Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Síða 11

Fálkinn - 22.08.1958, Síða 11
F ÁLKINN 11 Vitið þér...? að giftir menn á Norðurlöndum kunna allra manna best að snúa sér við í eldhúsi? Til dæmis er það svo í Danmörkn, að fjórði liver þeirra manna, sem giftur er konu, sem vinnur utan heim- iiisins, sér um matinn. Af þessu leið- ii', að notkun sjálfvirkra véla í eld- húsi hefir færst mjög í vöxt. að margar milljónir gesta hafa heimsótt aðalstöðvar UNO í New York? Árið 1957 konni hátt á níunda hundrað þúsund gestir í liið fræga stórhýsi Sameinuðu þjóðanna við East River og í apríl byrjun höfðu alls fjórar milljónir gesta skoðað liið fræga stórhýsi, sem nær 90 af þjóð- um heimsins eiga aðild að. Til þess að sýna gestum bygging- una eru jafnan til taks 65 stúdentar. Helmingur þeirra er frá Bandaríkj- unum en hinn helmingur frá ýmsum iöndum Sam. þjóðanna. Þessir leið- beinendur tala samanlagt nítján tungur. <o> Um þriðjungur allra norskra verk fræðinga, sem læra við erlenda skóla, ílendist erlendis að loknu námi. <o> I Stokkhólmi koma árlega i leit- irnar kringum 1000 falsaðir krónu- peningar. SUMARFATNAÐUR Á LITLAR STÚLKUR. Við fylgjum tískunni í bosojakka og hálsmáli eins og stóru stúlkurnar. Hún lyftir kjólnum, þessi litla stúlka, til þess að sýna undirpilsið. Þá er poplin- frakkinn mtíð málmhnappa og gylltar leggingar um kraga og ermar. LITLA SAGAN. RUZICKA: Afbrýðisamir riddoror. Þegar einhver sagði við Michael: Ég mundi verða vilaus af afbrýði ef ég væri í þínum sporum! svaraði Michael allaf brosandi: Af því að allir í skrifstofunum eru ástfangnir af konunnir minni — áttu við það? Það er einmitt ástæðan til þess að ég þarf ekki að vera hræddur um hana. Allir þessir 25 tilbiðjendur kon- unnar minnar hafa nefnilega vel gát á iienni. — Þú vekur nú að minnsta kosti at- hiægi með þessu! sagði einn vinur hans. -— Það finnst mér ekki, svaraði Michael. — Afbrýðisamasti Othello i veröldinni gæti ekki gætt konunnar sinnar betur en þessir 25 tilbiðjendur konunnar minnar gera! Það gerir mér aðeins hægari leik, að þessir tilbiðj- eiidur þekkja mig ekki i sjón. Hérna er sönnunin: Fyrir nokkru fékk ég bréf. Það var karlmaður sem skrifaði: „Að við allir tilbiðjum hina töfrandi frú yðar, verð ég að minnsta kosti að segja yður. Ef ég væri í yðar spor- um mundi ég bara persónulega ...“ Michael hló ánægður, en vinur hans hristi höfuðið og tautaði: „Þú ert öruggur i trúnni, Michael, en ekki mundi ég vera svona viss, ef ég væri I þínum sporum. Lisbeth er þó aldrei nema kvenmaður. Og freistingin, tækifærin og ...“ Tveimur vikum síðar fékk Michael nýtt bréf: „Heiðraði herra! Við verðuih að beina athygli yðar að því, að nýlega sáum við frú Lisbeth á leið frá skrif- stofunni arm í arm með mjög pervis- legum náunga, en þau virtust vera miklir mátar.“ Þegar Lisbeth kom heim úr skrif- stofunni ,sagði Michael við hana: Lisbeth, ég ætla að trúa þér fyrir þessu bréfi! Lisbeth las það og yppti öxlum. Svo sagði hún brosandi: Þeir hljóta að vera orðnir brjálaðir, þessir 25. Ég geng aldrei arm i arm með mönnum, sem ég þekki ekki. — Segðu þá hinum 25 riddurum, að þeir skuli láta mig í friði. Þremur vikum siðar kom nýtt bréf: „Herra minn! Frúin yðar hefir sagt okkur frá hinu óviðfeldna svari yðar. Samt verðum við að benda yðar á, að nú höfum við í annað skipti séð lconuna yðar ganga arm i arm með þessum pervislega og tuskulega manni. Einn okkar gat náð mynd af þeim og sendum við hana hérmeð.“ Michael bölvaði í kross þegar hann lváfði tekið umbúðirnar af myndinni. — Hver getur þessi bölvaður asni verið? hrópaði hann. En þegar hann leit á myndina hló hann svo að tárin hrundu niður kinnarnar á honum. Þessi pervislegi og tuskulegi, þessi ósjálega mannvera, sem gekk arm í ann með Lisbeth af skrifstofunni, var Michael, eiginmaðurinn sjálfur! AMERÍSKUR TÓMSTUNDAKLÆÐN- UR. — Þessi fallegu poplin föt er gott að eiga í sumarfríinu. Regnhlífin mun óþörf því efni fatanna er gagndreypt og heldur vatni. Treyjan og hattur- inn er úr hvítu og gulu, en buxurnar sterkgular, einnig stígvélin. BÓMULLAREFNI MARGS KONAIt. — Áður voru bómullarefnin notuð í eldhús- og gluggatjöld, svuntur og óvandaða kjóla, en nú eru framleidd s\o fín efni sem líkjast bæði tweed og brokade og eru til margra hluta nytsamleg. Sjáið þennan fallega kjól í gulum, rauðum og grænum litum. (Frá Livoli í Milano). -■rSt' _ JK. ★ Tísfuimgndir ★

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.