Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Side 7

Fálkinn - 22.08.1958, Side 7
FÁLKINN 7 Metro Goldwyn Mayer, sem Grace Kelly lék hjá, gramdist a?5 missa hana, og jjykir hart að liafa samningsbund- inn leikara, sem félagið fær þó ekki að nota. Og svo hafa sögur komist á kreik um, aS félagiö ætli að nota sér samninginn til að þvinga liana til að fara að leika aftur. Samkvæmt samn- ingnum getur félagið heimtað að hún komi og fari að leika. En annað mál er það, livort félagið vill nota sér samninginn. Grace Kelly hefir svokallaðan lang- samning við Metro Goldwyn Mayer, samning sem félögin gera við efni- tega leikendur, sem þykja líklegir til frama ,en sem engin leikkona vill gera eftir að liún hefir náð frægð. Grace var ekki orðin fræg þegar þessi samningur var gerður. Kaup hcnnar hækkaði að visu stúrlega eftir að hún náði vinsældum, en samt græddi Metro Goldwyn Mayer stórfé á henni, vegna þess að hún var svo kauplág. A síð- ustu tveimur myndunum, sem hún lék i — „Svanurinn“ og „Fína fólkið duflar“ — fékk félagið 750.000 doll- ara í lireinan ágóða. Það er skiljan- legt að Metro Goldwyn þyki súrt í hrotið að sjá hana leika prinessuna af Monte Carlo, án þess að hafa nokk- urn eyri upp úr því. Það var sjö ára samningur, sem Grace Kelly hafði við félagið, og af þeim tíma eru nú tvö ár eftir. Ef fétagið vill tefla vinsældum sínum í tvísýnu með ])ví að hcimta að Grace Ivelly fari að leika aftur, þá getur það gert það. Gróðinn mundi ekki láta á sér standa. Reikningsfróðum mönn- um telst svo til, að félagið hafi misst af níu milljón dollara gróða við að Grace rauf samninginn og giftist. Ef félagið getur sannað þetta og gert kröfu um 9.000.000 dollara skaðabæt- m ,er Grace prinsessu nauðugur einn kostur: að fara til Hollywood og leika. Þvi að Rainier er alls ekki maður til að borga niu milljón doll- ara. Þegar Grace Kelly á sínum tíma færðist undan að taka að sér aðal- blutverkið á rnóti Bing Crosby í myndinni „Bak við tjöldin“ — sömu myndinni, sem hún síðar fékk Os- cars-verðlaunin fyrir — hótaði félag- ið að sekta liana fyrir samningsrof. Það stóð til að lána Paramountfélag- inu hana í þessa mynd. Þá var það sem Grace sagði við blaðamennina: — Til allrar hamingju getur hann pabbi borgað sektina fyrir mig. Það er spurning hvort hann vildi taka upp budduna núna. Niu mill- jónir eru svo mikið fé, að jafnvel mr. Kelly munar um það. Og Rainier get- ur alls ekki borgað það. Svo að cf Metro-Goldwyn héldi kröfu sinni til streitu, mundi Rainier verða að sætta sig við að Grace færi að vinna i Hollywood, innan um þorparana og illmennin ... eins og Rainier orðar það. EINS OG GAMALL SIRKUSHESTUR. Þeir sem bcst þykjast vita fullyrða, að prinsinn mundi ekki fá að njóta þeirrar huggunar í harminum, að Grace þætti sárt að þurfa að fara að leika aftur. Þó að allt leiki í lyndi hjá henni i hjónabandinu, er samt líka ástatt um hana og gamlan sirk- ushest, sem saknar lyktarinnar af saginu á hringbrautinni: hún mundi fagna því að fá að leika aftur. Hún tókst öll á loft þegar einn slyngur Monacobúi, sem liafði auglýsingavit í kollinum ,slakk upp á þvi, að Grace prinsessa skyldi taka þátt i auglýs- ingakvikmynd frá Monaco — til að draga erlenda ferðamenn að. En þó að Monaco vanti tilfinnanlega erlend- an gjaldeyri, ekki síst dollara, vildi Rainier ekki taka þetta í mál. Og þó átti prinsessan aðeins að lcika sjálfa sig, á virðulegasta liátt. Grace prinsessa fær daglega hundr- uð bréfa, sem lialda minningunni um fortiðina vakandi hjá henni. Og hún væri undarleg manneskja ef hún þráði ekki að hverfa til baka til sins fyrra starfs um tíma. Þvi að þó að henni félli ekki Hollywood, var hún kvik- myndamanneskja í húð og hár. George Seaton, leikstjórinn að Oscarsmyndinni „Bak við tjöldin", hefir sagt um hana: „Það sem mér þykir mestu varða um Grace Kclly er að hún er dugleg, og virkileg leik- kona. Ég veit ekki hvort nokkur kvik- myndaleikkona hefir tekið hlutverk sin jafn alvarlega og hún gerir, né veit jafn mikið og bún um leiklist." Skiljanlega hefir hún ekki getað gleymt öllu þessu um leið og biskup- inn i Monaco lýsti blessuninni yfir henni og Rainier og sagði þau vera orðin lijón. Rainier prins verður þá — ef treysta má sögunum — að horfast í augu við þá staðreynd, að Ilollywood geri réttmæta kröfu til konunnar hans. En liann er þegar farinn að brynja sig gegn þeirri kröfu. Það er sagt að hann hafi ráðið kunnan ame- riskan fjármálaspeking, André de Ponte, til þess að koma á skipulagi á fjármálin i Monaco. Ponte kvað hafa gefið honum vonir um, að kúf- fylla ríkisfjárhirsluna og um leið verður Rainier fær um að bjóða ,.lausnargjald“ fyrir Grace. Önnur útgáfa af sögunni er á þessa leið: Það er Rainier sjálfur, sem vill láta Grace fara til Hollywood, þótt hann taki það sárt — í þeirri von að þetta geti orðið til þess að bæta úr fjárhagsörðugleikunum í Monaco. Vonir hans um að Ameríkumenn mundu festa stórfé í Monaco eftir að hann giftist Kelly, bruguðst gersam- lega. Og þá er aðeins ein leið opin: að Grace fari að vinna aftur! En þessa söguútgáfu er hægt að bera til baka. Svo afleitur er fjár- bagur Monaofurstans ekki ,að hann grípi til þessara úrræða. Prinsinn hefir nóg að bita og brenna — þó lionum sé um megn að borga níu milljón dollara sekt. Og svo hefir Grace eina afsökun í bili. Hún á barn í vonum í mars, og varla getur luin farið að leika fyrr en það er afstaðið. ENDIR. Alvegf htisa. Ef vatnið bólgnaði ekki út er það frýs ,svo að ísinn hefir meiri eðlis- þyngd en rennandi vatn, mundi ísinn safnast fyrir á árþotnunum og smá- þykkna þannig að árnar flæddu yfir bakkana og mynduðu klakahcllu yfir stór landsvæði. Þetta mundi liafa í för með sér nýja ísöld i mörgum löndum. <o> Kaupskipaflota Liberiu er orðinn stærri en Noregs, og þó sigldi ckki citt einasta skip undir Liberíuflággi fyrir 9 árum. Þessi óeðlilegi vöxtur stafar af ])vi, að Liberia leppar heim ilisfang ýmissa erlendra siglinga- burgeisa fyrir lágt gjald, og skipin njóta skattfrelsis i landinu. UM NAUTADAUÐA. (Biskupa-annálar Jóns Egilssonar). Anno 1504, þar um, var nautadauði sá þriðji á Hömrum; dóu 13 naut og viða naut á bæjum um Grimsnes. — Þar skammt eptir, anno 1507, varð nautadauði i Miðdal; þar dóu fyrsl tveir hestar á páskadaginn í liesthús- inu, og 13 naut cptir það. Árinu þar fyrir var og nautadauði í Austurlilíð, dóu 10 naut, anno 1500. — Anno 1580 þá varð sá þriði nautadauði á Iválf- hóli; dóu 12 naut. Þaðan var maöur nokkur á hesti upp til Ása, og dó hesturinn af því þar, en nautin siðan 12. Maður einn bar þaðan nokkuð af þessu til sins lieimilis. þar af fékk hann mein aptan á hálsinn, og bólgu um allar kverkarnar, svo hann var dauður eptir fáa daga; siðan hefir hér aldrei orðið vart við þann nauta- dauða. Á dögum herra Gísla kom fyrst sá nautadauði, kapla, sauða og allra kinda anno ... Hann kom, sá dauði, fyrst á Reykjahóla, og hefir einatt orðið vart við hann, allt til þessa. Sumstaðar dóu 18, sumstaðar þaðan af minna, 12 eður 10; svo á köplum og sauðum og ‘llum kindum. Anno 1508 eður þar um varð sá annar nauta dauði á Kálfhóli; dóu 13 naut. — Anno 1552 eður þar um varð sá hinn fyrsti nautadauði, sem menn hafa lieyrt getið, á Kálfhóli, en sá seinasti varð anno 1580, sem áður er sagt. —O— í Lófót liefir fundist spjótsoddur, sem vísindamenn fullyrða að sé að minnsta kosti 4000 ára gamall. Aðeins örfáir spjótsoddar af þessari gerð hafa fundist á Norðurlöndum. . <0> I Bandarikjunum hafa verið gerð vitaljós, sem geta brunnið samfleytt í tuttugu ár, án þess að eldsneyti sé bætt á. <o> Horfur eru á að ýmsar járnbraut- arleiðir i Bandaríkjunum verði lagð- ar niður á næstunni, vegna þess að samkeppni bíla og flugvéla er orðin svo hörð, að brautirnar ganga með tapi. <o> Stóra-Bretland er eina landið i b.eiminum, sem tekist hefir að draga úr umferðaslysum. Þeim fer að visu fjölgandi, en þó fækkandi i hlutfalli við hina auknu umferð. <o> StokkhóJmur er eina borgin á Norð- urlöndum, sem hefir fengið sæmilegar neðanjarðarsamgöngur um borgina. <o> Samkvæmt áætlun, sem UNO hefir íátið gera, verður ibúafjöldi jarðar- innar í byrjun næstu aldar tvöfaldur á við það, sem hann er í dag. UM JARÐSKJÁLFTA. (Biskupa-annálar Jóns Egilssonar). Anno 1581 varð mikill jarðskjálfti á millum krossmessu og fardaga. Þá hröpuðu víða bæir á Rangárvöllum og í Hvolhrepp, og mannskaði varð þá víða, því þcir urðu undir húsun- um: — Á Bergvaði varð undir bænum kona, komin að falli, og tvævett barn, er liún átti, en hún komin i jörð þá maður hennar kom til. —• Einn maður í Lambhaga, á millum á: bitinn brotn- aði og kom á hálsinn á honum: og víðar varð einn maður eður tveir undir. Frá öðrum jarðskjálfta sagði faðir minn mér: liann varð i tið biskups Gizurar, anno 1546; hann varð lika um fardaga, og kom mestur i Ölvesi, þvi þar hrundu víða niður bæir og hús, en ekki minnist ég að þar yrði neitt mannskaði, en Hjalli og allt Hjallahverfi lirapaði. Þann sem nú skeði seinast hirta ég ekki að skrifa, þvi allir muna það. —O— ÍMSAR SLYSFARIR. Anno 1587 rak vindur 2 skip i Sel- vogi, 11 eða 12 menn á hvoru fyrir sig; það skeði á skirdag, en X af þeim báðum komumst upp undir Krýsuvik- urberg á laugardaginn um miðjan morgun; sumir sögðu ekki utan 8. Anno 1569 forgekk frá Breiðaból- stað 12-æringur, rak burt frá Eyjum og að Þorláksliöfn; þar voru 14 menn og komst enginn af. Anno 1570 missti lögmaðurinn Páll sitt skip í Vestmannaeyjum, og voru á 13 menn; hálfum mánuði þar eptir andaðist hann sjálfur. Á hans dögum lierra Gísla var og maður vcginn á Bessastöðum með mathnif af þýskum eptirlegumanni; ])að skcði anno 1584 eða þar um. Anno 1571 drukknaði bóndinn frá Kaldaðarnesi, er Erlendur hét; hann var afi sira Erlends, þar er nú; hon- um I)arst á millum Arnarbælis og þar. Anno 1571 drukknaði þaðan annar bú- andi, liét Jón, mikið mannval, bróðir síra Jóns á Ólafsvöllum. Anno 1577 gekk af Gisli Sveinsson, faðir síra Gvendar og allra ])eirra systkina; en viku þar fyrir missti hann sitt skip í Selvogi, voru á þrett- án menn og vissi enginn hvað af varð; það rak undan. Þrettán dögum þar eptir, það var seinasta dag Aprilis, þá drukknuðu fimm menn í ósnum fyrir utan Arnarbæli, og sá sjiitli komst af, það er Nikulás á Laugum. Á þess- um vetri féllu frá í Hrunamanna hrepp þrettán menn, og urðu ekki sóttdauðir utan tveir. Anno 1570, á dögum herra Gísla, var Jón Grímsson 'veginn á Siðumúla af Jóni murta Eggertssyni: stúnginn með stikkhnifu i öxlina fyrir ofan viðbeinið, — margt þar um rædt. —O—

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.