Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Slalin Allee er falleg gata, en virðist vera óþarflega breið fyrir umferð- ina. Myndin er tekin kl. 10 að kvöldi. Berlín árið 1949 og „loftbrúin“ var eina sambandið við umheiminn. Á k.völdin er Vestur-Berlín eitt líóshaf, en yfir austurborginni er dimmt. Og umskiptin eru skjót þegar komið er gegnum Brandenburger Tor og inn í Unter den Linden. Það fyrsta sem ferðamenn spyrja um er þeir koma á götu í Austur- Berlín: „livar er allt fólkið?“ Þvi er erfitt að svara. Þarna sést hvergi iðandi manngrúi eins og i vesturborginni. Aðeins nokkrar bræður á stangli. Bílarnir sem sjást eru flestir af gamalli gerð og legg- ur af þeim svartan reyk, því að þeir nota gervibensin. Á Alexander Platz, sem fyrrum var mikið verslunarhverfi með glæsi- legum búðum, eru nú aðallega stjórn- arverslanir. Aðeins blómabúðirnar þar sýna enn lif og liti — þær eru reknar af einstaklingum. 1 verðlist- unum stendur að kvenfólkið geti feng- ið föt á sig ódýrar en i vesturborg- inni. En peningarnir eru aðeins fjórðungs virði af nafnverðinu. Margt fólk i austurborginni fer i vestur- borgina til að versla, þó að það eigi í rithöfundafélaginu segir eitt gáfnaljósið: — Það er tilbreytinga- leysið, sem gerir lifið grátt. Háls- bindið þitt er alveg eins og hálsbindi mannsins, sem situr þarna við næsta borð. Öll blöðin eru eins. Og í kvik- myndahúsunum er sami áróðurinn í öllum myndunum. Þegar embættismaður í Austur- Berlín er spurður hvers vegna vest urborgin líti miklu betur út en aust- urborgin, svarar hann: — Það er leik- sýning, sem borguð er með styrkjum. Og að vissu leyti er þetta rétt. Vest- ur-Berlin, fær margvislega styrki, í sárabætur fyrir það að hún er um- kringd af kommúnistum. Iðnaðurinn í Vestur-Berlín borgar vægari skatta en gerisl í öðrum borgum Vestur- Þýskalands. Og Washington styrkti endurreisn borgarinnar með yfir 750 milljón dollurum. En kommúnistar reyna lika að láta austurborgina líta sem best út, og hindra flóttamannastrauminn vestur. Austur-Berlín hefir Stalin Allé, ágæta óperu og afarstóra rússneska sendi- sveitarbyggingu. Og íbúar austur- borgarinnar fá meiri vörur en aðrir íbúar Austur-Þýskalands. 8ERUN ausian fárntialds og vestan ^ Höfuðborg hins tvískipta Þýska- '' lands er oft nefnd um þessar \ r \r mundir, vegna þeirrar raðagcrð- \'r ar Krustsjevs að gera „fríríki" ' ' úr allri borginni. Vesturveldin telja að þetta væri það sama sem '' að kippa allri borginni austur \r - \r fyrir tjaldið. I grein þessari lýsir ö Seymor Topping muninum á ^ kjörum fólks í Austur og Vestur- Yr Berlín. íbúarnir vita hvernig Y þeir svara. í NÍU ÁR hafa kommúnistar ráðið yfir Austur-Berlín og reynt að keppa við lýðræðið í Vestur-Berlín. Þær þrjár milljónir manna sem eiga heima i höfuðborg Þýskalands vita því bet- ur muninn á austri og vestri en nokk- urt annað fólk í veröldinni. Þess vegna hlæja Berlínarbúar — sumir gegnum tár — að áróðri Iírustsjevs og fyrirætlun hans um að gera Berlín að „fríríki". Og sá sem kynnst hefir lifinu i borginni skilur það. Við skulum ganga um Bernauer Strasse, þar búa verkamannafjölskyld- ur í hverju húsi. Sólbjartan morgun stendur miðaldra húsmóðir í slitnum bómullarkjól á eystri gangstéttinni í strætinu og horfir á ávaxtaverslan- irnar vestanvert við strætið, þar sem húsmæðurnar i vesturborginni eru að kaupa kirsiber. Hún gýtur hornauga til grænklædda lögregluþjónsins á horninu, hristir höfuðið og gengur hægt áfram stéttina. Þarna erum við á mörkum tveggja heima. Bernauer Strasse er í mörk- um, járntjaldið er eftir miðri ak- brautinni. Vestanmegin i götunni er hægt að kaupa kirsiber og ávexti, ]>ar fást falleg leikföng, kæliskápar, fal- leg fiit, sjönvarpstæki . . . þar er meira um bros og minni ótti. I þessari götu blasa við manni and- stæðurnar —■ munurinn á austri og vestri. Upp úr sprengjurústunum cftir síð- ari heimsstyrjöldina, og þrátt fyrir rússneska herliðið sem heldur vörð kringum Vestur-Berlín á allar liliðar, hefir ])essi borgarhluti endurbyggst og er orðinn einn mesti nútíinabær Evrópu, eins og hólmi í hinu konnn- únistiska Austur Þýskalandi. í Vestur-Berlín búa 2,2 milljón manna, sem hefir nóg að borða og er sæmilega fatað. Úr húsnæðisvand- ræðunum hefir verið bætt nieð þvi að byggja 20.000 nýjar íbúðir á ári. Þarna eru komin glæsileg verslunar- hús og fallegir bústaðir, ])ar sem áð ur voru rústir gamalla bygginga, en þær setja enn svip á Austur-Berlin. Á nýju götunum, sem eru breiðari en þær eldri, þjóta nýtísku bifreiðar, og i verslununum er hægt að fá vörur hvaðan sem er úr heiminum. Hið nýja Kkirfiirstendamm, með leikhúsum, stórverslunum og skrautklæddum konum, stendur í engu að baki Champs Elysées í Paris eða Regent Street í London. En það stingur í stúf við allt glys- ið, er flóttamannafjölskylda frá Aust ur Þýskalandi sest við eittlivert borð- ið á úti-veitingastöðunum. Yfir mill- jón flóttamenn að austan hefir komið við i Berlín á leið til Vestur-Þýska- lands, og að meðaltali koma 400 nýir á dag. Hvað sncrtir listir, skemmtanir og tísku er Vestur-Berlín enn höfuð- borg Þýskalands. En vegna þess að hún er einangruð hefir endurbygging borgarinnar ekki gengið jafn hratt og annarra borga i V -Þýskalandi. Eina samband borgarinnar við hinn frjálsa heim er loftlciðin og 200 kílómetra langur akvegur eða járnbraút um land, sem austurveldin hafa umráð yfir. Áður var Berlín aðalsetur alrikis- stjórnarinnar. En nú er Vestur- Þýskalandi stjórnað frá Bonn. Hins vegar hefir iðnaður stóraukist í borginni. Framleiðsla verksmiðjanna í Berlín er nú þrefalt fleiri en þegar Rússar lögðu samgöngubannið á á hættu að varningurinn verði gerður upptækur á merkjalínunni. í miðjum sprengjurústahaugnum í austurborginni standa enn rústirnar af byrginu, sem Hitler og Eva Braun fyrirfóru sér í. Ein aðalgatan er Stalin Allé, sem rússneskir húsa- meistarar hafa endurbyggt og Stalin sjálfur skírði. Þar búa flestir hinna háttsettari kommúnista. En liúsnæðisleysið i austurborginni er plága. Jafnvel blöðin þar leyfa sér að kvarta undan því. Víða er hjónum ásamt 2—3 börnum kakkað saman i einni stofu. Stjórnarfulltrúinn segir: — Okkur vantar byggingarefni! En þó ganga lestir hlaðnar byggingarefni frá Aust- ur-Þýskalandi til Rússlands. — Hér er ekki nógu litskrúðugt. Hér vantar ljós. Fólkið vill ekki ganga um Stalin Allé. En vilji maður vita hvernig sam- keppni austur- og vesturborgarinnar er varið, er best að tala við fólkið í Bcrnauer Strasse. Við getum tekið tvær fjölskyldur, sína hvoru megin götunnar — Schult- ze að austan og Dombrowski að vest- an. Áður en kalda stríðið klauf Berlín í tvennt voru þessar fjölskyldur nokk- urn veginn jafningjar. Iivor lijónin um sig eiga tvö börn. Húsin sem þetta fólk býr í, eru sviplík að utan. En ef þessar fjölskyldur vilja tala saman, verður samtalið að fara um miðstöð, sem er í 25 km. fjarlægð. Schultze austanmegin býr í lélegri tveggja herbergja íbúð, með eldhúsi. Ilann er rennismiður og vinnur fyrir kringum 400 mörkum á mánuði, eftir að skatturinn hefir verið dreginn frá. — En þetta sýnist meira en það er, stgir frú Schultze. — Þegar við höfum borgað húsaleigu, rafmagn og gas, eigum við 339 mörk eftir. Maðurinn minn tekur 75 mörk i vasapeninga. Þá eru eftir 204 mörk til að metta fjóra munna og til allra annarra útgjalda. Og það er ekki mikið. Schultzefjölskyldan getur keypt 2.5 Austur-Berlínarbúar sækjast eftir að fara til vesturborgarinnar til að versla, því að þar er ódýrara og úr meiru að velja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.