Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 leg í háttum, að hún var orðin sín- um nánustu ráðgáta. Stundum heim- sótti hún ættingjana, en aldrei þáði hún vott eða þurrt hjá þeim. Hún át aldrei neitt nema það, sem hún hafði matreitt sjálf, og stundum hafði hún með sér sprittlampa í heimsóknirnar, til að sjóða sér egg á. Hetty var síhrædd við að ættingj- arnir mundu eitra fyrir sig. Árið 1907 varð kauphallarhrun, sem fór illa með margan auðkýfing- inn. En Hetty hafði séð við því. Hún hafði grun um hrun í þrjú ár og var viðbúin því. Og á eftir lifði hún mikinn blómatíma. Hún hafði gam- an af að lána peninga — vitanlega fyrir okurvexti, og nú þurftu marg- ir að fá peningalán. Bankar og stór- fyrirtæki borguðu með ljúfu geði 10% vexti og Hetty fékk að ráða athöfnum fyrirtækjanna, sem lánin fengu. Jafnframt gladdist hún eins og barn hvenær sem hún gat sparað sér eldspýtu. Hún lagði aldrei í ofn nema í mestu aftökum. Sylvía litla átti hund um J>að leyti sem Hetty græddi sem mest, en samt neitaði Hetty að borga hundaskattinn fyrir hana — Sylvia varð að nurla sam- an þessum hálfa dollara, sem borga þurfti til þess að hundurinn yrði ekki skotinn. Enginn gat skilið hvernig börnin gátu haldizt við hjá kerlingunni, en Sylvia var orðin 36 ára, þegar móðir hennar gerði nokk- uð fyrir hana. Þá sendi hún hana á Plaza Hotel í Central Park í heilt ár til þess að hún næði sér í mann. Sjálf þóttist hún ekki hafa efni á að búa þar, en hýrðist áfram í Ho- boken, en nú fékk Sylvia loks mannsæmandi ævi. Áform móður hennar tókst, og Sylva varð frú Matthew Astor Wilks. Brúðguminn var sonarsonur hins fræga Johns Jacobs Astor, slátrarasonarins, sem fluttist frá Waldorf við Heidel- berg í Þýzkalandi, er fluttist vest- ur 1783 og varð fyrsti margmilljóna- mæringurinn í U.S.A. Hann lagði m. a. peninga í lóðirnar, sem skýja- kljúfarnir í New York standa á, svo að það var ekki að furða þó að Hetty yrði kát, þegar Sylvia giftist. Nú þurfti hún ekki að ala önn fyrir henni. Um þær mundir leitaði Hetty sem mest í öskutunnum. Hún mun hafa verið að safna peningunum, sem Sylvia hafði kostað. En Hetty sá ekki við Ned syni sínum. Hann lézt að vísu vera henni hlýðinn og byrjaði ævistarfið með því að þvo flöskur fyrir 75 sent á dag. En hann hafði hneigðir, sem hann fór dult með, eins og faðir hans. Árið 1911, þegar Hetty var komin fast að áttræðu, lét hún Ned taka við fyrirtækinu. Hann gat leynt móður sína því, að hann hafði ekki minna gaman af að eyða pen- ingum en hún að græða þá. Hann keypti sér loftskip, lystisnekkjur og eyddi miklu í dýrar stúlkur. Faðir hans hafði drukkið í laumi til að gleyma mótlætinu í hjúskapnum. Sonur hans var drykkfelldur líka; er sagt að hann hafi einhverntíma keypt viskí fyrir 150 þúsund doll- ara í einu. Gamla konan hafði loks fengizt til að flytja í mannsæmandi íbúð á Manhattan. Hún gat enga stjórn haft á eyðslu Neds, en heima fyrir sparaði hún enn. Ef vinnukonan notaði of mikið af salti í grautinn, ætlaði sú gamla að sleppa sér. Nú fór hún að fá slag, hvað eftir ann að. Það sjötta fór með hana. Hún dó árið 1916 og erfðaskrá hennar fannst í pappaöskju ásamt fjórum sápustykkjum — ódýrustu tegund sem hægt var að fá. Nún lét mörg hundruð milljónir eftir sig og Ned fékk bróðurpart- inn af þeim. En það saxaðist á þær ár frá ári. Þegar Ned dó, erfði ekkja hans hann, og þegar hún dó erfði Dorothy Nicholson, vinkona hennar, það sem eftir var — kring um milljón dollara. Meira var ekki eftir af auði Marriet Green. Sylvia dó áttræð, árið 1950. Hún hafði verið reglusamari en Ned og hvorki sóað eða sparað. Hún lét eftir sig tíu milljón dollara, og þeir runnu að mestu til mannúðarmála, svo að ofurlítið gagn varð þó að milljónum Hetty Green. ☆ Strjálbýlustu lönd i heimi eru, að frátöldu Antarktika, en þar hafa menn ekki varanlega búsetu í venju- legum skilningi: Grænland með 0.03 sálir á fermilu, Spitzbergen með 0.12 og Betsjúanaland með 1 manneskju á fermílu. En þéttbýlast er í portúgísisku nýlendunni Macoa á Kínaströnd. Þar eru 188.000 manns eins og síld í tunnu á 5 fer- mílna svœði, eða 37.600 á hverri fer- mílu. í Gibraltar eru 24.000 manns á tveimur fermilum. Brezka nýlend- an Hongkong er 391 fermíla og þar lifa 2Yé milljón manna, eða 5.857 á hverri fermílu. M AÐURINN, SEM - hrapaði niður af Matterhorn 1) Öld eftir öld hafði enginn stigið fæti á hina snævi- þöktu tinda Matterhorns, sem eru 4482 metra háir. Enginn þorði að glíma við þetta ferlega fjall, fyrr en klifurgarpurinn' Edw. Whymper, ásamt Douglas iávarði og fylgdarmanninum Taugwalder. Á leiðinni slógust menn undir forustu Michel Cros í hópinn. Og 13. júlí varð slysið mikla. 2) Það var heiður himinn og gangan sóttist betur en búist var við, þangað til aðeins 200 metrar voru eftir á hátindinn. Þá tók Whymper forustuna, og innan skamms voru allir komnir upp. Nú sáu þeir Whymper og Groz nokkra menn á leiðinni upp fjallið, Ítalíumegin. Fóru þeir þá að kasta stein- um til að hræða hina óvæntu keppinauta, enda flýðu þeir, því að þeir voru hjátrúafullir. Síðan skrifaði Whymper bréf um ferðina, setti það í flösku og skildi eftir í fönninni. 3) Þeir héldu af stað til baka um kl. 3 síðdegis. Þeir röðuðu sér óviturlega. Cros, sem var þeirra æfðastur, hefði átt að vera aftastur í vaðnum, en gekk fyrstur. Taugwalder og Whymper voru aftastir. Allt í einu lagði Cros frá sér ís- öxina til að hjálpa þeim, sem næstur var á eftir honum til að ná fófestu, í spori sem hann hafði höggið. Það tókst ekki. Þeir Croz hröpuðu og tveir menn aðrir. Allir hröpuðu þeir ferfaltMichel Cros var grafinn meiri hæð en Eiffelturnsins. gröf hans á ári hverju. 4) Fregnin vakti hrylling um alla Evrópu. Og það kvisað- ist að þarna hefðu verið svik í tafli. Sumir skeltu skuldinni á Whymper. Aðrir sögðu að Taugwalder hefði skorið á vaðinn þegar hann sá Croz hrapa. Þeir tveir sem af komust biðu alla næstu nótt á fjallinu í geigvænlegum kvíða. Um morguninn þóttust þeir sjá tvo krossa myndast í þokunni yfir fjöllunum. í Zermatt og fjöldi manns skoðar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.