Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Ameríski húsameistarinn Walter Gropius hefir teiknað þessi íbúðarhverfi, sem setja nýtísku svip á Vestur- Berlín. kg. af kjöti, 2 kg. af sykri og 1.5 kg. af feitmeti á viku. — Hver húsmóðir veit að maður kemst ekki af með svo lítið, segir frú Schultze. — Og skömmtunarseðlarnir endast ekki nema hálfan mánuðinn. Þegar þá þrýtur verð ég að versla við HO (stjórnarverslunina). Til þess að gefa hugmynd um hve mikið kostar að versla þar, skal ég nefna að smjör- kílóið kostar 20 mörk og kjöt-kilóið 16—20 mörk. Pund af kaffi kostar 40 mörk, súkkulaðiplata 5 mörk og pund af pylsum C—-10 mörk. — Ég nota kringum 100 mörk á mánuði fyrir það sem ég fæ út á skömmtunarseðlana. Önnur 100 mörk fara í það, sem ég kaupi í HO-versI- ununum eða í Vestur-Berlín. Þá liefir frú Schultze 64 mörk eftir, fyrir fötum og öðrum nauðsynjum. — Einir skór kosta 100 mörk og það sama verð ég að borga fyrir kjól, þótt hann líti út eins og poki. Hér er ekkert úrval af slíku. — Ef maður er í flokknum á mað- ur góða daga. En það eru ekki margir sem selja sig. Okkur langaði til að komast í sumarfrí og maðurinn minn spurði verksmiðjuna, livort við gæt- um ekki farið norður að Eystrasalti. Við sjáum auglýst, að það sé hægt að komast þangað fyrir 30 mörk. — Núna í vetur spurðu þeir svo mann- inn minn hvort hann vildi fara. Um hávetur. Og fyrirvarinn var aðeins tveir dagar. Dobrowski að vestanverðu býr líka í tveimur herbergjum. En ibúðin lít- ur betur út en hin, og þar eru nýleg húsgögn. Dobrowski er faglærður maður og fær 380 mörk á mánuði, eftir að skatt- urinn er dreginn frá. En Dobrowski fær fjórum sinnum meira fyrir sitt mark en Schultzc fær. Fjölskyldan borgar 65 mörk á mánuði í liúsaleigu og ljós og hita. Frú Dobrowski þarf 100 mörk fyrir allan mat, eða helming a( þvi sem frú Schultze þarf. — Dobrowski tekur 50 mörk í vasapen- inga. — Eftir mánuð ætla ég að kaupa hliðarvagn á mótorhjólið mitt og svo förum við til Bayern i tveggja mán- aða frí. Dobrowski notar alla peninga sem hann hefir afgangs til að bæta íbúð- ina. — Við höfum keypl kæliskáp, nýtt útvarpstæki og sitthvað af hús- gögnum. Við urðum að kaupa þau með 24 mánaða afhorgun, en nú eig- um við þau sjálf, segir Dobrowski. Frú Dobrowski kvartar undan að allar vörur hækki i verði. En hún segir: — Okkur ferst ekki að kvarta, samanborið við andbýlingana okkar. Fyrir stríðið versluðum við frú Scliultze hjá sama kaupmanninum. En nú kostar það hana stórfé ef liana langar til að kaupa hálft kíló af kirsi- berjum, eða ögn af kaffi. COLA VByXKUR gjj? KO\ A\. 8EM reií nflhin uni bœinn 44. 1) Það væri hugsanlegt að einhver kvikmyndadís tæki upp á þvi að riða allsnakin um göturnar í Hollywood til að vekja eftir- tekt. En til er níu alda gömul saga, um konu, sem gerði þetta í Coventry í Englandi af eintómri göfgi. Hún hét lafði Godiva. Maður hennar, jarlinn af Leofric var mesti harðstjóri og pindi bæjarbúa með sköttum og álögum. Loks sneru þeir sér i neyð sinni til hinnar mildu lafði Godivu og báðu hana um að reyna að fá jarlinn til að sýna meiri mannúð. 2) Lafði Godiva grátbændi mann sinn um að sýna þegnum sinum vægð og mannúð. í hálfgerðu gamni sagði hann þá, að hann skyldi gera það ef hún vildi ríða nakin gegnum bæinn. En það kom talsvert á liann þegar hún svaraði að hún skyldi gera ])að. Var nú ákveðinn dagur, er þessi „sýning“ skyldi fara fram. En jarlinn lét það boð út ganga, að ef nokkur bæjarbúi sæist á götunni eða gægðist út um glugga er Godiva riði hjá, skyldi sá hinn sami týna lífinu. 3) Dagurinn kom og Godiva settist á bak hesti sínum og hafði ekki annað sér til hlífðar en sítt og nukið hár. Hún reið þá leið, sem ásikilð var. Forvitinn klæðskeri í Hertford Street stóðst ekki freistinguna en gægðist út um gat á gluggahleranum. Hann fékk auknefnið „Peeping Tom“ — eða „Gægju-Tumi“ og sagan segir að liann liafi misst sjónina fyrir forvitnina. 4) Gamalt engilsaxneskt rit eftir Roger Wendower segir frá þessum atburði. Þar er Codiva kölluð „Godgifu" eða Guðsgjöf. í Þrenningarkirkjunni í Coventry var lengi til gluggamálverk úr mislitu gleri, af Godivu á hestinum. Undir það var letrað: „Af ást til þin létti ég, Leofric sköttunum af borgurunum.“ — Á hverju ári minnast Coventryborgarar atburðarins með því að láta einhverja fríðleiksdrós ríða um bæinn sveipaða þéttriðnu neti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.