Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Þetta er nýja byggðin í Þorláshöfn, sem risið hefir upp á síðustu átta ár- um, vestast í túninu. Ljósmynd: Ottó Eyfjörð. að bæta skilyrðin til jiess að liægt væri að nýta aflann. Á næsta ári taefst svo kaupfélagiS handa. Vélarnar höfðu gert út af viS útgerðina í Höfninni, en nú skyldu sams konar vélar skapa skilyrSi fyrir ENDURREISN ÞORLÁKSHAFNAR. ÁriS 1935 gengu þaSan 4 vélskip og þremur árum síSar voru þau orSin tiu. KaupfélagiS hyggSi þegar fisk- verkunarstöS ásamt lifrarbræSslu, fceinamyllu og verbúSum. Lendingar- skilyrSi voru bætt. Og áriS 1938 fékkst af opinberu fé styrkur til byggingar hafskipabryggju. sem veriS hefir í Tveir smókingklæddir og vindla- reykjandi stássmenn hittast i sam- kyæmi. Og annar segir: — Þér eruð fyrsti vitiborni maður- inn, sem ég hitti hérna. — Er það satt? Þá hafið þér ver- ið heppnari en ég! VERÐLAUNA-MODEL. Á modella-sýningu í London voru I. verðhiun veitt fyrir líkan af enska tundurspillinum „Grenville", sem nú hefir verið breytt í freygátu. Dreng- urinn, sem er að skoða líkanið, held- ur í hendinni á verðlaunabikarnum. Hann er úr gulli og kostaði yfir 100 sterlingspund, gefinn af rússneskum líkanasmiðum. smiðum síðan og er nú orðin á 3. liundraS nietra löng. Á striSsárunum kom afturkippur i framkvæmdirnar, vegna erfiðleika á aS fá mannafla. Árið 1945 keyptu Árnes- og Rang- árvallasýslur Þorlákshöfn af Kaup- félaginu. Og þrem árum síðar var stofnað útgerðarfélagið „Meitill h.f.“, sem gerir út G vélbáta, en tveir aðrir bátar eru einnig gerðir út frá Þorláks- höfn, flestir eru bátarnir 25—35 lest- ir. 1 vondum veðrum er ekki hægt að leggja bátunum við hafskipabryggj- una, og verða þeir því að liggja i „múrningum" á legunni. En það er varhugavert fyrirkomulag, og hentar sist stórum bátum. Því að í land- synningsveðrum er bátunum hætt á legunni; þannig rak tvo báta í land árið 1953 og gerónýttust báðir. ÞaS cr því full þörf á meiri hafnarvirkj- um á þessum stað. Til þess að höfnin verði örugg þarf varnargarð gegn landsynningum. Þegar þess er gætt, að ekki er nema hálftíma sigling af þessari höfn á ein bestu og vissustu fiskimið lands- ins, verður ljóst hve ómissandi þaS er að búa fiskiskipunum örugga liöfn. Bátarnir í Þorlákshöfn liafa skilað allt að 600 lesta afla á vertið, og er það ágætur afli. Vertiðin hefst um miðjan janúar og er ])á notuð lína fram í miðjan mars, en úr þvi eru notuð net fram til loka. Á síðasta ári var afli þessara 8 báta hátt á 5. þúsund lestir. Frystihús er ekki enn komið í Þorláksliöfn, og þess vegna var aflinn ýmist saltaður eða hertur, eins og í gamla daga. Að- al saltfiskgeymslan rúmar um 1200 lestir af fiski. ÞaS eru gömlu húsin frá Lofoliisverslun á Eyrarbakka, sem þarna eru komin með hárri stein- steyptri undirbyggingu. Voru þau koypt og flutt í Höfnina árið 1948, og geta vafalaust staöið óralengi enn, því að sjaldgæft mun að sjá jafn góð- an við hér á landi og þann, sem var í þessum liúsum. Vegna frystilnisvöntunar er ekki liægt að stunda útgerð í Höfninni nema á vetrarvertið og bátarnir leita því í aðrar veiðistöðvar á öðrum tima árs. En nú er bygging hafin á stóru hraSfrystihúsi, sem á að verða fullgert snemma á næsta ári, og verð- ur það svo við vöxt, að það fullnægi þörfinni þótt bátafjöldinn aukist að mun frá því sem nú er. En ótvírætt fjölgar bátunum jafnharðan og hafn- arskilyrðin batna. Niðurlag í næsta blaði. GOÐ ÆSKUIVIVAR 8. — Hún er ekki með öllum mjalla, sagði fólkið þegar það fréttist að Esther Williams, þessi mikla dyggadrós, væri að skilja við Ben Gage, manninn sinn í tíu ár og föður ])riggja barna bennar. Og hjónadjöfullinn var Jeff Chandler, hvitur fyrir hær- um en kvennagull samt. Þau höfSu leikið saman i kvikmynd- inni „Raw Wind In Eden“. Þessi mynd varð orsök tvennra hjóna- skilnaða. Esther hefir þótt afbragðs manneskja. Hún bakar fyrirtaks kökur, stýrir bíl meistaralega, Estbtr Willkme reykir ekki, hefir aldrei smakkað bjór — og sefur í bómullarnátt- kjól, sem hún saumar i sjálf. Hún spilar ágætlega poker og saumar hattana sína. En frægust er hún fyrir sund- kunnáttu sina. Hún fæddist i Orchard Street 1922 i Inglewood, Kaliforniu, og var yngst fjögurra systkina. Foreldrar hennar fóru með hana i sjó frá því að hún var smákrakki. Þegar hún var 8 ára var byggður íþróttavöllur og sundlaug skammt frá heimili hennar. Þar lærði luin sund. Hún vann fyrir kennslunni með því að sortera handklæöi — fékk klukkutíma kennslu fyrir liver hundrað handklæði. Þegar hún var 15 ára sá þjálf- ari frá Los Angeles liana synda. „Hún getur orðið meistari eftir 4 ár,“ sagði hann. „Svo lengi get ég ekki biðið,“ svaraði hún. „Ég ætla að verða meistari á tveim árum. Og það gerði liún. Iiún vann 100 metra, frjáls aðferð, setti met á 100 m. bringusundi og synti líka 200 og 400 metra á góðum tíma. Hún fór að æfa sig undir Olympiuleikana í Helsinki. En svo kom stríðið, og þeini var frestað. Nú var Esther orðin 18 ára, fædd 8. ágúst 1922. Og hún gat ekki lifað á heiðurspeningunum sem hún fékk fyrir sund. Hún réðst sem sýnistúlka til Los Angeles. En svo bauðst henni að sýna sund á heimssýningunni í San Francisco. Tilboðið var svo freistandi að Esther gerðist at- vinnu-sundkona. Og nú fóru kvikmyndafélögin að ganga eftir henni. Loks gerði hún samning við MGM (Metro Goldwyn Mayer), og 1942 kom hún fram i fyrstu kvikmyndinni sinni, „The Iloodlum Saint“ með William Powell. Svo kom Ben Gage til sögunnar. Hann var að draga sig eftir hcnni í tvö ár, og loks giftust þau 25. nóv. 1945. Þetta varð besta hjónaband og þó Esther eignaðist 3 börn hélt hún sama fallega vaxtarlaginu, og heldur því enn. Hvernig stóS á að hún skildi við Ben? Hann var orðinn nokk- uð þungur i vöfunum, hafði engan áhuga fyrir sundi eða neinu nema sjónvarpslýsingum, en þær voru lifibrauð hans. Svo kom Jeff Chandler til sög- unnar, fertugi Jeff með silfur- gráa hárið. Hann var iþróttagarp- ur og kunni að meta sundið. Og 'honum var fleira til lista lagt og er bráðgáfaður. Hann getur sung- ið, málað, leikið og skrifað — það er fátt, sem hann kann ekki. Hann iðkar allar þessar fögru listir, cn leiklistina þó mest. Fæddur er hann i Brooldyn, en foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára. Svo ólst liann upp hjá afa og ömmu. Margie konu sinni kynntist hann 1941, er þau léku i sama smáleikhúsinu. Og hún kom lion- um til manns. Þau eignuðust tvö börn og löptu dauðann úr skel saman. En svo gerðist það að Esther og Jeff sáust saman í miðdegis- verSi i veitingahúsi í Ilotlywood. Fimm dögum siðar krafðist Margie skilnaðar við Jeff. Heimt- Framhald á bls. 14. V 3 % Esther Williams og Jeff Chandler.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.