Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ‘Jramtíðarhöfn suðurláglendisins ÞORLÁKSHÖFN „iÞað er eins og forsjónin liafi ætl- ast til að Sunnlendingar kæinust ekki á sjó, en yið förum það nú samt“, er haft eftir liinum fræga garpi Guð- mundi ísleifssyni á Iláeyri. Og vist er um það, að náttúran hefir skipt ójafnt milli byggðarlaga er hún skóp ísland. Á Vestfjörðum og Austurlandi er náttúrleg höfn svo að segja á ihverju strái og þarf ekki annað en hyggja bryggjustúf fram á marbakk- ann til að hafskip geti lagst að. En á öllu suðurundiriendinu vestan frá Reykjanestá og austur á firði er hvergi höfn, að heitað geti, en á þessu svæði miðju voru og eru enn þétt- býlustu sveitir landsins. Sunnlending- ar fengu frjósamar sveitir i uppbót fyrir hafnleysið. Eyrar eða Eyrarbakki var öldum saman verslunarmiðstöð Sunnlend- inga; þangað urðu Austur-SkaftfelJing- ar jafnvel að sækja verslun áður en skip fóru að sigla á Hornafjörð og Vík. Vestmannaeyjar höfðu útgerð og verslun sem Rangæingar skiptu iitið eitt við fyrrum, en sá var hængurinn á, að stundum var farbann á Rangár- sanda vikum saman vegna brims, svo að þetta var stopult samband. Eyrar- bakki og siðar einnig Stokkseyri var verslunarstaðurinn — og til vara Hafnarfjörður og Reykjavík. Og Sunnlendingar réru til fiskjar, þrátt fyrir hafnbann forsjónarinnar. Þeir réru frá söndunum i Skaftafells- og Rangárvallasýslum, og þeir réru frá Loftstöðum, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Herdísarvík, Selvogi, Krísuvik og Grindavík. Og þeir sendu vermenn á Suðurnesin, eins og Norðlendingar. En fyrst og fremst réru Sunnlending- ar í Þorláksihöfn. ÞORLÁKSHÖFN. Þar var tvímælalaust frægasta veiðisstöðin. Þar fengu menn að jafn- aði beslan hlut, bæði vegna þess að róðrardagar urðu fleiri en t. d. á Stokkseyri og Eyrarbakka, og vegna þess að staðurinn var nær góðum fiskimiðum. Skiprúm í Þorlákshöfn girntust flestir ungir menn á Suður- landi mest; þar voru að jafnaði liæst- ir hlutirnir og þar þótti að jafnaði hest að vera, þótt ekki verði sagt að verbúðirnar þar væru neinir sælu- staðir, fremur en í öðrum verstöðvum í þá daga. Og lifi manna þótti minni hætta búin í Þorlákshöfn en annars staðar, lendingin var i vari fyrir úr- synningi, auk landáttarinnar, og þarna voru ekki liraunrimar með sam- felldum brimgarði fyrir utan leguna, eins og á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þeir urðu mörgum manni að bana. Og þegar sundin lokuðust þar eystra var helsta vonin sú að leita lendingar i Þorlákshöfn. Þorlákshöfn ber nafn Þorláks bisk- ups helga, og iminnmæli segja, að hann liafi tekið land þar er hann kom úr biskupsvígsluferðinni. En engu ó- liklegra er þó, að staðurinn hafi feng- ið nafnið eftir að farið var að telja Þorlák helgan mann, og að það sé þannig til komið, að menn í sjávar- háska leituðu á þennan stað og héti á Þorlák lielga til fulltingis sér, og þess vegna liafi staðurinn fengið nafnið. Öldum saman hefir verið útræði i Þorláksliöfn. Um aldamótin 1700 gengu þaðan um 40 skip, en ekki er vitað hve stór þau yoru; gera má ráð fyrir að þau hafi verið minni en opnu róðrarskipin sem gengu þaðan nm aldamótin síðustu, en á þeim voru 14—16 manns að öllum jafnaði. Má gera ráð fyrir að á siðari hluta 19. aldar og fyrstu árum þessarar hafi verið meiri útgerð í Höfninni en nokkurn tima fyrr, þvi að um alda- mótin gengu þaðan 40 skip og mun áhöfn þeirra hafa verið samtals kringum 600 manns. Alla 19. öldina hafði sama ættin „setið að völdum" i Þorlákshöfn. Fyrst Magnús Beinteinsson, faðir þeirra Gísla kennara, Sigurðar stór- bónda á Skúmsstöðum og Árna, sem tók við Þorlákshöfninni eftir föður sinn. En eftirmaður Árna varð Jón sonur lians, sem sat staðinn með prýði í fjölda ára. Tveir synir hans voru formenn í Þorlákshöfn, og tengda- sonur Jóns. Jón á Hlíðarenda Jóns- son var formaður í Þorlákshöfn í 46 vertíðir. Voru þeir frægir um allt Suðurland, og enda viðar, ýmsir for mennirnir úr Höfninni, ekki síst þeir Óseyrarnesbændurnir Grímur Gísla- son og Þorkell Jónsson, og afkomend- ur þeirra, sem sumir eru enn starf- andi far- og fiskimenn. Þá var það siður að kveða formannsvisur, og í einni segir um Þorkel: Þorkell Nesi frægur frá, fimur hlés á mýri, týs í vési vendir sá vænu trés á dýri. en um Grím er þessi vísa: Grímur beitir gnoð i vind, gróða tamur vési, frægur stýrir flóða liind frá Óseyrarnesi. Það vantaði yfirleitt hvorki kenn- ingar né rím i þessar formannavísur, og urðu lieilar rímur úr, þegar kveð- ið var um alla formenn í Höfninni og hver fékk tvær visur eða fleiri. VÉLAÖLDIN kippti stoðunum undan gömlu út- gerðinni í Þorlákshöfn. Þegar fyrstu togararnir konm til Reykjavikur og vélbátarnir gerðu Vestmannaeyjar að Paradís sáust þess fljótt merki i Ár- nes-, Rangárvalla- og Skaftaf.sýslum. Allir nema einyrkjar sendu þá mann i verið, og sum heimili tvo, og þeir koniu heim í lokin og aflinn þeirra á vorlestunum: freðýsa eða glær, hert- ir þorskhausar og saltað „tros“, en þorskurinn lagður inn i kaupstaðnum. Það mun ekki ofmælt, að vertíðar- •hluturinn hafi gert betur en borga húsbóndanum kaup vinnumannsins, sem hann sendi í verið. Sex hundruð fiska hlutur var algengur í Þorláks- höfn þessi árin um aldamótin. En á fáum árum breyttist hagur flestra bænda svo, að þeir liöfðu eng- an til að senda í verið. Fólkið var farið að flytjast úr sveitunum, sumir leituðu gulls og gæfu i Vestmanna- eyjum, aðrir fluttust til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, fóru á togara og höfðu upp úr sér margfalt vinnu- mannskaup á nokkrum mánuðum. Og bændurnir reyndu að halda búskapn- um í horfinu með því að ráða til sín kailpafólk, en jafnvægið milli kaup- gjalds og afurðaverðs fór út um þúf- ur, með þeim afleiðingum að kreppan mikla kom yfir bændastéttina. Árið 1906 hafði hinn ágæti hug- kvæmdamaður Gísli Gíslason silfur- smiður í Óseyrarnesi, gert tilraun ii.eð þorskveiðar í net, eins og þá var farið að tíðkast í sumum veiði- stöðvum. Nokkur ár áður hafði hann veitt linýsu og veitt vel. Tilraun hans með þorskveiði i net gekk vel og fóru menn almennt að nota jiessa veiðiaðferð seinnipart vertíðar, næstu árin. Gerði Gísli ýmsar umbætur á þorskanétunum og veiðin gekk svo vel að skipum fjölgaði. Fyrsta netveiði- árið gengu 15 skip úr Þorlákshöfn en árið 1913 voru þau orðin 24, og árið 1916 voru þau 29. En úr því fór út- gerðinni að hnigna. Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri hafði orðið eigandi Þorlákshafnar 1912, eftir fráfall Jóns Árnasonar, og rak bæði útgerð og verslun þar næstu árin. En skipunum fækkaði. Árið 1929 gengu aðeins fimm skip frá Þorláks- höfn og liæsti hlutur á þeirri vertíð var aðeins 126 fiskar. Og árið 1934 gekk aðeins ottt skip úr Höfninni. Hún var að lognast út af sem verstöð þeg- ar Kaupfélag Árnesinga keypti hana, sama ár. Hér þurfti nýrra úrræða við, fyrst og fremst að bæta lend- ingarskilyrðin svo, að hægt væri að gera út vélbáta, og ennfremur varð Séð yfir Þorlákshöfn í áttina til Geitafells og Hellisheiðar. Fremst t. h. steinsteypt ker, ætlað í framlengingu hafnargarðsins, en fremst í miðju netaskúrar. Miðsvæðis á myndinni sjást gaflar gömlu bæjarhúsanna, en bak við þau t. v. fiskverkunarhús og yfir þau sést á gaflana á hinu stóra fiskgeymsluhúsi, sem að nokkru leyti er eitt elsta hús landsins, flutt hingað af Eyrarbakka. Ljósmynd: Ottó Eyfjörð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.