Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Edsel Ford með föður sínum. Bak við þá T-gerðin frá 1909 og fjærst gerðin frá 1927, Fordbíll nr. 15.000.000. 2. GREIN. FORD —- konungsfftt bílnsmiðnnnA Dickens eða Galsworthy liefðu vel getað skrifað skáldsögu um liinar þrjár kynslóðir Ford-ættarinnar. Því að það er skáldsögublær yfir henni. Ilenry Ford I. var forvitnilegri mað- ur en nokkur skáldsögupersóna. Einu sinni þegar Roosevelt forseti bauð honum í miðdegisverð í Hvita húsinu ásamt Englandskonungi og drottning- unni, sendi hann boð til baka um að hann gæti ekki komið vegna þess að konan hans hefði heimboð sama dag! Henry gamli hafði gaman af glettum og alls konar tiltektum. Hann varð ósáttur við bensinstöðvareiganda nálægt verksmiðjunni í Highland Park og hyggði þess vegna nýja hinu megin við götuna. í annað skipti varð hann ósáttur við einn umsjónarmann- inn í verksmiðjunni, sem bjó í liúsi, sem Ford átti. Ford vildi ekki byggja manninum út, en hann lét stífla sorp- ræsið frá húsinu! Henry I. hafði gaman af fuglum og þjóðdönsum, liann var afar nákvæm- ur i mataræði og leið engum að reykja, livorki í smiðjunum né í skrif- stofunum. Hann safnaði gömlum fiðl- um, McGuffey-bókum og öllu því, sem snerti landnám hvítra manna í Ame- riku. Honum datt margt skrítið í liug. Hann lét hita fuglatjarnirnar í Fair Lane með rafmagni, því að hann hélt að þá mundu farfuglarnir verða kyrr- ir allan veturinn en ekki fljúga suður í lönd. Þegar hann tók eitthvað þessu likt i sig gat enginn sannfært hann um að honum skjátlaðist. Hann varð að reka sig á sjálfur. Meðan hann átti járnbrautina Detroit-Toledo- Ironton afréð hann að leggja teinana á þverbita úr steinsteypu i stað timb- urbita. Járnbrautarmennirnir reyndu að sannfæra hann um, að undirstaðan undir teinunum yrði að láta undan, ef vagnarnir ættu að haldast á spor- inu i beygjum, en hann vildi ekki iilusta á það. Og vitanlega fór þetta illa. Hann komst líka að þeirri niðtir stöðu að bræddur sykur væri skað- legur maganum, því að smásjáin sýndi, að livassar brúnir voru á syk- urkrystöllunum. Þegar einn efna- fræðingurinn sýndi honum hvernig sykurinn leystist upp i vatni, varð Ford fokvondur í stað þess að taka sönsum. Árið fyrir seinni heimsstyrjöldina kom Winston Churchill inn i skrif- stofuna til Henry gamla, en hann neitaði að veita honum áheyrn. Ern- est G. Liehold einkaritari Fords varð að búa til lygasögu um hvílík ósköp Ford hefði að gera einmitt þennan dag, og bað Clnirchill um að koma daginn eftir. Og ltegar hann kom aft- ur morguninn eftir tók Fortl á móti honum, en lét ])ess getið á eftir, að hann hefði gott af að bíða. — Ég heimsótti hann i London í fyrra, bætti liann við, — og þá lét hann mig bíða í tvo tíma! ÞAÐ EINA SEM ÉG RÉÐ EKKI VIÐ. Henry Ford svífðist einskis til þess að drottna yfir öllum, sem liann hafði eitthvað af að segja, en við konuna sina réð hann ekkert. Clara Ford var jafn sterk persóna og hann sjálfur, og liún sagði alltaf síðasta orðið ef hún kærði sig um. Hún dó árið 1950 — þrem árum siðar en maðurinn hennar. Þau liöfðu verið gift í 59 ár, og allan þann tíma höfðu þau verið óaðskiljanleg. Þegar Ford gamli kom inn úr dyrunum i Fair Lane, þar sem siðasta heimili þeirra var, var hann vanur að blístra eins konar kennitón. Svarið kom alltaf samstundis, ýmist úr herbergjunum uppi á lofti eða úr uppáhaldsstól Clöru úti á svölunum. Þau voru að öllum jafnaði ein heima á kvöldin, og hún las oft hátt fyrir hann úr hókum eins og „The Year- ling“ — um einstæðingsdrenginn — „Bambi“, „Gone with the Wind“ eða þau lilustuðu á útvarp, og þá helst eitthvað léttmeti. Minnsta ósk liennar var honum sem lög. Clara Ford lofaði manni sinum að hafa sínar eigin skoðanir á heilsu- reglum og mataræði, en sjálf fór hún ekki eftir þeim. Stundum át Henry ekkert nema gulrætur marga daga i röð, og í soyabaunaköstunum sínum lieimtaði liann ekki aðeins brauð og súpur úr soyabaunum, heldur líka rjómaís úr soyabaunum. Hún var svo hyggin að skipta sér ekkert af því. Hins vegar kom það fyrir að lnin tók í taumana þegar fimleikaæfingarnar keyrðu úr hófi hjá honum. Bilstjórinn hans segir frá því, að einu sinni átti hann að aka með þau um kvöld. Frúin hafði látið tala sig á að fara líka, þó að hún væri með svo mikla gigl að hún gat ekki gengið. Þegar kom út úr umferðinni sagði Ford bílstjóran- um að nema staðar, svo frúin gæti farið út og hlaupið röskan spöl. — Það er það hesta sem þú getur gert núna! sagði hann við Clöru. En hún neitaði og þá var ekið áfram. Frú Ford liafði nóg -að hugsa um heimilið og stóra garðinn sinn í Fair Lane, og skipti sér aldrei af störfum mannsins síns nema tvisvar, en þá var líka mikið í húfi. Annað skiptið var árið 1945, er lnin tók málstað sonarsona sinna gegn manni sínum og krafðist þess að Harry Bennett for- stjóra yrði sagt upp stöðunni til þess að koma Henry Ford II. að. Hitt skipt- ið var 1941, er hún studdi kröfu starfsmanna Fords um að fá að vera þátttakendur í stéttarfélagsskap. Þegar nafn Henry Fords varð frægt að marki, árið 1914, var liað ekki fyrst og fremst vegna T-gerðar- innar, heldur vegna þess að hann hækkaði kaup starfsmanna sinna upp í 5 dollara á dag, sem þótti býsn þá. En fram til 1941 neitaði hann starfs- mönnunum um að vera meðlimir í verkamannafélögum. En það ár varð verkfall, sem gerði Gate Four við smiðjurnar í River Rouge að alræmd- um blóðvelli. Þ'arna mætti liart hörðu þangað til Ford varð að láta undan. En liann var fokreiður, og Charles Sorenson framkvæmdastjóri hans segir í bók sinni „Fjörutíu ár með Ford“ að hann hafi alls ekki ætlað sér að undirskrifa neinn samn ing við verkamannasambandið. „Ég þoli þetta ekki lengur“, hafði hann «agt. „Lokið ])ið smiðjunmn og látið verkamannasambandið taka við öllu saman." Morguninn eftir, þegar Sorenson opnaði útvarpið varð liann hissa er hann heyrði, að Ford hafði eigi að- eins undirskrifað samningana heldur gert ýmsar ívilnanir, s'em verkamenn höfðu alls ekki heðið um. Nokkrum vikum síðar sagði Ford frá, hvers vegna hann hefði skipt um skoðun svona snögglega. Konan hafði hótað að fara frá honum ef liann næði ekki samkomulagi við fulltrúa verka- rrianna. — Hún sagði að ekkert hefðist upp úr þessu nema áframhaldandi róstur og nreiri blóðsúthellingar, ef ég léti ckki undan, — og hún hafði fengið nóg af svo góðu, sagði Sorenson. — Og nú sé ég að lnin hafði rétt fyrir sér. EINN ÞEIRRA RÍKUSTU. Henry Ford var 40 ára og fátækur þegar lrann stofnaði Ford Motor Gompany. Það var 1903. Tveimur ár- um áður hafði Edsel sonur hans skrif- að jólasveininum bréf, og það fannst siðar í Fair Lane, í dóti gömlu hjón- Fimmtánda og síðasta heimili Henry Fords, stórhýsið Fair Lane í Dearborn, sem nú er eign Michigan-há- skóla. Það var byggt 1915 og kostaði 1.032.000 dollara, og fylgir eigninni 550 hektara land.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.