Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1958, Qupperneq 11

Fálkinn - 30.05.1958, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. RUZICKA: Siðosti nrrníii Já, lífið meitlar manninn, á því er enginn vafi. Bernskuminningarnar gleymast aldrei. Þegar Kitty var barn liafði hún stungið sig á saumnál. Upp frá ])vi var liún lirædd við saumnál- ar. Ég vissi þetta ekki þegar ég bað hennar Kitty. En ég varð þess bráð- lega visari. Og þá var það of seint. Og einn daginn vissi ég engin ráð. Ég hugsaði og liugsaði til að reyna að finna leið út úr þessum ógöngum. Loksins fann ég leiðina. Það var sið- asla úrræðið, sem völ var á. Ég fór til Ijósmyndarans. „Herra ijósmyndari, ég hefi verk- efni handa yður, sagði ég. Þér eigið að taka mynd af mér. Ég þarf ekki að „vera fallegur“ á myndinni. Enda liefði mér ekki tekist það. Ég er cnginn sjónhverfingamaður. Hann fór að sýsla við vélina og fægja glerið. „Jæja ... en þér verðið að taka af yður hattinn.“ „Sjálfsagt —'gjarnan fyrir mér.“ Ég tók ofan hattinn. „Ekki nema hattinn? Hvers vegna ekki að fara úr frakkanum?" „Ég má til að vera í frakkanum. Mér er kalt.“ „Þá skal ég leggja í ofninn.“ „Það stoðai- ekki. Mér er alltaf kalt.“ „En ekki get ég tekið mynd af yð- ur í frakkanum." „Eins og það sé ekki hægt. Ég ætla ekki að nota myndina sem spari- mynd.“ „Eins og ])ér viljið. Það er á yðar ábyrgð“ „Vitanlega. Ég skal ekki kikna und- ir þeirri ábyrgð.“ „Jæja. Og nú verðið þér að brosa.“ Ég brosti. Hann tók myndina. Eg borgaði og fór. Svo liðu nokkrir dagar. Ég sótti myndirnar og fór heim með þær. „Kitty, nú er ég kominn með mynd- irnar.“ „Hvaða myndir, Jóhannes?" „Þetta átti að konia flatt upp á þig. Ég lét taka mynd af mér. Handa þér.“ Kitty jós yfir mig þakklætinu. Svo fór hún að skoða myndirnar. Hrökk við og hnyklaði brúnirnar. Og innan skamms var hún líkust myndastyttu af hinni guðdómlegu reiði.“ „Jóhannes1. Ilvernig dettur þér í hug að vera svona liugsunarlaus?“ „Hugsunarlaus? Hvað áttu við, Kitty mín?“ „Leistu ekki í spcgilinn áður en þú fórst til ljósmyndarans?" „Auðvitað. Ég dáist alltaf að mér í spegli.“ „Og sástu þá ekki, að á frakkanum þínum er .... hrn ....“ „Hvað áttu við, Kitty? Ég skil þig ekki.“ „Það vantar þrjá hnappa á frakk- ann þinn.“ Nú létti mér. „Guði sé lof. Loksins sástu það. Þá hefur nefnilcga vantað siðustu þrjú árin.“ <o> I------------------ ★ Tískumsfodír ★ NÚ NEFNUM VIÐ % BUXUR. Aður var talað um jeans, mitt á milli shorts og slacks, sem fer mjög vel leggjalöngum. Þessi samstæða er frá Italíu (Ricce). Buxurnar eru í græn- um lit, blússan lilla og beltið orange- litt. Einnig má nota saman rautt, hvítt og blátt og fe'r það vel. ALKLÆDD. — Sólfötin, síðar buxur cg hlý blússa, veita manni öryggi í sumarfríinu, því þá þarf ekki að ótt- ast duttlunga veðráttlunnar, einkum þegar sumri hallar. Dragtin frá Dior, e<r gul sem sólskinið og hettan himin- blá. Þegar hettunni er slegið niður mvndir hún fallegan lausan kraga. KRÚGER-GARÐURINN. Framhald af bls. 5. eru uppétnar fara þeir að leita að grapávcxtinum, sem þeir útskúfuðu áður. Eini þjóðgarðurinn i Belgíu-Congo lieitir Albert Park. Hann er vísinda- stofun ekki síður cn þjóðgarður til gamans. Öllu er hagað þannig, að vis- indamenn hafi hans full not. Aðeins nokkur liluti hans er opinn almenn- ingi, og miklu færri koma þar en í Kriigergarðinn. Mozambique, öðru nafni Belgiska- Austurafríka, stendur ekki að baki öðrum hvað þjóðgarða. snertir. Nyrst, þar sem nýlendan liggur að Rhodcsiu og Nyassalandi, er Gorongosa-garð- urinn og þar eru kynstur af villidýr- um. Flugmenn scm fljúga liátt á leið- inni milli Beira og Tctc, lækka flugið vfir þessum þjóðgarði lil þess að gefa farþegunum kost á að sjá zebra-, gnú- og gíraffahjarðirnar, sem taka sprett- inn þegar þær heyra í lireyflum flug- vélarinnar. í Gorongosa er mjög til- breylingaríkt landslag, stórar sléttur vaxnar lágu, þéttu grasi, skógarliolt og samfelldir skógar. Á þessum slóð- um er svo áð sjá sem öll dýr telji sig örugg. Ljónin sem liggja sofandi á miðjum veginum, hreyfa sig ekki þó að flautað sé á þau, og zebrarnir eru meira að segja svo forvitnir, að þeir reka hausinn inn um opna bílglugg- ana til að snikja sælgæti. Og giraff- inn kijjpir sér ekki upp við þótt bill bruni framhjá, þegar hann er að éta nýja laufið úr trjákrónunum. 1 Gor- ongosa er mikið af flóðhestum. Stund- um er hægt að sjá þá hundruðum sam- an i forartjörnunum, scm þeir hafast við í, þeir cru cins og smáhólmar, sem mjakast áfram hægt og liægt. En ef fugl sest á vatnið fjörgast þeir; þeim þykir gott að ná sér í feita önd eða þessháttar. Hvernig mundi dýralífinu í Afríku vera komið nú, ef ekki væru þcssi friðlönd? Margir vísindamenn cru þeirrar skoðunar, að ef þeirra hefði ckki notið við, mundi fjöldi dýrateg- unda ekki sjást i álfunni, nema kannske á mjög afskegktum stöðum. Veiðimennirnir mundu hafa útrýmt þeim. Það mun hafa verið Axel Munthe, sem sagði, að dýrin liefðu eins mik- inn rétt til að lifa og við. Hann sagði líka, að réttur mannsins næði ckki lengra en til þess að drepa skcpnu til að bjarga sínu eigin lífi, og að sá timi mundi koma, að maðurinn mundi liætta að hafa gaman af að drepa skepnur. Hver veit? Vitið þér...? að í Kina verður fólk að skola ávexti og grænmeti í sjóðandi vatni áður en það neytir þeirra? Þetta var fyrirskipað i útvarpinu einn góðan veðurdag og ástæðan til- greind sú, að þessi matvæli spilltust af geislavirku lofti, scm bærist frá Síberíu. að maður þarf ekki að vera í stýrishúsinu til að stýra nýtísku togara? í Englandi hefir vcrið tckið upp nýtt kerfi. Þar er stýrisvélinni stjórn- að með rafmagni og þrýst á mismun- andi hnappa til að hreyfa stýrið. Áhaldið er svo litið að maður getur haldið á þvi i lófanum og leiðsla cr frá ])ví að stýrisvélinni. Sá sem stýrir gctur gengið um þilfarið með áhaldið i hendinni og stjórnað skipinu þaðan sem hann stendur. að nú er hægt að sjá skemmdir á brúm á svipstundu? Þetta er að þakka nýju cnsku tæki, scm sést hér á myndinni. Mcð þrýsti- lofti er hægt að stýra arminum á tæk- inu í allar áttir, og koma vinnupall- inum með verkamönnunum fyrir- hafnarlitið þangað scm skcmmdin er á brúnni. Vélin kostar yfir 5.000 sterlingspund, cn flýtir svo mikið fyrir viðgerðunum, að talið cr að hún borgi sig á fáeinum árum. —O—

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.