Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1958, Side 8

Fálkinn - 30.05.1958, Side 8
8 FÁLKINN Ada var bráðgreind stúlka, ekki var efast um það. Hún hafði enga samúð með fólki, sem ekki hafði vit á að mata krókinn, koma ár sinni fyrir borð og verða sér út um það, sem það óskaði. Hún hafði byrjað að vinna hjá firm- anu I. C. Jewett, járnvara í heild- sölu, sem yngsta stúlkan í skrif- stofunni, með 15 dollara í viku- kaup. Nú var hún einkaritari for- stjórans. Hún hafði fallega íbúð í höfðingjahverfinu og átti alls ekki fá hlutabréf í firmanu. Gamli Jewett, forstjórinn, taldi hana alveg ómissandi manneskju. Síðustu fimm árin hafði hún og Jói Howard verið sammála um að giftast, undir eins og skrif- stofustjórinn í deildinni hans léti af störfum og Jói yrði deildar- stjóri. Það er að segja — þetta var áður en hún kynntist Wally ... Gamli forstjórinn hafði lagt stóra bréfahrúgu hjá ödu og sagt, að hún yrði að sjá um afgreiðslu á þeim, því að nú ætlaði hann aldrei þessu vant að láta verslun- ina eiga sig og fara út í skóg í góða veðrinu. Svo mætti Ada taka sér frí þegar hún hefði svar- að bréfunum. „Nei, það var alveg satt, ég gleymdi dálitlu!“ kallaði hann um leið og hann kom aftur inn úr dyrunum. „Nýi maðurinn er kominn, svo að þér verðið að gera svo vel að setja hann inn í staríið og leiðbeina honum. Þér þekkið ganginn í öllu hérna, ekki miður en ég sjálfur." Svo kallaði hann á Wally, sem hafði setið og verið inni í einka- skrifstofunni. „Nei, en ... ó!“ fór eins og raf- straumur um ödu. Og í sama vet- fangi var ást hennar til hins grysjuhærða og bakbogna Jóa gufuð upp og fokin út í veður og vind. Sniðug Wally var ímynd fyrirmyndar- karlmannsins, eins og kvenfólkið hugsar sér hann. Mjallhvítar tenn- urnar skáru úr við eirrautt og úti- tekið andlitið og mikla hárið, sem var nærri því svart. „Ég er eiginlega önnum kafin þessa stundina,“ sagði hún og brosti eins fallega og hún gat. „Kannske við gætum borðað sam- an um hádegið, og svo gæti ég sett yður inn í þetta á eftir.“ „Ég borða alltaf matinn minn heima,“ svaraði hann afsakandi. „Hún Jenny — það er konan mín — hefir svo mikið að snúast við litla barnið, að mér finnst ekki nema sanngjamt að ég hjálpi henni ofurlítið með matarbrasið.“ Ada brosti samúðarbrosi til hans og svaraði, að þá væri kannske best að hann færi beint heim og borðaði hádegisverðinn fyrst, og svo gæti hún hjálpaði honum þegar hann kæmi aftur. Eftir þetta gleymdi hún aldrei að spyrja hvernig Jenny og litla barninu liði, en jafnframt var hún að brjóta heilann um, hvernig hún ætti að framkvæma áform sitt um að verða hjónadjöfull. Ada hafði nefnilega einsett sér að ná í Wally. öðm hvoru notaði hún tæki- færið þegar það gafst, til þess að gera athugasemd um, að bústjórn og barnauppeldi væri ekki nærri eins áriðandi og að maður kæmi innan um fólk og næði í rétt sam- bönd. „Jenny fer aldrei frá barninu," sagði hann. stúlka Svo leið og beið og Ada og Wally borðuðu hádegisverð- inn saman á hverjum degi. Hún fékk talið hann á að ganga í golfklúbbinn og fá sér tilsögn í hinum göfuga leik. Þar mundi hann hitta fólk, sem kannske gæti komið honum að gagni. Síðar fór hann að sækja bridgekvöldin heima hjá ödu, og varð von bráð- ar slyngur i bridge. Þegar hann fékk kauphækkun í fyrsta skiptið hélt hann það há- tíðlegt með kokkteil heima hjá ödu. „Þú ert alveg einstakur kven- maður!“ sagði hann og kyssti hana. Það var komið framyfir lág- nætti þegar hann kvaddi. Þau höfðu svo margt að tala um. Sölustjórakaupið var 325 doll- arar á mánuði. Þó Wally yrði aúðvitað að greiða Jenny talsvert til heimilisins hafði hann svo mik- ið afgangs, að úr nógu var að spila. Ada græddi peninga sjálf og mundi halda áfram að græða. Þannig lagði hún það niður fyrir sér. Bara að Wally gæti nú feng- ið söJustjórastöðuna ... Viku síðar tilkynnti sölustjór- inn, að hann ætlaði að koma gamalli hótun í framkvæmd. Hann ætlaði að segja af sér og njóta eftirlaunanna í þægilegu húsi uppi í sveit. Hver átti að taka við af hon- um? Það var um tvo menn að ræða: Jóa Howard og Wally. Þenna sama dag kom Jewett gamli æðandi út úr skrifstofunni sinni. Firmað hafði misst einn af bestu skiptavinum sínum — stór- an skiptavin. Ástæðan var ósamkomulag um afslátt bg firmað I. C. Jewett hafði sýnt stirðbusahátt. Vitan- lega hefði það átt að liðka til og láta undan. Þessi óþjálni mundi verða firmanu dýr. „Þér verðið að athuga hvaða nautshaus er um þetta að kenna,“ sagði Jewett. Hún var önnum kafin við að vélrita þegar Jói kom innan úr skrifstofu forstjórans skömmu síðar. Hann var ennþá bognari í baki en hann átti að sér, gekk að skrifborðinu sínu og tók saman dótið sitt. Hann hafði verið rek- inn. Hann lét sem hann sæi ekki Ödu. Það var ekki hans deild, sem hafði fjallað um þennan örlaga- ríka afslátt, sem hafði valdið I. C. Jewett svo miklu tjóni, en skuld- inni fyrir það var samt skellt á hann. Á spjaldinu í skránni stóð að vísu merki, sem gat litið þann- ig út að það væri skrifað af hon- um, en hann hafði nú samt ekki skrifað það. Hann þóttist viss um að það væri Ada — fyrrverandi vinstúlka hans — sem hefði fals- að það. Wally kom þjótandi fram til Ödu með fréttina: hann hafði verið skipaður sölustjóri! Hann var svo glaður að hann reif hana upp af stólnum og hringsneri henni og dansaði við hana. „Þetta er stóri dagurinn okk- ar,“ hrópaði hann. „Forstjórinn heldur stóra veislu í kvöld, og hann hefir sagt mér að koma.“ Svo settist hann og hnyklaði brúnirnar. „Jenny hefir heyrt söguburð um okkur,“ sagði hann. „Henni er ómögulegt að skilja, að það geti verið vinátta milli manns og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.