Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Page 3

Fálkinn - 09.10.1959, Page 3
FALKINN 3 Myndin sýnir upp- skipun sements í Reykjavíku^höfn. Akranesferjan liggur við kola- krann, þar sem verið er að ferma bíla. n''n llillllllll Sementsframleitelan fullnægir eftirspurninni UM þessar mundir er ár liðið frá því að Sementsverksmiðjan á Akranesi tók til starfa. Að því er Jón E. Vest- dal, verkfræðingur, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, skýrir frá, er líklegt að heildarsalan á yfirstandandi ári verði 80—90 þús. smálestir, en það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir tíðarfarinu í haust, þ.e.a.s. hve mikið verður hægt að vinna að byggingaframkvæmdum. Um helmingur af framleiðslu Sem- entsverksmiðjunar fer til Reykjavíkur og nágrennis, en hitt til annarra staða á landinu. Með öllu er hætt að flytja inn erlent sement, þar sem verksmiðj- an fullnægir þörfinni innanlands. Byrgð- ir hjá verksmiðjunni eru nú um 10 þús. lestir. Það sement, sem flutt er til Reykja- víkur er lestað í ferju að kvöldi til, og Xf 'j sviMifingaraðfcrö Eftir amerískri fyrirmynd hafa dönsk sjúkrahús tekið upp nýja að- ferð til þess að deyfa smábörn undir lœknisaðgerðir. Er dúsa, vœttri í viskí stungið í munninn á barninu og það látið diuga. Til þess hafa yfir 100 börn verið svæfð svona í Dan- mörku, segir dr. Erik Wain Ander- sena, sem hefur innleit þessa aðferð í sjúkrahúsi í Aarhus. er hún komin til Reykjavíkur að morgni. Á Akranesi hefur verið komið fyrir mjög fullkomnum tækjum til út- skipunar. Eru það færibönd, sem skila 1900 pokum á klukkustund. Tekur því skamman tíma að lesta ferjuna. í Reykjavík leggst ferjan við kolakran- ann, sem notaður er við uppskipunina. Langmestur hluti sementsins er settur beint á bíla, sem aka því á ákvörðunar- stað í bænum, en hitt er flutt með kran- anum í skemmu, sem er rétt hjá. Mun láta nærri, að ekki muni kosta nema 30 kr. að flytja og skipa upp hverri smálest, enda eru tæki þau sem notuð eru hin fullkomnustu. Sementsverksmiðjan getur nú fram- leitt um 110 þús. smálestir árlega, og verður þess ekki langt að bíða, að við verðum að nota allt það magn hér innanlands. Talið er, að sementsnotk- unin tvöfaldist á hverjum tíu árum. Er Sementsverksmiðjan byggð þannig, að hægt er að auka afköst hennar um helming með 30 prósent tilkostnaði frá upphaflegum stofnkostnaði. Þarf aðeins að reisa nýtt ofnhús og fá vélar í hús þau, sem fyrir eru. Þegar á þessu fyrsta ári hefur ber- lega komið í ljós, hve mikill þjóðhags- legur hagnaður hefur orðið við bygg- ingu Sementsverksmiðjunnar. Hráefnin sem hér eru til sementsframleiðslu eru hin beztu og vinnslan hefur tekizt með ágætum. ;! 8ÍB8 eykur starfsemi sína SÍÐAN Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofn- að, hefur baráttan við berklaveikina borið svo góðan ár- angur hér á landi, að sjúkdómurinn er á hröðu undan- haldi og fyrirsjáalegt virðist, að berklaveikinni verði með öllu útrýmt. En þessi árangur er slður en svo til þess að draga úr starfsemi SÍBS. Hafa samtökin ákveðið að færa út kví- arnar og verða til gagns á öðrum sviðum. Sem liður í þeirri viðleitni hefur nú verið sett upp vinnustofa fyrir almenna öryrkja í húsnæði að Ármúla 16, sem nefnt er „Múlalundur“. Er þar unnið að því að hjálpa öryrkjum, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni, til þess að öðlast aftur þrek og sjálfstraust, er gerir þeim kleift að hefja vinnu aftur á almennum markaði. Gegnir starfsemin í Múlalundi því svipuðu hlutverki og Reykjalundur. SÍBS vinnur ekki einungis mikið mannúðarstarf með þessari starfsemi heldur einnig þjóðhagslegt. Öryrkjum, sem ekki gætu tekið þátt í samkeppninni á hinum al- menna vinnumarkaði, er veitt skilyrði til þess að verða að gagni. Starfsorka þeirra er nýtt, þeim sjálfum til hags og blessunar ag þjóðinni allri til góðs. Það er þjóðinni til sóma, hve vel hún hefur stutt við bakið á SÍBS, og það hefur hún gert þar sem hún hefur fundið, að að samtökunum stóðu menn, sem hægt var að trevsta. Frá vinnustofu að Reykjalundi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.