 30 milljón
lira tekjur árið sem leið og svarar
það til rúmlega 700 þúsund króna, og
er 14 milljónum líra meira en Sophia
Loren hefir i tekjur. Tekjuhæstu ítal-
ir, þeirra er hafa atvinnu af kvik-
myndum, eru Victor de Sica, sem
hafði 56.6 milljón lirur í tekjur, og
skopleikarinn Toto — réttu nafni
'heitir liann Antonio Curtis og er
prins — sem hafði 35 mitljön líra
tekjur.
★ Tískumifnrfir ★
SÝNIÐ BAKSVIPINN. — Nú eru
kjólarnir flestir sléttir að framan og
verður því að sjálfsögðu að gjöra eitt-
hvað fyrir baksvipinn. Eitthvað sem
ltemur á óvart. Patau hefir valið vítt
gúlpandi bak á bláa ullarkjólinn. Svo
er hér kvöldkjóll úr ull og silki með
mjög sniðugu balti. Hann er frá
Catheriene Sanve.
IIAUSTTÍSKA. — Af öllum sýnishorn-
um hausttískunnar er þessi kjóll frá
Pierré Balmain einn hinn fegursti og
nothæfasti. Hann er stálgrár, „falskt“
tvískiptur með handsaumuðum legg-
ingum á kraga, mjaðmavösum og pilsi.
Við kjólinn er notað þríhyrnt sjal,
lagt með hlébarðaskinni og handaskjól
úr sam efni. Án þess að nota dýrt
skinn getur kjóllinn verið fallegur.
Vitið þér...?
að enn lifa milljónir stríðsflótta-
manna í sárri neyð?
Sumir þeirra eru flóttamenn úr
fyrri heimsstyrjöldinni og vegna bylt-
inga þeirra, sem urðu í sambandi við
hana, en langflestir hó vegna siðari
styrjaldarinnar. I löndunum við mið-
jarðarliafsbotn eru um milljón ara-
biskir flóttamenn.
að sjónvarp litmynda vcrður al-
þjóðlegt frá byrjun?
Einn af erfiðleikunum á alþjóð-
legri samvinnu um núverandi sjón-
varp, er sá að löndin nota hvert sitl
tæknilega heiti á ýmsu því er þessari
uppgötvun viðvíkur. — Nú cr sjón-
varp litaðra mynda í upp siglingu og
hafa þegar verið gerðar ráðstafanir
til, að öll tækniheiti ])ess verði sam-
ræmd og sömuleiðis vélaútbúnaður-
inn.
að „froskmenn“ eru látnir leita
að olíulindum á hafsbotni?
Allvíða er vitað um oliillindir und-
ir hafsbotni, svo sem í Mexikoflóa.
Til þess að rannsaka hvar borunar-
turnum verði best koniið fyrir, eru
jarðfræðingar, sem lært hafa „frosk-
niannaköfun" sendir niður á liafsbotn.
Þeir visa á hentugustu staðina.