Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Síða 3

Fálkinn - 18.03.1960, Síða 3
FÁLKINN 3 Sinfóníu- Mjómsveitin tín úru UM ÞESSAR mundir er Sinfóníuhljómsveit íslands tíu ára, en það er einn merkasti við- burðurinn í tónlistarlífi okkar þegar hún var stofnsett. Hljómsveitarstarf hafði verið hér tals vert lengi áður en Sinfóníuhljómsveitin var formlega stofnuð, en þegar Þjóðleikhúsið var að taka til starfa tókst samstarf með því og Ríkis- útvarpinu um að koma á fót ,,fastri“ hljóm- sveit. Voru ráðnir erlendir menn til að fylla þau skörð.'sem opin stóðu svo að hljómsveitin mætti teljast nokkurnveginn fullskipuð. — Nokkur styrkur til starfsins fékkst frá Reykjavíkurbæ og síðar ríkinu. Var hljómsveitin rekin á þeim grundvelli til 1953, en þá varð sú breyting á, að Ríkisútvarpið tók að sér rekstur hljómsveit- arinnar og annaðist hann fram á haustið 1955. Var þá nokkur óvissa um framtíðina og starfið lá niðri í nokkra mánuði. Síðan var hún endur- skipulögð og 1. marz 1956 hófst starfið aftur — og hefur hljómsveitin síðan verið rekin sem sjálfstætt fyrirtæki. Sjö manna hljómsveitarráð stjórnar málefnum sveitarinnar, og er Ragnar Jónsson forstjóri formaður þess, en fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar er Jón Þór- arinsson, tónskáld. Á þessum fyrstu tíu árum hafa 22 hljóm- sveitarstjórar starfað með hljómsveitinni. 50 einsöngvarar og einleikarar hafa komið fram með henni og fimm kórar. Alls hafa verið haldnir 150 opinberir tónleikar í Reykjavík á þessum árum. Síðan hljómsveitin var endurskipulögð 1956 hefur hún haldið samtals 77 tónleika í Reykja- vík og 48 utan Reykjavíkur á 35 stöðum. Auk þess hefur hún komið fram 175 sinnum í út- varpinu og 267 sinnum við sýningar í Þjóð-* leikhúsinu. Þetta jafngildir því, að hljómsveitin hafi leikið opinberlega 142 sinnum á ári að með- altali á þessu 4 ára tímabili, eða annan hvern virkan dag að frádregnum sumarfríum hljóm- sveitarmanna. Róbert A. Ottósson stjórnaði fyrstu hljóm- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og hefur hann stjórnað flutningi flestra verka hjá hljómsveit- inni af einstökum stjórnendum, en sá hljóm- sveitarstjóri, sem oftast hefur stjórnað opin- berum tónlistarflutningi hljómsveitarinnar er dr. Victor Urbancic, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Aðrir innlendir menn, sem stjórnað hafa hljómsveitinni eru: Dr. Páll ísólfsson, Jóhann Tryggvason, Páll Pampichler, Albert Klahn og Ragnar Björnsson, auk þess sem Jón Leifs og dr. Hallgrímur Helgason hafa stjórnað við sér- stök tækifæri. Af erlendum stjórnendum hefur Olav Kiel- land verið hér lengst og oftast, en hann var fastráðinn hljómsveitarstjóri um þriggja ára skeið. Aðrir erlendir stjórnendur hafa verið: Hermann Hildebrandt, dr. Thor Johnson, Wil- helm Schleuning, dr. Vaclav Smetacek, Jussi Jales, Warwick Braithwaite, W. B. Rúggeberg, Rino Castagnino, Adam Katchaturian, Eugene Goosens, Hans Zanotelli og Hans Antolitsch. Myndirnar eru teknar á æfingu hjá Sin- f óníuhlj ómsveitinni. ★

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.