Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Þann 1. nóv. 1955 heyrðist spreng- ing rjúfa morgunkyrrðina fyrir ut- an Denver, um kl. 8.30, og blossar lýstu upp landið í margra kílómetra fjarlægð, en farþegaflugvél frá Uni- ted Airlines sást hrapa til jarðar og splundrast. Fórust 44 farþegar Janúarmorguninn einn 1957 gekk Jack Graham, 25 ára, síðustu 30 skrefin úr klefanum sínum inn í aftökuklefann, og nokkrum mínút- um síðar var hann liðið lík. Milli láts hinna 44 farþega og af- töku Grahams gerist saga af vís- indalegu lögreglustarfi, sem sýnir ☆ Federal Bureau of Investi- gation (F.B.I.) nefnist allsherj- ar rannsóknarlögregla Banda- ríkjanna, og er hún deild inn- an dómsmálaráSuneytisins í Washington. Flest meiri hátt- ar glæpamál í Bandaríkjunum koma til kasta þessarar stofn- unar, sem talin er skara fram úr öllum samskonar stofnun- um nú á dögum. — Fálkinn segir hér frá nokkrum fræg- um glæpum, sem FBI hefur haft afskipti af, og er fyrsti þátturinn um: rœfur ^lckwat cfátur að glæpamaðurinn á erfitt með að leyna sér gagnvart góðri lögreglu — og að FBI — ameríska lögregl- an — kafnar ekki undir kjörorðinu, sem hún tók sér eftir „rauðstökk- unum“ í Canada: „Við náum alltaf í manninn!“ Stundum getur það tekið tuttugu ár að leiða sannleikann í ljós, eins og þegar verið var að fást við Brink- bófana, stundum mánuði, eins og eltingarleikurinn við John Dillin- ger, stundum fáeina daga, eins og málið um vítisvélina í flugvélinni -— en á endanum er hægt að skeyta allar agnirnar í getþrautinni sam- an, og þá kemur fram mynd af bófa, bankaræningja eða — eins og tilfellið með John Graham — af illmenni, sem ekki vílar fyrir sér að drepa fjölda fólks, er ekkert hef- ur til saka unnið. Þegar það upplýstist, að vélin sem hrapaði hafði látið í loft 10 mínútum á eftir áætlun, áleiðis til Portland, Oregon, var FBI kvatt á vettvang, eins og venjulega þegar flugslys verða. Sérfræðingum er fal- ið að þekkja líkin og komast að ástæðunni fyrir slysinu. Engan grun- um. Það síðastnefnda var talið mjög ósennilegt. VÉLIN SETT SAMAN. Fyrst var reiknuð út stefna vél- arinnar frá því að sprengingin varð og þangað sem flaktið lenti. Var svæðinu skipt í smáreiti og hver agnarögn úr vélinni tínd saman og raðað niður eftir fundarstaðnum. Stélið af vélinni var lítt skemmt og líkast og það hefði verið skorið af með hníf. Það fannst 1 km frá framhlutanum og hreyflunum. Nú var eftirlíking af vélinni smíðuð úr tré í geymsluhúsi í Dever og allt, sem fundizt hafði, fest á réttan stað í trévélinni. Þannig komst eyðilagða vélin saman. En eitt þótti skrítið, að ekki fannst nein ögn úr kringum fer- metra af hægri hluta vélarinnar, skammt fyrir framan stýrið. Á þeim stað hafði geymsluhólf nr. 4 verið í vélinni .... Það kom í Ijós, að á þessum stað hafði málmurinn í vélbúknum orð- ið fyrir þrýstingi út, sem var meiri en þrýstingurinn, sem myndaðist við fall vélarinnar í hrapinu. Kring- um gatið voru málmflísar, sem voru svartar öðrumegin, eða með hvít- gráu efni. Ein flísin hafði stungizt IVIóðurmorðinginn Graham aði í fyrstu, að hér væri um glæp að ræða. Sérfræðingarnir komu frá Wash- ington daginn eftir. í vélinni sem hrapað höfðu verið 35 farþegar og 9 manna áhöfn. Níu líkin var hægt að þekkja af gripum, sem fundust á þeim, 21 þekktust af fingraförum sem FBI átti í fórum sínum, m. a. fingraför kanadiskra hjóna, sem sótt höfðu um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum og fingraför lögð með umsókninni, fimm vegna þess að þeir höfðu starfað í hernum og hinir vegna þess að þeir höfðu unn- ið opinber störf. Síðan var farið að rannsaka hvort slysið stafaði af hreyfilbilun, gáleysi eða spellvirkj- Aðalskrifstofa FBI í Pennsylvania Avenue í Washington DC Þessi stofnun er deild innan dómsmálaráðuneytisins. gegnum skó og fatnað. Engin sprenging í hreyflunum hefði getað framleitt orku til þess. Þess vegna var því slegið föstu, að sprenging hefði orðið þarna í geymsluhólfi nr. 4! Þess vegna hlaut sprengiefni að hafa verið geymt þarna í hólf- inu. VAR UM SPELLVIRKI AÐ RÆÐA? Þann 7. nóv. hófst rannsókn á því, hvort spellvirki hefði valdið slysinu. Um 200 menn voru settir til að rannsaka þetta. Þeir kynntu sér sögu allra farþeganna og heim- ilisástæður þeirra. Ekkert benti til þess að farþegarnir hefðu haft spengiefni í farangri sínum. Þess vegna var nú hallazt að því, að einhver farþeginn hefði átt óvini, sem vildu koma honum fyrir kattar- nef og ekki settu fyrir sig þó það yrði 43 öðrum farþegum að bana. Rannsóknin varð til þess, að lög- reglan fór að beina athygli að 25 ára gömlum pilti, er hét Jack Gra- ham. Þegar lögreglan var að kynna sér farþegana, sem farizt höfðu, hafði hún m. a. heimsótt Graham, eins og aðra ættingja hinna látnu. Hann átti heima í Denver, átti konu og tvö börn. Svaraði hann öllum spurn- ingum greiðlega. Jú, það var rétt, að þau hjónin höfðu fylgt móður hans, frú Daisie King, á flugvöll- inn. Á heimleiðinni höfðu þau heyrt talað um flugslys, en ekki sett það í samband við flugvélina, sem þau voru að kveðja fyrir stuttu. Það var ekki fyrr en þau voru komin heim, að þau heyrðu í útvarpinu hvaða flugvél hafði farizt, og þegar verið var að lesa skrána yfir hina látnu, hafði liðið yfir hann, er hann heyrði nafn frú Daisie King. Vissi Graham nokkuð, hvaða far- angur frú King hafði meðferðis? — Nei, hún gekk alltaf frá dótinu Jack Graham, maðurinn, sem varð 44 manns dð bana til þess að reyna að sölsa líftryggingarfé fyrir móður sína. sínu sjálf, en hann vissi, að hún hafði haft með sér litla byssu og skotfæri, vegna þess að hún ætlaði á veiðar í Alaska. „ Daginn eftir var frú Graham yfir- heyrð, — hún hafði ekki verið heima þegar lögreglan kom, dag- inn áður. Það var rétt, að frú Gra- ham gekk alltaf frá dótinu sínu sjálf, sagði hún. En hún bætti því við, að maðurinn hennar hefði haft með sér svolitla gjöf handa móður sinni, — hún hafði séð hann með böggulinn í hendinni rétt áður en þau óku út á flugvöllinn. Hún vissi ekki, hvort hann hafði stungið hon- um í töskuna hennar eða afhent henni sjálfri hann. FBI-mennirir urðu hissa. Graham hafði ekki minnzt einu orði á þenn- an böggul. Einn nágranninn sagði hinsvegar, að Graham hefði nokkr- um dögum áður talað um að hann ætlaði að gefa móðru sinni kassa með tréskurðarverkfærum. Hún skar. nefnilega muni úr tré. Aðeins tvær verzlanir í Denver seldur þannig kassa. FBI fór í báð- ar verzlanirnar. Hvorug þeirra hafði selt svona kassa í október. Þarna var veila í sögu Grahams. SNARAN DREGST SAMAN. Hann var yfirheyrður á ný og neitaði nú að hafa afhent móður sinni nokkurn böggul, en játaði, að hann hefði ætlað sér að gera það. Var beðið um leyfi til að gera hús- rannsókn hjá honum og hann am- aðist ekki við því. Sama dag kom framhaldsskýrsla um rannsókn á vélinni. Fleiri sannanir bentu til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.