Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ESTHER WILLIAMS. Frh. af bls. 5. aði 5000 dollara meðlag á mánuði og 1.500 dollara fyrir iivert barn að auki. Og um sama leyti fréttist að Esther og Ben væri orðin saupsátt. Ben fiutti að heiman og Estlier meðgekk að tólf ára hjónaband þeirra væri i voða. Og svo léku jjau Esther og Jeff saman í mynd, sem gerðist suður í allri rómantíkinni í ítaliu. Og stóðust ekki mátið. — Nu er eftir að vita hvort ástarvíman gufar ekki upp úr þeim báðum i freistingaborginni Hollywood. HARMSAGA ÚR HITABELTINU. Framhald af bls. 9. hvað koma út úr myrkrinu. Það var bjarmi kringum þau frá lampanum á borðinu, en svo tók svartnættisdimm- an við. — Mér finnst hálfkalt i kvöld, sagði Madena allt í einu. — Viltu fara inn og ná í sjal handa mér? Sarroway stóð upp og fór inn. Þau sáu ljósið frá vasaljósinu hans liverfa inn i svefnherbergið, og að vörmu spori heyrðu þau óp og svo skothvell. I.æknirinn ætlaði að spretta upp en Madena stöðvaði hann. Augu liennar voru stór og dimm. — Farðu burt! heyrðu þau Sarro- way hrópa. — Farðu! — Já, ég drap þig til þess að Murray skyldi fá sökina .. . Labbish! starðu ekki svona á mig. Farðu, segi ég! Madena sleppti liandleggnum á lækninum og 'hann óð inn. Sarroway stóð við rúmið með vasaljósið i ann- arri hendi og skammbyssu í hinni. Skammt frá honum lá kopra á gólfinu, með hausinn reistan til áhlaups. Aug- un voru köld og hörð í birtunni. Sarroway var óður. Madena kom á eftir. Hún gekk að nöðrunni og sparkaði í hana. Hún er útstoppuð, sagði hún. — Labbish gaf mér liana nokkru áður en þú drapst liann. Loks tókst lækninum að sefa Sarro- way. Einhverjir þjónanna höfðu komið hlaupandi er þeir Iieyrðu há- reistina, og hjálpuðu til að binda liann. Hann hafði ekki tekið eftir því sem Madena sagði, en hrópaði aftur og aftur að hann hefði drepið Labb- ish. Hann var fluttur niður í kaupstað- inn daginn eftir. En liann fékk aldrei dóm, lionum tókst að ná i hníf i fangeslinu og fyrirfór sér þar. Madnea fór til Englands. Ári síðar fór Gil þangað líka og sótti hana. En þau keypti sér plantekru langt burtu þaðan, sem þau liöfðu kynnst fyrst. LOFTLEIÐIR. Framh. af bls. 3. Sivaxandi flutningaþörf olli ])vi, að félagið jók starfsemi sína mjög fyrstu árin með kaupum á nýjum tegundum flugvéla og fjölgun áætlunarferða. Keyptar voru flugvélar af Grumman — Anson — Catalina — og Douglas- gerð. í febrúarbyrjun árið 1952 ákvað fé- lagið að liætta innanlandsfluginu. Til ]>ess lágu þau rök, að flugleiðunum hafði þá verið skipt milli Loftleiða cg Flugfélags íslands. Loftleiðir töldu fjárhagsgrundvöll ekki nægilega tryggan fyrir hagkvæmum rekstri á þeim flugleiðum, er félaginu hafði \erið heimilað að fá, en fyrir því var ákveðið að hverfa eingöngu til milli- landaflugsins og selja allar þær flug- vélar, er notaðar liöfðu verið til flug- rekstursins innanlands. Saga millilandaflugs félagsins hefst með kaupum þess á fyrstn Skymaster- flugvélinni árið 1940, cn örlagaríkasti áfanginn er tvímælalaust sá, sem varð- ar leyfið til Ameríknflugsins, er veitt Lárétt skýring: 1. jurt, 5. rusl, 10. meðvitundarleysi, 11. þokan, 13. íþróttafélag, 14. nart, 10. vindblær, 17. tónn, 19. blaut, 21. bávaða, 22. kraftur, 23. í bálsi, 24. veiði, 26. hlutaðeigandi, 28. karl- mannsnafn, 29. drenghnokka, 31. planta, 32. leiðarljós, 33. beiskur, 35. hristist, 37. forsetning, 38. tveir eins, 40. tíðir, 43. gyðja, 47. trúni, 49. skjög- ur, 51. kaðall, 53. álögu, 54. nöðru, 56. kjötbiti, 57. forskeyti, 58. góla, 59. elskar, 61. karlmannsnafn, 62. sam- hljóðar, 63. hestur, 64. sprunga, 66. fangamark, 67. stækkuð, 69. rannsókn- ir, 71. skjal, 72. hrapa. Lóðrétt skýring: 1. samliljóðar, 2. ambátt, 3. viðbót, 4. rausn, 6. gjá, 7. dans, 8. skel, 9. átt, 10. haf, 12. lykkja, 13. pár, 15. skrill, 16. bólstur, 18. óliðleg, 20. hestur, 23. hræðsla, 25. straumur, 27. ending, 28. stafurinn, 30. ergjast, 32. færi, 34. þakbrún, 36. þrír eins, 39. ákafar, 40. tóntegund, 41. stafur, 42. fugls, 43. stundar, 44. skagi, 45. tindur, 46. látin, 48. fugl, 50. bljóðst., 52. höfuðborg, 54. var árið 1948, en það hefir alla tíð síðan verið eitt helsta lífakkeri fé- lagsins og á grundvelli þess var á- kveðið árið 1952 að endurskiupleggja alla starfsemina og freista þess að koma á föstum og reglubundnum flug- ferðum milli Bandaríkjanna og Norð ur-Evrópu með viðkomu á Islandi. Eftir að endurskipulagningin hófst árið 1952 hefir vöxtur starfseminnar verið mjög öruggur frá ári til árs. Við árslok 1952 var tala fluttra far- þega frá stofnun félagsins ekki orðin nema rúmar 95 þúsundir, en siðan hefir hún farið sívaxandi og er nú alls orðin um 205 þúsundir. Farþega- fjöldinn reyndist á s. 1. ári 26.702, en það er hæsta farþegatala félagsins á einu ári og mjög athyglisverð, þegar þess er gætt, að um mesta annatím- ann, sumarið 1958 var ferðafjöldinn nokkru minni en sumarið 1957. Þetta verður augljóst, þegar horft er til yf- irlitsins um sætanýtingu flugvélanna, sem hefir farið sívaxandi og var liún á s. 1. ári 70% að meðaltali, en það er, miðað við niðurstöðutölur annarra flugfélaga, mjög góður árangur. rengla, 55. sníkja, 58. mánuður, 60. svíðingsliáttur, 63. þrir eins, 65. fauti, 68. fangamark, 70. tónn. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. slapa, 5. ybbin, 10. gnýpa, 11. las- in, 13. Re, 14. surg, 16. víns, 17. As, 19. orf, 21. Rín, 22. inn, 23. att, 24. svak, 26. sanka, 28. ýnir, 29. tinla, 31. unn, 32. hrani, 33. sópað, 37. RL, 38. EE, 40. príla, 43. asinn, 47. prjál, 49. kák, 51. fúinn, 53. æjar, 54. gumar, 56. aðan, 57. lús, 58. fyr, 59. for, 61. spá, 62. LP, 63. alls, 64. iður, 66. UL, 67. atlot, 69. Inkar, 71. æstar, 72. iðnir. Lóðrétt ráðning: 1. SN', 2. lýs, 3. apur, 4. París, 6. hlína, 7. bann, 8. iss, 9. NI, 10. gerfi, 12. natin, 13. rosti, 15. gnauð, 16. vikna, 18. strit, 20. fans, 23. amar, 25. kló, 27. NN, 28. ýra, 30. apríl, 32. hneif, 34. all, 36. nes, 39. spæll, 40. pjas, 41. rár, 42. akurs, 43. ákafi, 44. núa, 45. niðs, 46. annál, 48. rjúpa, 50. ÁM, 52. napur, 54. gylta, 55. roðið, 58. flot, 60. runn, 63. als, 65. RKI, 68. TÆ, 70. AR. Til gamans má geta þess að saman- lagður flugstundafjöldi vélakosts fé- lagsins frá upphafi starfseminnar er nú orðinn 68.248, en það jafngildir tæplega 8 árum, en það samsvarar rúmum 26 ferðum fram og aftur milli tungls og jarðar. Um s. I. áramót voru rúml. 180 manns í þjónustu Loftleiða, auk um 20 erlendra flugliða, er unnu í lcigu- flugvélum félagsins. Flestir voru í Reykjavík, 110, en þar næst í New York 37 og 12 í Þýskalandi, en færri i öðrum erlendum skrifstofum. Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun starfs- fólks með vorinu vegna hinnar vænt- anlegu aukningar flugrekstursins. Loftleiðir hafa nú eigin skrifstofur í New York, Chicago, San Francisco, Glasgow, London, Kaupmannahöfn, Hamborg, Frankfurt og Luxemborg, en auk þess aðalumboðsmenn víða um heim. Velta félagsins hefir farið sívaxandi undanfarin ár og var í fyrra um 90 milljónir króna. Hlutafé félagsins er nú 4 milljónir og eru eigendur þess milli 6 og 7 luindruð, en í þeim hópi má t. d. finna fiesta starfsmenn Loftleiða. Öruggt eftirlit forráðamanna fé- lagsins með því, að jafnan sé farið að ströngustu alþjóðlcgu öryggiskröfum, samfara stöðugri þjálfun flugliðsins, hefir fullvissað menn um það, að allt væri gert, sem í mannlegu valdi stendur til þess að tryggja öryggið sem allra best. Stöðug viðleitni til þess að bæta alla fyrirgreiðslu á jörðu og i lofti liefir leitt til þess, að margir viðskiptavina félagsins kjósa það af þeim sökum einum framar öðr- um til ferða sinna, en allt þetta þrennt, hófleg fargjöld, traust eftir- lil með öryggi og góð þjónusta hafa á liðnu ári tryggt félaginu ágæta sætanýtingu og gefið fyrirheit um, að liið nýbyrjaða aldursár muni einnig reynast liagstætt. Fimmtán ára saga þeirra, sem i önd- verðu hófu merki Loftleiða, gefur einnig nokkra vísbendingu um það, að óbilandi trú á réttan málstað og öruggur vilji til þess að leggja allt i sölur fyrir hann er framar öllu öðru frumskilyrði þess, að horfa megi við eyktamörk til ánægjulegra áfanga á þeirri braut sem mörkuð var i öndverðu. Stofnendur Loftleiða við Grunnmanflugbát félagsins. Frá vinstri: Iíristinn Olsen, Sig- urður Ólafsson og Alfreð Elíasson. s

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.