Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Side 13

Fálkinn - 15.11.1957, Side 13
FÁLKINN 13 ing af smágreininni í blaðinu, sagði hann. Við gátum ekki þýtt nokkrar línur í niður- laginu undir eins. En þar stendur að flugvél Beresford hafi verið stolið frá gæsluvarð- haldinu, sem hann var í, og að það hafi verið tveir kínverskir vélvirkjar, sem áður voru í þjónustu Beresford, sem stálu henni. — Ó, hrópaði Caroline og starði á blaðið. — Þér álítið þá ... Marcmont fulltrúi stóð upp. — Ég álít að þér getið talið það öruggt, að Beresford hafi ekki verið í vélinni, þegar hún hrapaði yfir Nýju-Guineu. Það kemur heim við það sem Scott sagði. Ef til vill getur trúboðinn, sem fann flakið, sagt okkur nánari fréttir. Hann leit spyrjandi á David. — Var hann ekki væntanlegur hingað núna í vikunni? David, sem hafði setið þegjandi allan tim- ann, kinkaði seinlega kolli. — Jú, ég held það. Hann rétti fram höndina. — Þakka yður inniiega fyrir alla hjálpina, Marcmont full- trúi. Og ég verð að þakka yður líka, herra Groves. Við frú Beresford erum ykkur hjart- anlega þakklát fyrir þetta allt, er það ekki, Caroline? — Jú, sagði hún. En henni var kalt fyrir hjartanu. Lögreglunni hafði ekki tekist að ná í nánari upplýsingar um Geoffrey. Og maðurinn, sem hafði keypt leyndarmál Scotts, lá meðvitundarlaus í sjúkrahúsinu ... David fylgdi mönnunum til dyra. Hann kom fljótt aftur og tók hana í faðm sér án þess að mæla orð. Þau þrýstu sér hvort að öðru og svo sagði David: — Elskan mín, þú ert föl eins og nár. Þú hlýtur að vera dauðuppgefin! Tygjaðu þig nú, við skulum komast af stað hið allra fyrsta. DAVID ók Caroline heim og fór með henni upp. — Já, ég á von á síma frá Lawson, sagði hann. Þegar upp kom fór hann út á svalirnar, en Caroline fór fram og fann eitthvað handa þeim að drekka. Hún konj með bakkann út á svalirnar og þau sátu þegjandi og smá- dreyptu á glösunum. Eftir nokkrar mínútur var dyrabjöllunni hringt. Caroline fór fram til að opna. Barbara og Bill stóðu við dyrnar. — Megum við koma inn? spurði Barbara hás. — Ég er með dálítið til yðar frá hon- um pabba. Og svo verð ég að útskýra nokk- uð fyrir yður. Það skal ekki taka langan tíma. — Já, komið þið inn, sagði Caroline og opnaði dyrnar upp á gátt. — Hvernig líður honum föður yðar? — Hann er ekki úr hættu enn, sagði hún. — En þeir vona að hann hafi það af. Hann fékk rænuna fyrir nálægt klukkutíma. Bill settist á stólbríkina hjá Barböi’u og horfði á Caroline án þess að depla augunum. — Barbara vildi endilega fara beint hingað, af því að faðir hennar bað hana um það, sagði hann. — Nú veit ég alla söguna, og nú er okk- ur fyrir öllu að biðja yður og — Renton, um að reyna að skilja allt. Og fyrirgefa — ef það er mögulegt. Við getum ómögulega tekið á móti boðinu um að ég verði bústjóri á Wahar- angi, áður en þið hafið heyrt allan sannleik- ann og dæmt sjálf. Ég stend með Barböru, en hvorugt okkar hafði hugmynd um hvað faðir hennar hafði gert, fyrr en hann sagði okkur það sjálfur fyrir stuttri stundu. Barbara flýtti sér að taka fram í: — Láttu mig tala, Bitl. Þetta var allt mér að kenna. Hún þreifaði í töskunni sinni og tók upp inn- siglað umslag, sem hún rétti Caroline. — Þér eigið þetta, frú Beresford. Tom Scott hafði það meðferðis, og hann hafði ætlað sér að selja yður það. En ég var — ég var afbrýði- söm. Ég ætlaði að ná í David — ekki aðeins vegna þess að ég hélt að ég væri ástfangin af honum, en líka af því, að kannske hefði það getað afstýrt hruninu, ef ég hefði náð í ríkan mann. Hún kæfði niðri í sér grátinn, og David sagði vingjarnlega: — Þú þarft ekki að segja okkur meira, Barbara. Við þekkjum mestan hlutann af þessari sögu. Scott reyndi að hafa fé af Caroline, og við fórum til lögreglunnar með málið. Það eina sem við vitum ekki um, er innihaldið í umslaginu þarna. Scott taldi Caroiine trú um, að maðurinn hennar væri lifandi og ... — Ég hélt það líka, sagði Barbara. — Eg var sannfærð um það. En hann dó í fangels- inu fyrir ellefu mánuðum. Scott kom með sannanirnar — dánarvottorðið og Ijósmynd af gröfinni hans. Það er þetta, sem er í um- slaginu. Caroline greip fast í handlegginn á David. — Pabbi keypti vottorðið og myndina, hélt Barbara áfram, — og hann borgaði Scott peninga fyrir að hringja til yðar og segja að maðurinn yðar væri lifandi. Pabbi bað mig um að segja yður að hann — æ, hann veit að þér vitið, að hann iðrast eftir það, sem hann hefir gert. Hann gerði það mín vegna, ef því að hann hélt ... ég hafði sagt honum, að ég væri ástfangin af David. Ég ... Nú fór hún að gráta, og Bill faðmaði hana að sér. — Það er best að ég fari með hana heim, sagði hann. Þetta gengur alveg fram af henni, aumingjanum. — Okkur er áhugamál að þér takið að yður bústjórnina á Waharangi, Kane. Við viljum að þið eigið þar heima bæði. Mér er bláköld alvara. Það birti yfir breiðri ásjónunni á Bill. En hann horfði með efunarsvip á Caroline. — Hvað segið þér, frú Beresford? Cai’oline stóð upp. Hún fór til Barböi’u og studdi hendinni á handlegginn á henni. — Viljið þér heilsa föður yðar frá mér, og segja að ég skilji þetta allt mjög vel. Bai’bara tók báðum höndum um hönd hennar og þrýsti að. Loks hvíslaði hún: — Ég veit ekki hvernig ég get þakkað yður þetta — eða hvað ég á að segja. Honum pabba léttir svo afar mikið við þetta. Það eru svo margir, sem áfellast hann, af því að hann hef- ir tapað peningum, sem aðrir eiga. Hann tap- aði þeirn, en hann hefir engan svikið, hann hefir misst allt sem hann átti. En hann ætlar sér að borga hvern einasta eyri aftur — og ég ætla að hjálpa honum. Þegar þau voru farin stóðu David og Caro- line lengi kyrr í sömu sporum, án þess að segja orð. Svo tók David umslagið úr hend- inni á henni og opnaði það. Hann þurfti ekki nema stutta stund til að skoða innihaldið. Og hann stakk því í umslagið aftur. — Caroline, sagði hann. — Þú ert frjáls. Við erum bæði frjáls. Meira er ekki að segja — ekki annað en að ég elska þig og ég vil að þú verðir konan mín. Viltu giftast mér? Eins fljótt og mögulegt er. Caroline fannst þetta vera draumur. Svar hennar kom beint frá hjartanu: — Já, David. — Já, elsku David! Og á næsta augnabliki lá hún í faðmi hans og hann brosti til hennar. Þegar Lawson símaði frá Canberra nokkr- um mínútum síðar, varð hann að endurtaka orðsendinguna hvað eftir annað áður en þau skildu hana. David sleit sambandinu og sagði: — Stað- festingin á þessu er komin, og Lawson hefir fengið hana. Hann tók í hönd hennar og teymdi hana á eftir sér út á svalirnar. Tunglið var komið upp og höfnin var eins og skínandi silfurglit. Þau stóðu hönd í hönd eins og börn, og horfðu á fei’jurnai’, sem liðu fram og aftur þarna úti. En Caroline sá ekk- ert nema andlit Davids og gljáann í augum hans. Friður og sælukyrrð færðist yfir þau bæði. ENDIR. NÝ FRAMHALDSSAGA hefst í næsta tölublaði — Fylgist með frá byrjun. — Sjá grein á bls. 14. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.- Svavar Hjaltested. — Simi 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Skotmeistarinn Adamson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.