Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.03.1959, Blaðsíða 6
6 PÁLKINN í ATOM-KAFBÁT UNDIR NQRÐUR-ISA IV. G Ií E I N . Hér birtist Iokaþáttur sögunnar um siglingu „Nautilus“, sem tal- in er merkasta siglingaafrek þessarar aldar. Sagan, sem rit- uð er af kafbátsforingjanum sjálf- um, kemur út í heild á kom- andi hausti, prýdd fjölda mynda og gefur Oliver Steinn í Hafnar- firði bókina út. Það hrafl úr ferðasögunni, sem Fálkinn hefir birt, ætti að verða til þess, að margir bíði þeirrar bókar með óþreyju. SNÖGGKLÆDDIR Á NORÐURPÓLNUM. 'Klukkurnar um borð í „Nautilus“ sýna 19 (Seattletimi). Hreyfillinn, sem hefir flutt okkur 200.000 kiló- metra murrar jafnt og þétt. Nálin á elektron-logginni sýnir yfir 20 sjó- milna hraða, dýptarmælirinn kringum Í20 metra. Ratsjáin er svo næm að hún verður vör við smáfugl á sjónum i kílómetra fjarlægð. Yfir okkur er oendanleg isbreiðan. Nokkra kílómetra framundan okk ur — beint norður — er norður- hcimskautið! Engin manneskja á jarðríki hefir nálgast þennan blett með jafn þægi- legu móti og við. Uppi á ísunum væl- ir stormurinn yfir veglausa eyðimörk og byltir ísjökunum með ferlegu afli. En liérna inni i „Nautilus“ er 24 stiga hiti og rakinn 46%. Lútsterku kaffi er hellt i bollana, grammófónninn í skipsmannaskálanum gengur si og æ — piltarnir eru snöggklæddir -— al- búnir til að halda upp á þennan merk- isviðburð i veraldarsögunni. Engar klukkur hringja þegar við förum um norðurpólinn. Og vitanlega finnum við enga breytingu á skipinu. En mælitækin segja okkur livar við erum. Og við erum staðráðnir að hitta naglann á liausinn. Ég er kominn inn i stjórnklefann ásamt Shep Jenks og Rayl. Og þó við séum svo norðarlega sem liægt er að komast á hnettinum, erum við kófsveittir. Tom Curtis, sérfræðingur okkar frá North American-smiðjunum, beyg- ir sig yfir mælitækin og starir á vis- ana. Ég hefi beðið .Tenks að segja tit jiegar við séum 6 km. frá pólnum. Nú eru aðeins nokkrar sekúndur þangað til. Jenks gefur mér bendingu og ég geng að símanum. Póllinn er 6 km. framundan. Ég sting upp á hátíðlegri I.eiðin sem „Nautilus“ fór frá Pearl Harbor til Portsmouth og þaðan til New Yorlt. Kafbáturinn fór skammt fyrir vestan íslandsstrendur. þögn þegar við komum á blettinn ... Grammófónninn er stöðvaður og á sama augnabliki kemur þögn yfir alla. Eina hljóðið sem heyrist er tístið i þrettán ratsjám, sem sýna okkur hafs- botninn, isinn yfir okkur og svart liafið framundan. Ég lit á fjarlægðarmælinn og tel upphátt: — átta .... sex .... fjórir .... þrír .... tveir .... einn .... núll! Svo bæti ég við: — Þann 3. ágúst 1958, klukkan 23.15 .... Fyrir Banda- ríkin og Bandaríkjaflotann: Norður- póllinn. NÝ NORÐVESTURLEIÐ. Ég heyri húrrahrópin úr háseta- klefanum og lit útundan mér til Toms Curtis. Hann brosir. Elektronheilinn hans hefir gefið okkur vissu um hven- ær við fórum um pólinn — með sek- úndu nákvæmni. Curtis segir: — Já, kapteinn þér getið vel sagt að við höfum komið við „oddinn“ á pólnum. Ég get ekkerl sagt, ég er svo hróð- ugur yfir þvi, sem „Nautilus“ hefir gert. Kafbáturinn hefir markað nýja norðvesturleið undir sjónum, sem er mun styttri en sjóleiðin milli Kyrra- bafs og Atlantshafs. „Nautilus“ hefir hafið nýtt timabil og sigrað hið ó- gestrisna íshaf. Vísindaáhöldin okkar hafa gefið glögga mynd af þessu ó- rannsakaða svæði. í fyrsta skipti i sögunni hefir skip komist á norður- pólinn. Og aldrei fyrr hafa 110 menn verið samankomnir á pólnum i einu. Ég var lireykinn af „Nautilus" en gat ekki fundið að ég hefði unnið neinn persónulegan sigur. Að við kom- umst á pólinn var samstarfi svo margra manna að þakka: Eisenliower forseta, Arleigh Burke aðmirál, Rick- ower aðmírál, sem umbætti reaktor- inn, sérfræðingunum hjá Sperry Gyroscope og North American Aircraft Corp. — Já, og svo skips- höfninni, sem örugg sigldi fleyi sinu að marki. HRÆÐILEG TILHUGSUN ... Hyraan Rickover aðmíráll var fyrsti maðurinn, sem gekk um borð í „Nautilus“ er kafbáturinn kom til New York. Hér sést hann stíga um borð, en William Anderson tekur á móti honum. Nú beindist hugur allra að næsla viðfangsefni: að finna leiðina suður i Atlantshaf. Án þess að breyta stefnu héldum við áfram, beint í suður. Að- aláttavitinn snerist í hring og kyrrð- isl svo á nýjum baug. Aulcakompás- avnir sýndu enn norður, því að þeir bentu út i geiminn og snerust með sama hraða og jörðin. Mennirnir við slýrið mögluðu yfir að eiga að stýra suður, eftir kompás, sem benti norður. Hraðinn var yfir 20 sjómílur. Ivlukkan 7, þann 4. ágúst vorum við komnir 386 km. frá pólnum og nú var gyrokompásinn orðinn rólegur á réttum hádegisbaug. Ég bað siglingafræðinginn um slefnuna til hafsins milli Grænlands og Svalbarða. Það var alls ekki auð- velt. Til þess að halda réttri stefnu urðum við að breyta stefnu um eina gráðu fyrir livcrja lengdargráðu sem við fórum yfir. Og af því að þarna eru lengdargráðurnar svo stuttar taldist okkur til að við þyrftum að lireyta stefnu 26 sinnum — með 20 minútna millibili. Kl. 4 að morgni þann 5 ágúst vor- um við í íslausum sjó um stund. Svo kom þykk isbreiða, nær 20 km. breið. Þessi ís var ekki eins og þafisbrúnin, sem við höfðum séð árið áður. Hann var miklu smágerðari. Þegar lóðað var i næsta skipti reyndist dýpið vera

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.