Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN
„Tuttugu," sagði Glen og greip með áfergju
glasið, sem brytinn rétti honum. „Svo að það eru
fimm ár þangað til.“
„Og hvað ætlið þið að gera í þessi fimm ár?“
spurði Qordon.
Nú varð leiðindaþögn. Glen sat þegjandi og
sneypusvipur kom á hann.
„Við höfum ekki afráðið neitt um það,“ sagði
hann stutt.
Anna stóð upp og fór út. Hún þoldi ekki við
þarna lengur. Hún fann að ef hún yrði þarna
inni mundi hún ekki geta stillt sig um að æpa,
því að nú skildi hún að Glen var kominn til að
biðja Gordon um peninga, svo að hann gæti
gifst Kathryn. Það var ekki nóg að Gordon hafði
gifst Önnu, til þess að gefa barni Glens nafn og
heimili, nú gerðist Glen svo ósvífinn að bæta
gráu ofan á svart, og koma til að sníkja pen-
inga hjá Gordon. Hann hafði að vísu ekki sagt
það berum orðum, en það var ekki um að vill-
ast að þetta var erindið. Hún varð svo reið og
blygðaðist sín svo mikið að hún gat varla náð
andanum. Hún fór upp í herbergið sitt og sett-
ist við gluggann, til þess að láta hreint loft leika
um vitin á sér. Það var orðið dimmt úti, en í
skímunni frá ijóskerinu við hliðið sá hún létti-
bifreið Glens, sem hún hafði setið í þegar þau
óku upp í fjöll, til þess að ganga á skíðum. Glen
kom út meðan Anna sat þarna. Hann gekk hratt
niður að bílnum og ók burt. Önnu datt í hug
hvort Gordon mundi hafa rekið hann út, því
að hann gekk svo hratt að það var líkast því
að hann væri að flýja. Hún vonaði innilega, að
Gordon hefði rekið hann á dyr, þennan þraut;
heimska haugaletingja, sem hafði afráðið að
giftast Kathryn og lifa á eignum hennar — en
hvað gátu þau haft íyrir stafni í fimm löng ár?
Ekki gat hann búizt við að geta séð þeim far-
borða sjálfur allan þann tíma.
Anna kreppti hnefana við tilhugsunina um að
Glén hefði sagt Kathyn írá því að hann ætti barn
í vonum með annarri stúlku. Og hann hafði feng-
ið hrós fyrir hreinskilnina og hún fyrirgefið hon-
um. En líklega hefði Kathryn ekki fengið að vita
neitt um þetta. Aðeins foreldrar hennar, sem
voru umburðarlynd í þessum efnum og töldu að
ungu mennirnir yrðu að hlaupa af sér hornin.
En Glen hefði iðrast og meðgengið allt, og þá
var þetta grafið og gleymt. Og stúlkan sem hafði
dregið hann á tálar, var gift öðrum — sem betur
fór. Öll hennar sorg og örvænting hafði ekki
valdið Glen neinum kvíða. Ef Gordon hefði ekki
tekið hana að sér, mundi enginn hafa hjálpað
henni.
Allt í einu rétti hún úr sér og hlustaði. Hún
heyrði hljóðfæraslátt niðri. Gordon var að spila.
En nú mundi hún að húr. hafði gleymt tónlist-
arsögubókinni þarna og grammófónninn stóð op-
inn, ef brytinn hafði þá ekki tekið til eftir hana.
Hana langaði svo mikið til að fara niður og
hlusta á Gordon spila. En ef til vill vildi hann
helzt ekki láta trufla sig — og hann hafði beð-
ið hana að fara út forðum, þegar hún fór að gráta.
Hún hikaði. Það var orðið svo langt síðan hún
hafði talað við hann ein, og hún hafði þráð hann.
Heimilið varð alltaf hlýtt og lifandi þegar hann
var heima. Hún varð að fá að tala við hann. Og
svo læddist hún niður stigann.
Gordon hætti að spila þegar hún var í miðj-
um stiganum. Hún nam staðar og hlustaði. Hún
heyrði raddir niðri. Var einhver kominn í heim-
sókn? Hún gekk að bókastofudyrunum og gægð-
ist inn. Enginn var þar. Hún hikaði um stund
og fór svo áleiðis í músíkstofuna. Hvers vegna
hafði Gordon hætt að spila? Var hann þarna
inni enn, eða var hann farinn út? Hún opnaði
dyrnar og nú varð hún eins og steingerfingur.
Gordon stóð við slaghörpuna. Hann faðmaði
Aline del Monte að sér og hún hallaði höfðinu
upp að öxlinni á honum. Anna tók eftir að herð-
ar hennar skulfu. Það var helzt að sjá að hún
væri að gráta, og Gordon horfði á hrafnsvart
hár hennar og viðkvæmnin skein úr augum hans.
Anna lokaði dyrunum aftur og fór upp í her-
bergið sitt. Gordon og Aline! Svo að það var þá
satt, þetta sem Nicolas hafði sagt. Gordon var
enn í fjötrum töfra hennar og mundi aldrei leys-
ast þaðan. Anna gat ekki hugsað um annað en
sýnina sem hún hafði séð í músíkstofunni. Hún
reyndi að hugsa. Hverju hafði hún eiginlega
búizt við? Hjónaband hennar og Gordons var
ekki annað en viðskiptasamningur. Það var
henni sjálfri að kenna, að hún hafði orðið ást-
fangin af honum. Það var alls ekki nefnt í samn-
ingnum að hún ætti að verða það. En hún elsk-
aði hann af öllu hjarta. Nú varð hún að komast
burt héðan, en hún átti ekki í neitt hús að venda,
og varð að vera kyrr, vegna barnsins. Barnið
átti að alast upp hérna og heita Westwood. Það
fór hrollur um hana. Bara að barnið yrði ekki
annar eins andlegur afturkreystingur og Glen
var.
Hún fór ósjálfrátt að afklæða sig. Hún ætlaði
að leggjast fyrir og reyna að sofna frá veruleik-
anum. En hvernig átti hún að geta sofnað núna?
Taugarnar voru þandar, eins og þær væru að
bresta og hrjartað eins og sáraumur lumpur í
brjóstinu. Anna hringdi á stúlkuna og sagði
henni að hún væri hálflasin og ætlaði ekki að
borða neinn miðdegisverð. Hún ætlaði að hátta.
Þegar hún var komin í náttfötin settist hún og
var lengi að bursta sítt, ljóst hárið. Hún varð
fyrir alla muni að hafa eitthvað fyrir stafni og
þrýsti burstanum fast að hárinu, svo að hana
verkjaði undan honum. Það var eins og þetta
gerði henni hægara um að gleyma Aline og
Gordon niðri í stofunni. Nú var drepið á dyrnar.
„Kom inn!“ sagði Anna og datt í hug að þetta
mundi vera frú Bucket, sem kæmi til að nauða
á henni mdð að borða eitthvað, og þá yrði Anna
að tala við hana um stund.
En þegar dyrnar opnuðust var það Gordon,
sem kom inn. Hún spratt upp af stólnum eins
og stygg hind og skimaði kringum sig eftir morg-
unkjólnum, en hann hékk inni í fatageymslunni
svo að hún gat ekki náð til hans. Það vár líkast
og fætur hennar væri negldir við gólfið. Hvað
var að Gordon? hugsaði hún með sér. Svipur-
inn var svo byrstur og reiðin logaði í augum
hans. Hann gekk að Önnu án þess að segja orð
og þreif í báðar axlir hennar.
„Ég gæti kyrkt þig í greipunum," muldraði
hann milli tannanna. „Hve miklu hefurðu eig-
inlega logið að mér?“
Anna starði spyrjandi á hann, og allt í einu
varð hún alveg róleg, og nú gat hún hugsað skýrt.
„Ég hef engu logið, Gordon,“ svaraði hún fast-
mælt. „Hverju hefur Aline logið að þér, úr því
að þú hagar þér svona? Ég leit af tilviljun inn
í stofudyrnar og hafði hugsað mér að biðja þig
um að spila fyrir mig, en þá var hún þar. Svo
að ég vildi ekki trufla ykkur. Þess vegna fór ég.“
Gordon sleppti takinu á öxlunum á henni.
Starði beint í augun á henni augnablik. Önnu
fannst að hann hefði átt að geta séð beint inn
í hjarta hennar, séð að hún elskaði hann og væri
um leið hrædd um að hann kynni að sjá þar
leyndarmál.
„Fyrirgefðu mér, Anna,“ sagði hann og gat
varla komið upp orðunum. „í rauninni er þér
heimilt að hafa samband við hvern sem þú vilt, en
mig langar til að biðja þig um að bíða með það
nokkra mánuði. Og þann tímann verður þú að
leika hlutverk þitt sem konan mín.“
Hann sneri sér frá henni og hraðaði sér út
eins og það hefði brennt hann að líta framan í
hana. Hvað átti hann við? Hún hafði frjálsræði
til að „hafa samband“ við hvern sem hún vildi,
hafði hann sagt. Anna lagðist upp í rúmið og
hugsaði. Aline, Nicolas og Gordon. Þessi þrjú
nöfn hringsnerust í höfðinu á henni. Og allt í
einu skildi hún allt. Nicolas var að hugsa um
að skilja við Aline. Kannske hafði hann sagt
henni, að hann væri ástfanginn af Önnu. Hvað
sem öðru leið hafði Aline talið Gordon trú um
eitthvað. Önnu fór að verða rórra. Hún fann að
hún hafði fundið rétt spor, og þá var frekar von
um að ráða framúr þessu. Þessu öllu? Nei, ef
til vill ekki. Hún gat ekki annað en elskað
Gordon. En það var hennar einkamál.
Nokkrum dögum síðar rakst hún á Gordon, er
hún var að koma út úr herbergi sínu einn morg-
uninn.
„Ég var að hugsa um að bjóða þér að aka með
mér eitthvað út, Anna,“ sagði hann. „Það er að
segja ef þú ert ekki við annað bundin."
„Nei, það er ég ekki,“ svaraði hún. „Ekki 1
dag.“ Og nú mundi hún allt í einu að þetta var
afmælisdagurinn hennar. Hún var að verða tví-
tug í dag.
„Þakka þér fyrir, Gordon. Það verður gaman
að koma út með þér. Hvert eigum við að fara?“
spurði hún er bíllinn rann af stað.
„Við förum á smástað sem heitir Stockton,“
svaraði hann.
Næstu tvo tímana, sem þau voru á leiðinni,
talaði Gordon kurteislega en ópersónulega við
hana. Það var líkast og hann yrði að taka á því
sem hann ætti til, að sitja þarna og tala við
hana — en hvers vegna hafði hann þá boðið
henni að koma með sér? En það var nú samt
gaman að aka þarna í þessu góða veðri og það
lá við að Önnu þætti miður að leiðin væri á
enda, er þau komu inn í þennan fornlega smábæ
með skemmtilega þröngum götum og ávaxta-
görðum.
Þau námu staðar þar sem auðsjáanlega hafði
verið bezti bæ*jarhlutinn, einhverntíma. Á víð
og dreif milli gömlu einbýlishúsanna höfðu ris-
ið upp nýtízku fjölbýlishús og stór nýtízku
benzínsala. Húsið sem bíllinn nam staðar við,
stóð uppi á hól, og hafði ekki misst útsýni vegna
nýju húsanna. Gordon fór með Önnu inn á
breiðan stíg upp að húsinu. Það var opið og lít-
ill Japani var að þvo gluggana. Og veggfóðrari
var með langborð og límpotta inni í stofunni.
„Hvaða hús er þetta?“ spurði Anna.
„Það er orðið sextíu ára gamalt, og ættingjar
mínir hafa átt heima hérna síðan. Móðursystir
mín átti það seinast og þegar hún dó arfleiddi
hún mig að því. Það hefur staðið autt í nokkur
ár, en fyrir nokkru fékk ég menn til að hressa
það við — mála það og gera við ýmislegt, og
nú langar mig til að sjá hvernig.það lítur út.
Bezt að athuga, hvort þetta er sæmilega gert.
Hérna — hann opnaði dyr — hérna er eldhúsið."
Anna kom inn í bjart nýtízkueldhús með raf-
magnseldavél og löngu hagkvæmu eldhúsborði
með skápum og skúffum undir. Inn af eldhús-
inu var ljómandi falleg borðstofa, með stórum
blómaglugga. Við hliðina á henni var setustofa
og skothurð á milli.
„Þetta voru upprunalega tvö herbergi,“ sagði
Gordon er þau komu þar inn. „En ég lét taka
burt þilið á milli og fékk rúmgóða stofu í stað-
inn .. . Finnst þér það ekki betra?“
„Tvímælalaust," svaraði Anna. Hún reyndi að
látast vera hrifin, en innvortis var hún altekin af
óró og kvíða. Hvers vegna hafði Gordon látið
gera við þetta hús? Ætlaði hann kannske að láta
hana flytja hingað nú þegar og verða hérna, til
þess að losna við hana sem fyrst? Hún rétti úr
sér. Hann hefði nú ekki þurft að hafa svona
mikið fyrir því.
„Svefnherbergin eru á efri hæðinni. Viltu
koma og sjá þau?“