Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Nú gekk fram af Elisabeth. Hún kenndi sterkrar andúðar á honum þarna sem hann stóð og skipaði henni eins og krakka. Hún starði.þóttalega á hann og þagði. Loks sagði hann hryssingslega: — Þér er- uð svona þrá eingöngu af því að það er ég sem bið yður um að fara varlega. Ef ég mætti gera það sem mig langar til mundi ég lemja yður þangað til þér vitkuðust. — Já, þér væruð vís til þess, sagði hún kuldalega. Nú var stutt þögn. Hann leit á armbands- úrið. — Ég er að verða of seinn — ég verð að fara, sagði hann. — Gerið það nú fyrir mig að fara að ráðum mínum. Það er komið fárviðri hérna fyrir sunnan okkur og veðrið er á leiðinni. Allt bendir til að fárviðrið komi á næsta sólarhring. Verið þér nú ekki að leggja yður í hættu, aðeins til þess að þrjósk- ast. Ég veit að þér gerið það eingöngu til þess, en sleppið því nú samt. • Ef hann hefði staðið við nokkrum mínútum lengur og haldið áfram að tala við hana með þessari undarlegu, titrandi rödd, mundi hún hafa gefist upp skilyrðislaust. Hver einasta taug í henni þráði að hlýða honum — nú og alltaf. En hann varð að fara á fundinn í stjórn- arráðinu. Hann lyfti hendinni eins og hann ætlaði að snerta við henni, en í staðinn sneri hann sér frá henni og flýtti sér út. Bíllinn ók burt. Elisabeth stóð eins og steingervingur og horfði á eftir honum. Hún tók af sér hatt- inn og gekk hægt út á stéttina til að gá til veðurs. Hvita skýið var óbreytt enn, og ofurlítið far á loftinu. Ef sir Henry væri óhætt til há- degis gat það ekki verið hættulegt þó hún labbaði þessa stuttu leið niður að klettunum. Hún fann að hún varð að komast burt frá hús- inu dálitla stund. Hún gekk hratt inn í forstofuna, tók körf- una, setti upp hattinn og gekk niður í garð- inn. Innan skamms var hún komin niður að sjó og horfði á öldurnar velta yfir kórallrifið og brotna við klettana og verða að glitrandi froðu. Þarna hjá klettunum og briminu gat hún kannske fundið frið og hugarkvalir henn- ar þokað á burt. OFVIÐRIÐ SKELLUR Á. Amy hafði einsett sér að vera þægileg og kát og Peter komst í svo gott skap að hann ók miklu hraðar en hann átti vanda til. En vegurinn var góður og við hraðann kom þægilegur gustur í bílnum. Hrokknu lokk- arnir á Amy bærðust í súgnum og hún var rjóð í kinnum. Samtal þeirra var létt og óþvingað og sner- ist um ópersónulega hluti. En loksins sagði Peter: — Manstu eftir litla bílnum ljóta, sem ég hafði að láni þegar ég var í Englandi? Þú sagðist altlaf vera viss um að hjólin væru ör- ugg, þangað til sprakk hjá okkur daginn sem við vorum að aka heim frá veðreiðunum. — Ég man að ég óskaði þess að ekki væri nokkurt bein í kroppnum á mér, í hvert skipti sem við vorum í þeim skrjóð. Heldurðu að hann sé til ennþá? — Já vitanlega. Það er ekki nema ár síðan við vorum í honum. — Eitt ár er langur tími. — Hefir það verið langt — hjá þér? — Ekki lengra en önnur ár, sagði hún létt. — Það hefir verið svo spennandi hérna í Bolani að tíminn hefir flogið áfram. Fyrst var nú svikamyllan okkar . . . — ... sem hefði getað varðað stöðumissi fyrir mig ... — ... og svo heimkoma pabba úr fanga- búðunum á Villune. En einmitt núna er leiðin- legt hérna, en þó held ég áreiðanlega að eitt- hvað gerist sem tilbreyting er í. Svo spurði hún: — Líkar þér vel hérna, Peter? — Ojæja, svona og svona, svaraði Peter varlega. — En þér? — Mér líkar alltaf lífið, því að ég hefi lært að listin að lifa er sú, að lifa í augna- blikinu. Hann leit snöggt til hennar. — Eg hefi séð þig miklu hamingjusamari en þú ert hérna á Bolani. Hún hló. — Við vorum sjálfsagt allt aðrar manneskjur þegar við vorum heima í Eng- landi. Þú skilur það, sagði hún ofur blátt áfram, — að undir eins og ég sé þig verð ég geðvond, alveg eins og ég verð vond ef maur skríður á handleggnum á mér. En Elisabeth segir að ég verði að vera almennileg við þig vegna hans pabba. Þó merkilegt megi heita ertu góður aðjútant. — Hvers vegna er það merkilegt? spurði hann um hæl. — Ég hefi unnið í nýlendu- stjórninni í fimm ár. Ég hefði verið rekinn ef ég hefði ekki verið notandi. — Það segir Elisabeth líka, sagði hún í- smeygilega. — Elisabeth skilur allt svo vel. — Elisabeth er allt það sem þú ert ekki, sagði hann ákafur. — Þú ert svei mér skarpur, sagði hún. — Ég hafði vonað að enginn tæki eftir því. Sem betur fór voru þau að koma að rann- sóknastöðinni og samtalið féll niður. Peter skilaði bréfinu og þau borðuðu hádegisverð með dýralækninum og efnafræðingnum, sem bjuggu saman í vistlegum skála. Amy komst í essið sitt og varð kát og skemmtileg. Pip- arsveinarnir tveir voru hrifnir af henni og gerðu sem þeir gátu til þess að láta gestina standa sem lengst við. Peter sýndi á sér ferðasnið klukkan tvö og þegar þau voru ferðbúin kom tilkynning frá veðurstofunni um að fellibylurinn væri að nálgast. Það kom áhyggjusvipur á Peter. — Haldið þér að okkur sé óhætt að fara? spurði hann dýralækninn. — Ég kemst heim í landstjórahúsið á hálftíma. — Þá sleppið þér vel. En kannske er best að láta ungfrú Panlan ráða þessu? Amy vildi helst halda af stað undir eins. Henni féll ekki sú tilhugsun að eiga að verða í rannsóknastöðinni þangað til daginn eftir og vildi ógjarnan að landstjórinn yrði hrædd- ur um þau. Hún gáði til veðurs og fannst út- litið ekki tvísýnt. Það var orðið dimmara í lofti og mistur kringum sólina, en ekki neinn vindur að ráði ennþá. Hún áleit að þau mundu sleppa heilu og höldnu áður en óveðrið skylli á. Þau kvöddu og óku af stað. En ekki voru þau ’komin nema nokkra kílómetra frá stöð- inni er fyrsti svipurinn feykti bílnum út í ak- ur með sykurreyr. Þarna sátu þau mállaus af undrun. Peter varð fyrri til að átta sig aftur. — Nú erum við í fordæmingunni, sagði hann loðmæltur. — Nú hefurðu fengið ástæðu til að fyrirlíta mig. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiSsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Rilstjóri: Skúli Skúiason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Loftpóstur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.